Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 15 mínútum leiksins virtist Vals- vörnin vera óörugg og margar sendingar voru mislukkaðar. Smátt og smátt fóru þó Valsmenn að láta til sín taka í leiknum sem var all opinn og skemmtilegur á að horfa. Sótt var á báða bóga og góð knattspyrna leikin. Fyrsta mark leiksins kom á 35. mínútu. Atli Eðvaldsson fékk knöttinn á vallarmiðjunni og fór á ógnarhraða upp vallarhelming Fram, renndi síðan knettinum út á Jón Einarsson er hann kom að vítateigslínu, Jón sendi knöttinn vel fyrir markið, Guðmundur Þorbjörnsson náði að skjóta við- stöðulausu skoti frá markteigs- horninu og knötturinn •> söng í netmöskvUm Frammarksins. Öll tilþrif Guðmundar voru hin glæsi- legustu og markið eitt það falleg- asta í Islandsmótinu til þessa. Varnarleikmönnum Fram urðu á slæm mistök og Jón Einarsson komst einn innfyrir og vippaði knettinum laglega yfir Guðmund markvörð Fram sem reyndi að bjarga með úthlaupi. Með þessu marki má segja að Valsmenn hafi endanlega dregið vígtönnina úr Framliðinu. Liðið, sem hafði leikið svo ljómandi vel í fyrri hálfleik, dofnaði og eftir þetta rothögg vöknuðu þeir ekki til lífsins aftur. Valsmenn náðu algerum yfirtökum og réðu lögum og lofum á vellinum. Á 57. mín. átti Guðmundur Þorbjörnsson gott tækifæri en brást nú bogalist- in. Ingi Björn braust í gegn á 65. mínútu en markvörðurinn varði gott skot hans. Áfram héldu Valsmenn að sækja á og fengu mörg góð tækifæri sem þeir nýttu • Tomas Pálsson. til hægri a myndmni hefur skotið snúningsbolta meistaralega með því að slá boltann í horn. hornið fjær en Diðrik varði Loks unnu menn í laugardal ÞAÐ eru ár og dagar síðan 1. deildarleikur hefur farið fram á laugardagskvöldi eins og raunin varð með leik Víkings og Vestmanneyinga um helgina. Leikurinn átti að hefjast klukkan 17 á laugardag en vegna þess að ekki var flogið til Eyja um miðjan daginn var honum frestað til klukkan 20 um kvöldið. Maður hefði haldið svona fyrirfram að ekki þyrfti að búast við mörgum áhorfendum á þessum tíma en raunin varð önnur. A sjötta hundrað manns komu í Laugardalinn og kann veðrið að hafa haft þar mikið að segja því betra knattspyrnuveður er ekki hægt að hugsa sér, blankalogn og hlýviðri. Um leikinn sjálfan er það að segja að hann var fjörugur og opinn og oft á tíðum skemmtilegur á að horfa og bæði liðin börðust vel. Leikurinn var jafn ef í heildina er litið og jafntefli hefðu verið réttlátustu úrslitin miðað við gang hans. En Eyjamönnum tókst það sem Víkingunum tókst ekki, að skora mark og það gerði gæfumun- inn. Og að marki Eyjamanna var svo skemmtilega unnið að í sjálfu sér verðskuldaði það tvö stig. í fyrri hálfleiknum var sótt á báða bóga og bæði liðin fengu góð tækifæri en ekki þó mjög opin. Hinn ungi Arnór Guðjohnsen gerði oft usla í vörn Eyjamanna og Víkingur—IBV 0:1 Texti: Sigtryggur Sigtryggsson Mynd: Emilía Björnsdóttir við hinn enda vallarins var Tómas Pálsson aðgangsharður við mark Víkings. Hann átti tvö stórglæsi- leg skot að marki Víkings í hálfleiknum en Diðrik markvörður varði í bæði skiptin frábærlega. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks sluppu Víkingarnir með skrekkinn þegar Róbert Agnarsson brá Sigurlási Þorleifssyni innan víta- teigs en Magnús V. Pétursson sleppti augljósri vítaspyrnu. Sigurmarkið kom á 4. mínútu seinni hálfleiks. Eyjamenn náðu skyndisókn og Tómas og Sigurlás léku laglega í gegnum vörn Vík- ings. Tómas átti lokasendinguna inn fyrir vörn Víkings, mjöggóðan stungubolta og Sígurlás brunaði upp að markinu. Diðrik hljóp út og reyndi að loka markinu en Sigur- lás sá við honum, lék til hlíðar og skaut í mannlaust markið úr þröngri aðstöðu. Gott mark og sérlega skemmtilega að því unnið hjá Tómasi og Sigurlási. Framan af seinni hálfleiknum sóttu Eyjamenn áberandi meira og Diðrik mátti hafa sig allan við að vérja lúmskt langskot Sigurlásar, sem stefndi í bláhornið niðri. Valþór Sigþórsson komst í dauða- færi en skaut himinhátt yfir. Þegar iíða tók á leikinn fóru Víkingarnir að þyngja sóknina til muna og skall oft hurð nærri hælum við mark Eyjamanna. Tvisvar komust útherjar Víkings innfyrir bakverðina en í stað þess að gefa knöttinn á semherja sína í dauðafæri skutu þeir.sjálfir og engin hætta hlauzt af. Fimm mínútum fyrir leikslok munaði minnstu að Viðari Elíassyni tæk- ist að jafna metin þegar hann fékk boltann einn og óvaldaður í dauðafæri á markteig en Páll Pálmason markvörður bjargaði mjög vel með úthlaupi. Eyjaliðinu hefur alla jafna gengið heldur illa á Laugardals- vellinum en að þessu sinni tókst því vel upp á köflum. Eyjaliðið er skipað reyndum mönnum, sem sýnt hafa að þeir eiga að geta fengið meira af stigum en reyndin hefur orðið í sumar. Beztu menn liðsins voru að þessu sinni Páll Pálmason markvörður, Þórður Hallgrímsson, Óskar Valtýsson og framherjarnir Tómas og Sigurlás. Víkingsliðið barðist mjög vel að þessu sinni, betur en í mörgum fyrri leikjum liðsins og liðið náði sæmilegu spili á köflum. Hins vegar eru tengiliðir liðsins of hægfara og ekki nógu skapandi. Er það lítt skiljanlegt að þjálfari liðsins skuii ekki reyna að hressa upp á miðjuna með því að færa Arnór Guðjohnsen aftur. Hann hefur flest það til að bera, sem prýða má góðan sóknartengilið, hraða, leikni og auga fyrir sam- spili. Arnór var að þessu sinni bezti maður víkingsliðsins ásamt þeim Magnúsi Þorvaldssyni, Adolí Guðmundssyni og Diðrik mark- verði, sem hvað eftir annað varði stórglæsilega. í STUTTU MÁLI. Laugardalsvöllur 8. júlí, ís- landsmótið 1. deild, Víkingur —■ ÍBV 0.1 (0.0). Mark ÍBV. Sigurlás Þorleifsson á 49. mínútu. Áminningar. Valþór Sigþórs- son ÍBV og Adolf Guðmundsson Víking hókaðir. Áhorfendur. 531. fíDrðHÍF • Valsmenn í sókn. Dýri Guðmundsson miðvörður Vals er kominn inn Atlason og Trausti Ilaraldsson stökkva upp með Dýra og reyna að b; Glæsimark kom Valsmönnur REYKJAVÍKURLIÐIN Valur og Fram mættust í 1. deild íslandsmótsins á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöld. Sigruðu Vals-menn í leiknum 3.0, og var sá sigur fyllilega verðskuldaður. Valsmenn sigruðu líka í fyrri leik liðanna með þrem mörkum gegn engu og hafa þeir því lagt Fram liðið glæsiiega að velli og án þess að fá á sig mark. Er það vel af sér vikið því leikir þessara liða hafa venjulega verið mjög jafnir og oftast verið jafntefli upp á teningnum. Það voru tvö glæsileg mörk Guðmundar Þorbjörnssonar sem komu Valsmönnum á bragðið. Fyrra markið, sem Guðmundur skoraði, er án efa eitt það glæsilegasta sem skorað hefur verið í mótinu ti! þessa. Framarar byrjuðu vel, léku oft mjög vel, og allur samleikur þeirra var vel uppbyggður. Oft brá fyrir glæsilegum samleiksköflum úti á vellinum en þegar kom að markinu fjöruðu sóknarloturnar út. Vant- aði áberandi meiri kraft í fram- línumennina hjá Fram, þá voru þeir alls ekki nægilega aðgangs- harðir í marktækifærum sínum. Strax á 5. mínútu leiksins kom fyrsta marktækifæri Fram, Pétur Ormslev komst einn innfyrir enn varð of seinn að skjóta. Valsmenn votu heppnir á 12. mínútu er Grími bakverði urðu á mistök og Pétur náði knettinum, brunaði að márkinu og náði að skjóta góðu skoti en Sigurður Haraldsson markvörður Vals bjargaði naum- lega aftur fyrir markið. Á fyrstu Valur—Fram 3:0 Enn var Guðmundur á ferðinni rétt fyrir lok hálfleiksins og náði að skora annað mark Vals. Og aftur var það Jón Einarsson sem lagði upp markið. Þessi eldfljóti leikmaður lék upp hægri kantinn og gaf á Guðmund sem skoraði yfir markvörðinn nafna sinn í Fram. Þrátt fyrir góðan Ieik Framara höfðu Valsmenn örugga for.vstu í leikhléinu. Texti: Þórarinn Ragnarsson Mynd: Emilía Björnsdóttir Áhorfendur voru varla búnir að koma sér fyrir í stúkunni og á pöllunum eftir leikhléið er Vals- menn skoruðu sitt þriðja mark. Markið kom á upphafsmínútu síðari hálfleiks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.