Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 54. tbl. 66 árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 Prentsmiöja Morgunblaðsins. „Síðasta yiðyörun,, Nairobi — 5. marz — AP. ÚGANDA-útvarpið flutti í kvöld áskorun Idi Amins til hersins um að „berjast til síðasta blóðdropa“ í stórsókn þeirri, sem vœri að hefjast gcgn innrásariiðinu frá Tanzaníu. Sagði í boðskap Amins að innrásarherinn hefði á valdi sínu suðvesturhluta landsins. Byggist hann nú til að taka bæinn Lukaya sem er í 80 kílómetra fjarlægð frá Kampala. herskildi og væri því að nálgast höfuðborgina. Var Úgandamönnum á hernámssvæðinu ráðlagt að flýja heimili sfn þegar í stað þar sem allt mundi loga í bardögum í þessum landshluta á næstu dögum. „Þetta er sfðasta viðvörun“, sagði Amin um leið og hann hótaði þeim landsmönnum, sem ekki veittu hermönnum hans dyggan stuðning, grimmilegri refsingu. Haft var eftir ónafngreindum aðstoðarmanni Amins í dag, að foringjar í her forsetans legðu mjög að honum að veita innrásar- liðinu alla þá mótspyrnu sem möguleg væri, en sjálfur vonaði Amin að hægt væri að komast að samkomulagi um vopnahlé. Þá var haft eftir sama heimildarmanni, að frá Líbýu og Marokkó væru komnir samtals 2500 hermenn til liðs við Amin, sem er múhameðs- trúar. Milton Obote, fyrrum forseti Úganda, sem hefur verið í útlegð í Tanzaníu frá því að Amin steypti honum af stóli fyrir átta árum, segir að á „frelsuðu svæðunum" i Úganda búi um tvær milljónir manna og að útlagahersveitir nálgist nú óðum Kampala. Obote kveðst sannfærður um að í þessari atrennu verði Amin steypt af stóli, enda þótt vopn innrásar- liðsins séu af skornum skammti. Lýðræðissinnar minnast Mossadeqs Sjö aftökur á vegum byltingarrádsins Ahmadabad. íran — 5. marz — Reuter. UM EIN milljón manna tók f dag þátt i' minningarathöfn vegna 12 ára dánarafmælis Mossadeqs, fyrrum forsætisráðherra írans. Meðal við- staddra var Bazargan forsætisráðherra, ásamt fjölmörgum leiðtogum þeirra stuðningsmanna byltingarinnar, sem cru mótfallnir öfgatrúar- stefnu Khomcinis trúarleiðtoga. Forgöngumenn minningarathafnarinnar segja hina miklu og óvæntu þátttöku sönnun um lýöræðislegan tilgang byltingarinnar. Byltingarráð Khomeinis í Teheran hélt hins vegar uppteknum hætti og líflét í morgun sjö eindregna stuðn- ingsmenn keisarans. Þeirra á meðal voru fjórir hershöfðingjar og fulltrúi Kúrda á því þingi, sem sat í tíð keisarans. olíu á dag í landinu, en það er minna en helmingur þess, sem Iranir gátu framleitt um þær mundir er olíu- kreppan í landinu hófst á síðastliðnu hausti. Jimmy Carter til Miðausturlanda Washinjfton — 5. marz. AP. JIMMY Carter forseti Bandarikjanna er á förum til Egyptalands og ísraels. Með viðræðum sínum við ráðamenn í Kaíró og Jerúsalem hyggst Carter ryðja úr vegi si'ðustu hindrununum fyrir friðar- samningum í Miðausturlöndum og eru verulegar likur taldar á að hann hafi árangur sem erfiði. Mustafa Khalil forsætisráðherra Egyptalands sagði í dag, að ferð Carters muni að öllum likindum leiða til þess að samningar yrðu undirrit- aðir. og í sama streng tók Menachem Begin forsætisráðherra ísraels. sem sagði að nú væri vonarhjarmi á lofti og yrðu undirtektir Egypta við tillögum Bandaríkjastjórnar jákvæðar væri undir- ritun á næsta leiti. Carter forseti leggur upp í för sína á miðvikudag. Hann ræðir við Sadat í Kaíró á fimmtudag og föstudag, en heldur síðan áfram för sinni til ísraels á laugardaginn. Jody Powell, blaðafulltrúi Carters, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um sam- eiginlegan fund þjóðarleiðtoganna þriggja meðan á för Carters standi, en hann kvaðst heldur ekki vita hvenær forsetinn kæmi aftur til Bandaríkjanna. Rosalynn Carter fer með manni sínum í ferðalagið, en Begin, sem verið hefur í Washington að undanförnu, fer heimleiðis á miðvikudag til að undirbúa komu Carters. Frá því í nóvember má heita að ekkert hafi þokað í samkomulagsátt, og þar til í gærkvöldi virtist svo sem fundir þeirra Begins og Carters ætluðu að leiða til þess að endanlega slitnaði upp úr samkomulagsviðræð- um. Carter forseti, sem leggur gífur- lega áherzlu á að sáttaumleitanir hans beri árangur, lagði þá fram nýjar tillögur, sem lagðar voru fyrir ríkisstjórnarfund í Jerúsalem í morgun. Samþykkt var að ganga að hinum nýju tillögum, en efni þeirra Begin forsætisráðherra ísraels kom í gær til skyndifundar við Carter forseta. Að loknum þeim fundi var för Carters til Miðausturlanda boðuð. Símamvnd AP. hefur enn ekki verið birt opinber- lega. Af sextán ráðherrum í stjórn Begins voru fjórir fjarverandi at- kvæðagreiðsluna um tillögurnar. Þar af greiddu þrír ráðherrar atkvæði gegn þeim, og þykir þetta benda til þess að verulegur ágreiningur sé um tillögurnar og að Begin hafi með því að fallast á þær slakað verulega á fyrri kröfum sínum. Helzta ágreiningsefni stjórna Egyptalands og Israels í sambandi við nýja friðarsamninga hefur að undanförnu verið sú krafa Sadats, að ákveðinn frestur verði settur um hvenær Palestínuarabar á vestur- bakka Jórdanárinnar og á Gaza-svæðinu fái sjálfstjórn. Banda- ríkjastjórn hefur stutt þessa kröfu Sadats, og þykir nú trúlegt að Begin hafi loks komið til móts við hana, enda lét háttsettur embættismaður í Jerúsalem að því liggja í dag. Þrátt fyrir það að bæði í Jerúsalem og Kaíró bentu ábyrgir menn á það að Carter forseti tækist vart ferð á hendur til Miðaustur- landa án þess að friðarsamkomulag væri innan seilingar, lögðu fulltrúar Bandaríkjastjórnar á þá áherzlu að enda þótt horfur væru bjartar þá væru enn nokkur mikilvæg ágreiningsatriði, sem ekki hefði náðst samstaða um enn sem komið væri. Khalil forsætisráðherra Egyptalands hælir mjög atbeina Carters og segir Egypta fagna komu hans af öllu hjarta. Hafi h mum orðið mjög vel ágengt í Dáðum samningalotum í Camp David ekki sízt gagnvart Begin nú síðustu daga. Við minningarathöfnina um Mossadeq, sem fram fór í Ahamada- bad, þar sem hann hafðist við síö- ustu 13 ár ævi sinnar, varð þess ekki vart að mótmælum væri beint gegn Khomeini, en margir þeirra sem þar voru samankomnir. sögðu að ætlunin væri að leggja áherzlu á að tillit yrði að taka til lýðræðisaflanna í landinu. Olíuútflutningur frá íran hófst í dag, en nú eru liðnar tíu vikur frá því útflutningur stöðvaðist vegna byltingarinnar í landinu. Fyrsta olían fór til Japans, sem hefur samið um kaup á 220 þúsund tonnum af hráolíu á verði, sem er helmingi hærra en verð OPEC-ríkjanna. Ætl- unin er að stefna að vinnslu á milli tveggja og þriggja milljóna tunna af Peking og Hanoi ber ekki saman: Brottflutningur hafinn eða stórsókn í aðsigi? Bangkok — 5. marz — AP — Reuter PEKING-STJÓRNIN segir brottflutning kínversks liðs hafinn frá Víetnam, en stjórnin í Ilanoi segir hins vegar að Kínverjar séu þvert á móti að sækja í sig veðrið og hefur í samræmi við það látið fara fram almennt herútboð í landinu. í orðsendingu Hanoi-stjórnarinnar í dag er ekki minnzt á yfirlýsingu Kínverja frá því í morgun um brottflutning alls kínversks liðs frá Víetnam þar sem refsiaðgerðir þeirra hafi nú þjónað tilgangi sínum. Skömmu áður en Kínverjar boðuðu brottflutning varaði Hanoi-stjórnin við hvers konar friðartilburðum þeirra og kvað þá ekki annað en tilraun til að gabba almenning í Víetnam í því skyni að auðvelda eftirleikinn, sem væri ný stórsókn. Bæru hörkubardagar og aukinn liðssafnaður við landamærin vitni um hinn raunverulega tilgang Kínverja, og væri þess nú skammt að bíða að þeir sendu varalið sitt inn í Víetnam. Barizt í návígi. Að sögn Hsinhua-fréttastofunnar kínversku eru Kínverjar hér að skjóta eldflaug á bækistöðvar Víetnama í námunda við landamærin. simamyndAP. Að sögn heimildarmanna í Bang- kok sjást enn engin merki um brott- flutning Kínverja, en venjulega berast þeim ekki fregnir af atburðum á bardagasvæðunum fyrr en um sólarhring eftir að þeir eiga sér stað. Sérfræðingar í málefnum Indókína telja þó ýmislegt benda eindregið til þess að Kínverjar hyggist standa við yfirlýsingar sínar, en helzti vandinn sem þeir eiga við að etja sé tilhögun liðs- flutninganna þar sem þeir eigi yfir höfði sér grimmilegar hefndar- aðgerðir Víetnama. Víetnamar muni freista þess að fella sem flesta kínverska hermenn á heimleið til að þurfa að taka til baka sem minnst af fyrri yfirlýsingum um gífurlegt mannfall í innrásarliðinu. Víetnam- ar segjast hafa fellt um 42 þúsund Kínverja frá því að innrásin hófst en talið er að þar sé um stórfelldar ýkjur að ræða. Enn stangast á fregnir um ástand- ið í Lang Son. Víetnamar segja að enn sé barizt um borgina, en flest bendir enn til þess að borgin hafi fallið í hendur Kínverja á föstudag- inn var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.