Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 15 ■; '; . »■1 Hún ætlaöi sér að drottna í læknum um stund ... drottning í ríki sínu — og ekki skorti hana aðdáendur. Menn með Janusarhöfuð, þar sem annað andlitið var undurelsku- legt en hitt heldur illgirnislegt. Þegar hún hélt sína leið, hefur hún kannski hlegið þeirra mest í hjarta sínu yfir ósigri karlanna fyrir virkinu sem þeir ætluðu svo auðunnið! Eftir nokkra dvöl í heita vatninu stigu hetjur kvöldsins bleikrauðir á þurrt land, þar sem þeir óðu mold og möl að fatahrúgunni og struku eftir mætti bleytuna af hægtblánandi húðinni. Úti var alveg laust við hlýju. Nötrandi vippuðu þeir sér úr nærbrókunum, sem þjónað höfðu hlutverki sundfatnaðar. Stóðu síðan um stund naktir, slógu hver öðrum á öxl yfir hreystinni, karlmennskunni og feimnisleysinu fyrst og fremst, sem einhverjir hafa þarna í fyrsta skipti uppgötvað að leyndist með þeim. Síðan var gripið tryllingslega til síðbuxn- anna og þær tosaðar upp með nokkrum erfiðleikum vegna vætunnar. Þetta var stórbrotið sjónarspil. Hleypti í sig kjarki og brækurnar féllu Nokkuð seint um nóttina gekk ungur maður hnarreistur að Læknum og vakti strax athygli áhorenda. Tíuglega að eigin mati týndi hann af sér klæðin. Stóð -v Svo talar fólk um unglinga- vandamálið ... Flestir voru karlmenn á þrítugsaldri Einn reyndi að synda sig til Heljar Annar striplaðist um Skemmtunin var ekki upp á marga fiska siðan um stund á nærbrókunum og nötraði svolítið, hleypti svo í sig kjarki og lét brækurnar falla í moldarflagið. Teygði manna- lega úr sér og belgdi út kviðinn gegn hneyksluðum áhorfendun- um sem allir höfðu þó áugun opin og fylgdust með karldýrinu í allri sinni nekt. Sumir dáðust nú líka að því, að maður með slíkan vöxt skyldi yfirleitt þora að fara úr hverri spjör, svona sjálfs sín vegna. En laus við allar sálarbólgur gekk maðurinn um og naut sín ágætlega og til þess að sýna að hugurinn væri alveg laus .við allar gamaldags feimniskreddur, teygði hann út arma sína í átt til einstakra kvenna meðal sýningargesta og þóttist heldur kaldur. — Fljót- lega féll sá nakti inn í umhverf- ið, en enginn annar lék atriðið eftir honum, þó einhverjir hafi kannski haft meira efni á því. — Hinir reyndu þó að stela senunni með handahlaupum og öðrum slíkum listum. Úti á víkinni var maöur á sundi Skyndilega varð vart við að einn laugargestanna var á skriðsundi á leið út á miðja víkina í átt að smáskútum, sem þar voru á floti. Sumir létu sér detta í hug að þarna væri selur á ferð, en þegar því var slegið föstu að þetta væri maður misstu menn áhugann. Þó var fylgzt með honum, svona hvernig honum reiddi af. Þegar kappinn náði að klifra upp í eina skútuna, varð nokkur bið á því, að hann treystist aftur að landi, enda hefur verið kalt í sjóinn og vart hlýrra úti í bátnum. A leiðinni að landi var auðsæi- lega nokkuð dregið af kappan- um, svo vinur hans tók sér stöðu við fjöruborðið ef á aðstoð hans þyrfti að halda. Þegar 3—4 metrar voru til lands synti vinurinn á móti sundmanninum og þegar þeir mættust heyrðist máttfarin rödd kappans „Nei, ert þetta þú M...“! og nokkrar stympingar urðu með þeim vinunum. Þegar í fjöruna var komið, stauluðust þeir máttfarnir áleiðis upp að Læknum og duttu af og til kylliflatir á oddhvassa steinhnullunga og æjuðu aum- lega enda ekki mjúklegar byltur. Þegar sundkappinn náði loksins upp í Lækinn, skellti hann sér feginsamlega í vatnið en emjaði þá enn ámátlega: „Oh, þessi helv.... glerbrot um allt á botninum." Úrvinda af þreytu flaut kappinn svo í pollinum með djúpan alvöruglampa í augunum eftir hörmungarnar og eymdina. Það var ekkert stórbrotið við ferðina, sem var farin til þess eins að storka örlögunum, sem vildu manninn ekki feigan. Auövitað var nokkrum kastaö útí Þegar líða tók á morgun, og menn voru búnir með vínbirgðir sínar og sumir orðnir súrir yfir Framhald á bls. Þessi mynd var tekin fyrr í vikunni. Skyldu þer gera sér grein fyrir pví, hvaö þær niöurlægöu sjálfar sig í augum áhorfenda, eöa léku þær prima donnur? RANDVER Það stendur mikió tii 14 frábær ferða/ög. Kassettan erþví nauðsyn/eg fyr/rb/1-og feróatækið. RANDVER lUinor s. 28155 og 19490.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.