Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 __ÁUÍAMÍA „Frönsku heimspekingarnir, sem kalla sig „nýja", hafa fundið þann gamla sannleika, að skipulagið er fyrir manninn, en maðurinn ekki fyrir skipulagið." eftir HANNES GISSURARSON Vald listarinnar Nóbelsræða Alexanders Solsjenitsyns árið 1970 vakti mikla athygli á Vesturlöndum, enda hafa fáir aðrir rithöfundar stigið niður í helvíti af mannavöldum og sagt ferðasögu sína eins og hann Solsjenitsyn sagði í ræð unni. að maðurinn kynni eina aðferð til þess að velja og hafna í þessu lífi, greina gott frá iIIu. Hún er að reyna að skilja aðra menn Og þennan skilning á öðrum mönnum má fá með lestri góðra bóka, því að i þeim er sagt frá mannlegri reynslu, bætt við mannþekk- mguna Bókmenntir færa mann að manni, i vissum skilningi skapa þær mannmn. mennta hann, en af þvi er nafn þeirra dregið Bókmenntirnar eru þess vegna and stæðar ofbeldi og lygi alræðissinna þó að sum skáldin hafi sem emstaklingar gert stjórnmálamistök Og Solsjenitsyn er sjálfur lifandi dæmi þess valds, sem er bókmennt- anna Emn hefur hann lyft grettistaki. gert byltingu í hugarheimi vesturlandabúa, dóm- ur þeirra um sögu Vesturlanda er ekki samur, eftir að hann lagði fram Gulageyjarnar, Dag i IJfi Ivans Denisovitsj og önnur málsskjöl um reynslu manna af sósíalisma Kremlverja Og að þessari byltingu Solsjenitsyns lokinni, sem hefur orðið til þess, að enginn menntað ur maður getur verið valdhafana í Kreml. hafa fræðimenn á Vesturlöndum reynt að greina, hvað hafi i rauninni gerzt og hvers vegna í Ráðstjórnarríkjunum Nýlega tóku fáeinir franskir heimspeking- ar, en á þá hafa verk Solsjenitsyns haft mikil áhrif, til máls um það Þeir eru kallaðir ,,nýju” heimspekingarnir, þó að kennmg þeirra sé reyndar alls ekki ný, en hana hyggst ég ræða í þessari ritsmíð Þeirra hefur að vísu verið getið i íslenzku dagblöðunum Morgunblað- ið birti útdrátt úr timaritsgrein um þá 11 september Og Jónas Kristjánsson fagnaði kenningu þeirra í Dagblaðinu 9 september, og var á honum að skilja. að andstaða frönsku heimspekinganna við alla hug- myndafræði fæli það í sér, að menn mættu segja og gera það, sem þeim sýndist, að geðþóttmn mætti ráða gerðum þeirra án aðhalds staðreynda og raka En í Þjóðviljan- um 14 ágúst hafði Einar Már Jónsson það eftir skoðanabræðrum sínum, kommúnistum í Frakklandi, að kenningin væri ..innihalds- laus orðhengilsháttur og tómur vaðall með fjarstæðukenndum hugmyndum sem oft reka sig hver á aðra” Við ókvæðisorðum þjóð- viljamanna var að búast, þvi að það gat að lesa í forystugrein blaðsins 7 marz 1 953, að Jósef Stalín, framkvæmdastjóri þess helvítis, sem Solsjenitsyn lýsir og frönsku heimspek- mgarnir greina í bókum sínum, hefði verið ,,til síðustu stundar sami góði félaginn. sem mat manngildið ofar öllu öðru' ! fræðin mestu, í mót hennar var hugsun vald- hafanna steypt Og rætur hugmyndafræð- mnar rannsakar Glucksmann i annarri bók, Vitringunum. Þær liggja í hugsun þýzku heimspekinganna — í þjóðernisstefnu Ficht es, ríkistrú Hegels, byltingarstefnu Marxs og tómhyggju (siðferðilegum nihilisma) Nietzsches Þessir þýzku hugsuðir höfnuðu allir réttarstefnunni — þeirri manngildishug- sjón, sem komin er úr kristinni trú — en án hennar er allt leyfilegt, ef það er i þágu þeirrar stofnunar (flokksins eða rikisins), sem á stórasannleilcann. Lévy ritar bókina Skrælingjaskipulag mannúðlegt ásýndar gegn sameignar- stefnu (Nafnið er skopstælmg á hinu, sem sumir sameignarsinnar á Vesturlöndum hafa gefið stefnu sinni. ..sósíalisma mannúðlegum ásýndar" ) Lévy er andstæðingur þeirra manna, sem halda, að með skynsamlegri skipulagningu sé hægt að breyta manninum til hins betra Mannbætur er ekki unnt að leiða í lög, mennirnir verða að bæta sig málanna til þess að bæta sér upp missinn, en þeir ruglast á trúmálum og stjórnmálum. á riki og kirkju En Aron og Revel hafa ritað um þá freistmgu, sem margir menntamenn falla í, að telja vitsmuni sína gefa sér rétt til þess að taka sér vald yfir öðrum mönnum Og úr vitsmunalegri forsjárstefnu þeirra verður al- ræðisstefna, þeir vilja taka af mönnum sið- ferðilegt sjálfræði þeirra, gera ríkið (eða flokkinn) að sálnahirði þeirra Lévy kallar kenningu Marxs i blaðaviðtölum ..vimugjafa almennings" og leikur svipaðan orðaleik (en ekki eins góðan) og Aron, sem samdi bókina Vímugjafa menntamannanna um aðdráttar- afl kenningar Marxs á menntamenn (en Marx kallaði trúna „vimugjafa almennings" í rit- gerðmni Um Gyðingavandann árið 1843 eins og frægt er) Og fyrirrennarar frönsku heimspekinganna eru fleiri en landar þeirra Kenningin er mjög i sama anda og nokkurra rithöfunda og heimspekinga. sem ég flutti fyrirlestra um í útvarpið á síðasta ári við litinn fögnuð kommúmstanna í útvarpinu, Háskól- sósialista og kommúnista, i sókn þeirra til valda Enn er það, að i farsældarrikjum Vesturlanda, Frakklandi sem öðrum löndum, gætir mjög gremju almennings vegna sífelldra afskipta rikisbáknsins af efnahags- málum og öðrum einkamálum manna, þó að þeim megi alls ekki jafna við kúgunina i alræðisrikjum kommúnista og fasista Þess vegna fá þeir áheyrn almennings Og það ber einkum að telja frönsku heimspekingunum til tekna. að þeir hafa boðað almenningi kenn- ingu sína, „auglýst" hana, ef svo má til orða taka Það skýtur skökku við, þegar marxsinn- ar ásaka þá fyrir það (eins og Einar Már gerði í Þjóðviljanum.) Eða eru marxsinnar ekki sammála Marx um það, að færa eigi heim- spekina til fjöldans? Réttur einstaklingsins gegn rikinu Aron lauk bók sinni á þessum orðum „Við skulum vona, að efasemdamönnunum fjölgi, ef því fylgir, að ofstækmu linni " Og frönsku heimspekingarnir hafa breytzt úr ofstækis- mönnum i efasemdamenn En öll vopn eru tvieggjuð, efinn líka Hann getur orðið að efatrú, hóflausri einstaklingshyggju og geð- þóttakenningu, öllu skynsamlegu mati verð mæta er hafnað Skynsemistýran er að sönnu dauf, en hana verður að nota, svo langt sem hún nær, halda verður skynsemis- hyggjunni, þó að skynsemistrúnni sé hafnað Fleira má nefna i kenningu þeirra, sem er varasamt og vandmeðfarið (eins og geðþótta- skilningur Jónasar er til vitnis um): Frönsku heimspekingarnir eru andstæðingar allrar hugmyndafræði, og hugmyndafræði fyrir- myndarskipulagsins kemur vitanlega engum við nema kreddumönnum, en allir menn hafa lifsskoðanir, einhver viðmið í stjórnmálum Og viðmið frjálslyndra manna, sem kalla má „hugmyndafræði" þeirra, er það, að hver maður fái að vera í friði með sina hugmynda- fræði, geri hann ekki á hlut annarra Frönsku heimspekingarnir gagnrýna allar stofnanir í anda stjórnleysisstefnunnar, enda sé allt vald — og við það styðjast stofnanir — af hinu illa í rauninni eru margar siðferðilegar forsendur stjórnleysisstefnu og frjálshyggju hinar sömu, og á það benda frönsku heim- spekingarnir, en fylgismenn frjálshyggju eru raunsærri en stjórnleysingjar Sumar stofn- anir eru ill nauðsyn Einhverjar reglur eru nauðsynlegar til þess að tryggja rétt einstakl- inganna í ófullkomnum heimi, og réttarrikið og markaðskerfið („kapitalisminn") eru slík reglukerfi Og núverandi kerfi á Vesturlönd- um kemst næst þessari hugsjón Skáldlegur innblástur andófsmannanna í austri og frönsku heimspekinganna er ágætur, en auk þess er þörf reynsluvits hagfræðinga og lögfræðinga Vesturlandamenn verða að hafa þann húmanisma eða mannúðarstefnu að leiðarljósi í stjórnmálum, sem sameinar anda trúarinnar og bókstaf visindanna Og ég JIYJU" HEIMSPEKINGMmiR Kenning frönsku heimspeking anna Franska skáldið Albert Camus sagði i bók sinni um stjórnmál. Uppreisnarmanninum, að til væru tvenns konar glæpir ástríðuglæp- ir og glæpir, sem framdir eru í nafni ein- hverrar hugmyndafræði Tuttugasta öldin er öld þessara hugmyndafræðilegu glæpa Hryðjuverkanna i Buchenwald og Kara- ganda Óp fórnarlambanna, sem slátrað er til dýrðar byltingunni, skothvellirnir og sprengjugnýrinn eru viðlög nútimans Og verkefni fræðimanna er að reyna sð skilja þessa glæpi, reyna að taka afstöðu til þeirra Það reyna þessir frönsku heimspekingar, en foringjar þeirra eru Bernard-Henri Lévy og André Glucksmann Athyglisverðasta kenn- ing þeirra er að mínu viti, að draumur margra menntamanna um „vísindalegt" fyrir- myndarskipulag verði að martröð alræðis- ríkisins og að þýzku heimspekingarnir Fichte, Hegel, Marx og Nietzsche séu hugmyndar- fræðingar alræðisstefnunnar, en hvort tveggja vissu reyndar allir hugsandi menn á Vesturlöndum aðrir en franskir og þýzkir menntamenn, sem verið hafa í vímu þessarar hugmyndafræði Glucksmann spyr í bókinni Matseljunni og mannætunni þeirrar spurn- ingar, sem alla áhugamenn um nútímastjórn- mál varðar Hvers vegna varð sósialisminn að þeim óskapnaði. sem ráðstjórnarskipulag- ið er? Og svar hans er, að kenning Marxs og Leníns hafi falið kúgunma i sér, hún var byltingarkenning. og án kúgunar var bylting- in óframkvæmanleg — hin algera bylting, sem gerir einstaklinginn að engu Ofbeldið, sem var tæki. varð að tilgangi Að vísu réðu einstaklingarnir (t d Lenin og Stalín) og aðstæðurnar (t d innrás erlendra ríkja í Ráð- stjórnarríkm á fyrstu árum þeirra) miklu um hina sögulegu framvindu, en hugmynda- sjálfir, hver og einn Og tilraunir, sem gerðar eru til þess að smíða fyrirmyndarskipulag eftir vinnuteikningum hugmyndafræðinQa, mistakast, því að „mannkynið er gert úr kræklóttum trjávið" eins og heimspekmgur- mn og réttarsmninn Immanúel Kant kvað að orði Skynsemistrúarmenn og skipulagsinnar* telja mannsskepnuna tilraunadýr til kynbóta, mannkynið leir, sem þeir megi móta að vild sinni Þeir ætla að frelsa mannkynið með því að fórna mönnunum Lévy hafnar slikri skyn- semistrú, þrælskorðuðu skipulagi, sem frels- un mannkynsins, en er fylgismaður hófsam- legrar umbótastefnu án allsherjarkenningar Hann og Glucksmann taka báðir afstöðu gegn nýjasta ham sameignarsinna, „evrópu- kommúnismanum," telja hann reyndar ekki blekkmgarbragð Kremlverja. heldur.að skipu- lagshyggja sósíalista fari ekki saman við frelsi einstaklinganna Nýjum orðum komið að gömlum sannleik Margir fremstu hugsuðir Frakka hafa sagt hið sama og þessir frönsku heimspekingar, þó að marxsinnar hafi til þessa verið áhrifameiri i Frakklandi en i öðrum menningarlöndum Nefna má kaþólska heimspekmginn Jacques Maritain, Camus, félagsfræðinginn Raymond Aron og rithöfundinn Jean-Francois Revel, sem allir hafa ritað gegn alræðisstefnu kommúnista og fasista Vandmn, sem hefur orðið bæði Maritain og Camus að viðfangs- efni, þó að þeir leysi hann hvor með sínum hætti, er tómið, sem fylgir trúleysi margra nútimamanna, missir algilds siðferðilegs mælikvarða Maritain fmnur þennan siðferði lega mælikvarða (eins og Solsjenitsyn) í manngildishugsjón kristinnar trúar, einu raunverulegu andstæðu alræðisstefnunnar Margir menn taka trú á alræðisstefnur stjórn- anum og á Þjóðviljanum Solsjenltsyns, Karls Poppers, Friedrichs von Hayeks og Artúrs Koestlers Popper telur Hegel og Marx óvini hins „opna samfélags" Vesturlanda, en háttur þess er rökræða, gagnrýni og visinda- leg hugsun Popper, sem er eðlisfræðingur og heimspekingur, er án efa rökvisasti gagn rýnandi kenningar Marxs á þessari öld Hayek, sem hlaut nóbelsverðlaunin í hag- fræði 1974, er svarinn andstæðingur þess áætlunarbúskapar og miðstjórnarkerfis, sem er stjórnmálatakmark flestra sósialista, og færði rök gegn sósialismanum i bókinni Leiðinni til ánauðar Koestler var sam- eignarsinni, en er efasemdamaður, enda hafa engar byltingar eða stórbreytingar á stjórn- skipulaginu náð tilgangi sínum að hans mati Hann samdi Myrkur um miðjan dag, ágæt- lega skrifaða skáldsögu um Moskvuréttar- höldin 1938 og siðferðilegt gjaldþrot rúss- nesku sósialistaforingjanna Kenning „nýju" frönsku heimspekinganna er því alls ekki frumleg, en margar ástæður eru til þess, að hún vekur slíka athygli Ein er, að flestir voru þeir róttæklmgar fyrir fáeinum árum, efndu til óeirða, sungu bylt- ingarsálma og hlóðu götuvigi eins og franskra námsmanna er háttur Kenning þeirra er til marks um það, að lýðræðislegar stjórnmálaskoðanir eru að fá það fylgi franskra menntamanna, sem þær hafa með andans mönnum í Bretlandi og Bandaríkjun- um, þar sem marxtrúarmenn eru taldir sér- vitringar og ekki teknir alvarlega (En kynlegt er það, að á sama tíma eru marxsinnaðir furðufuglar að hreiðra um sig í Háskóla íslands og klekja út kreddum ) Önnur ástæð- an til athyglmnar er, að sú lausn þeirra á sögulegum vanda sósíalismans, að í kenn- ingu hans sé kúgunin falin, kemur sér illa fyrir samstarfsflokkana tvo í Frakklandi, held, að slikum húmanisma sé að aukast ásmegin á Vesturlöndum Frönsku heim- spekingarnir eru ekki einir um að gera upp- reisn gegn forsjárstefnu, sem verður að al- ræðisstefnu. Þeim hagfræðingum hefur fjölg- að, sem gera gagnrýni Hayeks og Miltons Friedmans á efnahagsstefnu alræðisrikja og farsældarríkja nútimans að sinni, og lögfræð- ingar og heimspekingar eins og Ronald Dworkin og Robert Nozick hafa mjög eflt réttarstefnuna að rökum Vegna sífelldra réttarbrota er stef nútimastjórnmála að verða réttur einstaklingsins gegn rikinu Halldór Laxness og frönsku heimspekingarnir Frönsku heimspekingarnir eiga einn fyrir- rennara á íslandi Hann er Halldór Laxness Halldór var heltekinn af sömu staðleysustefn- unni (útópismanum) árið 1928 og frönsku róttæklingarnir árið 1968 og samdi Alþýðu bókina, sigilda stefnuskrá hennar En hann skipti um skoðun eins og þeir Hann er orðinn efagjarn húmanisti, sem er ekki hrif- inn af „hörundslausri tröllskessunni Byltíngu sem vill mannblót" eins og segir í Kristni- haldi undir Jökli Hann hefur hafnað öllum draumum manna um paradísarheimt í þess- um heimi, „sannleik voldugra stofnana, vopnum studdra," talið marxsinna stunda veraldleg trúarbrögð og kallað þýzka heim- speki „orðagjálfur grillufángara" og land- plágu" Og í Upphafi mannúðarstefnu kem- ur hann orðum að því, sem reynt hefur verið að segja í þessum samsetningi „Einsog ég sagði, þá er húmanisminn eingin heimspeki, heldur frjálsræði til að stunda hvaða tegund heimspeki sem vera skal eða hafna öllum, og þvisiður er hann rétttrúnaður eða alsherjar- kenníng Æðstiprestur húmanismans er heil brigð skynsemi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.