Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 Vinstri stjóm- ir duga ekki Ný vinstri stjórn eða ný tegund af vinstri stjórn, þ.e. minnihlutastjórn Aiþýðuflokks og Alþýðubandalags, dugar ekki til þess að leysa þann vanda, sem við er að etja í efnahags- og atvinnulífi okkar. Þess vegna ættu Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, sem nú ræða saman, ekki að eyða miklum tíma í að kanna þessa möguleika. Tvisvar sinnum frá lýðveldisstofnun hefur vinstri stjórn' verið sett á stofn, í fyrra skiptið með aðild Alþýðuflokks, í síðara skiptið með aðild Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þessum ríkisstjórnum báðum misheppnaðist við stjórn efnahags- og atvinnumála. Vert er að leiða hugann að því hvers vegna þeim mistókst. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að í einn þeirra flokka, sem aðild eiga að vinstri stjórn, Alþýðubandalagið, er innbyggt óraunsæi í afstöðu til vandamála íslenzks atvinnulífs. Alþýðubandalagið telur, að endalaust sé hægt að leggja auknar byrðar á íslenzk atvinnufyrirtæki, þau séu mjólkurkýr, sem endalaust sé hægt að mjólka. Hjá sumum Alþýðubandalagsmönnum er þetta einfaldlega óraunsæi, aðrir stefna vísvitandi að því að leggja einkarekstur í rúst og telja, að þá verði auðveldara að koma á sósíalisma á íslandi. Þessi afstaða Álþýðubandalagsins veldur því, að ríkisstjórnir, sem það á aðild að, komast alltaf í ógöngur. Vinstri stjórnin síðasta kom þjóðarbúi okkar út í það fen, sem það hefur enn ekki komist upp úr. Þegar nú er talað um myndun nýrrar vinstri stjórnar að þessu sinni með aðild Alþýðuflokks í stað SFV er um tímaskekkju að ræða. Slíkar stjórnir hafa tvisvar sinnum fengið tækifæri til að stjórna landinu og í bæði skiptin mistekizt. Ný vinstri stjórn er dauðadæmd frá byrjun. Hún mun ekkert ráða við aðsteðjandi vanda. Þeir forystumenn Alþýðubandalagsins, sem ekkert sjá nema nýja vinstri stjórn, eru steinrunnir í hugsun. Þeir eru ekki líklegir til að brjóta blað í landsstjórninni. Minnihlutastjórn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags dugar heldur ekki. Framsóknarflokkurinn hefur gefið í skyn, að hann sé tilbúinn til þess að veita slíkri stjórn hlutleysi. Ur því að svo er, hafa Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag tækifæri til að setja slíka stjórn á laggirnar. En stjórn sem sett er á fót vegna þess, að Framsóknarflokkurinn vill fá tækifæri til að leiða aðildarflokka hennar til slátrunar, er ekki gæfusamleg. Þá segja sumir Alþýðubandalagsmenn, að þeir vilji koma slíkri stjórn á laggirnar án hlutleysisyfirlýsingar Framsóknarflokksins og hugsa sér að hún semji ýmist við Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk til þess að koma málum fram. I fyrsta lagi er það stjórnskipulega ómögulegt að mynda slíka stjórn fyrr en fullreynt er að myndun meirihlutastjórnar tekst ekki. í öðru lagi hefur slík stjórn — og það á raunar við um vinstri stjórn af gömlu gerðinni líka — ekki yfir að ráða þeirri þjóðfélagslegu aðstöðu, sem geri henni kleyft að stjórna með árangursríkum hætti. í þriðja lagi mundi slíkt stjórnarfar hafa í för með sér óþolandi óvissu, sem mundi setja mark sitt á allt athafnalíf landsmanna og verða því fjötur um fót. I fjórða lagi mundi slík stjórn vegna eðli þeirra flokka, sem að henni mundu standa, ekki hafa nokkra möguleika á að koma fram með raunhæf úrræði til lausnar vandanum. Vinstri stjórn af gömlu gerðinni eða hinni nýju, sem nú er talað um, ræður ekki við vandann, sem við blasir. Hann er hins vegar svo alvarlegur, að stjórnmálamenn hafa lítinn tíma til þess að leika sér að hugmyndum um mismunandi samsetningu ríkisstjórna eins og þeir stunda núna. Þjóðin á kröfu á því, að menn, sem hún hefur kosið til þess að vinna ákveðin verk í hennar þágu, snúi sér að því. Nú er komið fram í þriðju viku frá kosningum og engin merki þess enn, að starfhæf ríkisstjórn sé í sjónmáli. Við svo búið má ekki standa. Vinstri stjórnir duga ekki. Stjórnmálamennirnir þurfa að snúa sér að raunhæfari verkefnum. Framundan er stöðvun frystihúsa víðs vegar um land. Ástæðan er sú, að þau standa ekki undir þeim útgjöldum, sem á þau hafa verið lögð. Þótt verðið á Bandaríkjamarkaði sé hátt dugar það ekki til þess að uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru til frystihúsanna. í allan vetur hafa þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Lúðvík Jósepsson hamast við að telja fólki trú um, að atvinnuvegirnir geti borgað hærra kaup. Til þess að herða á kröfunni um þetta hafa þeir félagar sett á útflutningsbann til þess að koma í veg fyrir, að frystihúsin geti selt afurðir sínar fyrir peninga sem þau nota til þess að borga fólki laun og fiskiskipum hráefnið. Rekstrarerfiðleikar frystihúsanna hafa þegar haft víðtæk áhrif. Þau geta ekki borgað fiskiskipunum hráefnið, útgerðirnar geta ekki borgað margvíslega þjónustu, sem skipin þurfa að fá. þjónustufyrirtækin lenda í vanskilum við sína viðskiptamenn og þannig heldur keðjan áfram. Með sama áframhaldi kemur til stöðvunar og atvinnuleysis. Fólkið, sem þá getur misst atvinnuna, sendir þeim félögum Lúðvík og Guðmundi J. vafalaust hlýjar kveðjur. Afrek Lúðvíks ogGuðmundar Sandro Pertini nýkjörinn forseti Ítalíu sver embættiseið. 81 árs sósíalisti forseti á Ítalíu SANDRO Pertini, 81 árs gam- all sósíalisti, hefur verið kjör- inn sjöundi forseti ítalfu með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða og kosning hans er talin mikill sigur fyrir stuðnings- menn áframhaldandi samvinnu kristilegra demókrata og kommúnista. Kosning Pertinis er líklega fyrst og fremst sigur fyrir Giulio Andreotti forsætis- ráðherra sem mun áreiðanlega halda áfram störfum. Embætti forseta á Ítalíu er valdamikið að nafninu til, en fyrirrennarar Pertinis hafa beitt valdi sínu af mikilli gætni. Forsetinn getur rofið þing og efnt til nýrra kosninga. Hann skipar nýjan forsætisráðherra, sem verður að fá samþykki þingsins, og hann getur þannig haft áhrif á stefnu stjórnarinn- ar. Hann er yfirmaður heraflans þannig að landherinn og lög- reglan heyra undir hann og því ber hann mikla ábyrgð í málum sem varða lög og reglu. Sérstakt kjörmannaþing skip- að 1.011 þingmönnum úr báðum deildum þingsins og fulltrúum fylkja Ítalíu kaus forsetann. Hann varð öruggur um kosning- una þegar flokkur kristilegra demókrata ákvað að lýsa yfir stuðningi við hann. Þegar leið- togar flokksins gáfu þessa yfir- lýsingu voru sex dagar liðnir síðan forsetakosningin hófst og kristilegir demókratar höfðu allan tímann barizt gegn Per- tini, sem formlega var fram- bjóðandi Sósíalistaflokksins. Kommúnistar höfðu þegar lýst því yfir að þeir væru fúsir til að greiða atkvæði með Pertini. Til samans hafa kommúnistar og kristilegir demókratar 718 fulltrúa á þingi og þar við bættust stuðningsmenn þeirra frá fylkjunum á kjörmannasam- kundunni. Pertini fékk að lokum 833 af 995 greiddum atkvæðum, en þurfti 506 atkvæði til að ná kosningu. Aðrir frambjóðendur fengu aðeins 36 atkvæði og enginn þeirra var opinberlega í framboði gegn Pertini. Auð atkvæði voru 121. Ekkja Aldo Moros, sem hryðjuverkamenn Rauðu herdeildanna myrtu, fékk eitt atkvæði. Ástæðan til þess að leiðtogar kristilegra demókrata ákváðu að lýsa yfir stuðningi við Pertini var sú, að þeir gerðu sér ljóst að mikið þóf um val forsetans gæti haft í för með sér harðar flokkadeilur á kjörmannasam- kundunni, bundið endi á raun- verulegt bandalag kristilegra demókrata og kommúnista, að minnsta kosti um stundarsakir, og orðið til þess að stjórn Andreottis yrði að segja af sér. Það var Andreotti sem átti mestan þátt i því að Kristilegi demókrataflokkurinn kúventi og kom til liðs við Pertini. Hann naut stuðnings ritara flokksins, Benigni Zaccagnini, sem er einnig stuðningsmaður náinnar og formlegrar samvinnu við kommúnista. En á fundi með öllum kjörmönnum kristilegra demókrata mættu Andreotti og Zaccagnini töluverðri mót- spyrnu og gagnrýni. Upphaflega voru rúmlega 60 kjörmenn úr hægra armi flokksins andvígir stuðningi við Pertini og undir- rituðu jafnvel skjal á fundinum með yfirlýsingu um að þeir gætu ekki sætt sig við hann. Að lokum tók Zaccagnini af skarið og tiikynnti að foringjar flokksins mundu segja af sér ef flokkur- inn stæði ekki við stuðninginn við Petrini. Mótstaðan fór þá út um þúfur. Meðal þeirra sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna munu hafa verið íhaldsmenn úr röðum kristilegra demókrata. Jafn- framt fékk Amintore Fanfani starfandi forseti, virtasti leið- togi hægrimanna í Kristilega demókrataflokknum, sjö at- kvæði. Fulltrúar tveggja flokka nýfasista munu einnig hafa setið hjá. Nokkrir kjörmenn sósíalista munu líka hafa skilað auðu. Níu sósíalistar kusu Fran- cesco De Martini, fyrrverandi leiðtoga flokksins. Klofningur- inn í röðum sósíalista á rætur að rekja til þess, að Pertini hefur tekið sjálfstæða afstöðu í ýms-* um málum í flokknum og er á öndverðum meiði við núverandi leiðtoga flokksins, Benedetto Craxi. Pertini var í 14 ár í fangelsi og útlegð vegna baráttu sinnar gegn fasistum og nazistum og er kunnastur fyrir andfasisma sinn og þátttöku sína í and- spyrnuhreyfingunni. Hann hef- ur einnig orð fyrir að vera strangheiðarlegur — og sá eiginleiki er vel þeginn á Italíu um þessar mundir þar sem fráfarandi forseti, Giovanni Leone, varð að segja af sér fyrir rúmum hálfum mánuði vegna ásakana um fjármálamisferli og skattsvik. Vinsældir Pertinis jukust verulega fyrir skömmu þegar hann kom fram í framhalds- myndaþætti í sjónvarpinu er byggðist á hlutverki því sem hann lék sem uppreisnarmaður gegn fasistum. Pertini er fædd- ur í Savona á ítölsku Rívíerunni og er lögfræðingur að mennt, en hefur fengizt talsvert við blaða- mennsku og var um tíma rit- stjóri sósíalistamálgagnsins Avanti. Afskipti Pertinis af stjórn- málum hófust á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina og hann var einn af stofnendum Sósíal- istaflokksins. Hann hefur æ siðan verið í hópi helztu forystu- manna ítalskra vinstri manna. Hann hefur verið þingmaður í fulltrúadeildinni allt frá stofn- un lýðveldisins 1946 og var forseti fulltrúadeildarinnar tvö kjörtímabil. Pertini hefur alltaf verið þekktur fyrir að vera sjálfstæð- ur í skoðunum og haga sér eftir því, en þó er kristilegum demó- krötum og kommúnistum, sem stjórna landinu, engin hætta talin stafa frá honum. Sam- kvæmt málefnasamningi flokk- anna er stjórnin eingöngu skip- uð kristilegum demókrötum, en stefnan er mörkuð að höfðu samráði við kommúnista og þrjá aðra flokka, sem styðja stjórn- ina á þingi. Pertini er fylgjandi þessu fyrirkomulagi. Þar við bætist að í Sósíalista- flokk«um er Pertini ekki náinn bandamaður Craxis, leiðtoga flokksins, og það þótti kristileg- um og kommúnistum skipta mestu máii í sambandi við kosningu hans. Craxi vill yngja upp flokk sósíalista, gera hann að andstöðuflokki kommúnista í líkingu við flokk Sósíaldemó- krata í Vestur-Þýzkalandi og láta Sósíalistaflokkinn leysa kommúnistaflokkinn af hólmi sem helzti samstarfsflokkur kristilegra demókrata. Útgefandí hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, aími 22480. Áakriftargjald 2000.00 kr. ó mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.