Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1978 STAOAN í 2. deild er þessi eftir leiki helgarinnar: KR — Reynir 8:1 Haukar — Ármann 2:0 Austri — Þór 1:0 ÍBÍ — Fylkir 2:1 Þróttur — Völsungur 3:2 KR Austri Þór Haukar Fylkir Þróttur Ármann isafjörður Reynir Völsungur 9 6 2 1 21:3 9 4 2 3 7:6 9 4 2 3 8:8 9 3 3 3 11:9 9 4 14 1&9 9 3 3 3 12:15 9 4 0 5 13:14 8 3 2 3 9:10 10 3 1 6 9:16 9 2 2 5 8:16 Markhæstu menn: Sverrir Herbertsson KR Þráinn Ásmundsson Árm. Stefán Örn Sigurösson KR Bjarni Kristjánss. Þrótti • Gífurleg faKnaðarlæti brutust út á Eskifjarðarvelli eftir sigur Austra yfir Þór. Hér sjást leikmenn Austra umkringdir stuðnings- mönnum. Ljósm. Ævar Auðbjörnsson. Einstefna hjá KR KR-LIÐIÐ bætti enn einum sigri f safnið í 2. deildar keppninni en það gersigraði Reyni úr Sand- gerði á Laugardalsvellinum í gærkveldi með 6 mörkum gegn 1. Léku KR-ingar oft mjög vel og nýttu marktækifæri sin svo til að fullnustu. Þrátt fyrir að Reynis- menn töpuðu stórt gáfust þeir aldrei upp og eiga þeir hrós skilið fyrir góða baráttu í leiknum. Töluverð harka var í leiknum og áttu báðir aðilar sök á því. Voru þrír leikmenn bókaðir. Leikurinn hafði aðeins staðið í sex mínútur er Borkur Ingvarsson iskoraði fyrsta mark KR eftir að þvaga hafði myndast inni í víta- teignum, Reynismenn náðu ekki að hreinsa frá markinu og Börkur náði til knattarins og skoraði. Fimm mínútum síðar kemur svo góð fyrirgjöf fyrir mark Reynis og Sverrir Herbertsson nær að skjóta góðu skoti rétt innan vítateigsins og skora. Var skot Sverris fast og knötturinn hafnaði alveg úti við stöngina. Þannig var staðan í leikhléi. Strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiksins fá svo Reynismenn á sig hálfgert klaufamark sem skrifa verður á markmanninn Vilhelm Fredrikssen, Sverrir skor- aði í bláhornið en markmaðurinn var illa staðsettur, hann náði að bruna upp kantinn og lét skotið ríða af vei utan vítateigsins, skorar svo fjórða markið, mark- maðurinn kastaði sér en missti knöttinn klaufalega undir sig og í markið. Reynismenn héldu áfram ótrauðir og á 70. mínútu leiksins uppskáru þeir mark og var þar að verki Ari Haukur Arason. Kom markið fyrir hálfgerð mistök í KR-vörninni og hefði Magnús markvörður getað bjargað ef hann hefði lagt sig fram. A 72. mínútu er dæmd víta- spyrna á Reyni eftir að KR-ing var illa brugðið innan vítateigsins. Ottó Guðmundsson fyrirliði KR framkvæmdi spyrnuna en mark- vörður Reynis, Jón Ólafsson, gerði sér lítið fyrir og varði. Vilhelm er aftur á ferðinni fyrir KR á 75. mínútu og skorar laglega. Síðasta mark leiksins skorar svo Sverrir Herbertsson og náði þar með að skora þrennu. Var síðasta mark leiksins jafnframt það fallegasta. Skoraði Sverrir með góðu vinstra fótar skoti rétt innan vítateigs- hornsins, óverjandi fyrir mark- vörð Reynis. Bestu menn KR í þessum leik voru þeir Sverrir Herbertsson og Ottó Guðmunds- son í vörninni. Þá átti Stefán Örn Sigurðsson góða spretti inn á milli. Hjá Reyni voru þeir Þórður Jóhannsson og Hjörtur Marelsson bestir. Liðið í heild barðist vel, en varnarleikurinn var frekar slakur á kostnað þess hve sókndjarfir Reynismenn voru. Við það opn- aðist vörnin oft illa. þr -— ... • Sverrir Herbertsson sést hér skora eitt þriggja marka sinna gegn Reyni í gærkvöldi. Ljósm. Król. Enn vinn- ur Austri AUSTRI sigraði Þór frá Akureyri 1«0 á Eskifjarðarvelli á sunnudag. Sigur Austra var verðskuldaður og hefði getað orðið stærri. Hefði 3*1 markatalan gefið réttari mynd af gangi leiksins. Austri átti fleiri og hættulegri færi í leiknum. Þórsarar byrjuðu leikinn af krafti án þess þó að skapa sér veruleg marktækifæri. Smám saman náðu Austramenn meiri tökum á leiknum og markfæri þeirra voru mun opnari. I hálfleik var staðan 0:0. Sama var í upphafi seinni hálfleiks. Þór sótti heldur meira til að byrja með en sóknin hjaðnaði fljótt og á 7. mínútu seinni hálfleiks er Austri var í sókn fékk Sigurður Gunnarsson góða sendingu utarlega í vítateig. Tók hann knöttinn á brjóstið og niður og skaut þrumuskoti, sem markvörður Þórs átti ekki mögu- leika á að verja. Fallegt mark og vel að því unnið. Austri var svo nær því að skora aftur heldur en Þór að jafna. Til dæmis átti Steinar Tómasson ekki annað eftir en koma boltanum í tómt mark Þórs en knötturinn lenti í utan- verðri stöng. Á lokamínútunum sótti Þór meira en án árangurs. Sem sagt verðskuldaður sigur Austra og menn héldu ánægðir heim á Eskifirði. Beztir Austramanna voru Hall- dór Árnason, Steinar Tómasson og Sigurður Gunnarsson og Benedikt markvörður stóð vel fyrir sínu að vanda. Hjá Þórsurum voru Sigurð- ur Lárusson og Sigþór Ómarsson beztir. Ágætur dómari leiksins var Einar Helgason frá Akureyri. Veður var ágætt til knattspyrnu, hægviðri en skýjað. — Ævar. Haukar höfðu bet- ur í leikleysunni IIAUKAR unnu góðan sigur yfir Ármanni á Hvaleyrarholtsvelli í gærkvcldi með því að skora eitt mark í hvorum hálfleik. Leikur- inn var harður og langtímum saman í háloftunum. einkum þó í si'ðari hálfleik. en í þeim fyrri brá af og til fyrir þokkalegum samleik. Ármenningar virkuðu sleipari til að byrja með, en dæmið hjá þeim gekk ekki upp og Haukar fóru smám saman að koma meira inn í myndina og á 22. mínútu átti Lárus Jónsson gott skot, sem Egill Steinþórsson varði meistaralega, og á 32. mínútu fengu Haukar dæmt vafasamt víti, sem Ólafur Jóhannesson skoraði örugglega úr. Ármenningar hefðu átt að skora mark eða mörk í hálfleiknum, þannig átti Einar Guðnason þrjú alger dauðafæri, en alltaf skaut hann naumlega framhjá. Síðari hálfleikur var hin ógur- legasta leikleysa og linnti varla flautublæstri dómarans vegna rangstöðudóma á báða bóga. En það var blásið í flautuna fyrir fleiri sakir en rangstöðu og á 17. mínútu var Kristinn Pedersen rekinn af leikvelli fyrir að brjóta gróflega á Guðjóni Sveinssyni. Skömmu áður hafði Lárus Jónsson skorað annað mark Hauka eftir grátbrosleg mistök Egils mark- varðar. Hann hristi þó af sér slenið með stórkostlegri mark- vörslu síðar í leiknum, end áttu Ármenningarnir í vök að verjast vegna manneklu. Haukar voru þó lygilega snjallir að koma sér í klandur og skall hurð nokkrum sinnum nærri hælum við mark þeirra, einkum vegna eigin mis- taka. En gæfan var ekki með Ármenningum og lyktaði leikleys- unni því með dýrmætum sigri Hauka, 2:0. — gg- Markaregn eins og venjulega í 3. deild MIKIÐ var um leiki í 3. deild um helgina að vanda og fara úrslit og dálítið spjall um þá hér á eftir« Óðinn — Skallagrimur 5-1 Óðinn reif sig upp eftir 1-13 tapið fyrir Víkingi um síðustu helgi og var þar þyngst á metun- um, að þeir gátu nú stillt upp sínu sterkasta liði, en margir lágu með einhverja pest, er þeir fóru til Ólafsvíkur fyrir viku. Óðinn rass- skellti Skallagrím, sem náði þó forystu í leiknum með marki Ævars Rafnssonar, en Jóhann Svæarsson jafnaði fyrir hlé. í síðari hálfleik var um einstefnu að ræða og þá bættu þeir Valur Bragason (2), Unnar Valdimarsson og Ingimundur Magnússon mörk- um við fyrir Óðinn. Snadell — Afturelding 1-1 Það kom mjög á óvart, að Snæfell átti mun meira í leiknum gegn Aftureldingu, sem voru heppnir að sleppa með eitt stig úr leiknum. Jóhann P. Sturluson náði forystunni fyrir Aftureldingu um miðjan síðari hálfleik, en Snæfell jafnaði verðskuldað á lokamínút- unni með marki Lárusar Svanlaugssonar. Svarfdælir — Höfðstrendingar 5-2 Svarfdælir sóttu mun meira og sigurinn því sanngjarn. Jóhann Bjarnason náði forystunni fyrir heimamenn og síðan skoraði Al- bert Gunnlaugsson, áður en að Þröstur Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Höfðstrendinga úr vafasamri vítaspyrnu. Svarfdælir svöruðu fyrir hlé með marki Óskars Kristópherssonar, einnig úr vafasömu víti. í síðari hálfleik skoruðu Gestur Matthíasson og Björn Friðþjófsson fyrir heimalið- ið, en Bjarni Konráðsson fyrir gestina með skoti af 30 metra færi. Víðir - Hekla 7-1 Það blés byrlega fyrir Heklu, er Kjartan Magnússon skoraði fyrir liðið í byrjun leiksins. En áður en yfir lauk, var leikurinn orðin hreinasta martröð fyrir liðið, því að Víðismenn hefndu fyrir markið með því að svara sjö sinnirm. Guðmundur Knútsson skoraði þrennu í leiknum, en Guðjón Guðmundsson skoraði tvö. Þeir Daníel Einarsson og Jónatan Ingimarsson skoruðu hin mörkin tvö. Bolungarvík — Stjarnan 3-2 Enn tapar Stjarnan, nú fyrir Bolungarvík. Meðal þeirra sem skoruðu voru Hermann Þórisson og Hjörleifur Guðfinnsson fyrir heimaliðið og fyrra mark Stjörn- unnar skoraði Ingólfur Ingólfsson. USVS — Þór 0-1 Leikur þessi skiptist milli hálf- leikja, heimamenn sóttu meira í fyrri hálfleik, en í þeim síðari voru Þórsarar harðskeyttari og skoruðu þeir þá eina mark leiksins. Það gerði Eyþór Björgvinsson með fallegum skalla um miðjan hálfleikinn. Grindavík — Selfoss 3-2 Grindvíkingar voru heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en engu að síður voru það Selfyssing- ar. sem skoruðu tvívegis eftir mistök í vörn Grindavíkur. Það voru Eiríkur og Heimir Bergsson sem skoruðu mörk Selfoss. í síðari hálfleik æstist leikurinn til muna og skoraði fyrst Sigurgeir Guðjónsson úr víti fyrir heimalið- ið og aðeins fimm mínútum síðar, eða á -25. mínútu, jafnaði Einar Jón Ólafsson metin með skalla- marki. Þegar 7 mínútur voru til leiksloka, skoraði Guðmundur Ármannsson það sem reyndist vera sigurmark Grindvíkinga. En það munaði mjóu, því að fimm mínútum fyrir lok leiksins, fengu Selfyssingar dæmda vítaspyrnu, en illa fóru þeir með hana óg hún hafnaði fjarri markinu. Léttir — Njarðvík 0-2 Leikur þessi var í jafnvægi að nokkru leyti, en Njarðvíkingar voru þó, ef nokkuð, ívið sterkari og sigurinn því ekki óverðskuldaður, þó hann hafi verið í stærra lagi. Mörkin skoraði Haukur Jóhanns- son með skyndiupphlaupum um miðjan síðari hálfleik. Leiftur — Tindastóll 2-1 Frekar slakur þótti leikur þessi vera og jafntefli hefði gefið réttari mynd af gangi leiksins. En það voru heimamenn, sem skoruðu úr færum sínum og frá þeim sjónar- hóli var sigurinn sanngjarn. Öll mörk leiksins voru skoruð snemma í síðari hálfleik, en þá skoruðu Kolbeinn Ágústsson (víti) og Guðmundur Sigurðsson fyrir Leiftur, en Karl Ólafsson svaraði fyrir Tindastól. Leiknir — Vfkingur 1-5 Þessi leikur var alger einstefna á mark Leiknis og sigurinn hefði getað orðið mun stærri með nokkurri heppni. Það voru þeir Jónas Kristóphersson (2), Sigurð- ur Þórólfsson, Atli Alexandersson og Logi Ulfljótsson sem skoruðu mörk Víkings, en Leikni tókst aðeins einu sinni að svara fyrir sig. “ gg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.