Morgunblaðið - 06.03.1979, Side 13

Morgunblaðið - 06.03.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 Lágfiðluleikur Efnisskrá: Brahms . Sónata op. 120, nr. 1 Hallnás ........ Sónata op. 19 Sjostakovits ... Sónata op. 147 Samleikur: Ingvar Jónasson og Hans Pálsson Efnisskráin spannar hundrað ára tímabil í tónsköpun og hófst með verki eftir Brahms, sem hann upphaflega samdi fyrir klarinett, en breytti síðar fyrir flutning á lágfiðlu. Báðar „lág- fiðlu-klarinett" sónöturnar eftir Brahms eru stórkostlegur tón- vefnaður og vandfluttur skáld- skapur. Flutningur verksins var hinn vandaðasti en nokkuð mikið án tilþrifa eða skáldlegrar túlkunar. Annað verkið á efnis- skránni var sónata eftir Hallnás. Hallnás er eitt þeirra tónskálda, sem lenda á milli þeirra skila er marka niðurlag rómantískrar tónlistar og upp- haf nútíma tónlistar. Hann nemur við kennsluborð ríkjandi hefðar, reynir síðar að tileinka sér nýja stíltækni, en þó ekki fyrr en hún er orðin „academisk" og tekin að stirðna í eigin predikun. Fyrir skapandi listamann getur verið erfitt að velja og hafna, hvort hann skuli halda sig við viðurkenndar Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON gamlar vinnuaðferðir eða nýjar. Hvort tveggja getur verið jafn bindandi og blindandi fyrir sköpun listamannsins. Þannig mátti heyra í sónötu Hallnás, að hann reyndi bæði að halda og sleppa en gerði raunar hvorugt. Síðasta verkið er nýtt af nálinni, síðasta verk Sjostakovits og stórkostlegt tóndæmi tónskálds, sem er bæði maður nýjunga og rótfastra hefða, er hann drottnar yfir, en eru honum ekki fjötur um fót. Sjostakovits þurfti að ganga í gegn um afskipti stjórnvalda, á honum hvíldi krafa um að halda merki sínu hátt og ávallt tókst honum að kveðja sér hljóðs, með þeim hætti að ofar stóð allri gagnrýni og tilætlunarsemi. Sónatan op. 147, er stórbrotin tónsmíð, hefst eins og leikur upp úr engu, er tekur svo á sig margbreytileg myndform lífsalvörunnar og náttar í kyrrð minninga um leit Ingvar Jónasson liðinna kynslóða að eilífri og algildri fegurð. Stórkostlegt verk. Ingvar Jónasson er frábær fiðluleikari og náði hann sterkum tökum á síðasta verk- efninu, sem var hápunktur tón- leikanna. Hans Pálsson er góður píanóleikari og var samspii hans og Ingvars mjög gott. Um þátt Ingvars að íslenskri tónmennt og það hversu fjarvera hans er mikill missir, væri hægt að fjalla um sérstaklega, en tengsl hans við heimahagana er góð uppbót. Þeir aðilar ^er fást yið tónleikahald hér á landi, mættu fá til landsins, í ríkara mæli en nú tíðkast, þá íslensku tónlistar- menn er starfa erlendis, til að halda hér tónleika, bæði sjálf- stætt og með erlendum samstarfsmönnum og þar með viðhalda lifandi tengslum við þessa útlaga, íslenskri tónmennt til gagns og þeim sjálfum, sem hvatning til að snúa heim og erja land forfeðra sinna, eftirkomendum til heilla. Jón Ásgeirsson. Tillaga á Alþingi: Leit að djúp- sjávarrækju LÁRUS Jónsson (S) mælti sl. föstudag fyrir tillögu til þings- ályktunar. sem hann flytur ásamt Matthíasi Bjarnasyni (S), Pálma Jónssyni (S) og Sverri Hermannssyni (S) um aukna leit að djúpsjávarrækju fyrir Vestf jörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Tillagan gerir ráð fyrir aukinni og skipu- lagðri leit að djúpsjávarrækju að höfðu samráði við útgerðar- menn og sjómenn, sem reynslu hafi af veiðum á rækju á djúp- miðum. Úthafsrækja Lárus Jónsson sagði m.a. í framsögu sinni. „Árið 1969 fundust rækjumið við Grímsey og Kolbeinsey, þau fyrstu sem nefna má djúprækju- mið. Fram til 1976 var oft leitað rækju á djúpslóð, en sú leit var ónóg með öllu og ekki nægilega samfelld. Á árinu 1976 var gert verulegt átak í þessu efni fyrir forgöngu Matthíasar Bjarna- sonar fyrrv. sjávarútvegsráð- herra. Farnir voru nokkrir leitarleiðangrar og keyptar voru m.a. frá Færeyjum sérstakar rækjuvörpur hliðstæðar þeim, sem Færeyingar hafa notað við Vestur-Grænland með góðum árangri, en þeir hafa veitt þar þúsundir tonna undanfarin ár af stærri úthafsrækju sem selst á ótrúlega háu verði. Láta mun nærri, ef tekið er mið af nýlegri reynslu hér á landi, að stór úthafsrækja, 70—90 stk. í kg, seljist á nálægt 75% hærra verði en ef stykkjatalan er 120—150 og 50% hærra verði en ef stykkjatalan er 90—120 í kg. Árangurinn af aukinni rækju- leit árin 1976 og 1977 varð umtalsverður einkum fundust mið á Dohrnbanka og flákanum norðan hans, en þar veiðist nú stærsta rækja sem veiðst hefur við ísland, allt niður í 50 stk. í kg. Djúprækjumið, sem nú eru nýtt, eru orðin fimm: Dohrn- banki, Norðurkantur, Kolbeins- eyjar- og Grímseyjarsvæði og Eyjarfjarðaráll. Ástæða er til að ætla að víða umhverfis land, einkum úti fyrir Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi, sé að finna djúpr- ækjumið. Sú litla reynsla, sem við íslendingar höfum á sviði djúprækjuveiða, bendir ótvírætt til að þar sé um að ræða ónýtta auðlind sem getur gefið ótrúlega mikinn afrakstur auk þess sem aukin áhersla á djúprækju- veiðar gæti dregið úr sókn í ofnýtta fiskstofna. Flm. Þess- arar tiilögu vilja vekja athygli á þessu og hvetja til þess, að skipuleg leit að djúprækju verði verulega aukin. Tilhögun leitar Lársu sagði þá tilhögun rækjuleitar vænlegasta til árangurs og jafnframt fjárhags- lega hagkvæmasta, að leigja fiskibáta eða togara til leitar- innar. Slíkt sé farsælla en nýta skip Hafrannsóknastofnunar. Útgerðarkostnaður þeirra sé mikill og vinnutími á þeim styttri en tíðkist á fiskiskipum, auk þess sem reynsla skip- stjórnarmanna í fiskiflotanum sé mikilvæg. Sjálfgefið er, sagði hann, að leitin sé undir stjórn Hafrannsóknastofnunar, og þann veg knýtt saman reynsla fiskifræðingsins og fiskiskip- stjórans. Þá minnti Lárus á reynslu og frumkvæði Snorra Snorrasonar, skipstjóra á Dalborgu, eina djúpsjávarrækjutogara Is- lendinga, á þessu sviði. Sam- vinna milli Hafrannsókna- stofnunar og útgerðar Dalborg- ar sé því æskileg að hans mati, ef standa eigi að leit á djúp- sjávarrækju umhverfis landið á hagkvæman og hagnýtan hátt. Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni Iðnaðarbankinn Aðalbanki og útibú ' Gleðilegt sumar, gott er nú blessað veðrið!! Ertu farinn að hugsa hlýtt til sumarsins? Hvað á að gera í fríinu? Hvert skal halda? Verður farið til útlanda með fjölskylduna? Á að taka bílinn með til Norðurlanda eða fljúga suður til sólarstranda? Sjaldnast eru auraráðin of mikil ef ætlunin er að gera góða reisu. En nú er orðið auðvelt að bæta úr því. Það gera IB-lánin. Með reglubundnum mánaðar- legum sparnaði og IB-láni geturðu tryggt þér umtalsvert ráðstöfunarfé. Og ef makinn er með - tvöfaldast möguleikarnir. Er þettaekki lausn sem þér líkar? Leitið upplýsinga um IB-lán, fáið bækling

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.