Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 40
88 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 „Þú hefur ekki verið lánlaus, drengur minn” Helgi S. Eyjólfsson. Ljósmynd Friðþjófur Helgason. Helgi S. Eyjólfsson tók á móti okkur á tröppum húss síns við Faxaskjól í Reykjavik og bauð í bæinn hjá sér og konu sinni Ragn- heiði Jóhannsdóttur. I rétt tæp- lega hálfa öld hefur Helgi verið vörubilstjóri og fyrsti billinn hans var Ford-vörubíll, árgerð 1912. Hann hefur því ekið ófáa kílómetrana um dagana og löng leið liggur að baki undir stýri, en það hefur að sjálfsögðu sitthvað fleira drifið á daga Helga og hon- um er margt til lista lagt. Auk vörubilstjórastarfsins hefur hann stundað sjósókn^ hann var þriðji Islendingurinn sem tók flugpróf, nam í Kanada og brá fyrir sig i tómstundum hér heima. Þá er Helgi tónskáld að upplagi og hef- ur samið milli 30 og 40 lög og skipslíkön af ára og seglskipum hefur Helgi smíðað og þykja þau hinir mestu kostagripir enda unn- in af mikilli vandvirkni og hag- Ieik. Skipslíkön Helga eru ma. á söfnum og lög sin á hann skrifuð upp í möppu heima hjá sér. Hann er ekki málgefinn um verk sin og þykir jafnvel fátt um, en lög hans eru hrífandi og skipa- líkön hans eru listagripir. Eftir hálfgerða atlögu að Helga, sett- umst við niður og röbbuðum saman um eitt og annað sem á daga hans hefur drifið. Helgi er fæddur á Akranesi i lágreistum og nafnlausum torfbæ árið 1906. A Akranesi ólst hann upp hjá fósturforeldrum sínum, Guðnýju Jónsdóttur og Stefáni Jósepssyni. Hans bernska var eins og hjá öðrum strákum, ærsl og alvara í bland og strax í bernsku eignaðist hann ágætis félaga, Axel Sveinbjörnsson kaupmann og hafa þeir verið félagar alla tíð síðan. 14 ára gamall fór Helgi á sjó, kokkur á mótorbát, en „ekki leið á löngu þar til ég var rekinn í land vegna sjóveiki,“ sagði Helgi hlæjandi, „en ég gafst þó ekki upp og fór á hina og þessa báta. Fljótlega varð ég skárri af sjó- veikinni og ágætur er á leið. Svolítið skritið var það. Ég var ráðinn háseti á bát í Sandgerði 18 ára gamall, Sólveig hét hann. Rétt áður en við byrjuðum róðra kom Nikulás Steingrímsson til mín og spurði mig hvort ég vildi ekki koma á Foldina, Isafoidina fullu nafni, og þar bauðst mér starf 2. vélstjóra. Ég sagði honum að ég væri ekki mikill vélamaður, en hann kvaðst mundu hjálpa mér i því efni. Sjálfur var hann-I. vél- stjóri. Það varð úr að ég fór á Foldina og fékk skófluréttindin svokölluðu, en aumlegri vélstjóra- gráðu var vart hægt að nefna, en þetta gekk nú allt vel samt sem áður. Af Sólveigu er það hins veg- ar að segja að hún fórst með allri áhöfn í fyrsta eða öðrum róðri. Við hættum á Foldinni eftir vetrarvertíðina. Nokkrum dögum síðar kemur Lási til min og spyr hvort ég vilji ekki koma aftur til sjós. Ég kvaðst til í það. Réðum við okkur á vélbátinn Gunnar. Gunnar rúllemann var hann kallaður, vist vegna þess hve hann var valtur, blessaður. Lási var I. vélamaður, ég 2. Við fórum að vinna í vélinni og gera klárt fyrir úthaldið, en vél- smiðir höfðu nýlokið viðgerð á katlinum. Svo kom að þvi að það þurfti að rétta kompásinn og þá vildi svo til að Lási var ekki um borð, svo skipstjórirn bað mig að vera einan í vélinni á meðan farið var út að rétta. Það var blanka- logn og fíniríisveður, en þegar ég fór að keyra vélina, reyndist hún í mesta ólagi og hélt alls ekki gufu- þrýstingi. Ég bað skipstjórann að vera fljótan í stillingunni, því ella yrðum við stopp. Allt gekk þetta Rætt við vörubílstjórann, Helga S. Eyjólfsson: flugmann, sjómann, modelsmið og tónskáld þó, en síðar sagði ég Lása frá þessu og því að mér litist ekki á þessa vél, rusl. Hann taldi það nú vitleysu og hélt því fram að það væri hægt að gera við hana og það var gert. Skömmu síðar var haldið af stað norður til Siglufjarðar á sild. Sjórinn var eins og rjómatrog þegar við sigldum út bugtina frá Reykjavík, en ekki ieið á löngu þar til við tókum eftir því að ketillinn var farinn að gliðna svo að eidristarnar héngu ekki á sin- um stað og við urðum að snúa aftur við til hafnar. Þegar við komum aðbryggju sagði ég Niku- lási og skipstjóranum að ég færi ekki um borð i þetta skip meir. Mér leizt ekki á þetta. Báðir töldu þeir þetta vitleysu, en ég sat við minn keyp og kvaddi. Eftir nokkra daga kom Lási til mín og sagðist vera hættur líka. Skipið lá svo i 2—3 vikur til viðgerðar við gömlu steinbryggjuna og nýir vélamenn voru fengnir á skipið. Þegar skipið var klárt á ný lögðu þeir af stað og ég held að þeir hafi komið við á Isafirði til þess að taka tunnur. Þaðan héldu þeir svo áfram norður fyrir, en hafa aldrei sést sfðan og ekkert til.þeirra spurst. Skrýtið þetta, hann bjargaði mér og ég bjargaði honum. Helv. .. var það skrýtið, kom svona mikill óhugur í mig, vildi ekkert eiga undir þessu.“ „Hvenær keyptir þú fyrsta vörubílinn?" „Það var um 1924, ég var þá 18 ára gamall og keypti gulan Ford- vörubíl, árgerð 1912, og 1000 kall borgaði ég fyrir hann. Þá var að hella sér út í starfið og auðvitað fór maður að reyna að þéna I fyrstu túrunum. Ég lenti i slag- togi í akstursbransanum með félaga mínum Ingimundi Nóvem- ber, sem var mun eldri en ég. Einhverju sinni komu sveita- menn til okkar og kváðust þurfa að koma timbri austur i Holt á Rangárvöllum. Við tókum að okkur að fara þessa ferð. Það var farið í Völund, en ekki vissum við hvað mikinn þunga mátti láta á bílana, svo við settum bara það sem sveita- mennirnir þurftu að flytja og það var auðvitað allt of mikið. Við fórum siðan af stað í sólskins- veðri kl. 3 að degi og kl. 5 var ég kominn upp í Árbæ og allt sjóð- andi á Fordinum. Þar urðum við að láta vatn á bílana og kl. 7 um kvöldið vorum við komnir að Lög- bergi. Þar urðum við að stanza, því það þurfti að lagfæra gúmmí á bílunum. Var það gert í brekkunni á Lögbergi, ekki hjá því komizt lengur. Kl. 1 um nóttina orum við komnir að Kolviðarhól og var haldið áfram án viðdvalar og kl. 6 um morguninn vorum við hjá Öifusá og þar urðum við benzín- lausir. Við ræstum út Egil Thor- arensen og fengum benzin hjá honum og síðan var haldið áfram austur þar til kl. 1 um daginn að bílarnir stöðvuðust í brekkunni við Þjórsá, komust ekki lengra, pungarnir stóðu út úr öllum dekkjum. En eigendur timbursins voru fyllilega ánægðir, enda timbrið komið langleiðina heim. Reiknað var með að við góðar aðstæður til aksturs gætu þessir bílar tekið um 750 kg. þunga, en við vorum ábyggilega með um 1,5 tonn á bil, yfirhlaðið og tóm vit- leysa, en svona var nú lífið, það lá við. Næsti túr var einnig með timb- ur. Þá átti að fara upp i Grímsnes með hlass. Gekk það bærilega þar til í Kömbum að bíllinn bilar í efstu brekkunni þannig að ég gat ekki notað 1. gírinn. Bóndinn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.