Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 41
lviuRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 89 Það er ekki stór skonsan, sem Helgi smiðar skipin i og hann getur ekki smiðað stærra skip en 1,5 m vegna þess að skonsan er ekki lengri. sem var með mér vildi ekki fara úr bílnum og ganga niður Kamba þótt ég bæði hann um það, taldi sér ekki meiri hætta búin en mér. Náði ég að bremsa bílinn niður með því að stlga á afturábak- pedalann. I miðjum Kömbum fór afturábakið og þá var það bara bremsan, sem var eftir og með þvl að nota hana gat ég haldið áfram eðlilega niður þar til að við vorum komnir langleiðina, en þá fór bremsan líka. Þá ætlaði kallinn að hlaupa út úr bílnum þegar hann fékk ferðina, en þá greip ég I hann og sagði: „Héðan af verðum við að vera samferða niður góði.“ Blllinn svo til flaug niður og ég hélt að allt myndi láta undan þunganum á pallinum þegar hann hjó I holurnar, en þetta lafði þótt við værum á ofsaferð síðasta spölinn niður Kambana. Ég keyrði svo áfram I 3. gír á fullri ferð, því ekki var um neina glra að velja. A þessari leið þurftum við að fara yfir tvær óbrúaðar ár, Gljúfurholtsá og Bakkaholtsá. Ég fór á fullri ferð yfir Gljúfurholts- á. Yfir Bakkaholtsá ætlaði ég einnig á fullri ferð, en það tókst ekki upp bakkann hinumegin og billinn rann út I ána aftur. Þá spurði ég bóndann hvort hann hefði ekki hníf til þess að lána mér og hann var til staðar. Fór ég þá I að tálga úr timbrinu hans og siðan setti ég spýtukubba I undirlag og mixaði þannig til þess að fá lága girinn i lag. Tókst það. Var ferðinni síðan haldið áfram f mígandi slagviðri, sem hafði verið allan daginn.Þegar við vor- um staddir undir Ingólfsfjalli og ég að lagfæra spýturnar undir bandið hrópar bóndinn allt I einu upp. „Fljótur, fljótur, það er að koma skriða yfir okkur.“ Við hlupum báðir frá bílnum, því fjallið virtist bara vera að koma á fullri ferð á móti okkur. Við hlup- um, en það sem bjargaði okkur var það að billinn var uppi á smá hól og skriðan fór ekki yfir hól- inn, en tók hins vegar 100 metra kafla af veginum framan við bíl- inn og ruddist þar langt niður á mýrar. Þar með komumst við ekki lengra, en bóndinn sagði eins og hinn timbureigandinn forðum að þetta væri nú orðið nógu gott. Síðan hef ég alltaf verið í keyrslu nema árið '29. Þá fór ég til Kanada til þess að taka flugpróf." „Það hefur verið fremur sein- farið miðað við ferðahraða I dag.“ „Vægast sagt,mánuð tók ferðin, þetta var baslferð. Ég bjó mig þó vendilega út. Var búinn að lesa ensku kennslubókina, Geirsbók- ina, hans Geirs Zoega. Þegar ég fór út kunni ég hana utanbókar, en þegar ég ætlaði að fara að tala við þessa menn þarna úti, skildi ég ekki einu sinni hvort þeir sögðu já eða nei. Þetta var eins og fuglamál og þeir skildu ekkert þulurnar mlnar úr Geirsbókinni. Ég var þó orðinn stálsleginn I málinu eftir þrjá mánuði I Kanada. Annars var ferðin út ferlegt helv... af því að maður kunni ekki að tala málið. Ég fór út á gamla Islandinu um áramótin 1928 og ’29 til Kaupmannahafnar. Við koraum við I Edinborg og Leith á leiðinni og þar fór ég i land með nokkrum Englending- um ásamt Guðmundi Ólafssyni félaga minum, sem var á leið til Bandaríkjanna. Við fórum upp I bæ og þar var kvatt með virktum þótt enginn skildi neitt. Við tók- um næsta strætisvagn, en það lenti allt i vitleysu, þvl við vissum ekkert hvert við vorum að fara. Við fórum þó út um siðir og siðan löbbuðum við alla nóttina i leit okkar að skipinu. Klukkan 6 um morguninn komust við til skips laust áður en það átti að halda til Kaupmannahafnar. Sjaldan hef ég orðið eins þreyttur og eftir það labb. Til Kaupmannahafnar kom- umst við og þar hittum við Ottó Baldvinsson, sem einnig var á vesturleið. Ottó talaði dönsku og ensku held ég líka. Eitt kvöldið lyftum við okkur upp og fórum á næturklúbbinn Valencia. Þar hirtu þeir alla aurana af okkur, þvi það var svo dýrt, áttum ekki grænan eyri þeg- ar við komum þaðan út í morgun- sárið. Við höfum haft það veru- lega huggulegt og ekkert gert neina fjárhagsáætlun fyrir □ ►►oo<^^ooooooo!>i>i>i>[>oi>[>««<i<]<i<] □ □ □ □ □ □ □ o o FERMINGAR GJOFIN V ▲ ö tegundír. Verð frá kr. með eins árs ábyrgd <o SKRIFSTOFUVELAR H.F. ¥ ¥ ♦ % + L * x “ ^ Hverfisgötu 33 Sími 20560 næturrekstrinum. Nú voru góð ráð dýr og ég var svo heppinn að íslendingur þarna á ferð, Aðal- björn gullsmiður, lánaði mér 100 kr. danskar, sem ég bað hann að sækja hjá pabba heima á íslandi. Ottó reddaði sér um nokkra aura, en Guðmundur átti ekki neitt og það var verst því að það þurfti að taka úr honum tvær tennur og láta taka af honum passamynd. Ég tók að mér útgerðina og fór með kauða til tannlæknis. „Þú verður að láta taka þær ódeyfð- ar,“ sagði ég við Guðmund, „deyf- ingin er allt of dýr.“ Hann hélt nú að það væri i lagi og sagði ekki múkk fyrr en farið var að toga í, en þetta varð að framkvæma, þvi með að skemmdar tennur mátti enginn fara inn i Bandaríkin. Passamyndina létum við taka hjá torgljósmyndara. Hann þóttist alvog skilja okkur og tók mynd með miklum tilþrif- um, en þegar til kom var myndin almynd og þvi vonlaus til brúks i passa. Við sögð- um þá ætla að labba stuttan spöl á meðan myndin yrói fuil- unnin og auðvitað löbbuðum við fyrir næsta horn og létum okkur hverfa. Siðan fékk næsti torgljós- myndari verkefni, en það fór á sama veg og i þriðju tilraun vor- um við sjálfir búnir að finna út hvernig Guðmundur átti að standa fyrir framan ljósmynda- vélina til þess að fá vegabréfs- mynd og þá tókst það. Guðmund- ur fór siðan á undan okkur til Bandaríkjanna með skipi sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.