Morgunblaðið - 06.03.1979, Page 26

Morgunblaðið - 06.03.1979, Page 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 Létt bank í borð og orðið stopp í sögnum eru að verða sjálfsagður hluti spilsins hjá bridgefélögunum á höfuðborg- arsvæðinu. Áhorfendum og öðr- um, sem ekki þekkja þessi tiltæki kemur þetta efíaust spánskt fyrir sjónir, enda nýlegt fyrirbrigði. Viðvörunarbankið og stopp-beiðnin eru í rauninni aðeins eðlileg afleiðing túlkun- ar á bridgelögunum, sem eru jú eingöngu til þess ætiuð, að keppnisbridge fari eðlilega fram og að allir hafi sama möguleika tii að ná eðlilegum árangri í hverju spili. En vax- andi f jöldi alls kyns gerfisagna gerir þetta sífellt erfiðara. Fyrra spilið að þessu sinni skýrir nokkuð framkvæmd og tilgang þessara tveggja atriða. Þú, lesandi góður ert með spil suðurs í sveitakeppni. S. 5 H. K83 T. ÁD109764 L. Á4 Allir eru á hættu, vestur gefur og opnar á einum spaða. Félagi þinn í norður segir pass og austur segir tvö lauf. Áður en þú færð tækifæri til að segja bankar vestur laust í borðið. Hvað þýðir þetta? Þetta er aðeins viðvörun, sem skylda er að nota þegar sögn hefur ekki sína venjulegu og eðlilegu merkingu. Leggja verð- ur áherslu á, að í slíku tilfelli má aðeins láta vita af þessu en alls ekki skýra merkingu sagn- arinnar nema sérstaklega sé um það beðið af þeim sem á að segja. Þess vegna spyrð þú um ástæðu viðvörunarinnar. Og vestur segir þá sögnina ekki vera kröfu eins og væri í eðlilegu sagnkerfi. Sýni aðeins langan lauflit og léleg spil. Út af fyrir sig var gott að vita þetta og kemur sjálfsagt til með að hafa áhrif þegar þú velur sögn þína. Og hver er hún? Sjálfsagt kemur þér fyrst í hug að stökkva í þrjá tígla. Og til að veita andstæðingi þínum í vestur eðlilegan umhugsunar- tíma segir þú stopp um leið. Hann mun þá segja að hæfilegri stund liðinni, ca. 15 sekúndur, og aðrir við borðið hafa ekki mögu- leika til að draga ályktanir af umhugsun hans. Með þessu er ekki verið að segja, að svindlari sé við borðið en misjafn er sauður í mörgu fé og þetta er eingöngu fyrirbyggjandi aðgerð, hugsuð og notuð til að koma í veg fyrir hugsanlegar leiðinleg- ar ásakanir. En er best að segja þrjá tígla? Leiða má skynsamleg rök að því, að svo sé ekki. Sú fyrri er, að þú ert á hættu og þá er dýrt að fara tvo til þrjá niður, jafnvel dobl- aða. Og hin ástæðan er að báðir andstæðingarnir hafa þegar sagt og því síður ástæða til að trufla sagnir þeirra. Þú segir því tvo tígla. Vestur segir þá tvö hjörtu, Nú skipta lesendur um sæti og taka við spilum austurs. Norður S. D6 H. G85 T. ÁKD532 L. KD Austur S. KGIO H. 762 T. G10764 L. Á6 Sagnirnar urðu þessa;. Norður Suður 1 Tígull 2 Lauf 3 Tíglar 3 Grönd. Vestur spilar út hjartakóng, sem suður tekur með ás ög spilar laufsjöu. Vestur lætur tvistinn, kóngur og nú koma spurningarnar og svörin. Höfum við hugmynd um styrk og skiptingu spila suðurs og vesturs? Svar: Vestur á KDIO ásamt einu eða tveim smáspil- um í hjarta. Þá er vitað um í allt 31 háspilapunkt og suður hefur þannig sagt 2 Lauf með minna en 10 punkta. Hann á mörg lauf, sennilega sex ef marka má tvistinn frá makker sem lægsta Barið í borðið... félagi þinn þrjá tígla og austur pass. Og aftur þarftu að ákveða sögn? Eftir sögn félaga þíns veistu, að spil þín eru ekki mikils virði en þeim mun betri til sóknar. Öll háspil norðurs ættu að koma að gagni og því ekki óskynsam- legt að stökkva beint í fimm tígla. Þrjú pöss fylgja og vestur spilar út spaðakóng. Norður S. Á83 H. 975 T. K53 L. DG109 Suður S. 5 H. K83 T. ÁD109764 L. Á4 Bridge Umsjón: PÁLL BERGSSON Við lítum á spilið sem röð spurninga og svara. Hversu margir eru hugsanleg- ir tapslagir? Svar: 3 í hjarta og 1 í laufi. Hvaða möguleiki er til að fækka tapslögum þessum hæfi- lega? Svar: Að nýta laufin í borðinu. Það er í öllu falli mjög líklegt að austur eigi laufkónginn. Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi þegar láta verður tapsiagi af hendinni í lit blinds? Svar: Fyrir hendi þurfa að vera innkomur í borð:ð ng að auki þarí aö gæia pess, aö ausuir komist ekki að lit að spila hjarta. í samræmi við þetta gætum við þess, að geyma tígulfjarkann svo fimmið geti síðar orðið innkoma en til að svo megi verða þurfa trompin að skiptast 2—1 á höndum austurs og vest- urs. Og einnig ætlum við að svína laufi og síðan trompsvína til að pína laufkónginn af austri. Þá má skipuieggja úrspilið. Fyrsta slaginn getum við tek- ið með spaðaás og spilum síðan spilið í huganum. Spaðaásinn, tígulþristur á ásinn og sexið á kónginn. Þá laufdrottningu spil- að, austur lætur ekki kónginn, lágt af hendinni og vestur lætur spaða. Og eftir að hafa tekið á laufás er okkur ljóst, að eina innkomu kemur til með að vanta til að geta látið hjarta af hend- inni í fjórða laufið í borðinu. Laufásinn hefur þannig flækst fyrir og þannig gert þessa úr- spilsaðferð ófæra. Of hættulegt væri að taka á laufásinn áður en trompin væru tekin af andstæðingunum því þá gæti vestur trompað. Og ekki kemur til mála að taka á laufás og spila aftur laufi. Þá getur austur spilað hjarta. Er þá útilokað að vinna spil- ið? Enn höfum við ekki komið auga á einu færu leiðina. Og upphaf hennar er að leyfa vestri að eiga fyrsta slaginn á spaða- kónginn. Vestur má eiga út, hann getur ekkert gert okkur og taki hann á hjartaásinn verða okkur allar leiðir færar miðað við, að laufkóngurinn sé á hendi austurs. Vestur gerir því best með því að spila aftur spaða. Við trompum þá með sexinu, tökum á tígulásinn og spilum tíunni á kónginn. Nú er tími til kominn að laufinu sé spilað. Austur lætur lágt og borðið fær slaginn. Og nú' tökum við á spaðaásinn og látum laufásinn af hendinni. Norður S. Á83 H.975 T. K53 L. DG109 Austur S. G64 H. 104 T. 8 L. K876532 Vestur S. KD10972 H. ÁDG62 T. G2 L. - Suður S. 5 H K83 T. ÁD109764 L. Á4 Eftir þetta verður auðvelt að pína út laufkónginn og tígul- fimmið verður innkoma til að láta í laufin tvö hjörtu af hend- inni. Við þetta verður að bæta, að okkur Morgunblaðsmönnum þykja sagnir vesturs og austurs heldur dauflegar. Vestur gat hæglega sýnt betur skiptingu sína og austur gat sýnt stuðning sinn við spaðann fremur en að segja frá langloku sinni í lauf- inu. Og auðvelt hefði verið að fá ellefu slagi í spaðasamningi. af þrem. Auk þess á suður spaðaásinn. Er hægt að telja vinningsslagi suðurs? Svar: Já, hann vonast til að fá fimm á lauf, þrjá á tígul, tvo á hjarta (ath. gosinn) og spaðaásinn. Ellefu í allt. Er hægt að koma í veg fyrir að hann fái þessa slagi? Svar: lá, sé hægt að rjúfa samgöngu- leiðir hans milli handanna. Og það má gera með því að ráðast á einu innkomuna þ.e. spaðaásinn, meðan laufliturinn er enn stífl- aður. Þetta má gera á tvo vegu. Spila hjarta og vonast til að vestur spili spaðanum eða að taka völdin sjálfur og spila spaðakóng! Norður S. D6 H. G85 T. ÁKD532 L. KD Austur S. KG10 H. 762 T. G10764 L. Á6 Vestur S. 9842 H. KD1043 T. 8 L. 532 Suður S. Á753 H. Á9 T. 9 L. G109874 Nú má sagnhafi berjast eins og hann getur en fær alls ekki nema 8 slagi. Það er of snemmt fyrir hann að taka á spaðaásinn þar sem laufdrottningin er enn í borðinu og gefi hann slaginn spilum við aftur spaða og tryggjum með því snyrtilegan varnarsigur. Stefán Jónsson: Tónlistarkvöld í Miðgarði Þann 18. janúar sl. voru haldnir tónleikar í Miðgarði, Skagafirði, á vegum Tónlistarfélags Skagafjarð- arsýslu. Þar komu fram söngkonan Ruth L. Magnússon og tenórsöngvarinn Friðbjörn G. Jónsson en undirleik annaðist Jónas Ingimundarson píanóleikari. Tónleikar þessir voru vel sóttir, fullt hús að heita mátti enda þarna á ferð ágætt listafólk sem marga fýsti að sjá og heyra. Sá háttur var hafður á þessum tónleikum að efnisskrá var kynnt jafnóðum af undirleikara, Jónasi Ingimundarsyni. Var kynning hans mjög skýr og skemmtileg. Jónas lék einnig tvö verk á píanó eftir þá meistarana Franz Schu- bert og Franz List. Eftir Schubert lék hann Tónaljóð op. posth. í es moll, og þótti mér sem hann með leik sínum leiddi okkur áheyrend- ur inn í heim löngu liðinna tíma, þegar Schubert meistarinn mikli var enn uppi og samdi sínar dásamlegu tónsmíðar, en þetta litla tónaljóð ber einmitt svo sterkan svip af píanótónsmíðum Schuberts. I þetta sinn var það líka flutt okkur af tilfinningu og vandvirkni. Söngur þeirra Ruthar og Frið- bjarnar var fjölbreyttur og skemmtilegur. Friðbjörn söng meðal annars gömul ítölsk lög frá baroktímabilinu. Það var hressandi að hlusta á hann syngja lag Alessandro Scar- latti: Gia il sole del Gange. Þetta glaðværa lag kemur öllum í gott skap, sem á hlýða. Einnig söng Friðbjörn Caro mio ben eftir Giuseppi Giodani, þennan forna ástaróð sem svo ótalmargir söngv- arar hafa spreytt sig á í gegnum aldirnar. Friðbjörn söng þarna af mikilli vandvirkni og naut hin silfurtæra tenórrödd hans sín mjög vel í þessum gömlu ítölsku lögum. Einnig sungu þau Ruth og Frið- björn nokkur lög eftir Henry Purcell. Það er mér minnisstæð- astur dúettinn Sound the trumpet. Þarna var sungið af hjartans lyst í þessari kraftmiklu tónsmíð sem byggist svo mikið á lúðrablæstri, tókst þeim áreiðanlega að byggja þetta upp eins og þurfti með góðri aðstoð undirleikarans. Ruth L. Magnússon er mjög fjölhæf söng- kona, látbragð hennar og fram- koma á sviði er aðdáunarverð. Það er sama hvort hún flytur erfiðar aríur, ljóð eða þjóðlög, öllu skilar hún með sömu prýði. Það eru miklar andstæður í þeim lögum sem hún söng í Miðgarði, franska þjóðlaginu Verdurounette, Veiði- manninum hans Brahms og Lind- inni eftir Pétur Sigurðsson, en öllu skilaði hún eins og best var á kosið. Ég tel það mikið lán okkar litlu þjóð að fá notið starfskrafta þess- ar ágætu listakonu. Á þessum tónleikum söng karla- kórinn Heimir nokkur lög undir stjórn Ingimars Pálssonar við undirleik Einars Schwaiger. Heimir hefur starfað hér um áraraðir og hresst mjög upp á tónlistarlífið í héraðinu. Tónleikar sem þessir eru okkur Skagfirðingum ætíð kærkomnir og mætti það oftar verða að gott listafólk á borð við þau þre- menningana kæmu hér við og leyfðu okkur að njóta ávaxta erfiðis síns, en á bak við dagskrá sem þessa svo ríkuleg sem hún var liggur feikimikið starf sem okkur ber að virða og þakka. Og undir stjörnubjörtum himni og leiftrandi norðurljósum sem lýstu leið vegfarandans héldu tón- leikagestir heim með góðar minningar um ánægjulega kvöld- stund með góðum gestum. Stefán Jónsson. II'15 ilQllv vegir hcetta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.