Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 42
90 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 hann átti far með og ég lét hann hafa einhverja peninga fyrir bjór á leiðiryii. Viku seinna fórum við Ottó síðan til Gautaborgar þar sem við tókum skip yfir hafið til Halifax og þar skildum við Ottó. Síðan hófst ferðin frá Halifax í járnbrautarlest norður til Edmondton í Kanada. Ég hafði farseðil aðeins til Winnipeg og ekki meiri aura. Þegar þarna er komið sögu gat ég rabbað nokkuð við sænska og danska stráka, sem voru einnig á ferð. Ég ákvað að halda mér í þeirra hópi og áformaði að vinna mér inn pening fyrir fargjaldinu alla leið norður, en þá elti mig lánið eins og svo oft áður. Það hittist þannig á, skal ég segja þér, að ég brá mér inn á rakarastofu og lét snurfusa mig til, en síðan fékk ég mér að borða á veitingastað. Þar hitti ég af al- gjörri tilviljun Islending, sem vann þarna hjá járnbrautinni. „Er ekki allt i lagiVspurði hann. „Jú,“ svaraði ég. „Attu ekki næga peninga?“ spurði hann þá. „Það veit ég nú ekki," svaraði ég. Og svo var tekið til ráða. Fargjaldið þangað sem ég ætlaði kostaði 33 dollara, en þessi óvænti landi minn gat komið þvi þannig fyrir að ég ferðaðist sem innflytjandi og þá kostaði fargjaldið innan við tvo dollara. Þetta voru óvænt gleðitíðindi og nú var bara að taka þvx rólega þar til lestin færi. Ég kom töskunum í geymslu þar sem farangur var tekinn til handargagns og rambaði síðan um. Þegar ég kom að ná í töskurnar mínar voru hundruð manns að bíða eftir afgreiðslu á sínum tösk- um, svo mér leizt nú ekkert á þetta, þvi afgreiðslan gekk hreint ekki neitt, enda ekki nema einn maður að afgreiða. Allt í einu fannst mér ég kannast við eitt orð sem small inn i enskunni hjá af- greiðslumanninum og ég spurði hann á íslenzku hvort þetta gæti verið rétt. Jú, hann var tslending- ur og það var ekkert verið að tvínóna við hlutina gagnvart mér, því hann stöðvaði alla afgreiðslu á meðan hann afgreiddi mig og gætti að fyrir mig hvenær lestin ætti að fara. Það var kl. 22 um kvöldið, en töskurnar fékk ég kl. 18, svo þetta var allt í lagi. Ég var hinn ánægðasti, keypti mér sam- loku og litla myndavél fyrir 1 dollara og síðan fór ég í labbitúr. Eftir klukkustundar gang var ég orðinn rammvilltur og úrkula vonar um að finna járnbraut- Flugvélin Bfuebird. sem Helgi keypti ásamt tveimur öðrum 1936. sett um borð í Goðafoss i Hull i júll '36. Á stærri myndinni eru Niels Nielson, Mr. Fields og Helgi að ganga frá vængnum fyrir heimferðina. Engin flugvél hafði þá verið til á íslandi i 6 ár. arstöðina fyrir tilsettan tima. Þá geng ég fram á tvo ménn og ég heyrði að annar segir á íslenzku: „Já, það er það sem þú meinar." Ég var ekki lengi að vinda mér að þeim og sagði þeim mínar farir ekki sléttar. Þeir buðu mér að borða á hóteli og þar röbbuðum við saman. Þegar ég heyrði á tal þeirra úti á götunni voru þeir að rífast eitthvað vegna væntanlegrar alþingishátíðar á Þingvöllum 1930, en þarna í borg unnu þeir sem múrarar. Það var mikið rabbað og þeir spurðu grimmt frétta að heiman. Eftir hjálpsemina við mig fannst mér þeir eiga skilið að verða ánægðir og þegar þeir spurðu mig um fólk heima svaraði ég hinu jákvæðasta og lét sem ég þekkti flesta nokkuð vel. Síðan vísuðu þeir mér til járnbrautarstöðvarinnar og lagt var af stað á settum tíma. Um kvöldið kom starfsmaður járn- brautarinnar og tók af mér far- miðann, sem ég afhenti að sjálf- sögðu^fann mér síðan svefnpláss og lagði mig. Um nóttina var ég ræstur og eitt orð var sagt: Ticket. Framrétt hönd. Eg var nú farinn að skilja það orð, en kvaðst ekkert ticket hafa, því það væri búið að taka það af mér. Þá varð lestar- maðurinn óður og byrjaði að rifa töskurnar mínar 4 ofan úr hillum. Danskur strákur þarna fór að reyna að hjálpa mér en allt kom fyrir ekki og ég var búinn að sætta mig við að verða hent út úr lestinni. Skömmu síðar kom þarna yfirmaður og ég held að hann hafi skilið íslenzku þótt ekki léti hann á því bera. Ég talaði við hann á íslenzku, hann hlustaði og lét mig síðan hafa miða norður til Calgary eftir að hafa sett töskurn- ar mínar á sinn stað. Þegar tii Calgary kom átti ég ófarna 200 mílna leið til áfangastaðar og 1 dollara átti ég í vasanum. Ég þurfti að skipt um lest, vissi ekk- ert og þetta var allt tóm vitleysa. Á járnbrautarstöðinni hitti ég lög- regluþjón sem ég reyndi að fá uppiýsingar hjá. Hann sat yfir mér alla nóttina fram til kl. 5 til þess að reyna að finna út hvað ég væri að fara. Þolinmæði það. Ég held að hann hafi um síðir borgað eitthvað í miðanum lika. Þannig mjakaðist þetta og loks komst ég í flugnámið. Þar voru fínir strákar og þetta var skemmtilegur tími, harður en skemmtilegur. Einu sinni lenti ég í því tæpu þarna í fluginu. Málin stóðu þann- ig af sér að það var enskur kap- teinn sem kenndi mér, Norris hét hann. Eitt sinn, þegar ég var bú- inn að fljúga talsvert mikið, fór hann að ræða um það við mig að Utdregiö i 12.flokki 3.aprii aö söluwerömœti 12-14 mulj. kr. Nú má ersginn gleyma aö endurnýja Söluverö a lausum miöum kr. 3.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.