Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri: „Kerfið og fjölmiðlarnir ..... á herðum hins pölitíska valds hvílir sú ábyrsö ad gera ráðstafanir til þess að Kerfið líti á si" sem þjónustuaðila við almenninfí en ekki sem yfir- vald, sem hafi þann tilftang fyrst ok fremst að þvælast fyrir <>{; koma í veK fvrir að hinn almenni bor^ari fái úrlausn sinna mála.“ (I.eiðari Mhl. 7. sept. 1977) Það er átakanlegt, að skrifari, jafnhlaðinn fordómum og hofundur greinarstúfsins að pfan, skuli eifta jafngóðan aðffane að því að mata þjóðina með þeim fordómum sínum.on raun her vitni. Skrifarinn lætur eins (){j hann viti ekkert um hvað starfsenti rikisins ok sveit- arfélaf>a snýst, heldur er þvi líkast, sem hann lifi einan«raður i heimi, sem fjöl- miðlarnir sjáífir hafa búið til, talið landsfólkinu trú um of> eru sjálfir farnir að halda, að sé raunsannur. Þessi villa, sem runnið hefur á æðimarga hlaða- rnenn, er þeim mun skaðlefjn, þegai' þeir fá tækifæri til að skrifa leiðara, sem fjöldi fólks heyrir nánast nauðuftt í út- varpinu, þótt þaö léti sér aldrei til huftar koma að lesa slíkt efni í blaði. En hver er þá villan og hverj- ir fordómarnir? Leiðarahöfundur skrifar eins ofí hann trúi því, að starfsmenn ríkis oft sveitarfélafta líti á sift sem einhvers konar yfirvald borgaranna og hafi það aðal- markmið í starfi sinu „að þvælast fyrir og koma í veg fyrir að hinn almenni borgari fái úrlausn sinna mála". Leiðaraskrifarinn telur sig kunna ótal dæmi staðhæfingum sínum til stuðnings, en tekur eitt „lítið dæmi af fjölmörgum“ af ntanni, sem ekki hafði fengiö úrlausn Tryggingastofnunar ríkisins um greiðslu hjúkrunar- kostnaðar i sjúkraflugi. Máliö er fremur óvenjulegt og sýni- lega hefur því ekki verið ráðið til lykta svq að manninum, sem í hlut á, þætti nóg gert. Hann gagnrýndi meðferð málsins opinberlega í dagblaði og kallar væntanlega frant niðurstöðu, sem hefði átt að liggja fyrir löngu fyrr og veitir jafnframt almennt aðhald þvi fólki, sem er að sinna öðrum málum annarra borgara. Með þessum hætti hefur þessi maður, sem ekki fékk úrlausn síns máls gert samfélaginu gagn. En leiðarahöfundurinn fer öðruvísi að. Honum verður þetta dæmi efni i órökstudda alhæfingu um að þannig sé öll afgreiðsla mála hjá hinu opin- bera „Kerfinu", eins og hann kallar það. Þetta margþvælda hugtak, „Kerfið“, hefur í dyggilegri samvinnu almennings og fjöl- miðla hlotið býsna almenna notkun, en án þess að fá nokkurn tíma nothæfa merkingu í þjóðfélagslegri um- ræðu. Hugtakið virðist notað með þokukenndum hætti sem neikvætt samheiti fyrir allt, sem tilheyrir ríki og sveitar- félögum. Vegna þess hversu hugtakið er óljóst, verður gagn- rýni, sem gegn þvi beinist að sama skapi gagnslaus. Þjóðfélagsleg gagnrýni svo réttmæt og nauðsynleg sem hún er, ef hún er vel grunduð, verður marklaus og einskis virði, ef henni er ekki beint gegn einhverju afmarkaðra og skýrara en „Kerfinu". Þjóð- félagsgagnrýni, sem lætur sér duga þetta hugtak er of fyrir- hafnarlaus og sljó til að geta haft nokkuð nema sýndargildi. Að þykjast þanníg gagnrýna án þess að gera það er verra en að láta það ógert. Þegar svo gagnrýnin er reist á þeirri röngu forsendu, að starfsmenn ríkis og sveitar- félaga telji það sitt meginverk- efni að þvælast fyrir horgurun- um og koma í veg fyrir úrlausn mála þeirra, þá er gagnrýnin komin á stig, sem'jaðrar við óheilbrigöi. Afgreiðslur ríkis og sveitar- félaga gagnvart einstökum borgurum smfélagsins skipta trúlega milljónum á ári hverju. Þeir opinberir starfsmenn, sem annast þesSa þjónustu eru á annan tug þúsunda. Meðal neytenda og þiggjenda þjónust- urinar er alls konar fólk eins og gerist og þvi er þess að vænta, að þjönustan sé bæði misvel veitt og ekki siður misvel þeg- in, því að kröfugerðarfólki hefur fjölgað og það magnast í kröfum sínum á hendur hinu opinbera á undanförnum árum samhliða þvi sem réttur þess hefur verið aukinn. Að skera alla þessa þjónustu niður við eitt trog sem yfirgang og óþurftarþvæling í vegi fyrir borgurunum eins og leiðara- höfundurinn gerir, er bersýni- lega fráleitt, jafnvel þótt hann kunni að þekkja einstök dæmi þess, að opinber þjónusta hafi ekki verið látin í té eins og æskilegt hefði verið. Hnökra- laus, opinber þjónusta er auðvitað markmiðið en meðan manneskjurnar eru ekki hnökralausar, er þess naumast að vænta, að þjónustan, sem þeir veita eða þíggja, verði það heldur. Meinið er að fjölmiðlar hafa almenna tilhneigingu til að láta ögert að segja frá því tiðinda- lausa eða því sem vel tekst i opinberum rekstri, en þeir blása út það, sem þeir telja af- brigðilegt. Myndin, sem almenningur fær af því sem opinberir aðilar fást við, eins og það er kynnt i fjölmiðlum, er þannig býsna skrumskæld. Áhersla er ekki lögð á það, sem hið.opinbera lætur í té heldur hitt, sem á skortir og er ónógt. Þannig hafa fjölmiðlar til- hneigingu til að ala á óánægju og það er gert með þeim fyrir- hafnarlausa hætti að berja á „Kerfinu". Svo dyggilega hefur þetta verið gert, að fólki gleymist gjarna, að „Kerfið" sér okkur fyrir heilbrigðisþjón- ustu, skólagöngu, lífeyri öryrkja og gamalmenna, vegum, síma flugsamgöngum, póstþjónustu, höfnum, byggingarlánum, löggæslu, vatni, raforku og svo má lengi telja þætti í opinberum rekstri, sem fólk réttilega telur ómissandi. Allir þættir „Kerfisins" þurfa að njöta göðs af uppbyggilegri gagnrýni, en slík gagnrýni verður ekki látin i té án þekkingar og fyrirhafnar. Gagnrýni, sem beinist gegn „Kerfinu" en ekki einstökum, afmörkuðum greinum hinnar opinberu þjónustu, ber merki um viljaleysi eða kjarkleysi til raunverulegrar, markvissrar þjóðfélagslegrar gagnrýni, þekkningarskort á málefnum samfélagsins eða jafnvel leti. Stundum kann slíkt atferli að bera vott um andfélagslegar til- hneigíngar — fjandskap við híð opinbera, sem þrátt fyrir allt er efnislega það mikilvægasta, sem þegnar ríkisins eiga sam- eiginlegt og mestu ræður um, hvernig þeini vegnar hverjum og einum og öllum saman. Fyrir þeim, sem þekkir ríkis- reksturinn innan frá eru gagn- rýnisefnin vegna yfirgangs og ógreiðvikni rikisstarfsmanna fá að tiltölu við allan þann fjölda af afgreiðslum, sem um hendur þessa fólks fer. Hins vegar er afgreiðsla erinda oft fyr- irhafnarsöm fyrir þann, sem afgreiðslunnar þarf að leita. Þetta stafar stundum af fram- taksleysi eða skorti á skipulags- gáfu hjá þeim, sém starf- seminni stjórnar. Stundum veldur þessu vinnuálag við afgreiðslu, því að æði margar greinar rikisrekstrarins eru þrátt fyrir allt með lágmarks- mannafla. I enn öðrum tilvik- um veldúr óhagstæð staðsetning skrifstofa þvi að fyrirhöfn almennings verður óhæfileg. Þrýstingur fjölmiðla á lagfæringar af þessu tagi væru mjög æskilegur og nyt- samari en allsherjar for- dæming á ríkisrekstrinum vegna einstakra afgreiðslna, sem úrskeiðis kunna að fara. Skipuleg útlistun Morgun- blaðsins á þeim viðfangsefnum, sem ríki og sveitarfélög fást við og gagnrýni á þeim verkum í einstökum atriðum væri verðugt efni fyrir alvörudag- blað, en undirbúningslaust upphlaup af því tagi sem leiðarinn 7. september hafði að geyma er blaðinu og aðstand- endum þess til vansa. JS. 14.09.1977 P.S. Sjónarmiðum þessarar greinar til áréttingar er leiðarahöfund- ur beðinn að bera saman þá þjónustu sem hann fær, þegar hann vegna bilana þarf að leita annar^ vegar til rafveitu, símans eða hitaveitunnar, en hins vegar þarf að fá gert við þvottavél, isskáp eða sjónvarp. Svo virðist sem góð þjónusta, sem látin er í té án sérstaks endurgjalds, sé ekki mikils metin i samanburði við miðlungs og jafnvel lélega þjónustu sem keypt er dýrum dómum. DEPLA Voronikur eru harð- gerðar fjölærar blóm- jurtir með blá, bleik, hvit eða hvítblá blóm. Af þeim eru til mörg afbrigði og þar á meðal mörg góð garða-afbrigði, yfirleitt auðveld í rækt- un, skemmtileg í görðum fyrirhafnarlítil, langlíf og falleg. Vernikur eru mjög misjafnlega hávaxnar og blómgunartíma eftir afbrigöum, allt frá því að vera skriðular og jarð- lægar eins og n. repens og n. postrata — dverg- depla — sem blómstra ljósbláum eða bláhvítum blómum og upp í v. virginata-afbigðin sem geta orðið yfir metra á hæð og svo ótal afbrigði þar á milli. Meðalháu af- brigðin af veroniku henta vel í blómabeðin en þau lágvöxnu í stein- hæðir. Eitt er öllum vernokum sameiginlegt: þær vilja sólríkan stað í garðinum. Skulu nú nefnd nokkur afbrigði af veronikum: V. gentianoides — kösakka- dépla — hefur breið lensulaga blöð og er einn- ig til með hvítar rendur í blöðum. Kósakkadeplan blómstrar snemma sum- ars, teygir þá 30—50 sm langar blómspírur upp úr blaðskrúðinu, alsettar fölbláum blómum. V. incana — silfurdepla — er um það bil 25 sm há og blaðfögur, hefur grá- græn blöð. Hún blómstr- ar um hásumarið dökk- bláum eða fjólubláum blómum. V. longifolia — lang- depla — er 40—80 sm há með blá blóm f löngum endastæðum klösum. Foernsters blue- afbrigðið er fallega dimmblátt. V. latifolia er um 90 sm á hæð og blóm- in blá, bleik eða hvít. All- ar þessar veronikur eru haustblómstrandi. V. teucrinum — hraun- depla — er um 10 sm há, snemmblómstrandi, einn- ig afbrigðið n. crater blue, sem er 30 sm hátt. V. blue fountain er allt aö 60 sm á hæð. Veroniku virginata- afbrigðin eru há og síð- su'marblómstrandi. t>au eru til í bláum, fölbleik- um og hvítum litum. Hvíta afbrigðið þykir eftirsóknarvert. Snjó- hvítar blómspfrurnar geta orðið allt upp í hálf- an annan metra. Stendur nokkuð lengi í blóma og þolir vind betur en mörg hinna afbrigðanna. Nokkuð mörg afbirgði af veronikum vaxa villt hér á landi og hafa sum þeirra verið flutt í garða. Tvær ísl. veronikur veit ég til að hafi verið notað- ar til lækninga. V. officinalis — hárdepla — ,sem er 15—40 sm há og myndar fallegar bláleitar breiður er gömul lækn- ingajurt. Soðin í smyrsli var hún notuð við exemi, en soðin í seyði til inn- töku við lungna- og þvag- færasjúkdómum. Og laugadeplan — N. anag- allis-aquatica — Æruprís sem talin var taka ský af augum. Veronikum er auðvelt að fjölga með skiptingu, einnig má sá til þeirra. Fræið spírar á um það bil hálfum mánuði. S.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.