Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 21 ekki. Atli Eðvaldsson henti sér fram og náði að skalla eftir góða fyrirgjöf frá Jóni Einarssyni er knötturinn sleikti stöngina utan- verða. Tilraunir Framara til að sækja voru hálf máttleysislegar, þó voru þeir óheppnir er Gunnar Guðmundsson átti skot í stöng á 86. mínútu var það svo til eina marktaekifaeri Fram sem talandi er um í síðari hálfleiknum. Valsliðið lék þennan leik mjög vel og ekki verður annað sagt en að þeir hafi unnið verðskuldaðan sigur. Vörnin virkaði að vísu svolítið óörugg framan af en lagaðist og var sterk fyrir með Dýra Guðmundsson sem besta mann. Þá var Sigurður Haralds- son mjög óöruggur í markinu. Á miðjunni voru þeir Atli Eð- valdsson og Hörður Hilmarsson mjög góðir og sívinnandi. Bestu menn liðsins voru þó tvímælalaust framlínumennirnir þeir Jón Ein- arsson og Guðmundur Þorbjörns- son, ekki aðeins það að þeir skoruðu mörk Vals heldur gerðu þeir ávallt mikinn usla í vörn Fram með hraða sínum og útsjón- arsemi. Léku þeir báðir þarna sinn besta leik í sumar. Framarar sýndu það í fyrri hálfleiknum að þeir geta leikið góða knattspyrnu. En það kom líka í ljós að leikur liðsins getur dottið niður á frekar lágt plan. Mikið vopleysi kom í liðið eftir þriðja mark Vals og baráttan var í lágmarki eftir það. Bestu menn liðsins voru þeir Ásgeir Elíasson og Sigurbergur Sigsteinsson. Með þessu tapi er Fram senni- lega búið að missa af strætisvagn- inum og kemur ekki til með eð geta veitt ÍA og Val neina keppni um íslandsmeistaratitilinn. Fram er nú með sjö stigum minna en Valur og sex stigum minna en IA. f stuttu málit fslandsmótiA 1. deild. LauKardalsvollur 9. júlí Valur — Fram 3—0 (2—0) Mdrk Valst Guðmundur Þorbjörnsson á 35. mínútu ok i 44. mínútu. Jón Einarsson á 46. minútu. ÁminninKt Kristinn Atlason Kula spjaldið. Áhorfendun 1750. . mm Skagirm marði sig- ur á elleftu stundu HÖRKULEIK ÍA og Þróttar í besta hugsanlega fótboltaveðri, lauk með sigri ÍA, 3—2, og var sigurinn sanngjarn, en aðeins rétt svo, því að Þróttarar voru engin lömb að leika við og komu reyndar enn á óvart fyrir sterkan leik þrátt fyrir tapið. Með sigri sínum á Skaganum, lafa ÍA enn í skottinu á Valsmönnum og bíða þess eins að þeir tapi stigum, svo að spenna geti læst sig í keppnina. Heimamenn voru varla byrjaðir að spretta úr spori, er knötturinn lá í netinu að baki Jóns Þorbjörns- sonar eftir skot Ágústs Hauksson- ar. Halldór Arason braust þá niður vinstri vænginn og sendi knöttinn fyrir, þar sem vörn Skagamanna mistókst að hreinsa frá og hrökk knötturinn til Ágústs sem var í góðu færi og urðu ekki á nein mistök. Þetta átti sér stað á 4. mínútu og aðeins þrem mínútum síðar fengu Þróttarar dæmda aukaspyrnu nokkru fyrir í vítateig Fram og hörkuskalli hans fór rétt yfir þverslána. Kristinn egja hættunni frá. Guðmundar bragðið ÍA—Þróttur 3:2 Texti og mynd: Guömundur Guðjónsson utan vítateig Skagamanna og skaut þá Páll Ólafsson þrumuskoti í stöngina og út. Er ógerningur að spá hvernig farið hefði, hefði skot þetta hafnað í netamöskvunum. Svo sem lesa má, voru Þróttarar mun sprækari í byrjun, en smám saman fóru meistararnir að láta til sín taka. Þeim varð þó lítið ágengt gegn sterkari vörn Þróttar og raunar kom jöfnunarmarkið nokkuð á óvart, þegar það loks kom á 30. mínútu. Það var á því heppnisstimpill, þar sem fast skot Jóns Áskelssonar frá vítateig, breytti dálítið um stefnu er það snart varnarmann. Áfram sóttu Skagamenn og ekki hefði verið ósanngjarnt að þeir hefðu náð fórystunni, er Matthías skallaði að marki úr dauðafæri, en Rúnar varði mjög vel. Skagamenn hófu síðari hálfleik- inn á því að sækja og það voru aðeins liðnar um 10 mínútur, þegar þeir höfðu náð forystunni með fallegu marki Péturs Péturs- sonar, sem skaut föstu skoti utan úr vítateig eftir hornspyrnu Karls Þórðarsonar. Dýrðin stóð aðeins í fimm mmínútur, en þá bitust Halldór Arason og Guðjón Þórða- son um knöttinn við vítateigslín- una og lauk þeim sviptingum með því að Halldór lá í valnum og dómarinn dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu, frekar strangur dómur að margra áliti. En það tjóar ekki að deila við dómarann og Páll Ólafsson skoraði úr vítinu af öryggi. Skagamenn lögðu nú allt kapp á sóknina, en lengi vel leit út fyrir að úrslitin yrðu jafntefli, sem ekki hefði verið ósanngjarnt í sjálfu sér. Skagamenn voru nokkr- um sinnum nærri því að skora, bæði Pétur og Kristinn fengu færi og Árni Sveinsson átti skot í þverslá. Sigurmarkið kom þegar aðeins 3 mínútur voru til leiksloka, en þá tók Karl Þórðarson horn- spyrnu frá vinstri, síðan skoppaði boltinn af einu höfði á það næsta inni í vítateignum og að lokum á kollinn á Jóhannesi Guðjónssyni sem skallaði hann rakleiðis í netið. Það var sterkur miðvallar- og varnarleikur sem skóp ÍA sigur- inn. Jóhannes og Jón Gunnlaugs- son voru mjög góðir í vörninni og Jón Áskelsson og Karl Þórðarson BBawli ^iI4 41 .. .. * * ■ i:. . m . . sy."* j -v"." ••■:-*■ * -• ’V:^: á miðjuni. Frammi átti Pétur góða spretti. Hjá Þrótti skarar enginn fram frekar en fyrri daginn, en vert er þó að hrósa miðvörðunum Jóhanni og Sverri Einarssyni. Úlfar átti mjög góðan leik, einnig þeir Halldór Arason og Páll Ólafsson, Halldór er leikmaður sem lítið er í sviðsljósinu, en er engu að síður maðurinn að baki margra marka Þróttar, m.a. beggja gegn ÍA. Páll er sterkur og leikinn, en mætti að ósekju gefa boltann oftar á samherja sína. En það eru auka- spyrnur hans sem athygli hafa vakið, mikil þrumuskot af 30—35 metra færi. I síðustu þrem leikjum Þróttar hefur hann tekið þrjár slíkar, ein rataði eftirminnilega í netið gegn IBK og hinar tvær hæfðu stangirnar. Leikinn dæmdi Arnar Einarsson og féllu margir dóma hans í slæman jarðveg meðal áhorfenda, enda eru dómarar aldrei vinsælir ef þeir dæma ekki öll vafaatriði heimaliðinu í hag. Hitt er svo annað mál og þótti undirrituðum verra, hvað hann leyfði mikla hörku án þess aö lyfta gula spjaldinu svo oft sem einu sinni. 1 stuttu málii Akranesvöllur. 8. júlí. 1. deild. lA—Þrótt- ur 3-2(11) Mörk ÍA. Jón Áskelsson (30), Pétur Pétursson (55) og Jóhannes Guðjónsson (87). Mörk Þróttar. ÁkúsI Hauksson (3) ok Páll Ólafsson (vfti 60). ÁminninKar. EnKÍn Áhorfendur. 682 Dómarí. Arnar Einarsson ••- " ■ . ■ , . < a***- ** I i - >•"'•.,% ■ ■•., • Sigurmark 1A. 3 mínútum fyrir leikslok. Eftir mikinn hamagang í vitateignum. tekur Jóhannes Guðjónsson (lengst til ha'gri) af skarið og skallar í netið án þess að þrír Þróttarar á marklinunni komi nokkrum vörnum við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.