Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 23 ■ Frá bladamannafundinum á fimmtudaf’, Gunnar Árnasun sálfr. lengst til vinstri, Kristján Sigurðsson forstöðumaður annar frá ha'Kri. U pptökuheímilið í Kópavogi 5 ára BRYNASTA verkefni í starfsemi upptökuheimilisins í Kópavogi (Unglingaheimili ríkisins) í das, er að koma á fót heimili fyrir þá unglinf>a, sem ekki hafa heimilis- aðstæðu, þegar þeir yfirgæfu upp- tökuheimilið, þar sem þeir ættu að geta lifað eðlilegu heimilislífi, og eru stjórnvöld nú að athuga möguleika á stofnun slíks heimil- is. Þetta kom fram á fundi sem starfsmenn Upptökuheimilisins héldu á fimmtudag fyrir hlaða- menn í tilefni þess að heimilið er fimm ára um þessar mundir. Markmið Upptökuheimilisins er að gera unglingunum sem vist- uð eru á heimilið kleift að aðlaga sig þjóðfélaginu á ný, en það eru ekki eingöngu unglingar sem lent hafa í afhrotum, hcldur einnig unglingar sem eiga í félagslegum vandra'ðum. Kristján Sigurðsson, forstöðu- maður Upptökuheimilisins sagði að um 7—8 unglingar dveldu á heimilinu i senn, en mest tekur það 10 manns. Þau eru frá 13—16 ára aldri, og mjög er misjafnt hve lengi þau dvelja í einu, en það eru yfirleitt nokkrir mánuðir. Á Upptökuheimilinu er starf- ræktur skóli og þar er stefnt að •sama markmiði og í öðrum grunn- skólum. Stór þáttur skólastarfsins er að vinna bug á vanmetakennd unglinganna, en við skólann starfa tveir kennarar. A sumrin er starfræktur eins konar vinnu- skóli, en þá hafa vistmenn og starfsfólk unnið að ýmsu, t.d. við- haldi húsa og garðræktarstörfum. Tvö siðastliðin sumur hafa ungl- ingarnir átt kost á að stunda sjó- mennsku og hefur það gefið mjög góða raun, t.d. hafa sumir ung- mennanna orðið sjómenn eftir vistina á heimilinu. Aðalábyrgð á unglingunum hvílir á uppeldisfulltrúunum að sögn Kristjáns, en þeir vinna á vöktum allan sólarhringinn. Við heimilið starfa einnig tveir sál- fræðingar !4 hluta úr starfi, auk kennaranna sem fyrr er getið, og svo ráðskona, skrifstofumaður og forstöðumaður, en yfirumsjón með rekstrinum hefur þriggja manna stjórnarnefnd. Það er athyglisvert, að þessi fimm ár sem heimilið hefur starf- að, hefur það alltaf verið haft opið, þ.e. að enginn er lokaður inni. Sanit sem áður fara ungling- arnir ekki út án þess að fá leyfi, sem er ófrávíkjanleg regla. Ungl- ingarnir geta þó fengið útgöngu- bann þ.e. sem refsingu við aga- broti. A fundinum kom fram, að ,,bak- grunnur" þeirra sem á stofnunina kæmu, væri oft svipaður, t.d. væru u.þ.b. 3/ af vistmönnum frá þannig heimilum, að ekki væru báðir kynforeldrar uppalendur, og yfirleitt væru erfiðleikar á heimilum unglinganna í æsku. Skamnivistun heitir einn þáttur í starfi Upptökuheimilisins í Kópavogi, en það er lokað heimili til húsa að Kópavogsbraut 9, og er nær eingöngu notað sem þjónusta við lögreglu, þ.e. komið er þangað með unglinga sem lögreglan hef- ur tekið úr umferð, t.d. vegna ölvunar, svo og unglinga sem grunaðir eru um afbrot, meðan mál þeirra er rannsakað. Mun fleiri unglingar koma við á skammvistun en á Upptökuheim- ilinu. — Ég tel árangur af starfi þessa heimilis góðan, og ég vil taka fram, að það hafa ekki svo margir verið i verulegum vandræðum og ég hélt að myndi verða við upphaf starfsins, sagði Kristján Sigurðsson í lok fundar- ins. Starfsmenn og vistmenn á fundinum. Ljosmyndir: KRISTINN Islenzki þjóðsöng- urinn var pantað- ur í snarhasti því enginn átti von á því að litla ísland ætti möguleika á heimsmeistararatitli ('agnes. I<>. sepfemher. frá IVIargeiri Péturssvni fréttamanni !Vlhl: í gang til þess að útvega sér íslenzka þjóðsönginn NÍUNDA umferðin i heimsmeistarakeppni unglinga var tefld í dag og urðu úrslit hennar mjög hagstæð f.vrir Jón L. Árnason. Hann tefldi með svörtu gegn John Pajak frá Kanada og sigr- aði Jón í aðeins 10 leikj- um. Kanadahúinn missté sig illa í bvrjuninni og þegar hann hafði tapað biskup gafst hann upp. Þetta er langsstvsta skák mótsins. Jón tefldi mjög hnitmiðað gegn óná- kvæmri b.vrjun andstæð- ingsins og árangurinn varð langstvsta skák mótsins til þessa. Jóni gekk allt í haginn í gær því helstu andstæðingar hans, þeir Garry Kaspar- ov frá Sovétríkjunum og Jay Whitehead frá Bandaríkjunum gerðu báðir jafntefli. Bandaríkjamaðurinn valdi óhagstæða byrjun gegn Frakkanum Santo Roman og stóð mun ver er andstæðingur hans sættist á jafntefli. Kasparov átti hins vegar í höggi við Moriwic frá Chile. Kasparoc hafði hvítt og fékk betri stöðu eftir byrjunina en á snjallan hátt tókst hinum 14 ára gamla Chilebúa að bjarga sér í jafntefli. Jón hefur því aftur tek- ið einn forystu í mótinu nú þegar aðeins tvær um- ferðir eru til loka þess meö 7Vi vinning af 10 mögulegum. Fast á hæla hans fylgja Whitehead og Kasparov með 7 vinn- inga en í 4. sæti er nú Morowic með 6 vinninga. Kappe frá Vestur- Þýzkalandi getur þó kom- izt upp fyrir hann því hann hefur 5'Æ vinning og biðskák. Spennan í mótinu er því farin að færast í aukana. Nýr heimsmeistari verður krýndur á mánudaginn og auðvitað vonum við innilega að það verði Jón. Mötshaldararnir eru í það minnsta farnir að búa sig undir lokaathöfn- ina því þeir hafa sett allt ef svo skyldi fara að Jón hreppti titilinn. Líklega verður þessu ekki bjarg- að öðruvísi en að fá þjóð- sönginn sendan frá ís- lenzka sendiráðinu í París. En þó við vonum þaö bezta mega menn ekki vera of sigurvissir. Það eina sem vió getum lofað héðan frá Cagnes er að Jön mun berjast af fremsta megni í tveimur síðustu umferðunum og freista þess að færa ís- landi heimsmeistaratitil í skák. Ef tveir eða fleiri kepp- endur verða efstir og jafnir skera Sundeberg- er-stig úr um röð, en þá eru lagðir saman vinn- ingar andstæðinganna. Stendur Jón fremur illa að vígi ef til þess kemur. Hér á eftir kemur skák Jóns frá í dag: Hvítt: Pajak. Kanada. Svart: Jón L. Arnason. Sikileyjarvörn: 1. e4 — e5. 2. Ro3 — Re6, 3. f4 — e6, 4. Be4 — Rf6. (lakara er 4 ... Rge7 vegna 5. Dh5!) 5. d3 — d5!, 6. Bb3 — c4!, (óvæntur oj> snjállur leikur 7. dxc4 yröi svaraö meö 7 ... d4) 7. Ba4 — Bb4, 8. exd5 — Dxd5!, 9. Dd2? — (betra var 9. Df3) 9. ... Bxc3, 10. bxc*3?? (Tapleikur. NauösynU'Kt var 10. Bxc6+. Nú tapar hvítur manni). 10. ... b5 og hér sá hvítur sér þann kost va'nstan aö gefast upp. * £ % á á á á 4 í 4 i m ÉL á á . ss s at ha a ± & Þetta er stysta skák, sem Jón hefur teflt og sú langstysta i mótinu til þessa. Athyglisvert er aó Jón notaði aðeins 40 mín- útna umhugsunartima en hing- að til hefur hann lent i tíma- þröng í flestum skákanna. Skákin stóð yfir í 2 tíma svo þetta var nánast frídagur hjá Jöni. Líklegt er að andstæðingur Jöns í 10. og næst siðustu urn- ferðinni i dag verði Morowic. Bygging dagheimilis að hefjast á horni Hagamels og Einimels A N/ESTUNNI verður boðin út bygging tveggja deilda dagheimil- is, sem reist verður á horni Haga- mels og Einimels. Ef hægt verður að bjóða byggingu heimilisins út i þessum mánuði er gert ráð fyrir að það verði tilbúið til notkunar seint á næsta ári. Sveinn Ragnarsson, félagsmála- stjóri Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hið fyrirhugaða dagheimili væri ætlað 34 börnum. ,,Það skortir tilfinnanlega dagheimili í gamla bænum. Það halda kannski marg- ir að meiri þörf sé á dagheimili annarsstaðar i borginni, en svo er ekki. Hins vegar er tilfinnanlegur skortur á leikskólum i Breiðholti. 1 vesturbænum er mikið af fólki sem nýtur forgangs að dagheimil- um, svo sem börn skólafólks," sagði Sveinn þegar hann var spurður hvers vegna dagheimili væri nú byggt í vesturbænum. Þá sagði hann, að áherzla væri lögð á að hraða útboði sem mest og reynt yrði að bjóða út f.vrir lok þessa mánaðar. Ef það tækist mætti vænta þess að hægt yrði að opna dagheimilið seint á næsta Prestvígsla í Akureyrarkirkju Akureyri, l<>. septenibei*. PRESTVÍGSLUMESSA veróur í Akureyrarkirkju á sunnudags- morgun og hefst kl. 10.30. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup vigir Pálma Matlhíasson cand. ári. Teikningar að heimilinu liggja nú fyrir að sögn Sveins, en byggt verður eftir staðlaðri dag- heimilisteikningu frá mennta- málaráðuneytinu. theol, sem hefur verið settur prestur i Melstaðaprestakalli í H ú n a v at nspröf ast sdæm i. Prestarnir séra Pétur Ingjalds- son, séra Gisli Kolbeins. séra Birgir Snæbjörnsson og séra Pét- ur Þórarinsson munu þjóna fyrir altari, en séra Bolli Gústafsson lýsir vígslu, en vigsluþegi mun flytja prédikun. —sv. p.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.