Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 Þegar mér gengur illa að smlða fer ég oft niður i stofu og röfla við píanóið skipið Ofeig frá Ströndum. Ég fór tvær ferðir norður í Reykjaskóla, til að skoða gamla gripinn og eftir því smiðaði ég svo litla líkanið. Nú er ég að smíða 1.5 m langt likan af gömlu Vestmannaeyja- skipi, Auróru, sem var frægur teinæringur um síðustu aldamót, en líkanið af Auróru mun verða kirkjuskip í Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Menn í Eyjum hétu á Landakirkju í eldgosinu að þeir létu smíða kirkjuskip í kirkj- una ef hraunflóðið lokaði ekki innsiglingunni og vonandi get ég lokið við Auróru fyrir vor- ið. Það er stærsta líkanið sem ég hef smíðadj svipað og Öfeigur. Ég fékk mál af skipinu hjá Lúðvík Kristjánssyni og einnig hef ég stuðzt við gamlar myndir, en svona smíði byggist á nákvæmni og aftur nákvæmni, slípun og aft- ur slípun. Konan mín hefur ávallt búið út seglabúnaðinn á bátana. Marga? Ætli ég hafi ekki smið- að um 10 skipslíkön af stærri stærðargráðunni, mest á kvöldin og ég hef verið upp i tvö ár með einn bát í kvöldvinnu." Frá rabbi um skip tókum við stefnuna á tónlist og annað í þeim dúr, en Helgi á milli 30 og 40 lög sem hann hefur samið við og án texta og flest lögin á hann skrifuð upp. „Þú neitar því að vera tón- skáld?“ „Já, ég neita því. Ég þekki C- nótuna aðeins ef hún er á réttum stað. Venjulega sem ég þessi lög með rauli, en stundum slæ ég þau einnig á píanóið. Oft koma lög- in líka undir stýri í bílnum, en auðveldast er að semja lög við ijóð, þvi þá er svo gott að muna lagið nákvæmlega með þvi að tengja það ljóðinu. Þó ég nefni píanó, þá kann ég ekkert á það, gutla aðeins fyrir sjálfan mig í skomagerbassastíl. Annars finnst mér skemmtilegt að leika mér með hljóma, en oftar geri ég lög við vísur og ljóð heldur en sjálf- stæð lög. Stundum er maður lengi að þessu, stundum skotfljótur. Það tók mig til dæmis ekki nema 5 mín. að gera lag við ljóðið Steinkudys eftir séra Sverri Har- aldsson eftir að hafa lesið ljóðið. Kunningja mína fæ ég til að skrifa upp nóturnar fyrir mig. Þegar mér gengur illa að smíða, hleyp ég oft niður i stofu og röfla svolitið við píanóið, tilfellið er, það er ekki öll vitleysan eins.“ áj STILLING H/F. Skeifan 11. HEMLAVARAHLUTIR, HEMLAÞJÓNUSTA Nýkomnir varahlutir í hemlakerfi svo sem: Hjóldælur, höfuðdælur, vökvabarkar diskabremsuklossar og fl. í Amerískar bifreiðar. Hjóldælur og diskaklossar í evropiskar bifreiðar. Hjóldælur í Volvo og Trader 3 tonn. Bremsuborðar í Skania Vabis.Volvo og fleiri vörubifreiðar. Ennfremur límum við bremsuborða á skó og rennum bremsuskálar með litlum fyrirvara. Ath. Hemlaþjónusta hefur verið okkar sérgrein í 15 ár. STILLING H/F. Skeifan 11. Símar 31340 og 82740. KZ STÁLHILLUR Þægileg og fljótleg uppsetning án verkfæra. Miklir breytingamöguleikar. Hentugt til notkunnar í skrifstofum, verzlunum, vöru- og skjalageymslúm, bítskúrum og búrum. Uppsettar hillur í skrifstofu okkar. Eggert Kristjánsson & Co. hf.# Sundagörðum 4 — Simi 85300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.