Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 73 Grjótaþorpið Þama byggði Skúli fógeti, Jónas Hallgrímsson bjó þar um tíma og í Hattarahúsinu dó Sigurður Breiðfjörð Frægasta hús í Grjótaþorpi er ugglaust Aðalstræti 10, gamla Bröttugötu var upphaflega Hattarahúsið, sem síðar var byggt Innréttingahúsið, siðar biskupsstofa og hefur nú um skeið ofan á. hýst eina af verzlunum Silla og Valda. Hægra megin við hri»f;fcrrt, en hún verður eftir- niinnik'n, þenar maður hefur annan eins leirt.sögumann og Arna Ola. Þótt hann sé kominn yíir áttrætt, er minni hans með fádæmum oj; mundi sjálfsagt marf’ur námsmaðurinn þiggja að hafa slíkt minni. Arni benli á þau hús, sem ei«a sér merka fortíð, en hér verður stiklað á stóru ok farið fljótt yfir. Við byrjuðum hringferðina í Fisehersundi, sem liggur út úr Aðalstræti nyrst. Fischersund er nefnt eftir William Físeher, sem í eina tíð verzlaði hér þar til Duus keypti af honum eignirnar. Fisch- er þessi stofnaði Fiski- og far- mannasjóð Kjalarnesþings og var gatan skírð eftir honum í virðing- arskyni. A möti Ingólfs apóteki standa verzlunarhús Geysisverzlunar. Þessi hús byggði Petreus nokkur á lóð Konungsverzlunarinnar og taka þau yfir allstórt svæói, sem samkvæmt venjulegum skilningi er utan hins eiginlega Grjóta- þorps. Ofar við Fischersund taka við brúnmáluð hús, bárujárnsklædd, og þegar belur er að gáð, sést að lítið er þar um glugga. Verzlunar- fyrirtækiö Silli & Valdi mun eiga öll þessi hús, afmörkuð með sér- stökum lit. 1 sumum eru geymdar vorur, i öðrum er búið. Svo er til dæmis um það hús, sem stendur í næsta nágrenni við Morgunblaðs- húsið, eða svo sem seilingarlengd. Þetta hús býr hvorki að fornri né nýrri frægð og má heita fullkom- lega án útsýnis aftanundir gaflin- um á Morgunblaðshúsinu. Meira að segja er hulinn leyndardómur hvaða götu það heyrir, en gengt er að því eftir portum frá þremur stöðum. Fischersund sveigir inn í Mjóstræti, en þar á horninu stendur Jensenshús, einnig í silla og valdalitnum. Fyrir alllöngu var nieiri reisn yfir þessu husi; það hét þá Hekla og þar var veit- ingasala; gengið nokkur þrep upp. En handan við Fisehersund- ið er eitt stærsta bílastæði hér um slóðir og þeir sem þar eru að leita að stæðum, hafa áreiðanlega ekki hugmynd um, að hér stóð verzlun- in Glasgow i stærsta timburhúsi, sem nokkru sinni hefur verið byggt á Islandi. Þetta var ensk verzlun, og þetta veglega hús brann til ösku árið 1905. Ofan við bílastæðið stendur rauðmálað bárujárnshús, sem áður hét Hjall- hús og á þessum slóðum var Borgarabæjarhverfið, en við kom- um að því síðar. En þar sem Fischersundið er nú, lá Götuhúsa- stígurinn áður frá Aðalstræti og skásneiðinga upp eftir grýttu holtinu. XXX Við Árni förum að öllu með gát og sveigjum inn í Mjóstræti. Þar á horninu er Arabær, háreist timb- urhús og gengið upp trétröppur. Húsið er kennt viö Ara frá Skál- holtskoti og lengi átti það Pétur faðir Erlends, hins kunna KR- ings og Vesturbæings. Annars er fremur fátt um fina drætti í Mjó- stræti og engin sögufræg hús þar utan eitt: Vinaminni. Það gnæfir lika yfir eins og höfuóból yfir hjáleigum og skartar brúnum torfulit eins og annað í eigu Silla og Valda hér um slóðir. Þar sem Vinaminni stendur nú, var eitt sinn kot sem hét Brekku- bær og þaðan var Sigríður sú, sem um var ort: Sigríður dóttir hjóna í Brekkubæ — Það átti ekki fyrir henni að liggja að ílendast i Grjótaþorpinu hún giftist Eiríki Magnússyni meistara i Cambridge á Englandi og fluttist út þangað. Hún gleymdi samt ekki bernskuslóð- um sínum og fékk góðgerðarsama og efnaða Englendinga til þess að byggja kvennaskóla á sama stað og Brekkubær hafði staðið. Húsið var byggt og skólinn starfaði þar — en aðeins um tveggja ára skeið. Vinaminni var höfðinglegt hús, enda bjuggu þar höfðingjar. Meðal þeirra var Jón Vídalin, stjórnmálamaður og samvinnu- Hér stóð skáli hins forna Reykjavíkurbæjar, en báru- járnshúsið á myndinni byggði Stefán Eiríksson myndskeri og bjó hann þar. Húsið stendur neðarlega við Grjóta- götu. frömuður. Um hann var þessi kunna vísa ort: I Vinaminni Vidalín valdsmenn gerir dorga. Veitir hann klára kampavin, kaupfélögin borga. Síðar bjó Haraldur Nielsson i Vinaminni, sá kunni prófessor, fræðari og spíritisti. Það mun hafa verið fyrripartinn á ævi hans, þvi hann bjó þar með fyrri konu sinni, Bergþóru. XXX Leið okkar liggur næst i Bröttu- götu, sem liggur upp brekkuna, milli Aðalstrætis og Mjóstrætis. Enn ræður brúni liturinn ríkjum á bárujárninu; hér á sjálfum Fjalakettinum, sem er fyrirferðar mesta hús við Bröttugötu. Á horn- inu niðri við Aðalstrætið stóð í eina tíð Hattarahúsið, sem Einar hattari hafði byggt við sjávar- götuna frá Reykjavíkurbæ. Tengdasonur hans var Valdemar Breiðfjörð, stórhuga umsvifamað- ur, sem byggði tvær hæðir ofan á Hattarahúsið. Valdemar var fyrir menningarneyzlu; hann vildi fá „teater" í bæinn. Og hann var ekkert að tvinóna við það: Byggði leikhús aftan við íbúðarhúsið. Það var stundum kallað Breið- fjörðsleikhús, en snemma festist Fjalakötturinn við það. Á þessum fornu fjölum eru nú geymdar kramvörur frá Silla og Valda. I herbergi i norðurenda Hattarahússins enduðu lífdagar Sigurðar Breiðfjörðs, rímna- skálds og beykis. Hann mun þá hafa verið lasburða og illa farinn eftir langvarandi drykkjuskap og siðasti kapítuli lífs hans, sem fram fór í höfuðstaðnum, var helduf dapurlegur. Leikfélag Reykjavíkur notaði Fjalaköttinn aldrei, en þeir Jón Guðmundsson, ritstjóri og Benedikt Gröndal stóðu þar fyrir leiksýningum. Þar að auki var Fjalakötturinn bæði athvarf fyrir félagsmálastarf og íþróttahús: Templarar höfðu þar fundi og glímumenn Ármanns æfðu „þjóðariþróttina" þar. Eftir að leiksýningum lauk i Fjalakettinum, var Gamla Bíó fyrst til húsa þar; það hét þá Reykjavíks Biograf Teater. Gegnt Hattarahúsinu gamla, á horni Bröttugötu og Aðalstrætis er það hús, sem kannski er talið merkast í Grjótaþorpi; risið hátt á danska vísu, veggirnir lágir og þar af leiðandi varla nemaseiling undir loft. Hér er upprunalega klæðagerðarhús Skúla fógeta, siðar Biskupsstofa og núverandi verzlunarhús Silla og Valda. Aftan við það byggðu þeir félagar ' steinkumbalda undir vörulag- pr, en það ber blessunarlega litið á þvi húsi og það sést ekki frá götunni. Eitt sinn bjó Jónas Hallgrímsson skáld þarna, en húsið var aðeins viðkomustaður og hefur nánast Sumardýrð i Grjótaþorpi: Þessi sóleyjagarður er við Grjótagötuna. Á útmörkum Grjótaþorpsins: Þetta reisulega, rauðmálaða hús, blasir við úr Fischersundi. Þarna var áður svonefnt Borgarabæjarh verf i. enga þýðingu i sanrbandi við líf skáldsins. Biskupsstofa var húsið i tíð Geirs Vídalins; hann bjó þar til dauðadags og í þá daga var þessi bústaður virðulegastur í bænum næst Stiftamtmannshúsinu. Þrepin i stiganum upp á loftið eru slitin undan fótataki kyn- slóðanna og uppi á loflinu voru lengi vel aóalbækistöðvar þeirra Silla og Valda. Þar var allt undir súð og sumum fannst þessi kontór ekki við hæfi hjá fyrirtæki, sem átti fleiri hornlóðir en nokkur vissi. Nálægt aldamótum verzlaði Helgi Zöega í Innréttingahúsinu og byggði hann sér þá reisulegt íbúðarhús ofar við Bröttugötu. Áfast við það er svipmikið hús, rauðmálað, með ýmsum helztu einkennum bárujárnstimabilsins. Á neðstu hæó þess hafa ýmsar verzlanir verið, en sumar staðið stutt við. Nú er þar verzlunin Kjörgripir, sem selur antíkhús- gögn. Þá vikur sögunni að Grjótagötu, sem liggur rakleiðis upp brattann úr Aðalstræti og uppá Garða- stræti. Þarmeð er komið i hjarta Grjótaþorps, að minnsta kosti ef við gerum þvi skóna að hjarta- staðurinn sé sem næst Grjótabæj- unum. Við byrjum niðri í kvos- inni við Aðalstræti og virðum fyr- ir okkur stórt hús, brúnntálað og bárujárnsklætt og hýsir verzlun, sem snýr út að götunni. Þetta hús byggði Matthias Johannessen, afi Matthíasar ritstjóra Morgunblaðs- ins, og bjó hann þar siðustu árin. En áður var þar annað hús fyrir, sem rakið varð til Innrétting- anna; þar stóð Spunastofan. Beint á móti, handan Grjótagötunnar, er nú bílastæði, en áður var þar hús, sem Arni Steinsen söðla- smiður keypti um aldamótin 1800, reif það síðan og byggði annað. Einni öld síðar fóru hinir nafn- toguðu Sturlubræður að verzla í þessu húsi og síðastur hafði þar bækistöð Jón Þorsteinsson skóari. En húsió var orðið lélegt og var rifið um 1920. Handan við bilastæðið er stórt rauðmálað bárujárnshús, sem snýr gaflinum út að Aðalstræti en hliðinni að Grjótagötu. Það var eitt sinn kallað Andersenshús eft- ir dönskum klæðskera, sem byggði það, eða stækkaði það. Uppruni þess verður einnig rak- inn til Innréttinganna; Lé> skurðarstofan var þar sem nú er verzlun sú, sem hefur á boðstól- um krukkur, glös og ýmiskonar kynjavarning. Sá hluti hússins telst elzta hús Reykjavíkur — byggður árið 1752. Næsl kemur Stjórnarráðshúsið, byggt árið 1772. 1 þessum elzta parti hússins var um skeið íbúð Jóns Guðmunds- sonar ritstjóra, en núna er húsið merkt fyrirtækinu Einar Ágústs- son & Co. Gegnt þessu stóra húsi, en handan Grjótagötunnar, er miklu minna hús, gráleitt, veðrað og búið að lifa sitt fegursta að því er virðist. Það ber meó sér virðu- leik ellinnar og svipmót liðins tima. Þetta hús byggði á sínum tima Stefán Eiriksson myndskeri, landskunnur maður. Einmitt hér lá sjávargatan ofan frá Grjóta og á lóð hússins stóð endur fyrir löngu skáli, sem heyrði til bænum Reykjavík. Hann stóð aóeins steinsnar þaðan, handan við göt- una. 1 skálanum bjuggu vermenn og Skúli fógeti gerði hann svo að vistarveru til handa þeim konum, sem við Innréttingarnar unnu. Síðar keypti skálann Grimur Lax- dal og setti þar upp veitingastofu, sem i rauninni var aðeins vín- og ölstofa, því um aðrar veitingar var ekki að ræða. Gerðust menn stundum þaulsætnir í skála Gríms og barst hávaði út um hverfið á siðkvöldum. Ekki vildu allir una því og stóó Grimur stundum i stimabraki við lögreglu vegna þess arna. Arið sem hann Jörundur ríkti hér, bjó Benedikt Gröndal háyfir- atan Nú á páskahatíðinni verður fluttur í útvarpi Paradísar missir J. Miltons í þýðingu Jóns frá Bægisá, en Hrafn Gunnlaugsson hefur fært þennan mikla Ijóðabálk í leikbúning og leikstýrir. Eftirfarandi erindi eru úr lýsingu Skáldsins (sem Helgi Skúlason leikur) á hinum fallna llöfuðengli Satan (leikmn af Róbert Arnfinnssyni) þar sem hann stendur í Aldéfli, hofgarði Vítis, og býr sig undir að ávarpa þing djöflanna. Hér sást enn hrasaður Hofuðengill, dýrð sem dulin var með dökku myrkri: rétt sem nýrisinn röðull sýnist gegnum sjóndeildar glýn daggar; Pg þá blakkt húm bak frá mána formyrkvuð sunna yfir fold breiðir, og jafnvel alvöldum ugg í brjósti eykur geigvænnar umbreytingar. Svo var dimmu þq af dýrð skini, Höfuðengill af hæð fallinn, og bar inngrafin í andliti þrumu djúp ör af þúngu slagi. Hryggð var máluð Helvarðar kinnum nærsta döpur nábleikum á; hár skein af enni hugarstyrkur; vottar drambs viðmót vændir hefnda. Heit brann úr augum heiptar eisa, þó var meðaumkun þar í blandin af bræðra falli til böls dæmdra óendanlegs I erfð kvala. Svo stendur beinvaxinn á bláfjalli eikiskógur ofan visinn, og heiðar greni, sem háa toppa látið hefur fyrir lopteldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.