Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 „ Örlög þín ráðasl við fœðinguna.. Ingimar Erlendur Sigurðsson: LYKLAR HIMNARÍKIS Fyrst voru hendur þínar tómar. Geislar léku milli fingra þér. Svo settist geisli í lófa þinn. Þú horfðir á hann stórum augum. Hann tók á sig mynd lykils. Þú reyndir að hrista hann úr lófa þér. En hann hvarf ekki. Hann dofnaði og skýrðist á víxl. Þú luktir um hann lófanum. Svoeng- inn sæi hann. Eftir það gekkstu með kreppta hnefa. Þegar þú varst einn opnaðirður lófann. Þú horfðir á lykilinn. Hann geislaði til þín. Þú fórst að kunna því vel að hafa hann í lófanum. Hvað er eðlilegra en lykill og hönd? Kannski lykill og skrá. Þá fórstu að leita að skrá. Þú gekkst að hvers manns dyrum. En þinn lykill gekk ekki að neinni þeirra dyra. Þá gjörðirðu skrá fyrir lykilinn. Nú áttirðu bæði lykil og skrá. En eftir að þú varst byrjaður hélztu áfram. Næst smeiðstu hurð og felldir í hana skrána. Nú áttirðu lykil og skrá og hurð. En til hvers er að eiga slíkt? Þá reistirðu hús og felldir hurð að stöfum. Nú var allt harla gott. Þú fluttist í húsið og lézt fara um þig vel. Sá sem á lykil og skrá og dyr og hús. Hvers hefur hann að óska framar? Þú læstir húsinu innan og sofnaðir með lykilinn i lófa. Þegar þú vaknaðir var húsið með dyr og skrá horfið. Fyrst hélztu þig vera að dreyma. Svo sástu í lófa þér lykilinn. Hann skein þar enn. Þá vissirðu að þetta var veruleikinn. ÁKALL Enn er Kristur á krossinum; hann kom ekki þaðan niður. Enn er Kristur á krossinum — og kjarnorkusprengjan friður. Enn er Kristur á krossinum og kærleika sínum blæðir. Enn er Kristur á krossinum; við komumst ekki í hæðir. Kom því niður af krossinum, með kærleika eins og sólin Kom því niður af krossinum og kenn oss að nýju jólin. Kom þú niður af krossinum og kunngjörðu leyndardóma. Kom þú niður af krossinum — og kenn oss guðamál blóma. Vísindamenn og stjörnuspek- ingar hafa löngum verið litlir vin- ir. Nú nálgast þeir hins vegar hvorir aðra — hægt en örugglega. Undanfarin ár hefur Frakkinn Michel Gauquelin gert vísindaleg- ar rannsóknir, sem leitt hafa til svo furðulegrar niðurstöðu, að við borð liggur, að hún skyggi á alia stjörnuspeki. Gauquelin hefur nefnilega sannað það með tölum, að himingeimurinn hafi (slík) áhrif á lif okkar, að jafnvel ráði vali okkar á atvinnu. Á þessari stundu er einhvers staðar tólf ára gamait barn, sem hljóta mun mikil og merkileg ör- lög. Það á fyrir þessu barni að liggja að drottna yfir heiminum, verða hæstráðandi til sjós og lands, góð- ur eða illur. Þegar þetta barn fæddist árið 1963 var afstaða reikistjarnanna Plútós og Uranusar þannig, sem aðeins verður á 115 ára fresti, og það er trú stjörnuspekinga, að þessar reikistjörnur séu skírnarvottar ofurmenna. Allar götur frá þvi á tímum Babýlonar hafa stjörnuspekingar látið frá sér fara ótrúlegar full- yrðingar um stjórn stjarnanna á lífi okkar, og oft hafa þessar stað- hæfingar ekki verið sérlega rök- rænar. Nú nýlega hefur það gerzt, að vísindalegar rannsóknir hafa stutt fullyrðingar stjörnuspeking- anna. Svo er að sjá, að reikistjörnurn- ar eigi mikinn þátt i hinu furðu- lega sambandi mannkyns og al- heims. Að þessari niðurstöðu hefur fyrrnefndur vísindamaður, Michel Gauquelin komizt eftir tuttugu ára rannsóknir I Sálfræði- rannsóknarstofnuninni I Stras- bourg. Frá þvf árið 1950 hefur hann lagt stund á rannsóknir á hrynjandi reikistjarnanna — stjörnudægrin — og áhrifum þeirra á menn. Gauquelin viðaði að sér upp- lýsingum um fæðingarstaði og — stundir fjölda þekktra Frakka. Hann valdi menn, er kjörnir höfðu verið til Frönsku akademf- unnar, 576 samtals. Hann komst að raun um það, að ótrúlegur fjöldi þessara manna var fæddur um það bil, sem Mars eða Satúrn- us komu upp fyrir sjóndeildar- hring, eða voru hæst á himni. Þrátt fyrir þetta þótti Gauquelin niðurstöður rannsókn- anna ekki nógu sannfærandi, og hann einsetti sér að afla órækra sannana. Hann sneri sér nú til 508 kunnra, franskra lækna, og niður- staðan af þeirri rannsókn varð hin sama. Kom í ljós greinilegt tölfræðilegt samband — þau börn, sem fæddust, þegar Mars og Satúrnus komu upp fyrir sjón- deildarhring urðu gjarna læknar! Nú var spurningin, hvort tilvilj- un gæti ekki ráðið þessu. Því neituðu tölfræðingar ein- dregið; líkurnar til þess reyndust ein á móti tiu milljónum. En Gauquelin var enn ekki ánægður. Hann tók að safna saman upp- lýsingum um aðra starfshópa. Enn einu sinni kom í ljós furðu- legt samband milli reikistjarna og lifsstarfs. Herforingjar og stjórn- málamenn voru flestir fæddir, þegar Júpíter birtist yfir sjón- hring, en hins vegar urðu þeir sjaldan vísindamenn, sem fædd- ust undir þeirri stjörnu. Læknar og náttúruvísindamenn reyndust tengdir Mars; en listamenn, málarar og tónlistarmenn fædd- ust yfirleitt ekki undir þeirri stjörnu. Þegar hér var komið sögu svöruðu gagnrýnendur þvf til, að eflaust væri um að ræða sér- franskt fyrirbæri. Þá fór Gauquelin til og gerði samskonar rannsóknir í Hollandi, Þýzkalandi, Italíu og Belgíu. Eftir þriggja ára starf hafði hann at- hugað 25.000 fæðingar. Niðurstað- an varð nákvæmlega hin sama og í Frakklandi áður. Nú urðu gagn- rýnendur að láta í minni pokann. Bersýnilegt var, að læknar og náttúruvisindamenn fæddust flestir undir Mars og Satúrnusi,. en hermenn og íþróttamenn undir Júpíter. Erfiðara reyndist að finna list- rænum hæfileikum stað. Aðeins er hægt að fullyrða, að listamenn fæðast afar sjaldan undir Mars og Satúrnusi, líkt og náttúruvisinda- menn virðast leggja kapp á að forðast Júpíter. Ýmsir vfðkunnir tölfræðingar voru beðnir að fara yfir niður- stöður Gauquelins. Meðal þeirra var Faverge, prófessor í tölfræði við Sorbonne. Hann og starfs- bræður hans fundu ekkert at- hugavert við rannsóknir eða niðurstöðurnar. Til frekara öryggis var þýzkur prófessor i fræðilegri stærðfræði, Tornier, fenginn til þess að athuga niður- stöðurnar og fann hann heldur ekkert athugavert. Arangur af til- raunum, sem gerðar voru með fólk valið af handahófi studdi líkindareikningana í öllum atrið- um. Að sjálfsögðu er margir visinda- menn ennþá tregir til að viður- kenna rannsóknir Gauquelins. Mönnum finnst sú fullyrðing bera keim af launspeki, að staða reiki- stjarnanna á fæðingarstund hafi ráðið úrslitum um framtíð manns. Og verk Gauquelins er alls engin sönnun þess, að stjörnuspekingar hafi ætíð lög að mæla. Hins vegar virðist það sanna svo ekki verði um villzt, að staða reikistjarnanna hefur einhverja þýðingu í þessu sambandi — ekki reikistjörnurn- ar sjálfar. Annað, sem Gauquelin heldur fram er það, að líkindin til þess, að barn fæðist undir ákveðinni stjörnu, séu arfgeng. Til þess að athuga þetta viðaði hann að sér upplýsingum um fæðingu 30.000 foreldra og barna þeirra. Kom þá í ljós, að langal- gengast var, að foreldrar, sem fæddir voru undir einhverri stjörnu ættu börn undir þeirri sömu stjörnu. Einkum varð þetta greinilegt, þegar báðir foreldrar voru fæddir undir sömu stjörnu. Þetta bendir til þess, að hver maður sé gæddur erfðaeiginleik- um, sem geri hann sérlega næm- an fyrir ákveðnu mynztri „geim- afla“. Gauquelin dregur af þessu þá ályktun, að val manns á lifs- starfi sé komið undir sam- setningu erfðaeiginleika hans, og nokkur hluti þeirra segi ennfrem- ur til um það, hvenær hann fæðist. Sé staða stjarnanna rann- sökuð við fæðingu barns, á að vera unnt að segja fyrir um hæfi- leika þess, skapgerð og væntan- legt háttalag. Og þar með er Gauquelin kom- inn æði nálægt stjörnuspekinni gömlu, þvi þetta er einmitt það, sem stjörnuspekingar hafa haldið fram öldum saman! Þeir halda þvi fram, að sól, tungl og reikistjörnur hafi áhrif á menn, og að því leyti eru visinda- menn þeim sammála. Enn halda stjörnuspekingar þvi fram, að þær stjörnur, sem næst eru jörðu, hafi mest áhrifin, og einnig I þvi eru visindamenn sam- mála þeim. Þá halda stjörnuspekingar þvi fram, að menn verði fyrir áhrif- um þeirra skilyrða, sem í geimn- um eru á fæðingarstundu. Þetta telja vísindamenn hugsanlegt. En þegar stjörnuspekingar full- yrða, að hver reikistjarna hafi sín sérstöku áhrif á menn, þá rísa náttúruvísindamenn upp til mót- mæla, enda þótt þeir telji þetta ekki lengur óhugsandi, einkum eftir að rannsóknir Gauquelins urðu kunnar. Ekki skerst þó verulega í odda fyrr en þá, þegar stjörnuspek- ingar vilja túlka breytingar í himingeimnum og draga af þeim ályktanir um framtíðina. Þar eru vfsindamenn á öndverðum meiði. Gerðar hafa verið ýmsar rann- sóknir á stjörnuspekingum og fræðum þeirra. Arið 1959 gerði bandaríski sálfræðingurinn Vernon Clark slíka rannsókn. Prófaði hann tuttugu stjörnu- spekinga og lét þá alla segja fyrir um örlög sama fólks. Sautján hinna tuttugu komust að sömu niðurstöðum. Clark lét nú stjörnuspekingana bera saman tíu stjörnumát við skýrslur um tíu æviferla, þar sem voru upplýsingar um hjónaband, barnsfæðingar, starfsval o.fl. og áttu þeir að raða þvf saman, sem saman átti. Enn urðu niður- stöðurnar furðulega samhljóða. En Clark var enn ekki ánægður og lagði fyrir þá hið þriðja próf. Þá fengu stjörnuspekingarnir ekki annað að fara eftir en tiu fæðingarstundir. Auk þess fengu þeir að vita, að allir þessir tiu menn hefðu látizt af slagi. Það var allt og sumt. Stjörnuspekingarnir leystu dæmið! Af þessu dró Clark eftirfarandi ályktun; Stjörnuspekingarnir geta með mikilli vissu greint sundur ýmsa menn enda þótt þeir fái ekki aðr- ar upplýsingar um þá en fæðingarstundir þeirra. Nú er ég sjálfur vísindamaður. Og í minum augum er þetta sönn- un þess, að óhugsandi sé, að stjörnuspekin sé röð merkingar- lausra tilviljana. Sé þetta skoðað ásamt með niðurstöðum rannsókna Gauquelins, verður sú tilfinning áleitin, að atvik f himingeimnum hafi I raun og veru áhrif á ástand mála hér á jörðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.