Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 1
40 SIÐUR OG LESBOK 206. tbl. 64. árg. LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 Prcntsmiðja Morgunblaðsins. Bretland: Verðbólgan komin niður í 16,5% London. 16. septcmbor. Koutor. JAMES Callaghan. forsa'tisráð- herra Bretlands. sagði í kvöld að nú væri að rætast úr efnahags- málum Breta og að eins tölustafs verðbólga væri innan seilingar. Ummæli ráðherrans komu i lok viku, sem hefur gefið brezku þjóðinni beztu efnahagsmála- fréttir, sem hún hefur fengið um árabil. A miðvikudag var tilkynnt að vöruskiptajöfnuðurinn í ágúst hefði verið hagstæður um 316 milljónir sterlingspunda og í dag var frá því skýrt að verðbólgan í landinu hefði la-kkað um 1.1% í ágúst úr 17.6% I 16.5% á árs- grundvelli. Englandsbanki til- k.vnnti einnig í dag um aðra vaxtalækkunina á hálfum mánuði úr 6‘/2% í 6% fyrir lægstu útláns- vexti. Callaghan sagði i sjónvarpsvið- tali að Bretar væru nú á leið enduruppbyggingar: „Við getum Framhald á bls. 22. Maria Callaslátin París, 16. sept. Reuter. MAKIA Callas sem af mörgum hefur verið álitin mesta sópran- söngkona samtíðarinnar, lézt í París f dag. Hún var 53 ára. Banamein hennar mun hafa verið hjartaslag. Vinir söng- konunnar sögðu að hún hefði látizt á heimili sínu í París. Maria Callas var fædd i New York af grískum foreldrum. Hún sýndi snemma sönghæfi- leika og ung að aldri reyndi hún að flýja lítt bærilega bernsku með því að syngja. Eft- ir siðari heimsstyrjöldina tók hún helztu óperuhús Evrópu og Bandaríkjanna með trompi og skipaði sér þá á bekk með frá- bærustu sópransöngkonum heimsins. í átta ár 1965—’73 kom Maria Callas ekki fram á sviðið, en hún tilkynnti aldrei formlega að hún hefði lagt sönginn á hilluna. Síðasta hlutverk henn- ar var Tosca í samnefndri óperu Puccinis i London 1965. Margir aðdáendur hennar héldu að hún væri búin að vera, en í október 1973 hóf hún eins- hljómleikaför sem byrjaði i Hamborg og tók Guiseppe Di Stefano þátt í hljómleikunum með henni, en þau höfðu oft sungið saman. Margir gagnrýn- endur skrifuðu um tónleika Framhald á bls. 22. María Callas. „Yfirdráttur ekki sama og ósiðsamlegt athæfi,> Lance lætur engan bilbug á sér finna Washinfíton, 16. september. AP. RANNSÖKNARNEFND öldunga- deildar Bandarfkjaþings hélt í dag áfram að yfirheyra Bert Lance, fjárlaga- og hagsýslustjóra Bandaríkjanna, um fjármál hans og eins og í gær hélt I.ance fast við sakleysi sitt og kvikaði hvergi frá f.vrri yfirlýsingu sinni um að hann m.vndi ekki segja af sér. Vitnaleiðslum Lance átti að ljúka í kvöld, föstudag, en Jackob Javits, öldungadeildarþingmaður frá New York, sagði að þær myndu halda áfram í marga daga eftir helgina. Lance kvaðst alls óhræddur við að svara spurning- um þingmannanna. Lance sagði í dag að hann hefði í gerðum sínum gert meira en að halda sig rétt innan við mörk lag- anna, bæði sem bankastjóri og fjárlagastjóri Bandaríkjanna, og hann hefði fullkomlega uppfyllt þær háu siðferðilegu kröfur, sem Carter gerði til æðstu embættis- manna sinna. Er einn þingmaðurinn þjarmaði að honum i sambandi við banka- yfirdrátt hans og fjölskyldu hans svaraði Lance eins og hann gerði i gær: „1 bæ eins og Calhun, þar sem yfirdráttur er daglegt brauð er yfirdráttur ekki Ijótt orð. Það er ekki rétt að segja að yfirdrátt- ur sem slikur sé sama og ósiðsam- legt athæfi. Ég reyndi aldrei að fela fjármál mín eða liggja á upp- lýsingum." Lance sagði að alvarlegasta ásökunin á hendur sér hefði verið að hann hefði legið á upplýsing- um, er hann svaraði spurningum þingmanna i janúar er fjallað var um stöðuútnefningu hans. Hann hélt þvi ákveðið fram að hann hefði skýrt þingnefndum frá fjár- málum sínum og yfirdrætti með- an hann var bankastjóri. Þessi ummæli Lance urðu til þess að Jacob Javits lagði til að þingmenn yrðu látnir bera-vitni um viðræð- ur sínar við Lance þá! Alsirforseta í gær og voru vanga- veltur um að Schmidt hefði viljað kanna hvort Alsírstjórn myndi vilja veita skæruliðunum 11, sem ræningjar Schleyers krefjast að verði látnir lausir í skiptum fyrir hann, landvistarleyfi. Þá neitaði talsmaðurinn því einnig að staðfesta að yfirvöld hefðu fengið í hendur nýtt mynd- segulband með sönnun um að Schleyer væri á lifi og frekari kröfum frá ræningjunum. Fregn- ir hermdu að á bandinu væri Schleyer sýndur vera að lesa blað frá sl. þriðjudegi i „fangelsi al- þýðunnar". Denis Payot, svissneski lög- fræðingurinn, sem er milligöngu- maður ræningjanna og stjórn- valda i V-Þýzkalandi sagði frétta- mönnum í kvöld að hann hefði fengið ný skilaboð frá v-þýzku lögreglunni, sem hann hefði þeg- ar komið áleiðis, og er getum að því leitt að þar hafi verið um að ræða svar við fyrrnefndu mynd- segulbandi. Ræningjarnir hafa nú gefið rikisstjórninni lokafrest 5 sinnum á sl. 12 dögum um að verða við kröfum sínum, að öðrum kosti yrði Schleyr tekinn af lífi. Ekki er vitað hvenær næsti frestur renn- ur út. Þreyttur Helmut Schmidt kanslari V-Þýzkalands i ræðustól i v-þýzka þinginu. Tíðinda brátt að vænta frá Bonn? Bonn, 16. sept. Rcuter—AP. AF FREGNIJM frá Bonn í kvöld mátti ráða að innan skamms k.vnni að draga til tíðinda í máli Hanns Martins Schleyers, forseta vinnuveitendasambahds V- Þýzkalands, sem nú hefur verið á valdi hryðjuverkamanna Rauðu herdeildarinnar í Baader- Meinhofhreyfingunni í 12 daga. Sem fyrr er mjög erfitt um alla fréttaöflun vegna nær algers banns rikisstjórnarinnar við fréttaflutningi, en í kvöld var v- þýzka stjórnin á áríðandi auka- fundi með hinni sérskipuðu neyð- arástandsnefnd leiðtoga allra stjórnmálaflokka, talsmaður Hel- muts Schmidts kanslara tilkynnti að kanslarinn hefði frestað 5 daga heimsókn til Póllands á mánudag og óstaðfestar fregnir í Bonn hermdu að Hans Juergen Wischnevski, sérlegur ráðgjafi Schmidts, hefði í vikunni flogið með leynd til Alsír til fundar við Boumedienne forseta um málið. Talsmaður v-þýzku stjórnarinn- ar neitaði að svara spurningum fréttamanna er þeir spurðu um ferðir Wischnevskis, en fregnir hermdu að hann hefði rætt við Kóleran á undanhaldi Amman, 16. scptcmhcr Rputer. TILKYNNT var um nokkur ný kólerutilfelli í Miðausturlöndum í dag, þ.á.m. á vesturbakka Jórdanár, og um borð í dönsku skipi við strönd Egyptalands, en alþjóðaheilbrigðismálastofnunin í Genf sagði að flest benti til að faraldurinn væri í rénum. Yfir- Ráðherra skilað Bogota 16. sept. Reuter. FERREIRA Neira, fyrrverandi landbúnaðarráðherra Columbíu, sem vinstri sinnaðir skæruliðar rændu þann 19. ágúst, var í dag sleppt heilum á húfi, að þvi er lögreglan sagði. Honum var sleppt tveimur dögum eftir að samhingar höfðu tekizt í deilu- máli sem hann átti aðild að. Hópurinn, sem rændi ráðherran- um, M-19, hafði áður rænt nokkr- um málsmetandi mönnum í Colombíu og drepið suma þeirra. völd 1 Sýrlandi, þar sem veikinn- ar hefur mest gætt, sögðu í dag að tala sjúkra væri nú um 2250 og 70 hefðu látist, en faraldurinn væri greinilega á undanhaldi og aðeins verið tilkynnt um 50 ný tilfelli í þessari viku. 1 Jórdaníu hafa nú 324 veikst, en aðeins var tilkynnt um 10 ný tilfelli sl. sólarhring, sem er lægsta tala undanfarna daga. I Beirút höfuðborg Líbanons var aðeins vitað um 2 ný tilfelli en þar hafa aðeins 22 veikst og eng- inn látið lífið. Heilbrigðisyfirvöld i Egypta- ^landi sögöu að talið væri að 4 ný kólerutilfelli hefðu komið upp í danska skipinu Helle Sku, sem liggur i söttkví undan Alex- andríu. Fyrr í vikunni lézt einn af áhöfninni úr veikinni eftir að skipið hafði lestað i Líbanon og fór útför hans frant á hafi úti. Ekki er vitað um kólerutilfelli í Egyptalandi að sögn blaðsins A1 Ahrams í dag, en ákveðið hefur verið að bólusetja 6,5 milljónir nemenda í skólum landsins, er kennsla hefst 24. þessa mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.