Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 Óánægja með skipt- ingu rækjuveiði- leyfa í Öxarfirði ÞRtR fulltrúar íbúa í Öxarfirúi boúuúu fréttamenn á sinn fund í Sii‘r til að gera grein fyrir rækju- veiðum í Öxarfirði, og lögðu þeir fram greinargerð um málið. Til- efni greinargerðarinnar er sú „ákvörðun sjávarútvegsráðherra að hafa að engu kröfur okkar, íbúa við Öxarfjörð, sem er að við fáum að njóta sama réttar til nýt- ingar rækjumiðanna í firðinum og aðrir, en alls staðar þar sem rækjuveiðar eru stundaðar inn- fjarðar við landið hefur ráðuneyt- ið sett reglur er tryggja íbúum Guðmundármálið: Kröfu um brottvikn- ingu hafrtað DÖMENDURNIR í Guðmundar- málinu höfnuðu í ga-r kröfu lög- manns eins af sakborningunum í málinu um að dómsforsetinn, Gunnlaugur Briem, viki sæti í málinu. Eins og fram kom í Mbl. í gær, gerði Hilmar Ingimundarson, hrl., lögmaður Tryggva Rúnars Leifssonar, þá kröfu að Gunn- laugur viki sem dómsformaður á þeim forsendum að hann hefði lýst því yfir að hafa neitað Tryggva Rúnari um að tala eins- lega við lögmann sinn og gefið þá skýringu að hann væri ekki sáttur við viðbrögð og framkomu Tryggva Rúnars. I úrskurði dómsins, en í honum sitja auk Gunnlaugs sakadómar- arnir Ármann Kristinsson og Har- aldur Henrýsson, segir að Gunn- laugi beri ekki að víkja dæti í málinu. Var úrskurðurinn lesinn við dómþing í sakadómi Reykja- vikur. Þegar úrskurðurinn hafði verið lesinn lýsti Hilmar Ingi- mundarson því yfir að hann ósk- aði að kæra úrskurðinn til Hæsta- réttar. við viðkomandi fjörð eða flóa for- gang um nýtingu miðanna,“ eins og segir orðrétt i upphafi greinar- gerðarinnar. Friðrik Jónsson, oddviti Prest- hólahrepps, Björn Guðmundsson, oddviti Kelduneshrepps og Kristján Armannsson, fram- kvæmdastjórí rækjuvinnslunnar á Kópáskeri, skýrðu sjónarmið heimamanna á fundinum með fréttamönnum. Þeir sögðu að ráð- herra hefði tekið ákvörðun um skiptingu afla er veiddist í Öxar- firði, án þess að ræða við heima- menn, „án þess að taka nokkurt tillit til ályktana og sjónarmiða okkar, án þess að gera tilraun til að kanna atvinnulegar, efnahags- legar og félagslegar aðstæður, án alls tillits til yfirlýstrar byggða- stefnu stjórnar sinnar. Rækjuvertíðin nyrðra hefst hinn 1. október n.k. og er gert ráð fyrir að aflinn skiptist milli báta frá Húsavik og Kópaskeri. Tillög- ur Hafrannsöknarstofnunarinnar eru að veiða megi 650 tonn af rækju og skiptist aflinn jafnt milli staðanna tveggja, og gert er ráð fyrir að aflakvótínn verði endurskoðaður um áramót. Atta bátar fá að stunda veiðarnar. I rækjuvinnslunni á Kópaskeri hafa unnið um 20 manns og sögðu þeir þremenningar að ætlun þeirra með þessari greinargerð væri að vekja athygli á sjónarmið- um heimamanna og fá ráðherra til að breyta dómi sínum. Þeir sögðu að íbúar Kelduness- Öxarfjarðar-Presthólahrepps væru 629 manns árið 1973 þar af 111 á Kópaskeri, en nú væru þar 136 íbúar og þyrfti að reyna að skapa þvi fólki atvinnutækifæri er til Kópaskers leitaði úr ná- grannasveitunum. Það væri aug- ljóst að ungt fóik hefði ekki næg atvinnutækifæri af búskap og þyrfti að vinna að því að útvega í'leiri atvinnutækifæri t.d. á Kópa- skeri. Frá vinstri: Friðrik Jónsson, oddviti Presthólahrepps, Kristján Armannsson, framkvstj. rækjuvinnslunn- ar á Kópaskeri og Björn Guðmundsson, oddviti Kelduneshrepps. Ljósm. Oi.k.m Heildaraflinn töluvert meiri en í fyrra: Þorskaflinn sennilega þegar kominn í æskilegt hámark BOTNSFISKAFLI fyrstu 8' mánuði ársins er samtals orðinn rétt liðlega 364 þús- und tonn eða röskum 25 þúsund lestum meiri en á sama tíma í f.vrra, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags Islands. Að því er Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær má reikna með að þroskafl- inn sé um 75% af þessari tölu en það svarar til þess að hann sé orðinn um 275 þúsund tonn eða nú þegar kominn í það hámark sem Hafrannsóknastofnunin lagði til að veitt yrði af þofski á öllu þessu ári. Við þessa tölu kvað Ólafur síð- an þegar mega bæta um 10 þúsund tonnum hjá út- lendum fiskiskipum og miðað við aö fjðrir mánuð- ir væru eftir af árinu mætti áætla að heildar- þorskaflinn á árinu gæti orðið um 340 þúsund tonn, eða langt umfram allar áætlanir. Heildaraflinn fyrstu átta mánuði ársins var samtals 1.034.568 lestir eða rétt tæplega 300 lestum meiri en á sama tíma i fyrra, er heildaraflinn varð 763.992 lestir. I águstmánuði ein- um var heildaraflinn nú 117.332 lestir á móti 76.470 lestum í fyrra. Það er loðnuaflinn sem veldur mestu um þessa aukningu í ár, en heildaraflinn af loðnu var um sið- Framhald á bls. 22. Pílagrímaflugið byrjar í lok næsta mánaðar Loftleiðir flytja 12800 manns til og frá Jeddah Lézt af völdum bílslyss á Spáni PtLAGRlMAFLUTNINGAR Flugleiða munu hefjast í lok næsta mánaðar og munu tvær þot- ur félagsins flytja alls um 12.800 pílagríma til og frá Jeddah í Saudi Arabíu. Um 5 þúsund píla- grímanna koma frá Kanó í Nígeríu en um 7.800 frá Alsír. I sumar undirrituðu Flugleiðir fyrir hönd Loftleiða samning um flutning á 5 þúsund pílagrímum milli Kanó i Nigeriu og Jeddah í Saudi Arabíu, eins og frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu. i frétt frá Flugleiðum kemur fram, að þar sem þessi samningur var um færri farþega en sá er gerður var fyrir ári síðan, var leitað eftir frekari flutningum og nú hafa samningar náðst vió Air Alsír um að Loftleiðir taki að sér flutning á um 7.800 pílagrímum. Til þessara flutninga munu verða notaðar DC-8-63 þotur, en flutningarnir hefjast 25. október. Fara þeir fram í tveimur önnum, og stendur sú fyrri frá 24. október til 15. nóvember, en siðari önnin frá 25. nóvember til 15. desember. Alls munu um 100 starfsmenn Flugleiða og Loftleiða vinna i Framhald á bls. 22. UNGUR Islendingur lézt nýlega í sjúkrahúsi á Costa del Sol af völd- um sára, er hann hafði hlotið í umferðarslysi. Pilturinn var ekki með nein persónuskilríki á sér er slysið varð, og varð ekki uppvíst um afdrif hans fyrr en fáeinum dögum síðar — eftir að tekið var að sakna hans og farið var að spyrjast fyrir um hann. Pilturinn hét Hafþór Pálsson, Holtsbúð 37, Garðabæ og var 23ja ára að aldri. Hafþór fór einn síns liðs til Spánar með ferðaskrifstofu, og varð fyrir bifreiðinni hinn 30. ágúst. Hins vegar var hans ekki saknað fyrr en um viku síðar og þegar loks tókst að fá upplýsingar um afdrif hans, kom í ljós að hann hafði látizt i sjúkrahúsi á Costa del Sol hinn 10. september án þess að komast nokkru sínni til meðvitundar. Fengu foreldrar Prestskosning í ísafjarð- arprestkalli á sunnudag Hafþór Pálmason. piltsins þannig ekki fregnir af láti hans og slysinu fyrr en 14. sept- ember sl. A SUNNUDAGINN verða prests- kosningar í Isafjarðarprestakalli, en umsóknarfrestur um presta- kallið rann út 20. ágúst s.l. Flinn umsækjandi er í kjöri, sr. Jakoh Agúst Hjálmarsson, prestur á Seyðisfirði. Kosið verður í þrem sóknum prestakallsins, þ.e. Hnífs- dal, Isafirði og í Súðavík. Sr. Jakob Agúst Hjálmarsson er fæddur á Bíldudal og lauk hann stúdentsprófi frá M.A. 1967 og guðfræðiprófi haustið 1973 og vígðist til Seyðisfjarðarpresta- kalls þar sem hann hefur þjónað siðan. Lauk hann sérefnisprófum í félags- og sálarfræði sem hluta af prestsundirbúningi og í Svi- þjóð dvaldist hann um skeið við nám í safnaðarguðfræði við Upp- salaháskóla. Hann hefur veitt sumarbúðum krikjunnar forstöðu svo og vinnubúðum kirkjunnar í Tálknafirði. Sr. Jakob ér kvæntur Auði Daníelsdóttur og eiga þau þrjá syni. Þá segir í frétt frá sóknarnefnd- um Isafjarðarprestakalls að kosið verði í Hnífsdalssókn í barnaskól- anum kl. 10—20, í Isafjarðarsókn i gagnfræðaskólanum kl. 10—21 og í Súðavík á skrifstofu Súða- víkurhrepps kl. 12—19. Kynnisferðir í iðnfyrirtæki vegna Iðnkynningar í Rvík. 1 tilefni Iðnkynningar í Reykja- vík verður almenningi gefinn kostur á að heimsækja nokkur iðnfyrirtæki og kynnast fram- leiðslu þeirra undir leiðsögn sér- fróðra manna. Um þrjár mismun- andi ferðir er að ræða og í hverri ferð verða þrjú fyrirtæki heim- sótt. Hefst hver ferð kl. 13.00 frá happdrættishúsi Iðnk.vnningar í Lækjargötu. Ferðirnar eru öllum opnar, en þeir, sem áhuga hafa á þeim, eru beðnir að hafa sam- band við Iðnkynningu í Reykja- vík í síma 24473, þar sem aðeins 20 manna hópur kemst í hverja ferð. Eftirtaldar ferðir standa til boða: Hópur I. 1. Sportver h.f., Skúla- götu 26: Föt. 2. Harpa h.f„ Skúla- götu 42: Málning. 3. 3. Sól h.f. / Smjörlíki h.f., Þverholti 19: Matvæli. Tími ferða: mánudag 19. september, miðvikudag 21. sept- ember, fimmtudag 22. september. Hópur II. 1. Gamla Kompaniið Framhald á bls. 22. Sr. Jakob Agúst Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.