Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 Stjórnarnefnd ríkisspítalanna: Almenn göngu- deild í geðdeildarbyggingu HÉR FER Á eftir annar hluti úr skýrslu stjórnarnefndar ríkisspítalanna um þróun þjónustu og aðstöðu 1970—1979. Fjallar sá hluti skýrslunnar um starfsemi á Landspítala, sem ástæða er til að gera grein fyrir sérstaklega. í þriðja hluta, sem birtur verður í Mbl. síðar í vikunni, verður m.a. fjallað um Geðdeild Landspítalans, niðurstöður skýrslunnar og brýnustu framtíðarverkefni. • Meðferð illkynja sjúkdóma Frá byrjun hefur geislameðferð verið á Landspítala en á síðast- liðnum tveim árum, þá hefur lyfja- og geislameðferð illkynja sjúk- dóma öll eða nær öll komið i hlut Landspítala og stefnt er að því að þessi meðferð verði til frambúðar þar. Meðferðin er nú til húsa í vesturenda röntgendeildar og þar er mjög þröngt um þá starfsemi, auk þess sem tækjakostur deildar- innar er ekki nægjanlega góður til þess að annast þá geislameðferð sem þarf. Ný tækni til geislameö- ferðar hafa verið forgangsverkefni stjórnarnefndar í tækjakaupum en fjárveiting hefur ekki fengist til kaupanna. Viðbótatæki, sem þarf, eru líka þess eðlis að þau komast ekki fyrir í núverandi húsnæði, heldur þarf að sérbyggja húsnæði fyrir þau. Þess ber að geta að þróun í þeim meðferðarmálum, sem hér um ræðir, hefur orðið allt önnur heldur en Weeks og félagar gerðu ráð fyrir í áætlun sinni frá 1972, því að í greinargerð, sem þeir sendu þá til bygginganefndar Landspítalans í september, þá segir svo í lauslegri þýðingu á bls. 9: „Geislalækningadeild er með einu kobolttæki og er vel séð fyrir hliðarherbergjum til sérfræðilegr- ar meðferðar í húsnæði, sem hefur verið byggt sérstaklega til viðbót- ar við álmu E á hæð ?. Til viðbótar notar þessi deild sameiginlega með röntgengreiningadeild hluta af álmu E. Flutningur geisla- greiningadeildar hefur ekki áhrif á geislalækningadeild. Geisla- lækningadeild mun að sjálfsögðu þurfa að stækka einhverntíma í framtíðinni.“ Af þessu sést að fyrir 6 árum, þá sáu þeir sérfræðingar sem að önnuðust áætlanagerð um bygg- ingar á Landspítalalóð ekki fyrir þá þróun, sem hefur orðið á þessu meðferðarsviði. Stjórnarnefnd stefnir að því að, leysa göngudeildarvanda þeirra sjúklinga, sem þarna um ræðir, á almennri göngudeild í hinni nýju geðdeildarbyggingu, en það sem ennþá nauðsynlegra er, er það að fá nýtt tæki til geislalækninga og að byggja yfir það með tilheyrandi varúðarráðstöfunum í tengslum við vesturenda núverandi röntgen- deildar. Stjórnarnefndin leggur áherslu á að gengið verði frá teikningum fyrir þessar byggingar á þessu ári og að bygging þeirra geti hafist strax á næsta ári. • Blóðsíunardeild Blóðsíunardeild er nú til húsa á 4. hæð í tengibyggingu milli gamla og nýja spítala og er hér um nýtt húsnæði að ræða. Frá byrjun var þröngt í þessu húsnæði og á síðastliðnu ári komu fram tillögur frá framkvæmdastjórum spítal- anna um að tilflutning yrði að gera á þessari deild og kom fram tillaga um það að blóðsíunardeild yrði flutt í hluta af núverandi húsnæði húðsjúkdómadeildar, en henni búin önnur aðstaða eins og þörf krefur. Þessar ráðagerðir voru kynntar læknaráði og óskað umsagnar þess um þær er læknaráð gat ekki fallist á þessa tillögu en gerði engar tillögur í móti um bætta aðstöðu blóðsíunardeildar og F organgsverkefni: ný tæki til geislameðferðar Biðlistar kalla á sérstök viðbrögð Er hægt að nýta tiltækt húsnæði betur með endur- skipulagningu og tilfærslu? Úr hinu daglega starfi. lengra hefur málið ekki komist. Stjórnarnefnd er enn þeirrar skoðunar að blóðsíunardeild eigi að flytjast til með þessu móti og hefur hugsað sér að taka málið upp að nýju nú þegar. • Kennsluaðstaða Enda þótt margir yfirlæknar Landspítalans séu prófessorar og fjölda margir sérfræðingar, lektorar og dósentar, þá hefur Háskóli íslands aldrei haft neina kennsluaðstöðu á Landspítala sem háskólinn hefur kostað eða byggt upp. Öll kennsluaðstaða við spítalann er byggð upp af spítalanum sjálfum og hefur því ávallt verið af skornum skammti, því á hverjum tíma hefur vantað rými fyrir ýmiss konar starfsemi á spítalanum. Þó varð það úr að bæði byggingu fæðinga- og kvensjúkdómadeildar og við byggingu bráðabirgðahúsa rannsóknastofnanna var gert ráð fyrir kennslustofu á þessum stöðum báðum. Þar að auki var gert ráð fyrir nýrri kennslustofu í húsnæði þvottahússins, sem tekið var til afnota fyrir veirufræði, svo og er húsnæði fyrir kennslustofu í eldhúsbyggingu enda þótt sú að- staða hafi ekki verið notuð sem skyldi. Aðalkennslustofa spítalans er á fyrstu hæð i tengibyggingu og tekur þar upp mjög verðmætt húsnæði spítalans. Það hefur verið áhugamál stjórnarnefndarinnar að nota þessa kennslustofu undir aðra starfsemi svo og lesherbergi stúdenta sem er á þessum sama gangi og var fyrst og fremst hugað að því, hvort hægt væri að fá inni fyrir þessa starfsemi í Hjúkrunar- skólanum, sem er á lóðinni, og menntamálaráðuneytið hefur umsjón með. Enginn áhugi hefur verið hjá menntamálaráðuneyti til að sinna þessum óskum, sem fyrst og fremst hafa komið til ráðuneytis- ins frá yfirstjórn mannvirkja- gerðar, en stjórnarnefnd er þeirr- ar skoðunar að kennslustofan á fyístu hæð í tengigangi og lesher- bergi stúdenta þurfi að rýma þannig að rannsóknarstofur, sem eru á sama gangi, fái afnot af því húsnæði og stækki með því móti um 80—90 mz. Stjórnarnefndin telur að það sé hlutverk læknadeildarinnar og menntamálaráðuneytisins að sjá stúdentum í læknadeild eins og öðrum fyrir lesstofum, enda þótt spítalinn hafi hlaupið undir bagga um tíma. • Rannsóknarstofur Þegar stækkun Landspítalans var hugsuð á árunum 1945—1950, þá varð ekki séð fyrir þá þróun, sem að hefur orðið á öllum sviðum rannsóknartækni við lækningar Því fór svo að húsrými, sem ætlað var fyrir rannsóknarstofur í ný- byggingu Landspítalans reyndist mjög fljótt of lítið. Ekki var bætt úr þessum skorti að ráði fyrr en með byggingu bráðabirgðahúsa fyrir meinafræði og sýklafræði á Landspítalalóðinni og húsnæði gömlu 6. deildar og þvottahús var tekið undir, annars vegar blóðmeinafræði og hins vegar veirufræði. Alls hefur húsnæði rannsókna- stofu því aukist á síðustu 5 árum um það bil 1400mz á Landspítala. Þrátt fyrir þessa viðbót, þá eru rannsóknarstofur þær, sem eru í tengigangi inni á spítalanum í miklu húsnæðishraki, hins vegar þá hafa meinafræði, sýklafræði og veirufræði viðunandi húsnæðis- kost nú. Eins og sagt var hér að framan, þá eru þá hugmyndir stjórnar- nefndar að stækka húsnæði rann- sóknastofu með þvL að gera til- flutning á kennslu- og leshúsnæði stúdenta. • Göngudeildar- starfsemi á Landspítala Um árabil hefur verið göngudeildarstarfsemi á Land- spítala, þ.e.a.s. göngudeildarstarf- semi fyrir sjúklinga, sem hafa legið á spítalanum en þurftu að koma til eftirlits. Þar að auki hefur verið sérstök göngudeildar- starfsemi fyrir sykursýkis- sjúklinga, enda þótt þeir hafi ekki dvalist í spítalanum áður og að nokkru leyti fyrir gigtsjúklinga. Skipulögð starfsemi fyrir gigt- sjúklinga er þó ekki fyrir hendi vegna húsnæðisskorts. I hinni nýju kvenlækningadeild er sérstakt göngudeildarrými fyrir þá sjúklinga, sem þar vistast. Frá yfirstjórn mannvirkja- gerðar komu þær tillögur í desember s.l. til stjórnarnefndar og gera breytingar á rými í hinni nýju geðdeild og gera ráð fyrir því að öll göngudeildarstarfsemi Landspítalans gæti flutt í það húsnæði. Til að þetta verði hægt þarf að gera breytingar í þá átt að taka um 150mz af rými, sem ætlað var fyrir ýmiss konar verklega þjálfun geðsjúklinga og breyta því í göngudeildarhúsnæði. Enda þótt læknaráð Landspítala hafi ekki samþykkt þessar breyt- ingar, þá hefur stjórnarnefnd ákveðið að fallast á tillögur yfir- stjórnarinnar og er fyrirhugað að göngudeildarstarfsemin geti feng- ið húsnæði í geðdeildinni svo sem fyrr segir. Öll sú starfsemi, sem nú fer fram í kjallara í vesturenda Landspítala mun þá flytjast yfir í geðdeild og fá þar mun betri aðstöðu heldur en nú er fyrir hendi í Landspítala. Þá ^erður á einum stað göngudeildar- starfsemi spítalans önnur en sú sem fram fer í kvennadeild, göngud. geðdeildar B.H. og há- þrýstideildar. Líklegt er að breytingar þær, sem fyrr greinir verði um garð gengnar eftir fjóra mánuði, þannig að göngudeildarstarfsemi gæti hafist í geðdeild fyrir spítalann í heild á miðju ári. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um til hvaða nota það húsnæði, sem losnar í kjallara Landspítala verður notað, en sérstök nefnd á vegum stjórnarnefndar kannar nú tilfærslur ýmiss konar á starfsemi ' .. 7: % ■■ : : Hluti mannvirkja á Landspítalalóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.