Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 31 Junior Chamber í Reykjavík gekkst nýlega fyrir eldvarnarviku og kenndi þá m.a. notkun slökkvitækja. Var farið í grunnskóla borgarinnar og höfð sýnikennsla og á þessari mynd Kristjáns má sjá hvar verið er að leiðbeina í meðferð slökkvitækis. Þingfréttir í stuttu máli — Þingfréttir i stuttu máli Ingvar Gíslason, alþingismaður: Borað verði við Kröflu í sumar Ráðherra standi við orð sín, sagði Pálmi Jónsson Fuglamyndir frá Alaska og Hudson-flóa Á fræðslufundi Fuglaverndar- félagsins, sem haldinn verður í Norræna húsinu næstkomandi fimmtudagskvöld, 8. marz, sýnir dr. Terry S. Lacy litskuggamyndir af fuglum í Alaska og við Hudsonflóa. Dr. Lacy er kennari við Háskóla Islands og talar ágæta íslenzku. Hún hefur árum saman stundað fugla- skoðun og fuglaljósmyndun í fristundum sínum. Fjölskrúðugt fuglalíf er í Alaska og við Hudson- flóa og er ekki að efa að áhugamenn um fuglaskoðun fýsi að kynnast því af máli dr. Lacy og myndum. Hækkun á raforkuskatti Stjórnarfrumvarp um hækkun á verðjöfnunargjaldi á raforku, úr 13% í 19%, var afgreitt við aðra umræðu í efri deild í gær. Breyt- ingartillaga frá Eyjólfi K. Jóns- syni (S) og Hannesi Baldvinssyni (Abl.), þess efnis að fleiri fái hlutdeild í gjaldinu en Rarik og Orkubú Vestfjarða, ef sambæri- legar aðstæður eru fyrir hendi| var felld með 11 atkv. gegn 2. Frum- varpsgreinar voru síðan sam- þykktar með 11. atkv. gegn 6. Frumvarpsgreinar voru síðan samþykktar með 11 atkv. gegn 6. Frumvarpinu var vísað til 3ju umræðu (hefur áður verið sam- þykkt í neðri deild). Kannanir og einkahagir Framhaldsumræða var um frumvarp Kagnhildar Helgadótt- ur (S) um grunnskóla, þess efnis m.a. að kannanir á þessu skóla- stigi, sem snert geta einkahagi fólks, verði settar í hæfilegan lagaramma, til að tryggja rétt foreldris og barns. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) og Stefán Jónsson (Abl) andmæltu frumvarpinu, sem þeir töldu þó, samkvæmt orðanna hljóðan í frumvarpsgreinum, hafa ýmislegt gott að geyma, en vera þeim mun lakara í ljósi framsögu- ræðu flutningsmanns. Var einkum ÓRGr stóryrtur í því sambandi. Ragnhildur Helgadóttir (S) taldi hvorki frumvarp sitt né framsöguræðu höggva að rann- sóknum sem slíkum né fræði- mönnum, er að ynnu, heldur stefna að því að setja slíkum Skipulag og virkni heilbrigðisþjónustu: Heilsuvernd verði ríkari þáttur í heilbrigðisþ jónustu TVEIR læknislærðir þing- menn, Oddur Ólafsson (S) og Bragi Níelsson (A) hafa lagt fram á alþingi tillögu til þings- ályktunar, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um að fram fari könnun á skipulagi og virkni neðangreindra þátta heilbrigðisþjónustunnar: • 1. Heimilislækninga og heilsuverndar. • 2. sérfræðilæknisþjónustu, • 3. þjónustu við sérstaka sjúklingahópa, • 4. rekstrar sjúkrahúsa, • 5. öldrunarþjónustu og endurhæfingar. í könnun þessari skulu eftir- farandi atriði sérstaklega tekin til rannsóknar: a. Hvort aukin heilsu- verndarstarfsemi og breyting á skipulagi heimilislækninga ásamt verulega auknu fjár- streymi til þessara þátta væri líkleg til þess að minnka þörfina fyrir innlagnir í sjúkrahús. b. Hvort hentugra væri og árangursríkara að sérfræði- þjónusta við utansjúkrahús- sjúklinga væri í auknum mæli unnin á göngudeildum sjúkrahúsa, til hægðarauka fyrir sjúklinga, til frestunar sjúkrahúsinnlagna og stytt- ingar sjúkrahúsdvalar. c. Hvernig best verði komið fyrir þjónustu við sérstaka sjúklingahópa þannig að þeim sé skapað fyllsta mögu- legt öryggi og fjármagn nýtt á hinn hagkvæmasta hátt. d. Hvort ástæða sé til þess að endurskoða frá grunni áform um uppbyggingu sjúkrahúsa, þar eð forsendur hafa breyst verulega nú síðustu árin. Ennfremur er samræming á starfi sjúkrahúsa nauðsynleg og athugun á því hvaða rekstrarform henti okkur best. e. Athugunar er er þörf á virkni endurhæfingar og meðferð öldunarsjúkdóma. Könnun þessi verði fram- kvæmd af sérfræðingum og fyrstu niðurstöður lagðar fyrir næsta Alþingi. I niðurlagi greinargerðar segja flutningsmenn: „Talið er, að til heilsuverndar sé nú varið um það bil 1% af þeim fjármunum, sem heilbrigðisþjónustan notar. Með því að þessi tala færi upp í 4—5% mætti örugglega gera stórvirki á heilsuverndarsviðinu og á þann hátt spara verulegt fjármagn. Þetta væri verðugt verkefni þeirrar nefndar, sem að könnun- inni ynni, því að betra er heilt en vel gróið. Verndun heilsunn- ar á að vera fyrsta og veiga- mesta verkefni heilsugæslunn- ar. Liður í heilsuvernd er að tryggja hverjum landsmanni þjónustu heimilislæknis. Heimilislæknirinn á að vera vörður heilsu og heilbrigðs líf- ernis hjá hverri fjölskyldu. Við eigum nú nægilega mörg sjúkrarúm til þess að sinna landsmönnum. Langir biðlistar á vissum deildum benda hins vegar til þess, að þörf sé endur- skipulagningar og aukinnar samvinnu. Þetta væri eitt yfirgripsmesta verkefni könnunarinnar. Koma þyrftu til upplýsingar frá erlendum sérfræðingum, er að þessum málum vinna, og náin samvinna við heilbrigðisstéttir, er störfum gegna á sjúkrahús- um okkar. Um endurhæfingu og eftir- meðferð er það að segja, að þetta eru yngstu svið heil- brigðisþjónustunnar, starfssvið sem á síðustu áratugum hafa verið í örri þróun og háð síbreytingum. Á sumum sviðum endur- hæfingar stöndum við örugglega mjög vel, annars staðar er breytinga þörf, enda þetta svið fjárfrekt ekki síður en aðrar starfsgreinar heilsugæslunnar, en sérlega litlum fjármunum varið til endurhæfingar annarrar eftirmeðferðar hér. Með vaxandi velmegun og bættri heilbrigðisþjónustu hafa Islendingar komist í hóp þeirra þjóða þar sem meðalaldur er hæstur. Þetta þýðir að öldruðu fólki fer fjölgandi og vandamál þess verða stærri í sniðum. Það er því álit flutningsmanna að vandamál þessa fólks þurfi sér- stakrar athugunar við. Það er álit flutningsmanna, ab þótt sjúkrarúm og aðra að- stöðu virðist skorta, þá sé ekki sjálfsagt, að nýbyggingar séu nauðsynlegar, oft muni mögu- legt að bæta ástandið verulega með því að leggja aukna áherslu á að bæta aðra ódýrari þætti þjónustunnar og nýta betur þá aðstöðu, sem fyrir hendi er.“ könnunum eðlilegan ramma, er í senn tryggði eðlilegan rétt foreldr- is og barns varðandi einkahagi og sjálfsagðar aðhaldsreglur. Minnti hún í því sambandi á alþjóðlegar mannréttindaákvarðanir, sem nauðsynlegt væri að halda í heiðri, enda ólíklegt, að fræðimenn ömuð- ust við eðlilegum reglúm hér að lútandi. Sagði RH ræðu ÓRGr hafa verið „barmafulla af rang- færslum, getsökum, hroka og óheiðarlegum málflutningi", sem ekki væri við hæfi að viðhafa í málefnanlegri umræðu. Þriðja vinstri stjórnin í neðri deild var fram haldið umræðum um framkvæmda- og lánsfjáráætlun. Sighvatur Björgvinsson (A) taldi ríkisstjórnina sem heild hafa markað ákveðna stefnu í fjárfest- ingarmálum, lánsmálum (vaxta- málum) og launamálum, með greinargerð sem fylgt hefði stjórn- arfrumvarpi í desember sl. — sem orðið væri að lögum — fjárlögum og nú lánsfjáráætlun. Það tjóaði því lítið fyrir alþýðubandalagið að mótmæla nú stefnuákvörðunum, sem ráðherrar þess hefðu í raun fallist á, ekki einu sinni, heldur margsinnis. SBj minnti á að Al- þýðubandalagið hefði áður setið í tveimur vinstri stjórnum. Hin fyrri hefði hrökklast frá vegna þess, að ekki hefði verið hægt að ná neinni samstöðu við það í efnahagsmálum. Hin síðari (1971—74) hefði tekið við 9 til 10% ársvexti af verðbólgu, en skilaði þjóðfélagi með um eða yfir 50% verðbólgu. Og nú setti Alþýðu- bandalagið enn fót fyrir nauðsyn- legar aðgerðir. En hver veit nema Eyjólfur hressist sagði hann. Nauðsynlegt að halda áfram borunum við Kröflu Ingvar Gíslason (F) boðaði breytingartillögu, þess efnis að tekið yrði 660 m.kr. lán til að gera tvær borholur við Kröflu á þessu ári. Ekki hefði teklzt að tryggja nægjanlegt gufumagn til Kröflu- virkjunar m.a. af bortæknilegum ástæðum. Orkuþörf Norður- og Austurlands verður bezt fullnægt með því, sem og orkuöryggi tryggt, að Kröfluvirkjun fái nægjanlega gufu til að fullnýta vinnslugetu, 30 MW. Gufuvirkjun hefði þann stóra kost að vera ekki Káð árstíðabund- um sveiflum eins og vatnsafls- virkjanir. Iðnaðar- ráðherra bregst fyrirheitum Pálmi Jónsson (S) vitnaði til ræðu iðnaðarráðherra, sem hann flutti Alþingi 15. desember sl., þar sem hann hefði sagt að fjárhags- vanda RARIK ætti að mæta ann- ars vegar með 600 m.kr. óaftur- kræfu fjárframlagi úr ríkissjóði, vegna félagslegra, óarðbærra framkvæmda, sem og hækkun á verðjöfnunargjaldi. Nú væri hins- vegar gert ráð fyrir að RARIK tæki þessar 600 m.kr. að láni, bæri af því láni allan vaxtakostnað, en fengi 120 m.kr. á ári, næstu fimm árin úr ríkissjóði, til að greiða það niður. Hér væri um algjörlega ófullnægjandi viðbrögð að ræða, sagði Pálmi. Las hann upp sam- þykkt stjórnar RARIK, sem fól í sér áskorun um að staðið yrði við fyrirheitið um óafturkræft fram- lag vegna félagslegrar þjónustu RARIK. Ný lög — ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot I gær var afgreidd sem lög frá Alþingi ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot, sem tekur til þeirra vinnulauna, sem forgangsrétt hafa skv. lögum um skipti á dánarbú- um, félagsbúum o.fl. óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: □ Laugavegur -j_33 VESTURBÆR: □ Túngata □ Garöastræti □ Miöbær □ Grenimelur 26—49. KÓPAVOGUR □ Hlíöarhverfi UPPL. I SIMA 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.