Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 85 „Þetta var mikið streð fyrir mannskapinn” Rætt við Kristin Guðbrandsson í Björgun um björgun þýzka skipsins Susanne Reith Kristbjörn Þórarinsson kafari kemur upp úr köfunarferð Kristinn Guðbrandsson, for- stjóri Björgunar h.f., hefur haft afskipti af mörgum málum um dagana. Á seinni árum hefur Kristinn fyrst og fremst verið þekktur fyrir fiskræktarmál en austur á Kirkjubæjarklaustri rekur hann stóra fiskeldisstöð ásamt fleirum og þar á hann sinn sumarbústað „Guðbrandsdal“ þar sem hann dvelur í hvert skipti, sem færi gefst og nýtur hinnar fögru náttúru þar. Þá er Kristinn orðinn kunnur vegna leitar sinnar að gullskipinu fræga, sem liggur einhversstaðar undir svört- um Skeiðarársandinum, og bíður þess að finnast. Ef það finnst þá er hætt við að auðæfin verði mikil, sem upp verða grafin. Gull- ævintýrið á Skeiðarársandi er kannski dýrt ævintýri í margra augum, en Kristinn og féiagar hans björguðu tveimur skipum tvö fyrstu sumurin, sem þeir voru við gullleitina. Sumarið 1971 strandaði vélbáturinn Fjóla skammt vestan við Ingólfshöfða og menn Björgunar voru komnir á staðinn eftir 20 mínútur, svo skammt voru þeir frá strand- staðnum. Það var líka heppilegt að þeir voru þetta nærri, þvi veður var slæmt og báturinn grófst strax i gljúpan sandinn. Þeir höfðu engin vettlingatök, heldur björguðu skipshöfninni í land og drógu siðan bátinn lengra Kristinn Guðbrandsson upp á sandinn. Um leið og 'ýeður lægði var bátnum komið á flot og gekk það mjög vel. Svo var það árið 1973, sem Bára, systurskip Fjólu, strandaði á Núpsstaðamelum. „Við vorum þá austur á söndum,“ segir Krist- inn“ og það tók okkur 17 klukku- stundir að komast á strandstaðinn á vatnadrekanum en yfir miklar sandbleytúr var að fara og vatn var yfir öllu svæðinu. Þetta hafðist þó allt og daginn eftir komum við jarðýtu einnig á stað- inn og gátum gengið vel frá bátn- um, sem síðar var svo dreginn út af björgunarskipinu Goðanum." — En það var ekki ætlun okkar að ræða við Kristinn um fiskræktar- mál, gullleit á Skeiðarársandi né bjarganir þar á sandinum, heldur ætlum við að ræða við hann um björgun skipsins Susanne Reith, sem strandaði við Raufarhöfn og starfsmenn Björgunar björguðu síðan með því að skera skipið í tvennt, sjóða aftur og sigla til Reykjavikur. Byrjaói árid 1952 Aður en við hefjum samtalið, þá fer kannski vel á því að segja frá hvernig fyrirtækið Björgun h.f. er tilkomið. Það var stofnað haustið 1952 til að bjarga því, sem bjargað varð úr olíuskipinu Clam, sem strandaði við Reykjanes. Svo Framhluti Susanne Reith á skerinu. til allt járn náðist úr skipinu nema vélin, því tækin sem notuð voru, voru ekki nógu sterk til að ná henni. 1 upphafi voru eigendur fyrirtækisins 4, en á næstu tveimur árum fækkaði þeim, og að lokum stóð Kristinn einn eftir Á næstu árum beindist starfsemi fyrirtækisins mikið að þvi að rífa skip og nálgast brotajárn hvar sem var á landinu, en um leið var einnig farið að huga að því að bjarga skipum á strandstað. Fyrsta skipið, sem Björgun bjarg- aði var bátur sem sleit upp í Reykjavikurhöfn og rak inn í Lauganes. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið bjargað 70—80 skipum og oft við mjög erfiðar aðstæður. Vestur-þýzka flutningaskipið Susanne Reith strandaði við inn- siglinguna til Raufarhafnar þann 12. desember 1965, en þangað var skipið að koma tómt til að taka síldarmjöl. Skipið komst ekki á flot fyrir eigin vélarafli og síðan reyndu tvö varðskip að draga í skipið í vikutíma, en gáfust þá upp. Þegar varðskipin hurfu frá höfðu þau dregið skipið upp á Kotflúðasker skammt frá inn- siglingunni og við það hafði skip- ið brotnað um miðjuna. Skipstjórinn sífellt ölvaður — Hver voru svo fyrstu afskipti AudilOO Audi 100 er rúmgóður, glæsilegur f útliti og laus við allt prjál — Þess i vegna vekur hann traust þeirra, sem vit hafa á bílum. Audi 100 er með framhjóladrif. Öryggisgler — Upphituð afturrúða — Rúllu- öryggisbelti — Stillanleg framsæti (svefn- stilling) með háum bökum — Gírskipting í gólfi — 680 lítra farangursrými — Audi 100 er mjög lipur í borgar akstri og rásfastur f langferðum. Hitunar- og loftræstikerfi er af fullkomnustu gerð. Nýja 95 ha. vélin f Audi L og 11 5 ha. vélin í LS er með yfirliggjandi kambás og því færri hluti á hreyfingu. Þetta tryggir mýkri gang, hljóðlátari og endingarbetri vél. Allar Audi 100 gerðir hafa bremsubúnað, sem eykur stöðugleika i stýri og við stjórnun bifreiðar sé brems- að við erfiðar aðstæður. Tvöfalt krosstengt bremsu- kerfi, sem hindrar misjafna bremsun við neyðarað- stæður. Bremsujafnari í Audi 100 LS tryggir jafna bremsun á báðum ásum. Afturhjólabremsur eru með kælingu. AudiNSU v._______ —Tæknilega leiðandi í Audi 100 vélunum er loft/bensín blönd unni komið á hverfi hreyfingu, þegar hún fer um innstreymsiopin inn í brunaholið í bullunni. Með þessu blandast loftið og benzínið (hleðslan) fullkom- lega saman og brun- inn verður mjög full- kominn. Þetta trygg- ir fulla notkun hvers dropa af benzíninu. Eyðsla 8,9 I 100 km af venjulegu (regul- ar) benzíni. FYRIRLIGGJANDI Komiö — skoðið og kynnist Audi 100 HEKLA HF. Laugavegi 170—172 — Slmi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.