Morgunblaðið - 06.03.1979, Page 15

Morgunblaðið - 06.03.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 í mayonnaisið ásamt papriku- duftinu. Setjið þetta ofan á rækjurnar og þar ofan á rifinn ost. Sett í 220°C heitan ofn í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til eggjahvítan er orðin ljósbrún. Sjónvarpsbrauð • 1 formbrauð • 50 g smjör • 1 laukur • 150 gr skinka • 2 tómatar • 2 egg • 2 dl rjómi • pipar, salt. Skerið lok af brauðinu og takið innan úr því en gætið þess að taka ekki alltof mikið. Smyrj- ið brauðið að innan með smjöri. Skerið laukinn í sneiðar og látið hann brúnast í smjöri á pönnu áður en hann er lagður á botninn á brauðinu. Ofan á laukinn eru settir skinkubitar og tómatsneiðar. Þeýtið egg og rjóma, setjið svolítinn pipar og hellið þessu yfir brauðið. Sett í meðalheitan ofn, þar til eggjamassinn er orðinn gulbrúnn. (mynd) Mexíkóbrauð • 4—6 brauðsneiðar • 250 gr hakkað nautakjöt • 2 sneiðar beikon • 4—6 matsk. paprika (rauð og græn) • 2 — 3 matsk. tómatsósa • örlítið salt, pipar og hvítlaukssalt eftir smekk. Blandið kryddinu saman við kjötið og setjið síðan hrátt kjötið á brauðið. Því næst er brauðið steikt á pönnu, sem örlítið smjör hefur verið sett á, fyrst er brauðhliðin steikt og síðan er brauðinu snúið við og kjöthliðin steikt. Búið til hvíta sósu úr rjóma og vökvanum af einni dós af kræklingum, setjið sterkan rif- inn ost út í, kryddið eftir smekk með salti og pipar. Setjið að lokum 1—2 eggjarauður út í. Smyrjið brauðið að innan með smjöri og setjið svolítið dill innan á kantana og á botninn. Fyllið síðan brauðið upp með kræklingum, sósunni og fínum snittubaunum. Rifinn ostur er að lokum settur yfir og brauðið sett í 200°C heitan ofn í u.þ.b. 20—30 Fyllt sandwichbrauð Skerið skorpuna af einni hlið sandwichbrauðsins og takið innan úr brauðinu þannig að nær eingöngu skorpan sé eftir. Með þessu er ágætt að bera fram salat úr sveppum, tómat- bátum og svolitlu af hökkuðum lauk. (mynd) mínútur eða þar til osturinn er orðinn gulbrúnn. Gott er að setja sítrónusafa yfir rétt áður en brauðið er borið fram. (mynd) Rækjuhorn • 3—4 horn (mega vera heil- hveitihorn) • 100 gr rækjur • 50 gr mayonnaise • 1—2 eggja- hvítur • paprika, smjör, rifinn ostur. Skerið hornin þversum og smyrjið með smjöri. Setjið síðan rækjurnar ofan á. Blandið stíf- þeyttum eggjahvítunum varlega Heitt brauð með eplum og kanil Eplasneiðar eru settar ofan á smurðar brauðsneiðar. Sykri og kanil er blandað saman og stráð ríflega yfir. Sett inn í 225°C heitan ofn í u.þ.b. 20 mínútur. Þeyttur rjómi borinn með. Umsjón: HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR Gott er að vita... ... að þegar brauð er orðið nokkurra daga gamalt má gera það eins og nýbakað með því að vefja brauðinu f álpappír og hita í ofni í u.þ.b. 10 mínútur. ... að hægt er að hita upp hrfsgrjón þannig að þau verði eins og nýsoðin. Setjið hrís- grjónin ásamt nokkrum mat- skeiðum af vatni i pott með loki, hitið við fremur lftinn hita og hrærið með gaffli f pottinum öðru hvoru. - O - ... að þegar þið djúpsteikið sjálf kartöflur, setjið þá kartöflurnar ofan í feitina, þangað til þær eru gulbrúnar, takið þær þá upp úr og set jið á pappfr sem dregur til sín feit- ina. Stingið svo kartöflunum aftur ofan í pottinn, þar til þær hafa fengið fallegan dökkan lit. Þetta gerir kartöflurnar stökkar og þær fá fallegri lit. - O - ... að stundum myndast dökk rönd í kringum eggjarauðuna þegar egg er harðsoðið.Þetta má forðast með því að brjóta skurnina smávegis þegr eggið er fullsoðið og láta sfðan kalt vatn renna á eggin. Þá er lfka auðveldara að ná skurninni af. — O — ... að hægt er að hreinsa regnhlífar með ediki. -O- ... að til að f jarlægja blóðbletti k að setja flfkina f kalt vatn og síðan er hún þvegin eins og venjulega. nógu heitur verður árangurinn eftir því. — o - ... að ef ofnhitinn er of mikill, þannig að brauð eða steikin eru að brenna að ofan en eru ekki fullbúin, er ráð að setja ál- pappfr yfir þangað til matur- inn er tilbúinn. — O — ... að eigi einhver f vandræðum með gula tóbaksbletti á fingrunum er hægt að fjar- lægja þá með þessari blöndu: 10 gr vínsýra, 10 gr vatn og 1 gr glycerin - o - ... að ofn til steikingar og baksturs verður að vera orðinn fullheitur áður en sett er inn f hann. Ef hann er ekki orðinn - O- ... að hnetur og möndlur eru einu ávextirnir sem eru veru- lega fitandi. - O - _______________________15_ Kvennasam- tök beina sjónum að ári barnsins AÐALFUNDUR Bandalags kvenna í Reykjavík gerði að vanda allmargar ályktanir og voru þær flestar* gerðar með hliðsjón af ári barnsins, segir í upphafi eftirfarandi fréttatil- kynningar frá Bandalaginu. Foreldrar og börn eru hvött Lil aö verja frítíma sínum saman og vinna að auknum skilningi og tengslum ólíkra aldurshópa. Til að ná því marki er æskilegt að völ sé á sveiganlegri vinnutíma fólks. Minnt var á að andleg og líkam- leg velferð er samtvinnuð og því beri að stefna að meira húsrými fyrir litla sjúklinga bæði á barna- deild Landsspítalans og geðdeild Barnaspíta'la Hringsins. Rík áhersla var lögð á hollustu- hætti í matarvenjum sem fyrst á æviskeiðinu. Mælst var til að sem fyrst verði samið við starfandi sérfræðinga í tannréttingum og þeir skyldaðir til að veita þá þjónustu sem um er getið í 2. gr. reglugerðar um tannréttingar frá l. janúar ‘79. Lýst var samstöðu með baráttu einstæðra foreldra fyrir hækkun barnalífeyris og mæðralauna. Mótmælt var ákvörðun borgar- stjórnar um að leggja mæðra- heimilið við Sólvallagötu niður. Um kirkju, uppeldis- og skóla- mál voru gerðar margar ályktanir, m. a. þess efnis að hraða útgáfu nýs námsefnis í kristnum fræðum, stórauka heimilisfræðslu á grunn- skólastigi, auðvelda þroskaheftum dvöl í almennum grunnskóla og hefja verknám til virðingar í menntakerfinu. Bent var á að megnið af smásöluviðskiptum þjóðarinnar fer um hendur kvenna og því skorað á ríkisstjórnina að skipa konur í verðlagsnefnd og í „sex manna nefndina". ítrekaðar voru áskoranir frá fyrri aðalfundum til forráða- manna sjónvarps um að birta á skjánum útdrátt úr fréttum, þann- ig að heyrnarskertir fái notið þeirra. Önnur ráðstefnan var 13. janúar á Hótel Loftleiðum, fjallað var um mataræði skólabarna. Fyrirlesar- ar voru Elísabet S. Magnúsdóttir, Vigdís Jónsdóttir, Áslaug Frið- riksdóttir og Halldóra Eggerts- dóttir. Fjölskyldutengsl var aðalmál aðalfundar Bandalagsins, sem haldið var á Hótel Sögu 25. og 26. febrúar sl. Þá er efnt til barnaárs- viku 4.—11. marz n.k. og gengst bandalagið fyrir henni. Guðs- þjónustur verða helgaðar börnum, mörg kirkjufélög gangast fyrir samkomum og annarri starfsemi fyrir börn og fjölskyldurnar. Biður Bandalagið fjölmiðla um að birta þessa viku ýmisskonar efni, sem snertir barnið og fjölskylduna, ályktanir frá fundum, erindi, úr- drátt úr hópræðum o.fl. Fleira er í undirbúningi hjá Bandalagi kvenna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.