Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1»77 15 sé borinn uppi af umboðslauna- tekjum. Ef álagning verður gefin frjáls, geta innflytjendur fjöl- margra vörutegunda hafnað um- boðslaunum og hækkað álagning- una, sem þeim nemur. Söluverð vörunnar myndi þá lækka vegna þess að tollar og önn- ur aðflutningsgjöld lækkuðu, en e.t.v er það einmitt það, sem stjórnvöld vilja sizt, þar sem þá tapar rikissjóður tekjum. Nú segja sumir, að ekki sé hægt að gefa verðmyndunina frjálsa vegna þess, hve markaðurinn er smár, samkeppni óveruleg og verðskyn almennings lítið. Hverju viltu svara því? Smæð markaðarins er ekkert áhyggjuefni. Með bættum sam- göngum hefur landið i auknum mæli orðið einn markaður. Með almennri l)ifreiðaeign póstverzl- unum, auknu geymsluþoli vara, betri geymsluaðstöðu heimila og innkaupum til lengri tíma hefur markaðurinn stöðugt orðið sam- tengdari og i minna mæli svæðis- bundinn. Verzlun í Vík i Mýrdal þarf þannig að taka tillit til verð- lagningar verzlana í Reykjavík. landsins og innlenda framleiðslu óhagkvæmari. Siðan 1970, ef ekki lengra aftur. hefur Skrifstofa verðlagsstjóra ávallt eytt meiru en fjárlög heim- iluðu og stundum farið allt að 32% fram úr fjárveitingum Al- þingis. Atvinnuvegunum er svo ætlað að hlíta nákvæmlega, jafn- vel óbilgjörnustu verðákvörðun- um. sem Skrifstofa verðlagsstjóra lætur frá sér fara. Starfsemi Skrifstofu verðlagsstjóra er að verulegum hluta fólgin í að yfir- fara verðútreikninga, sem er í raun ekkert annað en athugun á því hvort samvizkusamir skrif- stofumenn úti í bæ hafi reiknað ,,rétt‘‘. Verðlagsnefnd og verð- lagsskrifstofan geta aðeins haft örfáa ákvörðunarþætti vöruverðs- ins í sínum höndum. Þetta kerfi getur þvi ekki tryggt neytendum hagstætt vöruverð, Það er einung- is blekking sem slævir verðskyn almennings. Ef verðmyndunin væri hins vegar frjáls og samkeppni ríkti. mundi það t.d. strax leiða til þess aó harðar yrði gengið í því að ná til landsins ódýrari vörum og fá segir Gís/i V. Einarsson, formaður Verziunarrádsins fyrirtækið ber einungis minna úr býtum. Fyrirtæki, sem þurfa að verðlegggja á eigin ábyrgð, reyna yfirleitt fyrst að draga úr kostn- aði, þegar endar ná ekki saman. Verðhækkun er þrautalendingin. Með breyttu fyrirkomulagi hefðu fyrirtæki í iðnaði og verzlun mik- inn hag af því að gera hagstæð innkaup, spara tilkostnað og hag- ræða í rekstri, þar sem fyrirtækið getur haldið eftir sanngjörnum hluta af þaim aukna hagnaði, sem af leiðir, en látið hinn hlutann koma fram i lækkandi vöruverði til þess að bæta samkeppnis- aðstöðuna. Nú hefur verðlagsnefnd ákveðið álagningu á vöru og þjónustu í algjöru lágmarki. Mundi þessi breyting þá ekki valda ha'kkuðu vöruverði? Ekki eru allar vörur háðar verð- lagsákvæðum. Innlend iðnaðar- framleiðsla fellur t.d. ekki undir verólagsákvæði, en er háð verð- stöðvun. Iðnaðurinn hefur ýmsar undankomuleiðir þegar hann mætir óbilgirni af hálfu verðlags- yfirvalda. T.d. geta framleiðend- ur breytt vörunni kallað hana öðru nafni og verðlagt hana upp á nýtt. Sannleikurinn er sá, að is- lenzkur iðnaður býr við harða er- lenda samkeppni og engin þörf á að auka þar aðhald, nema ganga eigi af fyrirtækjunum dauðum. Álagningarákvæðin hafa skekkt verulega verðhlutföll vörutegunda á smásölu og skipu- lag verzlunarinnar. Tillögur okk- ar munu þvi trúlega auðvelda nauðsynlega endurskipulagningu í verzlun og breyta verðhlutfalli milli vörutegunda. Markaðsaðlög- un smásöluverzlunar tekur senni- léga nokkurn tima en ætti að leiða til lægra verðlags, en þó umfram allt betri þjónustu og aukinna gæða. Sumum greinum innflutnings- og heildverzlunar er skömmtuð svo lág álagning, að hún er ekki i neinu samræmi við verzlunar- kostnað. Verðlagsyfirvöld ætlast til, að hluti verzlunarkostnaðarins Hugleiðingar eru uppi um stór- markað á Selfossi vegna sam- keppni frá Reykjavík og á Vest- fjörðum sækir fólk víða að úr Djúpinu verzlun til Bolungarvík- ur. Fleiri slík dæmi mætti nefna. Timabundin einangrun byggðar- laga að vetri til vegna samgöngu- erfiðleika ætti heldur ekki að vera áhyggjuefni. Reyni verzlun að nýta sér þessa erfiðleika til að hækka verð er hún jafnframt að kveða upp eigin dauðadóm. Hvað samkeppnina varðar, er hún alls ekki óveruleg, þar sem hún hefur ekki verið drepin niður af opinberum yfirvöldum. Það hefur sjaldan á það skort, að fyrirtækin vilji slást um markað- inn. Hitt er algengara, að hið op- inbera dragi úr samkeppninni. Það er einnig útbreiddur mis- skilningur að það þurfi mikinn fjölda fyrirtækja til þess að sam- keppni þrífist. Það þarf aðeins tvö. Samkeppni ferðaskrifstof- anna er hér gott dæmi. Þessi fyrirtæki búa við frjálsa verð- lagningu, en bjóða ódýrar ferðir, sem hafa ekki hækkað til jafns við vöru og þjónustu undir verð- lagsákvæðum. Sama má segja um aðrar vörur, sem hið opinbera hefur ekki verið að fikta við að verðleggja, t d. kjúklinga og egg. Frjáls verðmyndun þýðir því alls ekki hátt vöruverð. Verðskyn almennings kann hins vegar að vera litið, en það er vegna þess að það hefur verið gert lítið. Verðskyn almennings batnar fljótt, þegar fólk er ekki blekkt með þvi, að einhver gæti þess aó verð á vöru og þjónustu sé ávallt ,,rétt“. Er þá starfsemi verðlagsskrif- stofunnar og verðlagsnefndar óþörf? Eins og starfseminni er nú hátt- að er hún ekki einungis óþörf heldur einnig beinlinis skaðleg. Á s.l. ári var sóað rúmlega 52 milljónum króna til starfseminn- ar sem virðist hafa skilað þeim eina árangri að gera innkaup til afslætti erlendis. Við skulum átta okkur á því, að einungis 1 % verð- lækkun á verði innflutnings þýðir 1000 milljönir í aðra hönd fyrir þjóðarbúið. Tap af þessu tagi verður ekki skrifað á reikning neins nema þeirra stjórnmála- manna, sem bera ábyrgð á núver- andi kerfi. Ég efa að þeir séu borgunarmenn fyrir afleiðingun- um. Hvernig telur þú æskilegast að innleiða nýtt verðmyndunarkerfi, í áföngum eða á ákveðnum degi? Viðskiptalífið þarf engan aðlög- unartima til þess að taka upp skynsama starfshætti. Við teljum æskilegast, að slík nýskipan taki gildi á ákveðnum degi. Frá og með gildistöku laganna ættu allir seljendur að verðleggja söluvörur sinar sjálfir, og þá ætti að nema öll hámarksverð og öll álagningar- ákvæði úr gildi. Seljendur stæðu andspænis óvissunni og hefðu ekkert við að styðjast, þegar þeir ákveða verðið en það sem mestu máli skiptir er, að neytendum verður ljóst, að þaó er enginn stóribróðir úti bæ, sem passar þá, og gæta þeir sín sjálfir. 1 núver- andi kerfi sofa neytendur varnar- lausir á verðinum. Ef við víkjum að fjármálum atvinnulífsins. Þú minntixt á, að vextir væru nú gagnlaust tæki til jöfnunar framboðs og eftirspurn- ar eftir lánsfé...? Raunhæfir vextir eru að sjálf- sögðu leiðin til þess að ná sliku jafnvægi en vextir mun lægri en almennar verðhækkanir eru að ganga af sparifjármyndun og bankakerfinu dauðu. Sem dæmi ná nefna, að hefði sparifé í inn- lánsstofnunum i lok ársins 1976 numið sama hlutfalli af þjóðar- framleiðslu og það gerði að meðal- tali á siðasta áratug, væri ráðstöf- unarfé bankakerfisins hvorki meira né minna en 40 milljörðum króna hærri fjárhæð en það er i raun og veru. Með sliku fé gætu innlánsstofnanir aukið útlán sín um 50%. En svo er ekki. Um það getum við óraunhæfum vöxtum og verðbólgunni um kennt. Er hægt að ráða niðurlögum verðbólgunnar? Vissulega. Við vftum nokkuð vel hvað orsakar verðbólguna hjá okkur og hvernig hægt er að ráða niðurlögum hennar. Það sem vantar er pólitiskan vilja til þess að endurheimta nær stöðugt verð- lag. Hins vegar er augljóst, að þann vilja verður að skapa, ef ekki á að eyðileggja fjármálalífið i landinu. Hvaða stefnu væri farsa'last að fylgja í lána- og fjárfestingarmál- um? Svarið vió þessari spurningu verður viðfangsefni Viðskipta- þings Verzlunarráðsins hinn 12. og-13. október n.k. Ég vil þvi ekki fara ítarlega út í þetta efni hér. Hins vegar er ljóst, að arðsemi verður að vera grundvallarstýri- tæki fjárfestingar í landinu. Okk- ur liðst það ekki til lengdar vegna lífskjarasamanburðar við ná- grannalönd okkar, að fjárfesting hérlendis skili helmingi lægri tekjuaukningu á mann samanbor- ið við nágrannalöndin eins og at- huganir Verzlunarráðsins sýna. Við verðum þvi að samræma skil- yrði atvinnuveganna til innlendr- ar og erlendrar fjármagnsöflunar — en þeim er nú gróflega mis- munað — en einnig þurfum við að hemja verðbólguna til þess að lág- ir vextir geti jafnað framboð og eftirspurn eftir lánsfé og stýrt fjármagni landsmanna í arðbær- ustu atvinnutækifærin. Hvert er þitt álit á gildandi reglum um gjaldeyrisviðskipti? Ég tel, að það sé löngu tímabært að innleiða frjálslegri gjaldeyris- viðskipti. Gildandi reglur um sölu á gjaldeyri til ferðalaga eða til búferlaflutninga skerða ferða- frelsi landsmanna og hneppa þá í átthagafjötra um leið og þær bæði bjóða heim spillingu og mismuna mönnum. Allir bankar og spari- sjóðir ættu einnig að hafa jafnan rétt til þess að verzla með erlenda mynt. Og samfara frjálslegri gjaldeyrisviðskiptum ætti at- vinnulífið að eiga þess kost að kaupa og selja erlenda mynt til afhendingar siðar. Það yrði mikið framfaramál að koma hér á fram- virkum gjaldeyrismarkaði en Verzlunarráðið hefur m.a. beitt sér nokkuð i þvi máli. Almenning- ur á að sjálfsögðu að eiga kost á því .að eiga, kaupa og selja er- lenda mynt. Við eigum að setja stolt okkar í það, að gjaldeyris- verzlunin sé frjáls og verðmæti krónunnar sé rétt miðað við er- lendar myntir. Gildandi reglur hafa gröðursett þá skoðun hjá almenningi, að is- lenzka krónan sé hálfgerður ,,Mattador-peningur“ i saman- burði við erlenda mynt. Slíkt er sjálfstæðri þjöð til vansa. Verzlunarráðið er fylgjandi frjálsum utanríkisviðskiptum. Af hverju? Rökin fyrir fríverzlun eru ein- föld og auðlærð: Oheft utanríkis- viðskipti örva hagkvæma alþjóð- lega verkaskiptingu, auka fram- leiðslu þjóðanna og bæta þannig lifskjörin um allan heim. 1 kringum 1950 tóku flestar þjóðir á Vesturlöndum upp stefnu frjálsra utanríkis- viðskipta. Hver hefur árangurinn orðið? Það er rétt. Á árunum 1949 og 1950 framkvæmdu margar þjóðir V-Evrópu nauðsynlegar gengis- breytingar og tókst að koma skyn- samlegri og lýðræðislegri skipan á utanríkisverzlúnina. Tollar voru smám sáman lækkaðir og höft á innflutningi og gjaldeyrissölu af- numin. Þessar breytingar urðu upphafið að nýju vaxta- og blóma- skeiði á Vesturlöndum. Atvinnu- leysið hvarf, þjóðarframleiðslan jókst, hagvöxtur tók fjörkipp, utanrikisviðskiptin margfölduð- ust, verkaskipting þjöðanna óx og varð hagkvæmari og lífskjörin tóku stökkbreytingu til batnaðar. Það er þvi engin furða, þótt Vest- urlönd væru þess ekki óðfús að taka upp fyrri haftastefnu, þegar olíukreppan skall yfir. Með þvi aó varðveita viðskiptafrelsið og sætta sig við snögga en skamm- vinna innri aðlögun tókst þeim að komast yfir ' áhrif verðhækkan- anna og horfa nú fram til bjartari tima. Hver var reynsla okkar lslend- inga af haftatímabilinu 1950—1959? Reynsla Islendinga af heftri utanrikisverzlun 1950—1959 er ekki góð, enda eru sögur frá haftaárunum oft notaðar sem grýlusögur handa fullorðnum. Markmið haftastefnunnar eru í mörgum atriðum óljós, þö að hægt sé að geta sér til um, hver þau muni hafa verið. Af þessum hugs- anlegu markmiðum tókst aðeins það eitt, að beina viðskiptum Is- lendinga til Austur-Evrópu. Öll önnur hugsanleg og æskilegri markmið mistókust. Ekki tókst að örva útflutning verulega, þannig að útflutningstekjur nægðu fyrir því sem inn var flutt, enda var vöruskiptajöfnuðurinn ávallt óhagstæður öll þessi ár. Einnig var greiðslujöfnuðurinn oft óhag- stæður, þannig að gjaldeyrisstaða þjóðarinnar versnaði og var orðin neikvæð í árslok 1959, þegar breytt var um stefnu, þrátt fyrir að erlendar lántökur ykjust veru- lega. Haftastefnunni tókst heldur ekki að bæta viðskiptakjörin og vöxtur þjóðarframleiðslunnar var mun hægari á haftaárunum en strax árin eftir að þeim lauk. Við lslendingar breyttum svo um stefnu 1960. Hver varð árang- urinn? Þær efnahagslegu breytingar, sem urðu 1960 ollu þáttaskilum í íslenzkri utanríkisverzlun. Inn- flutningur jókst hröðum skrefum en útflutningurinn jókst enn meir. Vöruskiptajöfnuðurinn var oft hagstæður á næstu árum og greiðslujöfnuðurinn ávallt hap- stæður. Viðskiptakjörin fóru batnandi. íslendingar söfnuðu gjaldeyrisvarasjóði, og greiðslu- byrði vaxta og afborgana af er- lendum lánum lækkaði i hlutfalli við útflutningstekjur. Innflutn- ingurinn beindist nú til hagstæð- ari markaðssvæða og þjóðarfram- leiðslan tók að vaxa hraðar en áður. Þannig virðist breytt stefna í utanríkisviðskiptum hafa orðió Islendingum til hagsældar á öll- um sviðum efnahagslífsins. Hver er staða fríverzlunar nú? Hinn 1. júli s.l. rann upp merki- legur áfangi í okkar fríverzlun en þá kom til framkvæmda siðasta tollalækkunin á vörum frá íslandi til EBE og EFTA landanna nema áli, en sá tollur fellur að fullu niður í ársbyrjun 1980. Tollur á Framhald á bls. 31 NorðurlandameistarakeDDni í hárgreiðslu og hárskurði í Laugardalshöll sunnudaginn 18. september kl. 10-18 FEGRUNARSÉRFRÆÐINGAR KYNNA STARF SITT Samband hárgreiSslu-og hárskerameistara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.