Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 31 — Verzlunarráð Framhald af bls. 15 frystum fiskflökum, sem eru ein mikilvægasta útflutningsafuröin, hafa fallið niður að fullu, svo og tollur á fiskimjöli, rækjum, hrognum og fleiri afurðum. Engir tollar eru nú i viðskiptum milli EFTA-ríkjanna nema varðandi Is- land, en hjá okkur falla tollar á innfluttum iðnaðarvörum ekki niður að fullu fyrr en 1980. Þrátt fyrir þennan merka áfanga er enn verk að vinna á sviði fríverzlunar. Við höfum ekki staðið fyllilega við gerða samninga um afnám innflutnings- hafta og jafnvel aukið á innflutn- ingshöftin, að vísu óverulega en að ástæðulausu. Slíkt er ljótt til afspurnar og skapar slæmt for- dæmi fyrir aðrar þjóðir sem vildu e.t.v. hefta okkar innflutning til þeirra. Listinn yfir vörur háðar innflutningsleyfum er enn til og er allt of langur. Einnig þarf að afnema, það sem eftir stendur af innflutningseinokuninni: inn- flutningseinkasölunnar. Það er því enn verk að vinna á frí- verzlunarsviðinu á meðan síðustu leyfar innflutningshaftanna eru enn við lýði. Ef við víkjum að lokum að skattamálunum. Hver er stefna Verzlunarráðsins á sviði skatta- mála? Þau grundvallarsjónarmið, sem Verzlunarráðið telur að fylgja List frá Lettlandi Sýning á bókaskreytingum (grafik), auglýsinga- spjöldum og skartmunum eftir lenttneska lista- menn er opin í Bogasal Þjóðminjasafnsins laug- ardag og sunnudag kl 14 — 22 báða dagana. Síðustu sýningardagar. MÍR. Vorum að taka upp barna- kuldaskó og götuskó „Arauto // Portugal KULDASKQR Stærð 22—33 Litið rauðbrúnt. Verð frá 5.975 — Stærð 22—36. Póstsendum Skóglugginn hf., Hverfisgötu 82 sími 1 1 788. G0TUSK0R Teg. 4 Stærðir 24—30. Litur rauðbrúnt. Verð frá 3.915.— Stærðir 24— Litur rauðbrúnt. Morgunblaðið óskar eftir blaðburóarfólki Austurbær: Lindargötu, Vesturbær: Vesturgata, lægri númer. Skerjafjörður sunnan Flugvallar I og II Úthverfi: Laugarásvegur, hærri númer. Selás. Upplýsingar í síma 35408 eigi i skattlagningu atvinnu- rekstrar, eru einkum þessi: 1) Að skattlagning atvinnu- rekstrartekna dragi ekki úr arð- samri fjárfestingu og hagvexti. 2) Að atvinnuvegunum og rekstr- arformum fyrirtækja sé ekki mis- munað í skattlagningu. 3) Að skattar séu almennir, hlut- lausir og skekki ekki atvinnu- starfsemi þjóðfélagsins frá því fyrirkomulagi, sem frjálst mark- aðshagkerfi ákveður. 4) Að verðrýrnun peninga valdi ekki ofsköttun. 5) Að af sama skattstofni sé greiddur sami skattur og ekki oft- ar en einu sinni. Það mætti telja upp fleiri sjón- armið, sem rikja ættu við skatt- lagningu atvinnurekstrar, en þessi eru mikilvægust. Er þessum grundvallarsjónar- miðum fylgt í núgildandi skatta- lögum? Nei, það má auðveldlega finna dæmi þess að öll þeirra séu i meiri eða minni mæli brotin. Að- stöðugjaldið er bezta dæmið, en önnur má finna. Sumir atvinnu- vegir greiða t.d. launaskatt aðrir ekki. Hin ýmsu rekstrarform at- vinnurekstrar greiða ekki sama hlutfall tekna i tekjuskatt. Verð- bólgan veldur ofsköttun, sérstak- lega vegna reglna um mat vöru- birgða og meðferð afskrifta. Mis- munun í greiðslu söluskatts stendur í vegi fyrir örum vexti verksmiðjuframleiðslu húsein- inga en jafnframt skekkir sölu- skatturinn atvinnustarfsemina á ýmsa lund. Fyrirtæki annast t.d. í auknum mæli prentun og viðgerð- ir í stað þess að kaupa hana frá öðrum á hærra verði vegna sölu- skattsins. Þannig mætti lengi telja. Hver eru helztu verkefnin, sem vinna þarf að í skattamálum at- vinnurekstrar? Mín skoðun er sú, að það þurfi að endurskoða og endurskipu- legggja skattlagningu atvinnu- rekstrar frá grunni. Ekki endi- lega í þeim tilgangi að lækka álög- ur á atvinnureksturinn, þótt það geti verið æskilegt í ýmsum tilvik- um, heldur fyrst og fremst til þess að gera skattlagninguna réttlát- ari. Að þvi þarf að vinna. Verzlunarráðið hefur nú starf- að í 60 ár, sem heildarsamtök viðskiptalífsins, á tímum örustu atvinnuuppbyggingar í sögu landsins. Ertu bjartsýnn á fram- tfðina? Á undanförnum áratugum hefur vissulega átt sér stað gífur- leg uppbygging á flestum sviðum eins og við getum séð allt í kring- um okkur. En við höfum einnig fjárfest mikið i menntun lands- manna. Við ráðpm yfir góðri al- mennri menntun og verðmætri sérþekkingu. Þessa þekkingu verðum við að nýta til hins ítr- asta. Við verðum að leyfa lands- mönnum að njóta sín og nýta hæfileika sína i atvinnulífinu, en megum ekki láta stjórnvöld og misvitra haftakónga hefta fram- tak og dugnað landspianna með óæskilegri frelsisskerðingu. Ef við tileinkum okkur þá at- vinnustefnu, að byggja upp traust, heilbrigt og umfram allt frjálst atvinnulif, munu eðlilegar og örar framfarir eiga sér stað i atvinnulífinu og þjóðin búa við batnandi lifskjör. Ef við höfum frelsið að leiðarljósi, mun okkur vegna vel. — Bókmenntir Framhald af bls. 18 vinna sem skapar meistarann. Mjög vönduð og eiguleg sýn- ingarskrá er með þessari yfir- litssýningu á verkum Al- copleys. A henni er aðeins einn galli: það er svo smátt letur á þeirri skruddu að menn, sem komnir eru á minn aldur og reyna að notfæra sér hana i því ljósi sem á Kjarvalsstöðum er, lenda i vandræðum. Þessi sýn- ing er annars svo merkur við- burður i menningarlífi borgar- innar að ég vil helzt skylda borgarbúa til að heimsækja Kjarvalsstaði og kynnast verk- um eins af hinum frægu tengdasonum Islands. En hér áður og fyrr sögðu gárungarnir að Reumert væri tengdasonur Islands. Siðan kom Ashkenazy, og þá er rökrétt að bæta Al- copley í hópinn. Hafi hann þakkir fyrir komuna að þessu sinni, og vonandi verður þetta ekki í einasta sinn sem við fá- um að sjá verk eftir Alcopley hériborg. Valtýr Pétursson. — Jónatan Framhald af bls. 14. þá ekki ónýtt að fræðast af hon- um um þá, sem hann hafði virt þess að átta sig vel á og mynda sér skoðun um. Um nokkurra ára skeið vann Jónatan á Pósthúsinu í Reykja- vik, en síðar var hann um skeið unglingakennari á Skagaströnd. Nú hefur hann um árabil háð hetjulega baráttu við alvarlegan heilsubrest, og hefur hann lengi verið i Asi i Hveragerði. Kemur honum nú eflaust i góðar þarfir hversu víða hann getur borið nið- ur á akri mennta og lista, sjálfum sér og öðrum til ánægju. En trú- lega yljar hann sér lengst og mest við ljóðagerð og tónlist. Um árabil átti Jónatan álitlega syrpu ljóða, sem nægt hefði i þokkalegt ljóðakver. Hann fór sér þó að engu óðslega og mun seint hafa fundizt sem hann hefði lagt þar siðustu hönd á allt. Loks kom frá honum 1975 lítil bók Dverga- skip. Þar ritar gamall samferða- maður hans úr Háskóla tslands þessi inngangsorð, sem ég leyfi mér að tilfæra: „Ljóðlistin hefur gengið eins og rauður þráður gegnum islenzkt þjóðlif frá upphafi. Hún hefur bætt mönnum upp fátækt og gleðisnautt líf, sefað sorg og læknað mein. Kvæðin i þessari bók eru ort af sömu nauðsyn og löngum hefur legið til grundvall- ar íslenzkum skáldskap, þau hafa veitt höfundinum dýrmæta sköp- unargleði, svo að hann getur tekið undir með skáldinu sem sagði, eiginlega lifði ég aðeins þegar ég orti.“ Ég og minir færum Jónatan æskuvini mínum innilegustu hamingjuóskir á þessum merkis- degi i lífi hans og óskum þess, að ökomin ár reynist honum ánægju- legri en undanfarin ár erfiðleika og heilsubrests. Bergsteinn Jónsson. — Minning Árni Framhald af bls. 30 Brimið og stormgnýrinn segir honum nóg, að erfitt muni um landtöku. Allt þetta skynjar hann frekar en að hann sjái, þvi sjónin er svo til engin. Smátt og smátt liður hann burt og myndin máist út. Vindinn og brimið lægir og eftir stendur lognsær sem hjalar við sker og boða. Og inn i þennan ramma streyma hugljúfar minn- ingar um atburði liðinna ára, um hann sem stóð á Kambinum, Arna í Akri. Og umgerðin er jafnfögur, Eyrarbakki og fólkið þar, sem hann bjó með öll sin 93 ár. E. 0, hve sæll er sá, er treysti Sínum guði hverja tið! Hann á bjargi hús sitt reisti, Hræðist ekki veðrin strið; Hann i allri segir sorg; Sjálfur drottinn min er borg; Náð og fullting hans mig hugga, Hans ég bý í verndar skugga. 2. I það skjól vér flýjum, faðir, Fyrst oss þanað boðið er; Veginn áfram göngum glaðir, Glaðir, þvi vér treystum þér. Ein er vonin allra best, A þér sjálfum byggð og fest, Að þú sleppir engu sinni Af oss kærleikshendi þinni. (Sálm. 389). Þórarinn G. Sigurjónsson. Croft - A rd well 9^ TÆKI Við kynnum Croft Ardwell 320 réttinga og rafhjitunartæki í fyrsta sinn á íslandi. Tækið er notað til réttinga á litlum skemmdum á bifreiðum. Auðvelt er að rétta skemmdir, sem eru á stórum flötum t.d hurðum, toppum o.fl. án ikveikjuhættu og án þess að taka klæðningu úr. Tækið vinnur bæði á þunnum og þykkum málmi. Við sýnum Croft Ardwell tæki og meðferð þess á sunnudag 18. september kl 14 til 16 í Skeif- unni 1 7. Þ. Jónsson & Co Skeifan 1 7. Rvík. Símar 8451 5 — 84516.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.