Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 37 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRA MANUDEGI Refsilöggjöfin og aðbúnaður í íslenzkum fangelsum er smánar- blettur á þjóðinni. Eg skora á nýkjörna alþingis- menn að fara og kynna sér þetta allt rækilega og láta ekki blekkja sig, þegar þeir fara á stjá og heimsækja „betrunarhúsin". Það er ekki síður nauðsyn að rannsaka þessi mál niður í kjölinn, en að rannsaka hin ýmsu afbrotamál, sem upp koma. Áhorfandi.“ • Sjónvarpið enn Hér fara á eftir kaflar úr bréfi sem fjallar um sjónvarpið; og er enn verið að ræða nokkuð um sumarfrí stofnunarinnar: „Að sjónvarpið skuli lokað í heilan mánuð er of langt gengið, það hlýtur að vera hægt að skipta sumarfríum eins og hjá öðrum ríkisfyrirtækjum fyrir utan það að efnisval sjónvarpsins er of ein- hæft.“ Bréfritari telur að bæta þurfi við annarri rás og efni frá Norðurlöndum þurfi að vera mun meira en nú er, sportveiðiþættir þyrftu að vera, er fjölluðu um „skytterí" og aðrar veiðar og fleiri kúrekamyndir. Telur bréfritari að vegna þess hve hér sé lítið við að vera nema sofa, vinna og borða verði sjónvarpið að gera sér far um að hafa ofan af fyrir fólki og helzt ekki loka í mánuð að sumrinu, frekar væri það e.t.v. réttlætanlegt síðar t.d. ágúst eða september. Öllu meira var ekki fjallað um sjónvarpið og verður látið staðar numið hér að sinni. • Frímerki til hjálpar Hollenskur maður Mettus Wenteler að nafni skrifaði Mbl. og biður hann að sér séu send frímerki sem hann og félagar hans noti síðan til að verða sjúklingum og öðrum til hjálpar: Segist hann starfa í „nafnlausu félagi" er hafi þetta markmið að hafa ofan af fyrir sjúklingum. Hann segir: „Þegar við heimsækjum sjúklingana að höfðu samráði við lækni höfum við reynt að færa þeim einhverja ofurlitla gjöf og hefur það sannazt að gera má mikið með því einu að gefa notuð frímerki. Umslag fullt af notuðum frímerkjum getur veitt einum eða fleiri sjúklingum ánægju í einn eða fleiri daga við að raða merkjum, leysa þau upp o.s.frv. og hafa mörg hollenzk fyrirtæki þegar tekið vel í þessa bón okkar og senda okkur reglulega frímerki. Við höfum einnig áhuga á að fá erlend merki og því leitum við nú út fyrir land okkar og spyrjum þá sem þessar línur lesa: Hvað verður um þau merki sem koma á skrifstofu þína? Ef þeim er hent, vinsamlegast reynið að verða við þessari bón okkar, því hvert merki er vei þegið, aðalatriðið er að þá hafa sjúklingarnir eitthvað að gera og einmanaleikinn gleymist. Mattus Wenteler. Driesprong 16, 1688 WB Nibbixvoud, Netherlands." 20. Hd8+! og svartur gafst upp. Hann tapar drottningunni hvort sem hann leikur 20 ... Hxd8, 21. Hxd8+ — Bxd8, 22- Dxc4 eða 20... Bxd8, 21. Rd6+ HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu . . . • Helgarvinnu- bannið Maður í fullri vinnu vildi fá að lýsa skoðun sinni á því helgar- vinnubanni sem nú stendur yfir sums staðar á landinu, þar sem kveðið er á um að ekki skuli unnið t.d. í fiskverkunarhúsum um helgar: — Mér finnst þetta yfirvinnu- bann eða helgarvinnubann rétt að mörgu leyti, en það sem ég er óánægður með er að menn skuli ekki samt sem áður getað ráðið því hvort þeir vinna eða ekki. Því á verkalýðsfélagið að ráða því? Mjög margir vilja vinna alla þá auka- vinnu sem hægt er og því ætti fólki að vera ieyfilegt að velja um það sjálft og fyndist mér nægiiegt að verkalýðsfélögin beindu tilmælum til félagsmanna sinna um þetta SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Lettlands í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Arkhipkins, sem hafði hvítt og átti leik, og Gutmans. Síðasti leikur svarts var 19 ... Dc2 — c4?? Svarið kom um hæl: efni en settu ekki nein bönn. sínum á sumrin og vill því vinna Benda má einnig á að margt mikið og getur þetta stundum haft námsfólk vinnur fyrir kostnaði slæm áhrif á tekjuöflun þess. 1977 /i.iA ei iji i ' McNaught Synd., Inc. ANNAÐ stærsta skip. sem komið hefur í höfn í Vestmannaeyjum. fór þaðan í fyrradag. Skipið. Apple Blossom, er skrásett í Líberíu og siglir því undir Líberíufána. Það er 7 þúsund brúttórúmlestir og 141 metri að lengd. Stærsta skip. sem komið hefur í höfn í Vestmannaeyjum, er Regina Maris sem er 156 metrar að lengd. Apple Blossom lestaði loðnuhrogn, en í íslandsferðinni tók það ennfremur hvalkjöt. sem á að fara á Japansmarkað. — Ljósm.i Sigurgeir. IB-lánin gáfust vel: 25% irmlánsaukning hjá Iðnaðarbankanum „ÁRANGURINN af IB-lánunum er sannast sagna betri en við bjuggumst við þegar ráðizt var í þetta,“ sagði Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðarbankans, þegar Mbl. spurðist fyrir um það hver árangur hefði orðið af sparilánum þeim er bankinn tók upp fyrir nokkru. Bragi vildi ekki gefa nákvæmar upplýsingar um fjölda reikninga eða heildarinnstæður, en hann nefndi sem dæmi að innlánsaukn- ing bankans nú væri orðin um 27% eða samtals 1.300 milljónir króna en á sama tíma í fyrra hefði aukningin verið 12,5 prósent. Segði þetta nokkra sögu auk þess sem Bragi kvað fullvíst að IB-lánin og þjónusta baknans þeim samfara hefðu haft óbeina þýðingu fyrir bankann, þar sem auglýsingar og athygli þessu samfara hefðu aukið straum viðskiptavina til bankans. Börn frusu í hel Teheran 8. júlí Reuter FJÖGUR börn fundust látin í frystiklcfa eftir að leitað hafði verið að þeim í þrjá daga. Þau höfðu verið í feluleik að sögn lögreglu. Börnin voru á aldrinum 5—10 ára og höfðu þau í gáska sínum farið inn í frystigeymslu í skóla þar sem faðir þeirra var húsvörður og ekki komizt út. rafritvél er sú rétta fyrir yöur — á heimilinu og skrifstofunni. SKIPHOLTI 21 sfml 23188 Hraunkeramik <p) HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK séríslensk SlMI 85411 gjafavara. cslit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.