Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 Kurt Schwitters: Fyrsta umhverfislistaverkið sem vitað er um (eyðilagt). Jan van den Abbeel: í þessu verki eru gangar fyrir sýningargesti þar sem um- hverfið er síbreytilegt og mjög skúlptúrískt Framhald af bls.69 ið, virkja hverja einustu á. Til að ná þessu takmarki á að skipta landinu niður i svæði og safna öllu vanti af hverju svæði fyrir sig í stór uppi- stöðulón. með þvi að veita ánum úr gömlu farvegunum og þurrka upp þau vötn sem fyrir kunna að vera. Vatnið úr uppistöðulónunum verður siðan leitt í göngum neðanjarðar til raforkuveranna. Siðan þarf að setja upp rafmagnslinur og leggja raf- magnskapla um landið þvert og endi- langt, eins þátt og mögulegt er. Einnig þurfum við að fá hingað sem flestar verksmiðjur, og nokkrar oliu- hreinsistöðvar." Þótt ádeila verksins hafi verið auðsén og fundin skerptist hún og skýrðist við lestur plaggsins. Sýningargesturinn var staddur í um- hverfi sem gaf viss fyrirheit og vakti ýmsar þenkingar um vandamál sam- timans. ekki hvað sizt plastsins og hugmengunarinnar. Listamaðurinn gefur vitund skoðandans brot af hugsanlegri framtið með samandreg- inni mynd þess sem er að gerast og getur gerzt. Hitt er svo óvist hvort skoðandinn meðtaki boðskapinn, ný- stárleikur verksins geri hann ruglað- an og verði ekkert meir. ANNAÐ ÍSLENZKT VERK. Umhverfismynd nr. 2 varð sam- vinnuverkefni fimm nemenda Mynd- lista- og Handiðaskólans, en i húsa- kynnum Myndistaskólans v/Freyju- götu, í mótunarstofu Ásmundarsalar. Þau sem þarna unnu saman voru: Björgvin Gylfi Snorrason, fvar Valgarðsson, Ólafur Lárusson, Þór Vigfússon og Þuriður Fannberg. Þau ákváðu alla tilhögun I sameiningu og völdu hugtakið FIRRINGU sem við- fangsefni. og bjuggu til feril utanum það. f framkvæmd var höfð hliðsjón af risakonu þeirri HON sem reist var i Stokkhólmi fyrir nokkrum árum, en hún var þannig útbúin að gengið var innum klofið i margs konar vistarver- ur kaffistofu, leikherbergi o.fl. Svo hagar til i mótunarstofu Ásmundar- salar að hátt er til lofts. gengið niður nokkrar tröppur af palli við dyrnar. Við þvi hægt að byggja fyrrnefndan feril i mismunandi hæð frá gólfi. Fyrst var genginn hallandi þar sem úrvinnsla verksins var til sýnis á skissum og Ijósmyndum, gestum til glöggvunar. Þá tók við stigi niður i rökkvaðan gang þar sem glumdu margvisleg hljóð af segulbandi, það- an lá leiðin upp tröppur i sólmettað andrúmsloftið geðveikislegra til- hneiginga túristanna, með tilheyr- andi auglýsingaskrumi og plast- mengun og tilbúnu umhverfi, t.d gosbrunni. Þá var aftur haldið niður, en nú inn i sal með upphækkuðum palli þar sem voru heimilislegar barnamyndir, stólgarmur og bilað útvarpstæki sem suðaði, en bak við stólinn tóm brennivínsflaska. I af- hýsi undir sólskinsdraumnum runnu skuggamyndir i sjálfvirkri vél, og sýndu i sifelldri endurtekningu firr- ingu athafnarinnar. f horni stóð stóll og gegnt honum uppfestur spegill. Sá sem settist (og það gerðu margir) gat virt andlit sitt fyrir sér i ró og næði. og hugsað um eiginhagsmuni sérgæskunnar eða hvað annað sem til féll. Að lokum lá leiðin i gegnum bréfarusl og plast á dimmum gangi þaðan og upp og út. Skoðendur hafa efalaust velt þvi fyrir sér hvort þetta væri list, hvort hér var ekki aðeins á ferðinni skopstæling og grín. Það er i sjálfu sér algert aukaatriði hvað skoðandanum finnst um það, hitt er sjálfgefið að áhrifin siast inn og vekja oft upp spurningar um stöðu mannsins i umhverfinu og viðbrögð hans gagnvart þvi. Maðurinn er allt- af hluti af umhverfi sínu, hvort sem honum er það Ijúft eða leitt. og verður alltaf sibreytilegur eins og það. En tilgangur listafólksins er að breyta viðhorfi mannsins til um- hverfisins annars vegar, hins vegar að gefa honum nýtt umhverfi upp- átækisins og skemmtunarinnar, skapa honum nýja sýn til lifsins. HEIMILDIR: 1) FIRRING, sýningarskrá 5 nem- enda i MHl. 8/6 — 15/6 1974, Ásmundarsal. Movements in art since 1945. Edward Lucie-Smith. Thames & Hud- son, London Assemblage, Environments & Happenings Allan Kaprow. Harry N. Abrams. N.Y. Environment og Objects, sýningar- skrá i Gallerie SÚM. 4/7 — 18/7 1971 JGÁ. DADA SURREALISM AND THEIR HERTIAGE. William S. Rubin The Museum of Modern Art New York 1968. Níels Hafstein. Það verður aldrei nægilega brýnt fyrir spilurum að gera ávallt í uphafi spils áætlun um hvernig þeir ætla að haga úrspilinu. Er spilið sem hér fer á eftir gott dæmi um þetta: Clarence Schmidt heitir höfundur þessa verks frá 1930 BRIDGE S: K-4 H: 10-7-6-3 T: D-8-4 L: Á 10-8-3 S: 10-8-6-3 H: Á-K T: Á-K L: D-G-9-7-5 S: Á-D-9-7-5 H: D-G-8-2 T: G-9-3 L: 2 S: G-2 H: 9-5-4 T: 10-7-6-5-2 L: K-6-4 Norður opnaði á 1 laufi, austur sagði spaða, suður sagði 1 grand og norður sagði 3 grönd sem varð lokasögnin. Vestur lét út spaða gosa austur gaf og sagnhafi drap heima með kóngi. Eftir sögnum að dæma var liklegt að austur ætti laufa kóng og 5 spaða og þess vegna lét sagnhafi næst út laufa ás, síðan aftur lauf, en nú drap vestur með kóngi, lét út spaða og þannig fékk austur 4 slagi á spaða og spilið varð einn niður. Sagnhafi getur auðveldlega unnið spilið. Geri hann sér strax grein fyrir þeirri hættu, að vestur eigi laufa kóng og geti látið út spaða þegar hann kemst inn þá verður hann að gera einhverjar ráðstafanir varðandi spaðann. Líklegt er, að austur eigi að minnsta kosti 5 spaða og þess vegna á hann að gefa spaða gosal! Vestur lætur aftur spaða, austur drepur með ási og kóngurinn fellur í, en nú getur austur ekki látið spaða aftur án þess að sagnhafi fái slag á spaða 10. Nú er sama hvað austur lætur út, sagnhafi vinnur alltaf spilið. Eigi austur laufa kóng og láti nú aftur spaða i von um að komast siðar inn á laufa kóng til að taka frí-spaðana, þá getur sagnhaf i fyrirbyggt það með þvi að svína laufi. Mótunarstofa Ásmundarsal- ar: Unnið við uppsetningu á umhverfis- verki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.