Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLI 1978 17 311oi*öunliTníiiíi II III I 111 II —— ■W—M líftróltlrl Leikurinn sem UBK efst í kvennadeild KEPPNIN í kvennaflokki íslands- mótsins í knattspyrnu er komin vel af stað. Að þessu sinni taka aðeins fjögur félög þátt í keppn- i'nni og stendúr Breiðablik bezt að vígi eftir fyrstu leiki, en Valur og FH gætu blandað sér í baráttuna. Breiðablik er núverandi Islands- meistari. Staðan í kvennadeildinni er nú þessi: UBK 4220 6 Valur 3 2 0 1 4 FH 30213 Fram 2 0 0 2 0 Á sunnudaginn léku FH og Valur á Kaplakrikavelli og vann Valur 2:1. Ætlaði sér um of i KENÝA gerðist það fyrir skömmu, að stööva varð knattspyrnuleik, er hýena trítlaði inn á völlinn. Vel flestir leikmannanna tóku til fót- anna, en einn var frakkari og ætlaði sér að fjarlægja dýrið. Hann varð pó aö láta af peim fyrirætlunum, er hýenan hafði fengiö sér bita úr fótlegg hans. Varð dýrinu ekki bifað af vellinum fyrr en að líðsauki, grár fyrir járnum, hafði sest um leik- vanginn. aldrei var leikinn DÓMARINN blés í flautuna. en leikurinn hófst ekki. bess í stað tóku sjö leikmenn annars liðsins á rás, hoppuðu yfir girðingu sem var umhverfis völlinn og hurfu úr augsýn. bessi einkennilegi knattspyrnuleikur var leikinn (eða ckki leikinn) í Gautaborg í Svíþjóð á sunnudaginn. Leikmenn hins týnda liðs, voru fangar úr Ilarlandafangelsinu og er leika átti gegn úrvalsliði presta úr nágrenninu. notuðu þeir tækifærið og stungu af. Fimm fangaverðir voru til eftirlits, en þeir íengu ckki rönd við reist, enda höfðu þeir komið sér makindalega fyrir á áhorfendapöllunum. bað fylgdi sögunni. að þrír voru gómaðir fljótlega, en hinir fjórir eru enn lausir og liðugir á ferðinni í stolnum bíl. 16-18 ára leika í Færeyjum Á MORGUN fer fram í bórshöfn Skúli Rósantsson IBK (4) í Færeyjum landsleikur í knatt- Ágúst Hauksson Þrótti (4) spyrnu milli íslands og Færeyja. Heimir Karlsson Víkingi (0) Er hér um að ræða unglinga Halldór Ólafsson ÍBÍ (0) 16 — 18 ára gamla. betta verður Ómar Jóhannsson ÍBV (3) 50 unglingalandsliðsleikur ís- Heimir Bergsson Selfoss (o) lands og sá sjötti gegn Færeyjum. Sigurður Hgj-ðarson í A (0) íslendingar hafa ávallt sigrað Smári Guðjónsson ÍA (0) Færeyinga og skorað alls 14 Arnljótur Arnarson FH (0) mörk gegn 3. Eftirtaldir leik- Brynjar Níelsson FH (0) menn hafa verið valdir til farar- Sæbjörn Guðmundsson KR (0) innar og er landsleikjafjöldi Gunnar Gíslason KA (0) þeirra í sviga fyrir aftan< Bjarni Sigurðsson ÍBK (1) Liðsstjóri verður Youry Ilitchev, Árni Dan Einarsson UBK (0) en fararstjóri Bergþór Jónsson. • Sa-nski tennisleikarinn Björn Borg vann það einstaka afrek að sigra í Wimbledon tcnniskcppninni þriðja árið í röð. Ilér sést hann hampa verðlaunagripnum. t.v. er Jimmy Connors sá er lék úrsiitalcikinn við Borg. Borg hlaut níu og hálfa milljón íslenskra króna í verðlaun. • Sigurður Agúst Jensson afhendir sigurvegurunum verðlaun fyrir hönd GR. 14-16 ára leika í Danmörku Borg sigraði í Wimble- don þriðja árið í röð Drengjalandsliðið, skipað leik- mönnum 14 — 16 ára, hélt til Danmcrkur f gær þar sem taka á þátt í Drengjameistaramóti Norð- urlanda. Liðið leikur fyrsta leik sinn f dag gegn Dönum í Nyköb- ing og á morgun gegn gestum mótsins. Vestur-bjóðverjum, í Stubbeköbing. Á laugardaginn verður leikið um 5. og 6. sætið í Manbo, um 3. og 4. sætið f Nyköbing og um 1. og 2. sætið einnig í Nyköbing. Eftirta]dir leikmenn voru valdir til fararinnar: Stefán Jóhanss. KR Hafþór Sveinjónsson Fram Ástvaldur Jóhanness. IA Gísli Bjarnason KR Benedikt Guðmundss. UBK Jón G. Bjarnason KR Jón Þór Brandsson Þór Jóhann Þorvarðarson Víkingi Lárus Guðmundss. Víkingi Helgi Bentsson UBK Sigurður Grétarss. UBK Elvar Gottskálkss. IBK Sigurjón Kristjánss. UBK Valur Valsson FH Ragnar Margeirss. IBK Guðmundur Torfason Fram Fararstjórar eru Ellert Schram, Helgi Daníelsson, Jóhann Ólafsson og Lárus Loftsson. hefði kunnað en það hefði dugað skammt. Borg væri mesti tennis- snillingur allra tíma. Björn Borg var búinn að lofa Fred Perry þeim er vann keppnina árin 1934—1936 að tækist honum að sigra myndi hann raka af sér þann fræga skegghýung sem hann hefur gengið með og byði jafnframt út í mat. Perry sem fylgdist með keppninni af miklum áhuga fagn- aði Borg ákaft er keppninni lauk. 15.000 þúsund manns fylgdust með keppninni á Wimbledon eða eins margir og komust í sætin kringum völlinn. Þá munu milljónir hafa fylgst með keppninni í sjónvarpi. í kvennakeppninni sigraði Martina Navartilova, sigraði hún Chris Evert í úrslitum 2—6, 6—4 og 7—5. Martina er landflótta Tékki. Fyrir þremur árum flúði hún land og settist að í Bandaríkjunum. Henni hefur samt ekki tekist að fá Bandarískan ríkisborgararétt. Þá hefur henni ekki tekist að fá vegabréfsáritun fyrir fjölskyldu sína sem býr í Tékkóslóvakíu. SVÍINN Björn Borg sigraði þriðja árið í röð í hinni miklu Wimbledon Tenniskeppni. Borg sigraði Bandarikjamanninn Jimmy Connors í úrslitunum með miklum yfirburðum, 6—2, 6—2, og 6—3. Björn þótti leika frábærlega vel, og sagði hann sjálfur eftir keppnina að líklega hefði hann aldrei leikið betur. Engum tennisleikara hefur' tekist að sigra þrjú ár í röð í Wimbledon keppninni síðan Bret- inn Fred Perry gerði það árin 1934—1936. Nú stefnir Björn Borg á það að sigra í hinum fjóru stóru keppnum eins og það er kallað (Grand Slam). Borg er þegar búinn að sigra i tveim, Opna Franska meistara- mótinu og Wimbledon, næst stefn- ir hann á Opna Bandaríska meistaramótið og Áströlsku meistarakeppnina. Sigurinn á Wimbledon færði Borg 34,200 dollara eða níu og hálfa milljón íslenskar krónur. Þá mun honum græðast stórfé á öllum þeim auglýsingum sem hann fær út á að hafa sigrað í þrjú ár í röð. Leikurinn við Connors stóð yfir í 108 mínútur og er mjög óvanalegt að úrslitaleikurinn sé svo stuttur. Connors sagði eftir keppnina að hann hefði reynt allt sem hann f Oskar nær sínu bezta IIREINN Halldórsson og Óskar Jakobsson kepptu sem gestir á Sumarhátíð UÍA sem fram fór á Eiðum um helgina. Kepptu þeir í kúluvarpi á laugardag og sunnudag. Ilreinn Halldórsson varpaði kúlunni 20.17 m á sunnu- daginn og átti þá þrjú köst yfir 20 metra. Óskar Jakbos- son náði sínum besta árangri í kúluvarpi á iaugardaginn er hann kastaði 18.51 metra. Dregið í EM í dag DREGIÐ verður í Evrópubikarkeppnun- um þremur í Ziirich í Sviss í dag. Hér er um að ræða Evrópukeppni meistaraliða þar sem keppir , fyrir íslands hönd ÍA, í Evrópu- keppni bikarhafa kepp- ir Valur og í UEFA-keppninni er fulltrúi íslands ÍBV. Góð keppni en bif- reiðin gekk ekki Crt OPNA GR-golfmótið sem fram fór í Grafar holti um helgina tókst með afbrigðum vel. Keppendur voru 102, og skemmtu þeir sér hið besta í þeirri hörku- keppni sem var milli manna. Leiknar voru 36 holur, punkta- keppni þar sem tveir og tveir leika saman og síðan er betri boltinn valinn eftir hverja braut. Sigur- vegarar í keppninni urðu þeir Ólafur Johnsson og Elías Kárason með 89 punkta. Hlutu þeir sólar- landaferðir með Úrvali í verðlaun. I öðru sæti höfnuðu þeir Gunnar Finnbjörnsson og Jónas Kristjáns- son með 87 punkta. Hrepptu þeir glæsileg golfsett í verðlaun. Það voru ungir og efnilegir kylfingar sem voru í þriðja sæti, þeir Stefán Unnarsson og Magnús Ingvason, fengu þeir flugferð til London og til baka. Ekki tókst neinum að hreppa glæsivagninn sem í boði var ef einhver færi holu í höggi á 17. braut. Kristinn Bergþórsson var þó all nærri því, boltinn var aðeins 43 sentimetra frá holunni, munaði því ekki- miklu að hann gæti ekið heim á nýjum Audi bíl frá Heklu. Veður til golfiðkana um helgina var með eindæmum gott og nutu golfleikararnir þess í ríkum mæli. Má ætla að keppni þessi verði árviss atburður hjá þeim Graf- arholtsmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.