Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 sonar, sem hafði á boðstólum sitt af hverju, allt frá grænsápu og rúsínum upp í silkistranga, eins og hún orðaði það. Verzlunarstörfum hafði hún ekki kynnzt, utan þess að hún fór 14 eða 15 ára gömul með Önnu systur sinni til Reykjavikur. Þær gengu upp Laugaveginn og keyptu sér í svuntu hjá Söru í Vöruhúsinu, sem síðar átti Sokka- búðina. — Hún var svo fín í peysufötunum sínum, með marga hringi, og svo fjarska þægileg i framkomu, segir Elísabet. Henni fannst mikið til um hana. En það var þó ekki lokamarkmið Elisa- betar að afgreiða einhvers staðar. Hún ætlaði að komast í skóla og byrjaði strax í Eyjum að fara í kennslutima í islenzku, dönsku og orgelleik. I Vestmannaeyjum gat hún safnað sér fyrir skólavist í húsmæðra- og heimavistarskóla i Noregi. En mágur hennar aðstoð- aði hana. Þetta var gott tækifæri, sem nýttist vel og enn á hún vin- konur frá skólaárunum í Noregi og Finnlandi. I Noregi dvaldi hún á annað ár. Þegar Elísabet kom til baka, undi hún ekki i Vestmannaeyjum, vildi komast til Reykjavíkur. Til þess tók hún fyrstu vinnu, sem hægt var að fá. Hún átti að ganga um béina i borðstofunni í Iðnó, þar sem voru kostgangarar, m.a. helztu piparsveinar bæjaíins. Ekki var hún þó hrifin af því starfi, og þegar húsmóðirin bað hana um að hjálpa sér við mat- seldina, greip hún það fegins hendi. Matráðskonan hafði farið um vorið. Reyndar sá hún ein með aðstoðarstúlkum um matreiðsl- una vegna lasleika húsmóðurinn- ar. Það gleymdist þó að bæta við kaupið, en Elísabet hafði ekki orð á þvi, þar eð hún var lausráðin og ætlaði sér að fara við fyrsta tæki- færi. Þarna unnu stúlkurnar frá kl. 8 á morgnana til 8 á kvöldin, með tveggja tíma fríi um miðjan daginn, og voru svo að smyrja brauð fram á nótt, þegar böll voru aó vetrinum. Þegar auglýst var eftir stúlku í verzlun, greip hún tækifærið og sótti um, enda hafði hún meðmæli frá Árna Sigfús- syni, og var svo heppin að fá stöðuna, þó margar væru um boð- ið. En um leið missti hún herberg- ið, sem fylgdi starfinu í Iðnó, og stóó uppi vegalaus um kvöld. Hún knúði dyra í húsi einu, þar sem vinkona hennar leigði, en var i burtu. Hún bað konuna um að fá að sofa í herberginu hennar. Það var velkomið og hún fékk að leigja þetta herbergi í einn mán- uð. Duusverzlun hafði mikil umsvif á þessum árum. Elísabet réðst þangað 1922. Hún fór í vefnaðar- vöruverzlunina, sem var í húsinu meó fálkunum á í Hafnarstræti. Þar var Geysisverzlun í vestur- endanum, vefnaðarvörudeild Duus i miðju húsi, þar sem Is- lenzkur heimilisiðnaður er nú, og í austurendanum Johnson & Kaaber, sem áttu húsið. Glervöru- deild Duus var svo í Natan & Olsen húsinu vestan við þetta hús og undirgangur i gegn, niður að sjónum. En í húsinu við Aðal- stræti, þar sem Geysir er nú, voru skrifstofur og nýlenduvöruverzl- un niðri, en Ingvar Ólafsson og frú hans, Ásta Zoega, bjuggu uppi. Pakkhúsin voru svo í Grjótaþorpinu. En Duus rak líka útgerð og átti togara. Ingvar Ólafsson átti fyrirtækið með móð- ur sinni, Ásu Jakobsen Ólafsson, systur Egils Jacobsen og ekkju Ólafs Ólafssonar, sem hafði átt verzlunina ásamt frænkum sín- um, Ástu og Fríðu Duus. Meðan Elísabet starfaði þar, sem var í fimm ár, átti Duusverzlun 75 ára afmæli — hafði byrjað í Keflavík — og allt starfsfólkið fór í skemmtiferð tii Þingvalla. Verzlunarstjóri var Jakob Jóns- son, og á skrifstofunni með hon- um og Ingvari var Jóhanna Han- sen, sú eina af starfsfólkinu, sem enn er á lífi. Hans Hoffmann og Kristinn Magnússon voru í ný- lenduvöruverzluninni, Sigrún Eiriksdóttir í glervörudeildinni í Reykjavík — Búðarstúlka Dreymdi fyrir óhöpp unum hjá Duus AFGREIÐSLUSTÚLKURNAR í Haraldarbúð fengu alltaf nýja vinnukjóla á hverju ári, og þeir voru fínir, eins og sést á þessum fjórum myndum. Á tveimur þeirra er Elísabet Árna- dóttir, á myndinni neðst til vinstri í silkikjóln- um frá þjóðhátiðarárinu 1930. Á hinum tveim- ur myndunum eru afgreiðslustúlkurnar hjá Haraldi fyrir utan búðina. Efst til vinstri eru: Þuríður Kjaran, Bíbí Kjaran, Guörún Árna- dóttir, Hólmfríður Gísladóttir og Laufey Eiríksdóttir. Neðst til hægri eru Maja Bern höft, Guðrún Árnadóttir, Laufey Eiríksdóttir, Elísabet Árnadóttir og Rósa Gísladóttir. Þegar sú ákvörðun hafði verið tekin um páskablað Mbl., að blaðamennirnir ællu viðtöl við fólk um aðra hlið á viðfangsefn- um þess en þá, sem menn þekkja almennt, eða rifjuðu upp með því einhvern atburð eða tíma úr lífi þess, þá minntist ég þess að einni stétt kvenna hefðu lítil skil verið gerð. Þar á ég við búðarstúlkurn- ar fyrr á öldinni, þegar það var eitt hið eftirsóknarverðasta starf, sem stúlkur gátu fengið, aó kom- ast I einhverja af stórverzlunun- um. Og búðarstúlkurnar þar settu vissulega sinn svip á bæinn. Því leitaði ég til einnar þeirra, Elísa- betar Arnadóttur, sem var deildarstjóri í vefnaóarvörudeild hinnar kunnu Duus-verzlunar i Hafnarstræti, afgreiddi um skeið hjá Ingibjörgu Johnson í Lækjar- götu og var svo síðast og lengst í Haraldarbúð i Austurstræti, eða þar til hún gifti sig. En Elísabet er nú próíastsfrú í Reykjavík, gift séra öskari Þorlákssyni dóm- prófasti. Faðir Elisabetar, Arni Eiríks- son, útvegsbóndi i Gerðakoti á Miðnesi, hafði mikinn metnað fyr- ir dætur sínar sjö, og hafói hugsað sér að veita þeim sem bezta menntun. A.m.k. áttu þær að fara í Flensborgarskóla. Og hann byrj- aói snemma að kenna þeim að lesa, sat með þær milli hnjánna við námið, þegar hann var ekkí á sjó. En hann drukknaði á sexær- ingur hans fórst, þegar Elísabet var 11 ára gömul. Báturinn var kominn inn undir stundið, er boði reis og færði bátinn í kaf. Þar fórust meó honum fimm menn, sem allir voru i heimilinu. Þar fór kærasti elztu dóttur hans frá fyrra hjónabandi, frændi hans, fóstursonur Árna, og tveir sjó- menn í veri hjá honum. Elísabet hafði verið send inn í Keflavík vegna meiðsla á fæti og lá í rúm- inu hjá vinafólki, sem sagði henni tiðindin. Þetta breytti nokkru um framtið þeirra systra, en þrjár þeirra voru yngri en Elísabet. Þó fjárhagurinn leyfði móður þeirra ekki að senda dæturnar i burtu, segir Elisabet að þær hafi verið svo lánsamar að njóta óvenju góðrar kennslu í barnaskólanum, þar sem frænkurnar Sigurbjörg Einarsdóttir og Guðrún Einars-' dóttir frá Sandgerði kenndu. Ekkjan, Elín Olafsdóttir, stóð uppi með dæturnar sjö og bætti raunar á sama ári við ungri frænku sinni, sem hún tók á móti í fæóingu og var umkomulaus. Efnin voru aó vísu allgóð á þeirra tíma mælikvarða, og hún hélt áfram að búa og tók vermenn, Aðalverzlunarhús Duus verslunar. Nýlendurvöru- verzlunin og skrifstofan voru á neðri hæðinni, en eigandinn bjó uppi. í hús- inu á móti, við Vesturgötu, var glervöruverzlun og vefnaðarvöruverzlunin í Johnson & Kaaber húsinu við Hafnarstræti, en þar var Elísabet Árnadóttir deildarstjóri. sem reru fyrir búíð á ýmsum bát- um. Ein dóttirin, Ólafía, fór i Kvennaskólann í Reykjavík og giftíst ung til Vestmannaeyja, Árna Sigfússyni, sem þar rak verzlun og hafði um skeið útgerð. Þangað fóru svo systurnar hver af annarri, til að kynnast öðru. Elísa- bet fór 18 ára gömul að heiman og vann í 4 ár í verzlun Árna Sigfús- Viðtal við Elísabetu Árnadóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.