Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 40
 Tillitssemi kostar ekkert ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 » Kaupmannahöfn: S jö íslendingar viðriðnir 310 millj. kr. fíkniefnamál WEL Hótclið „5 svanir“, þar sem IsIendinKarnir voru handteknir. Fangelsið í Kaupmannahöfn. þar sem íslendingarnir sjö eru í Ka'zluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins fer fram. Símamyndir Nordfotn. Sitja í gæzluvarðhaldi — Hlaðin skamm- byssa fannst í fórum íslendings SJÖ ÍSLENDINGAR sitja í gæzluvarð- haldi í Kaupmannahöfn, grunaðir um aðild að einu stærsta fíkniefnamáli, sem komið hefur upp í Danmörku. íslending- arnir, 4 karlmenn og 3 konur, eftir því sem næst verður komist, voru handteknir á hótelinu „5 svanir“ í Kaupmannahöfn s.l. föstudagskvöld ásamt ungverskum manni. Fundust í fórum þeirra fíkniefni að söluverðmæti um 5 milljónir danskra króna á svörtum markaði eða um 310 milljónir fslenzkra króna. Ennfremur fann lögreglan jafnvirði um 32 milljóna íslenzkra króna í dönskum og sænskum peningaseðlum. Það var fyrir hreina tilviljun að lögreglan fékk vitneskju um málið. Kvartað hafði verið undan háreysti í hótelherbergi og jafnframt gefið í skyn, að þar væri reykt hass. Lögreglan fór þegar á staðinn og handtók fyrst Ungverjann í hótelherbergi hans. Fannst í fórum hans mikið magn fíkniefna, kókaíns, amfetamíns og hass, og auk þess mikið af peningum. Ennfremur fann lögreglan bréfmiða með nafni og herbergisnúmeri ís- lenzks pars. Frekari rannsókn lögreglunnar leiddi til handtöku íslendinganna hverta á fætur öðrum. Fundust fíkniefni í fór- um þeirra og auk þess peningar svo milljónum skipti, minkapels- ar, gullskartgripir, mælitæki fyrir fíkniefni og loks fannst hlaðin byssa í fórum íslenzka parsins. Islendingarnir voru úr- skurðaðir í gæzluvarðhald frá 6 til 27 daga á meðan rannsókn málsins fer fram. Sjá „íslendingar viðriðnir ... „ á bls. 3. Beið bana í London Kjaradómur féll BHM í vil: Vísitöluþaki lyft frá og með síðustu áramótum K.IARADÓMUR íeíldi dóm í máli Bandalags háskólamanna gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs á sunnudag. Niðurstöður dómsins, sem þrír dómarar af fimm stóðu að, fela í sér að vísitöluþakið, sem við síðasta vísitöluútreikning var við 280.996 króna mánaðarlaun er dæmt ógilt frá 1. janúar og skuli greiða hlutfallslegar vísitölubætur á allan launastiga Bandalags háskólamanna frá áramótum. Mismunur í launum, sem myndazt hafði vegna þessa þaks, nam allt að 65.840 krónum á mánuði eða 14,35%. Þaklyttingin kostar einn milljarð kr. ÞORSTEINN Geirsson, deild- arstjóri launadeildar fjár- málaráðuneytisins. staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að samkvæmt óformlegu samkomulagi við Bandaiag starfsmanna ríkis og bæja yrði niðurstaða Kjaradóms í máli Bandalags háskólamanna um afnám vísitöluþaksins látin ná yfir alla starfsmenn ríkisins. félaga í BSRB og aðra. Þetta þýðir að vísitöluþakið, sem sett var með bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar um kjaramál frá 1. september er þar með úr sögunni. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær hjá Steingrími Pálssyni í fjár- máiaráðuneytinu hefur þak- lyftingin það í för með sér að á einu ári aukast útgjöld ríkis- sjóð um einn milljarð króna. Eír þá miðað við tólfföld marzlaun. Kjaradómur klofnaði í niður- stöðum sínum. Meirihluti dómsins, sem komst að ofangreindri niður- stöðu, var skipaður Benedikt Blön- dal, Jóni Finnssyni og Jóni Rögn- valdssyni, en minnihlutinn, sem taldi að Kjaradómur væri ekki Morgunblaðið spurði þá, hvort áfangahækkunin kæmi til fram- kvæmda ef ekki næðist samkomu- lag við BSRB og BHM um að hún félli niður. Olafur svaraði: „Ef ekki verða gerðar einhvers konar breyt- ingar.“ Þá bannar greinin úr bráðabirgðalögunum ekki hækkunina? spurði Morgunblaðið. bær til þess að kveða upp dóm um þetta atriði, var skipaður Jóni Sigurðssyni og Jóni G. Tómassyni. I dómsforsendum meirihluta Kjaradóms segir að samkvæmt orðalagi 3ju greinar bráðabirgöa- laga ríkisstjórnarinnar um kjara- „Eg vil nú ekki gefa lögskýringu á því,“ svaraði forsætisráðherra. „Það má kannski segja að hún geri það, en við höfum viljað fara samningaleiðina og þá er stefnt að því að reyna að fá samkomulag um þetta. Vil ég ekki tjá mig um þetta mál frekar á meðan það er á þessu stigi.“ Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra: Viljum ná samkomu- lagi um 3 prósent „Það hefur verið okkar markmið, að 3% áfanga- hækkun opinberra starfsmanna komi ekki til fram- kvæmda um næstu mánaðamót,“ sagði ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær og hann bætti við, að um það vildi ríkisstjórnin ná samningum við opinbera starfsmenn. mál og samkvæmt skýringum for- sætisráðherra á Alþingi sé ljóst að eftir 1. desember 1978 sé aðilum vinnumarkaðarins heimilt að semja um hærri verðbætur og önnur grunnlaun. Af þessu leiði, að frá sama tíma er launþegum heimilt að neyta þeirra úrræða, sem lög og samningar veita þeim til þess að ná fram kjarabótum, ef samningar takast ekki við vinnu- veitendur. Sóknaraðili í málinu, BHM, hafi takmarkaðan samn- ingsrétt en ekki verkfallsrétt og geti því ekki beitt þeim úrræðum, sem aðrir launþegar hafa til þess að knýja fram kjarasamninga. Það sé hlutverk Kjaradóms að leysa úr ágreiningi sóknar- og varnaraðila, og kemur Kjaradómur að þessu leyti í stað þeirra úrræða, sem beitt er á hinum frjálsa vinnu- markaði. Þá er vísað til þess að hjá Reykjavíkurborg hafi þakið verið afnumið frá síðastliðnum áramót- um og fleira er tilfært og er niðurstaða meirihlutans, að laun háskólamanna hafi verið skert umfram laun annarra launþega með sambærileg laun. Minnihlutinn vísar til orðanna „þar til um annað hefur verið samið" í lögum nr. 121/1978 og segir að samningar milli þessara aðila hafi ekki tekizt um breytta tilhögun verðbótagreiðslna og því beri að sýkna varnaraðila málsins, ríkissjóð. — Sjá endurrit úr dómabók Kjaradóms á bls. 30. 5 ÁRA gamall drengur, Einar Vésteinn Valgarðsson, varð fyrir bíl í London s.l. laugar- dag og beið bana. Drengurinn var ásamt fleirum á heimleið úr gönguferð í almennings- garði og var að ganga yfir akbraut þegar bíll kom þar og lenti á drengnum. Einar Vé- steinn var sonur Katrínar Fjeldsted læknis og dr. Val- garðs Egilssonar læknis. Seyðisfjörður: Sex ára drengur beiðbana Sex ára gamall drengur á Seyðisfirði varð fyrir bíl á Seyðisfirði í gær og beið hann bana samstundist. Drengurinn var að leik við Austurveg og hljóp skyndi- lega út á götuna aftur undan kyrrstæðum bíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.