Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 3 Ford Escort var langi vel f 1. tati, an tlam mistök bílstjóra og leiösögumanns á síöustu ferjuleiö geröu Vel heppnað raíl á Húsavík Sextán hófu rallið — níu komu í mark Á LAUGARDAGINN gekkst Bif- reiðaklúbbur Húsavíkur fyrir ralli sem fram fór í nágrenni Húsavík- ur. Til leiks mættu 16 keppendur og níu peirra luku keppni. í upphati tóku þeir Sigurður Grétarsson og Björn Ólsen á Ford Escort forystuna en Sigurjón Harðarson og Sigurður Jörunds- son á Alfa Romeo og Árni Bjarnason og Dröfn Björnsdóttir á Lödu fylgdu fast á eftir. Þeir Sigurður héldu síðan forystunni allt þar til á síðustu ferjuleið en þá gerðu þeir sig seka um mistök sem urðu þess valdandi að þeir hröp- uðu niður í fjórða sæti. Aftur á móti gekk þeim Sigurjóni og Árna allt í haginn og náðu þeir báðir mjög góðum árangri á lokaáföngunum. Það var á síðustu sérleíðinni sem Sigurjón náði afgerandi forystu og dugði það honum til sigurs. Úrslit urðu þessi: Sigurjón Harðarson og Sigurður Jörundsson á Alfa Romeo, Arni E. Bjarnason og Dröfn Björnsdóttir á Lödu. Garðar Eyland og Gunnar Gunnarsson á Saab 96. í flokkakeppni sigraöi Saab-flokkkurinn en hann saman- stóð af þremur Saab 96 bílum. Hér kemur einn bílanna á fleygiferð eftir moldartroðningnum á Laxárdalaheíði. Ljósm. Mbl.: Kristján og Börkur. Hér er Alfa Romeo billínn, sem sigraði í keppninni, á fullri ferð á Reykjaheiöi. Skákmótið í New York: Tveir Islendingar eru í efstu sætum New York, 10. júlí, frá Margeiri Péturssyni: LOKIÐ er fyrstu tveimur umferð- unum af ellefu á skákmótinu G.II.I. opcn hér í New York. Gengi íslenzku keppendanna hef- ur verið misjafnt enda aðsta'ður á taflstað herfilegar. Ilér í New York er nú 35 stiga hiti en í keppnissalnum er engin loftra'st- ing og eru menn bókstaflega að kafna af hita. Þegar tvær umferðir eru búnar eru 8 menn af 96 með tvo vinninga og í þeim hópi eru tveir íslending- ar, Jón L. Arnason og Saevar Bjarnason. Bragi Halldórsson, Guöni Asbjarnarson og Jóhannes Gíslason hafa einn vinning, Margeir Pétursson hefur V-i vinn- ing og Ásgeir Þ. Árnason hefur engan vinning hlotið ennþá. Meðal þátttakenda eru 4 stór- meistarar, Bisguier, Benkö, Georghiu og Balinas. Teflt er í hálfgerðu glæpahverfi og líkar Islendingunum vistin ekki alltof vel. Utflutnmgsbanni af- létt á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirði 10. júlí. Á FUNDI í Verkalýðsfélagi Fáskrúðsfjarðar s.l. laugardag var samþykkt að aflétta yfir- standandi útflutningshanni til 1. september n.k. Útflutningsbann- ið hefur komið illa við fyrirta*ki hér og eins sveitarfélagið og hafa fyrirtækin legið með miklar hirgðir. þó svo að undanþágur hafi fcngist að undanfiirnu. Mjög mikil vinna hefur verið á Fáskrúðsfirði það sem af er sumri og hafa togararnir orðið að landa til skiptis í Færeyjum, þar sem ekki hefur hafst undan í frystihús- inu, fyrst og fremst sökum mann- eklu. Hoffell landar hér í dag 130 lestum af fiski og Ljósafell á að landa næst í Færeyjum. í gær var það komið með 80 lesta afla eftir 3 daga útiveru. Fréttaritari. Samdráttur í bygging- ariðnaði — dróst saman NOKKURS samdráttar virðist gæta innan byggingariðnaðarins um þessar mundir. ef marka má tölur steypustöðvanna um sölu á steypu nú undanfarið. Að sögn Víglundar borsteinssonar. fram- kvæmdastjóra BM Vallár. lítur út fyrir að samdrátturinn nú yfir heildina sé á bilinu 5 — 7% og bættist við þann samdrátt er varð á milli áranna 1976 og 1977. sem var milli 7 og 8%. Að því er Víglundur segir hefur Sala steypu um 5—7% samdrátturinn aðallega komið fram hjá Steypustöð Breiðholts, en enda þótt bæði Steypustöðin hf. og BM Vallá hafi aukið steypusölu sína, hefur það ekki vegið upp þann sölusamdrátt er orðið hefur hjá Breiðholti, þannig að yfir heildina mætti ætla að samdrátt- urinn væri um 5—7% , eins og áður sagði. Víglundur taldi, að megin- ástæðan fyrir þessum samdrætti væri að minna væri nú byggt af íbúðarhúsnæði en áður. Ódýrar orlofsferðir til Costa Blanca 1978 17. júlí uppselt. 7. ágúst biölisti. 4. sept. laus sæti. 31. júlí laus sæti. 14. ágúst biölisti. 11. sept. laus sæti. 21. ágúst örfá sæti laus. 18. sept. laus sæti. 23. ágúst laus sæti. 25. sept. laus sæti Seljum farseðla um allan heim, meö öllum flugfélögum. H Vegna mjög mikillar eftirspurnar, er nauösynlegt að panta sem fyrst. Feróamlóstöóin hf. Aöalstræti 9 Reykjavík. Símar: 11255—12940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.