Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 40
AH.I.YSIV,ASI.MINN ER: 22480 \I'ííLV'SINí;ASIMINN ER: 22480 JHorjjunblníiiíi LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 RÉTTARGLEFSA — Fari knapinn á myndinni síðar meir í göngur finnur hann sér trúlega annan farar- skjóta. Myndina tók Friðþjófur í Mælifelli í Skagafirði á miðvikudaginn, sjá nánar á blaðsíðum 20 og 21. Síldin: Mikil vinna og bátum vísað frá AGÆT síldveiði var hjá reknelahátum frá Horna- firði aftur í gær og barst svipaður afli á land og dag- inn áður eða um 2000 tunnur. Geysileg vinna er nú á Höfn ok unnið fram á kvöld oj> nólt hjá báðum söltunarstöðvunum auk frystingar í hraðfrystihúsinu. Var í gær saltað í um 500 tunnur hjá nýju söltunarstöðinni, Stemmu, og í um 1200 tunnur hjá Ilöfðastöðinni. Þá er þegar búið að frysta um 600 tunnur af síld á Höfn. Nú er svo komið á Itöfn að vinnslan hefur ekki undan að taka á móti síldinni, og varð í gær að visa bátum frá, sem annað hvort verða þá að sigla á einhverja Austfjarðarhafna eða vestur um með suðurströndinni og þá helzt til Þorlákshafnar, þar sem ekkert er saltað í Vestmanna- eyjum. Horfur á að háhyrn- ingsveiðarnar tefjist FRANSKI háhyrningafangarinn le Grandier er orðinn svartsýnn á að honum verði mikið ágengt nú í ár í þeirri viðleitni sinni að ná í háhyrninga handa sædýrasöfnum í útlandinu, að því er hann sagði í samtaii við Morgunblaðið í gær. Frakkínn kvaðst vera stranda- glópur í Vestmannaeyjum, þvi að þar væri bátur sá sem hann hefði leigt til háhyrningsveiðanna Hafnarnesið bundinn við bryggju vegna vélarbilunar en allt væri að öðru leyti til taks til að hefja veiðarnar hinn 20. september, eins og leyfilegt væri. Vegna þessarar vélarbilunar kvaðst Frakkinn hafa átt i útistöð- um við Sjóvátryggingarfélag Is- lands, sem heitið hefði því að senda þeim skoðunarmenn eh í gær hefðu þau svör borizt að það gæti ekki orðíð fyrr en einhvern tima í næstu viku. Væru því allar líkur á því að verulegar tafir gætu Tveir með loðnuafla TVKIR loðnubátar tilk.vnntu um afla í gær, Huginn með 400 lestir og hélt hann rakleiðis til löndun- ar f einhverri Faxaflóahafna, og Rauðsey með 160—170 tonn. Töluvert þróarrými er nú aftur að opnast í Siglufirði og gæti þar verið komið 5—6 þúsund tonna rými um og eftir helgina. Tveir bátar biðu löndunar í Siglufirði í gær. orðið á því að unnt yrði að hefja veiðarnar og allt eins gæti svo farið að hann yrði að hverfa héð- an án þess að hafa fangað einn einasta háhyrning. Laxveiðin: Góð nyrðra og eystra, lakari suðvestanlands NIÐFRSTÖÐUR um laxveiðina í sumar liggja enn ekki fyrir, að sögn Þórs Guðjónssonar veiði- málastjóra, þar sem veiðibækur eru enn ekki farnar að berast stofnuninni og reyndar laxveiði rétt um það bil að Ijúka núna í mörgum ám. Þór sagði þó, að eftir þvi sem bezt yrði séð hefði veiðin verið mjög góð rtorðanlands og austan, t.d. hefðu komið 2500 laxar upp í Miðfjarðará, sem væri algjört metár og veiðin þar hefði jafnan áður verið innan við 2000 laxar. Einnig hefði verið góð veiði í Laxá í Þingeyjarsýslu, Víðidalsá og Vopnafjarðaránum eftir því sem fregnir hermdu. Hins vegar hefði veiðin verið tregari hér sunnanlands og vest- an, veiðin í Elliðaám t.d. verið innan við meðallag og einnig hefði veiði í Borgarfjarðaránum verið minni en i fyrrasumar. Jón L. Árnason í samtali við Morgunblaóið: „Fer næstum útkeyrd ur í lokabardagann” — en er ákveðinn í því að gera mitt bezta Cagncs. Frakklandi. 16. seplombcr frá iVIargciri Fólurssyni. fréttaritara >11)1: — EG ER að sjálfsögðu mjög ánægður með skákirnar mínar á þessu móti, allar nema tap- skákina gegn Kasparov. Þó finnst mér að ég hafi oft teflt betur en á þessu móti, sagði Jón L. Arnason skákmaður, þegar Morgunhlaðið ræddi við hann að lokinni níundu um- ferðinni á heimsmeistaramóti unglinga yngri en 17 ára. Jón vann Pajak frá Kanada í aðeins 10 leikjum f gær á meðan helstu keppinautarnir, Kaspar- ov frá Sovétríkjunum og Whitehead frá Bandaríkjunum gerðu jafntefli. Hefur Jón l'/i vinning þegar tveimur umferð- um er ölokið en Kasparov og Whitehead hafa 7 vinninga. Jön á því töluvert mikla mögu- leika á því að hreppa heims- meistaratitilinn. Nánar segir frá níundu umferðinni á bls. 23 í blaðinu í dag. — Ég fann mig aldrei í skák- inni gegn Kasparov, sagði Jón. Mér urðu strax á mistök í byrj- uninni og eftir það jók hann stöðugt yfirburðina jafnt og þétt þar til ekki var um arinað að ræða fyrir mig en gefast upp. Ég var aðeins ánægður með eitt í þeirri skák og það var að hún skyldi ekki fara í bið. Eg hafði fengið fjórar biðskákir í röð fyrir þessa skák og álagið var orðið allt of mikið. Einn daginn tefldi ég t.d. í 10 klukkustundir og þegar því var lokið þurfti ég að rannsaka erf- Framhald á bls. 22. Ýsan veidd í of smá- ridin net? LANDHELGISGÆZLAN hefur fengið beiðni um að kanna hvort ýsuveiðar í of smáriðin net eigi sér stað á grunnslóðum í ná- grenni höfuðborgarsvæðisins. Landhelgisgæzlan hefur fengið upplýsingar um, að í fiskhúðum hafi verið á boðstólum mjög smá netaýsa, sem Ijóst sé að fengizt hafi í net með of litla möskva, en að því er Þröstur Sigtryggsson skipherra tjáði Mbl. í gær hefur könnun Landhelgisgæzlunnar ekki leitt neitt athugavert í Ijós enn sem komið er. Bátar hafa undanfarið fengið mjög góðan ýsuafla í næsta ná- grenni Reykjavíkur — milli Eng- eyjar og Kjalarness — og rétt fyrir utan Hafnarfjörð og víðar hefur orðið vart við töluvert mik- ið af ýsu. Að því er Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið má telja víst að hér sé um 4ra ára ýsu að ræða, en sá árangur er óvenju traustur og veiðist nú víða tölu- vert af þessum fiski, t.d. bæði út af Vestfjörðum og Norðurlandi. Nefndi Ólafur, að í fyrradag hefði Vestfjarðatogárinn Páll Pálsson til að mynda landað 80 tonnum af fallegri ýsu einvörðungu. Sedlabankinn: Útlán ýmissa innlánsstofn- ana verda að dragast saman fram til áramóta ÚTLANAAUKNING viðskipta- bankanna, að frádreginni endur- sölu, varð 26,5% fyrstu átta mán- uði þessa árs, en í upphafi ársins var gert ráð fyrir því að aukning- in yrði ekki nema 20% á árinu. A fundi Seðlabanka og við- skiptabankanna urðu menn sam- mála um að óraunhæft væri að hækka útlánaþakið, sem sett var í upphafi ársins og verður því leit- ast við að halda aukningunni á öllu árinu innan 20% rammans. Af þessum sökum munu ýmsar innlánsstofnanir verða að minnka útlán sin töluvert það sem eftir er ársins. Frá þessu er skýrt í fréttatil- kynningu frá Seðlabanka Islands sem Morgunblaðinu barst i gær, en þar er skýrt frá þessu sam- komulagi. Fréttatilkynning Seðla- bankans er svohljóðandi: ,,í upphafi þessa ,árs var gert samkomulag um hámark útlána- aukningar viðskiptabankanna á árinu. Var samkomulagið i sam- ræmi við heildarstefnu í lánamál- um, sem mörkuð var í skýrslu ríkisstjórnarinnar um lánsfjár- áætlun fyrir árið 1977. Sk.vldi að því stefnt, að útlán bankanna, að frádregnum endurseldum birgða- og rekstrarlánum til atvinnuveg- anna, ykjust ekki meira en 20% á þessu ári. Tölur liggja nú fyrir um þróun útlána til ágústloka og hefur bankastjórn Seðlabankans haldið fund með bankastjórnum við- skiptabankanna og fulltrúa spari- sjóðanna til að ræða um fram- vindu og horfur á þessu sviði. IJtlánaaukning viðskiptabank- anna, að frádreginni endursölu, Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.