Morgunblaðið - 06.03.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 06.03.1979, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 Þóroddur Guðmundsson: Geirlaukur Eddu, heilsulaug fólksins og hamingjugjafi Ileimili Gustafs Larsson í gotlenzkum stfl. Mikið hefur verið rætt og ritað um norræna samvinnu á síðustu árum, þar með taldar þýðingar norrænna bókmennta af einu Norðurlandamáli á annað. Varið hefur verið talsverðu fé til útgáfu þeirra bóka á norræn mál og margt og misjafnt sagt um ágæti þeirra eða ókosti. Hefur þar marg- ur otað sínum tota, með eða án verðleika. Norræn samvinna er margþætt, stjórnmálalegs, fjárhagslegs og bókmenntalegs eðlis. Hin síðast talda verður einkum gert hér að umtalsefni. Víkur nú sögunni til þess manns, er langmesta stund hefur lagt á að þýða íslenzk ljóð á norsku, dr. ívars Orglands, og um leið hlutdeildar hans í þessari grein norrænnar samvinnu, sem fyrst og fremst er fólgin í kynn- ingu íslenzkra bókmennta á norsku, en hún er einstætt afrek í sinni röð. Hann hefur þýtt úrvals- ljóð eftir 9 skáld, íslenzk ljóð frá vorri öld (1975), íslenzk gull- aldarljóð (1976), hvort tveggja mikil rit, og í lausu máli fslenzkan aðal eftir Þórberg Þórðarson. Árið 1978 færði dr. Orgland út kvíarnar og flutti sig austur til Gotlands og sendi frá sér stóra bók, 255 bls., þýddra ljóða, Gustaf Larsson Gotlenzk ljóð eftir Gustaf Lars- son, þar með töldum 48 blaðsíðna formála. Gotlenzk ljóð í þýðingu Org- lands er sýnishorn eða úrval úr ljóðabókum frumhöfundar, 12 að tölu. Með þýðingu þessa úrvals hygg ég að Orgland hafi unnið harla þarft verk fyrir norræna menningu og bókmenntir með því að kynna löndum sínum skáldskap Larssons. Orgland eru þaulvanur og þjálfaður þýðandi og birtir þarna sérstakan þátt gotlenzks þjóðlífs og menningar á einni af þrem þjóðtungum Norðurlanda, þeirra sem germanskar eru. Hann á fyrir það miklar þakkir skyldar og sannan heiður. En ekki nóg með það. I löngum formála fyrir ljóðunum gerir Org- land grein fyrir lífsstarfi Gústafs Larssonar og persónu hans, en hvort tveggja er harla fjölþætt, svo og sérkennum gotlenzkrar tungu, sem er afar fornt mál og sérkennilegt, en þó náskylt öðrum germönskum málum, til að mynda íslenzku, færeysku, norsku og þýzku... Fyrst er eðlilegt, að gerð sé nokkur grein fyrir Gústaf Lars- syni. Hvergi sést þess getið, að hann sé skólagenginn, en mikill kunnáttumaður er hann í mörgum greinum. Dverghagur er hann og hefur lagt stund á byggingar í fornum stíl framar öðru. Faðir hans lagði grunn að byggðasafni því, sem Gústaf síðar fullgerði með mikilli prýði. Hann er líka fornleifa- og þjóðminjafræðingur, eins og hver kemst að raun um, sem fær að skoða Norrianda fornstuga undir hans leiðsögn. Hann er forkunnargóður ljós- myndari, hefur tii að mynda feng- ið ýmis verðlaun fyrir þjóðlífs- og blómamyndir sínar og hefur með ljósmyndum sínum varðveitt margt út þjóðlífinu frá glötun. Grasafræðingur er hann frábær, enda blómavinur. Frábærlega er hann ritfær á laust mál, og hefði verið gaman að hafa sýnishorn þess í bókinni, auk ljóðanna. Átt- haga- og ættjarðarást hans er hrein og fölskvalaus. Hann elskar Gotland, sem bezt sést á því, að hann hefur hvergi annars staðar unað lífinu stundinni lengur. Vin- sæll er hann svo, að hverjum manni þykir vænt um hann, þeim sem honum hefur á annað borð kynnzt. Það, sem nú hefur verið sagt, hefði ég ekki þorað á borð að bera, ef ég hefði ekki persónulega reynslu fyrir því, að það er satt. Það byggi ég á persónulegum kynnum. Hann þekkir af eigin reynslu skyldleikann við norskan, sænskan, íslenzkan og um fram allt gotlenzkan anda. Og hið sama hygg ég, að mætti segja um danska og finnska menningu, ef hann væri þeim jafnkunnugur. Eg þekki engan mann, sem er jafn- mikill eða meiri persónugervingur norræns hugar. En hvað um skáldskap hans, fyrst þessi grein á einkum um hann að fjalla? Gústaf Larsson er fyrst og fremst skáld, hljóðlátt og hógvært, jafnvel hlédrægt og feimið, eins og hann sé að biðjast afsökunar á því að vera til. Þegar hann var 85 ára og honum var haldið heiðurssamsæti með hljóm- leikum, ræðuhöldum og upplestri, var það með naumindum, að hann fengist til að koma fram, og ekki var að tala um, að hann sæti á fremsta bekk í salnum í Visby, þar sem athöfnin fór fram. Hann settist aftar í salnum! Gústaf Larsson er ekki gefinn fyrir að trana sér fram. Og svo mikið fálæti hefur honum verið sýnt af bókmenntafræðingum í Svíþjóð, að í tveimur kunnustu sýnisbókum sænskra ljóða, Lyrikboken, en svensk antologi, redaktör Tage Nilsson (1951) og Den svenske lyriken fr&n Ekelund till Sonnevi, Antologi av Tom Hedelund (1978), er ekkert ljóð tekið eftir Gústaf Larsson. Ég hef heyrt íslenzk góðskáld láta sér fátt um skáldskap Gustafs finnast. Ekki karpa ég um það efni við þau. En íslenzki bókmenntafræðingur- inn og skáldið, Kristján Karlsson, lét sér sæma að birta tvö af ljóðum Gustafs úr kveri mínu Gotlcnzkum ljóðum, sem út kom 1975 í þýðingum sínum, 5 bindi af íslenzku ljóðasafni. Minnisstæð er mér fyrsta kom- an að Fjölum í Anga, þar sem Gustaf Larsson býr, íbúðarhúsið hvíta með askinum fyrir framan það og smíðaverkstæðinu á vinstri hönd, hæglátt fas húsbóndans og heiði svipur, silfurhvítt hárið og augun blá. En minnisstæðust er mér röddin, einkum þegar hann las úr eigin verkum eða þá íslenzk ljóð í þýðingu á önnur Norður- landamál. Hún var svo mjúk og mild, þrungin tónlist — rödd Gotlands. Þróun ljóðrænu Gústafs að efni og formi er svo gagnger, að bylting má kallast. Fyrstu bækur hans. Strandbyggð (1912) og Heimferð (1923) eru í bundnum stíl, en í þeirri síðustu, Utanför (1977), er skáldið búið að ná svo fullkomnu valdi yfir formi, hljóm og hrynjandi, að hvergi skeikar. Hann er orðinn algerlega frjáls. Þar á milli eru hans mörgu og heillandi ljóð á fornmálinu, got- lenzkunni, tungu þeirri, sem enn er töluð í sókn hans á Austur-Got- landi og Fárö og hann er farinn að temja sér á árunum um og eftir 1960. Með því gerist hann skáld gotlenzkunnar og skipar þar svipað sæti í norrænum bók- menntum og Robert Burns í enskumælandi heimi, en hann orti á skozkri mállýzku, svo gerólíkir sem þeir voru að öðru leyti. Hitt er þó eigi síður athyglisvert fyrir oss Islendinga, hversu mjög Gústaf í ljóðum sínum líkist Jónasi Hallgrímssyni, enda er hann mikill aðdáandi hans, og kynntist Gústaf honum óbeinlínis, bæði skáldskap og æviferli. Hvorugu gat hann gleymt. Hann sýndi mér ljóða fyrst í bókasafni sínu Hvide falke, íslenzk ljóð í danskri þýðingu eftir Guðmund Kamban, þar á meðal Ferðalok og mundi kveikju þess kvæðis, ástar- sorg Jónasar, sem snart hann djúpt. Þegar Gústaf ári síðar kom til Islands í fyrsta sinn, ferðaðist hann norður í Öxnadal. Og þegar heim kom, þýddi hann þetta kvæði á sænsku og eftir atvikum frábær- lega vel. Dylst ekki skyldleikinn með Jónasi og Gústaf í ástar- játningu beggja til náttúrunnar: Skyldleikinn lýsir sér bæði þar, sem um er að ræða skilning á alþýðumálinu, fagurt ljóðrænt form og innilegt samband náttúr- unnar við mannssálina, sem er aðalsmerki beggja. Til dæmis að taka eiga blómin mikilvægu hlut- verki að gegna hjá báðum. Islenzk yrkisefni, sem minna á Jónas og skírskota til ferðar Gústafs Larssons til Öxnadals og fleiri staða á Islandi og annarra kvæða Jónasar, svo sem Gunnars- hólma og Alþingis hins nýja, já, einnig til fornaldar vorrar, sbr. Geirlauk Eddu, sem er ímynd Sigurðar Fáfnisbana,, eru víðar í kvæðum Gústafs. Tökum til að mynda ljóðið Geirlauk Eddu, sem um leið er lofgerð um norræna hetjudáð: Geirlaukur Eddu Villilaukurinn — segir þú — er firrtur allri fegurö, segðu heldur, að hann hafi á öllum öldum verið heiisuiaux fúlksins og hamingjuKjafi, mót göldrum og gerninKum, geirlaukur Eddu, angan mannkyns og ynKÍngarlind. (Gotlenzk Ijóð, 1975, Þ. Guðm. fslenskaði). Slík yngingarlaug hefur got- lenzka skáldinu Gústaf Larsson orðið Edda, Jónas Hallgrímsson, Hraun í Öxnadal, fornöldin, ís- lenzkur og gotlenzkur gróður að enn þá lifir hann, Guði sé lof, svo ungur í anda sem nokkur af oss, þótt 86 ára sé sem táknmynd af Þórsborg Gotlenzkrar sléttu á asturströnd þessarar hvítu og grænu eyjar, útvörður norrænunn- ar í austri, líkt og ísland er það á vesturvegum. Hann gæti verið fyrirmynd vor, sakir kærleika síns til alls, sem fegurst er og göfugast á íslandi að fornu og nýju. -Og vel sé ívari Orgland fyrir afrek hans fyrr og síðar við að túlka á tungu frændþjóðar vorrar, Norðmanna, sýnisbækur öndvegis- ljóða fegurðar og göfgi, hvort sem þau heldur eru íslenzk eða got- lenzk. Ég vona, að gagnsemin sé sú sama, hvort heldur sem er. Það er einn sá þáttur norrænnar kynningar og samvinnu, sem þrátt fyrir allt er hvað mest um verður og minnzt skal miklu lengur en þó að þráttað sé um þorskveiði við Jan Mayen, svo mikilvægir sem þeir fiskar eru. Þorskinn er hægt að endurnýja og fá hann bættan, en ekki yngingarlaug geirlauks Eddu og angan hans. Sé sú yngingarlind frá norrænum þjóðum tekin um aldur og ævi, er tjónið óbætanlegt. Þóroddur Guðmundsson. Fréttabréf frá Bolungarvík BolunKarvfk, 3. marz GÆFTIR voru nokkuð góðar í febrúar. Héðan róa 15 bátar, 7 á línu, sjö á rækju og einn á net. Auk þess eru gerðir héðan út tveir skuttogarar og einn loðnu- bátur. Línubátarnir sjö fengu 450 lestir í 126 róðrum. Af rækju- veiðunum er það að segja að aflamagnið hefur verið takmarkað þannig að viku- skammturinn er nú 3 lestir á bát og eru bátarnir undantekningar- laust með þann skammt yfir vikuna. Afli togaranna hefur heldur glæðzt, en aflinn í febrúar var samtals 650 lestir. Lítils háttar loðna barst á land í febrúar, en menn gera sér bjartar vonir um að úr rætist með hana, þar sem vart hefur orðið við talsverða loðnu á Vestfjarða- veiðum. Hafrún kom í gærkvöldi með 450 lestir af loðnu. Þessi vetur, sem nú er langt gengið á, hefur verið sérlega snjóléttur og er það samdóma álit manna, að ef varanleg tenging við Djúpveg hefði verið komin, hefði verið bílfært til Reykjavíkur í mestallan vetur. Það sem á vantar þarna er tiltölulega stuttur vegarkafli, sem leggja þyrfti. Furða menn sig hér á því að slíkt skuli standa í ráða- mönnum. Sem stendur er enginn læknir hér, er. hingað kemur læknir frá ísafirði tvisvar í viku. Virðist ganga erfiðlega að fá lækni til að setjast hér að, þrátt fyrir nýja og fullkomn'a heilsugæzlustöð og að auki er hér stór og góð læknis- íbúð. Á síðasta ári störfuðu hér sex eða sjö læknar og er ekki við því að búast að hin nauðsynlegu tengsl náist milli lækna og bæjarbúa, þegar svo örar skiptingar eru. Á þessum tíma árs ber mest á hefðbundnum samkomum svo semeins og þorrablótinu, sem haldið var í janúar með miklum glæsibrag að vanda. Nýlega hélt kvenfélagð Brautin sína árshátíð, þar sem öllum bæjarbúum 70 ára og eldri er boðið. Að tilstuðlan skáknefndar UMFB var Helgi Ólafsson skákmeistari hér með skáknámskeið og sóttu það 50 ungir skákáhugamenn. Nú um helgina efnir Junior Chamber til ljósmyndasýningar í ráðhússaln- um. Myndirnar hafa fjórir áhugaljósmyndarar á ísafirði tekið. Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.