Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 33 Hörður Agústsson loft- skeytamaður—Mmning Fæddur 29. desember 1913. Dáinn 23. febrúar 1979. Það fylgir því einlægt nokkui tregi, þegar vinir falla frá. Nú er vinur minn, Hörður, einnig farinn þá leið. Hörður var sonur hjónanna Ágústínu Magnúsdóttur og Ágústs Lárussonar málarameistara Lúðvíkssonar, sem rak skóverzlun í Reykjavík um árabil, og fullorðn- ir Reykvíkingar kannast við. Þegar við kynntumst, börn að aldri, bjó fjölskyldan í Ingólfs- stræti 3. Þangað kom ég oft á barnaskólaárunum og eins hann til mín. Systkinahópurinn var stór og glæsilegur, og hafði ég nokkur kynni af honum, einkum eldri bræðrunum. Lára var þeirra elzt, nú húsfreyja í Vestmannaeyjum, þá Hörður, Skúli, Hreiðar, Oskar, Magnús og Lárus. Skúli, Hreiðar og Magnús eru allir búsettir í Bandaríkjunum Norður-Ameríku og hafa verið um langt skeið, Skúli málari og kaupsýslumaður, hinir tveir báðir læknar. Óskar, hús- gagnasmiður og Lárus skreytinga- maður, báðir í Reykjavík. Kynni okkar Harðar voru löng og góð, eða allt frá barnaskóla- árunum á þriðja áratugnum unz hann var allur. Auk þess vorum við starfsbræður, lærðum á sama tíma, stunduðum siglingar mikils til um svipað leyti og var þá oft rætt saman í ljósvakanum. Hörður var ágætur loftskeyta- maður. Það var mér vel kunnugt. Afar vel liðinn á þeim skipum, sem hann var á. T.d. sagði mér skip- stjóri, Birgir heitinn Thoroddsen, á Lagarfossi, en með honum sigldi Hörður í fjögur ár, að hann væri einn sá bezti, sem hann hefði haft. Eg leysti hann þar af eina ferð, og Birgir sagði oft við mig: „Þú átt að hafa þetta svona, eða gera þetta þannig, eins og Hörður gerir.“ Slíkar leiðbeiningar fékk ég oft að heyra, og líkaði stórvel hvílíkt álit þessi skipstjóri hafði á vini mín- um. Hörður átti við nokkurt vanda- mál að stríða, eins og svo margir í þessum heimi, en það var hið algenga vandamál svo margra ágætismanna, vínhneigðin. Það háði honum nokkuð um miðbik ævinnar. Einmitt þetta sýndi st.vrkleika hans vel, að á því vann hann bug með sóma fyrir um það bil 15 árum. En prúðmennskan var ætíð slík á þessu tímabili sem og öðrum, að maður tók ekki eftir þessu, höfðinglegt yfirbragð hans og hjartahlýja yfirgnæfðu allt annað í fari þessa manns. Hörður var ákaflega ljóðrænn maður og unni einnig tónlist um- fram það sem algengt er, enda lék hann sjálfur vel á hljóðfæri. Hann var svo dæmigerður Reykvíkingur að hann sagði oft við mig: „Kiddi, við eigum þennan bæ, þetta er bærinn okkar.“ Og hvergi held ég hann hafi kunnað betur við sig en einmitt hér, þótt víða hafi leið hans legið. Síðustu tíu árin vann hann á skrifstofum Eimskips í vöruskál- um félagsins, síðast í Faxaskála eða þar til hann varð að hætta vegna bilaðrar heilsu. Ég heim- sótti hann oft á þessum vinnustöð- um, og það fór ekki fram hjá mér hversu afar vinsæll hann var meðal starfsfélaga sinna. Þeir virtust allt vilja fyrir hann gera. Enda var hann ávallt glaðvær, og fyndnin lét ekki á sér standa, þrátt fyrir að heilsan væri þá farin að bila, slíkt virtist ekki bíta á hann. Það var mikið ærðuleysi. Enda hjartaprýðin í lagi. Þá var snyrti- mennskan honum í blóð borin, ávállt vel og smekklega klæddur, og mátti hvergi óhreinindi sjá. Þannig var ætíð í loftskeytaklef- um skipa, sem hann starfaði á. Allt fægt og fágað og allir hlutir í röð og reglu. Þannig vil ég minnast hans, og þakka honum margar ánægju- stundir, og þannig vil ég kveðja hann. Árið 1951 kvæntist Hörður Sigríði Andrésdóttur, dóttur Ólafíu Jónsdóttur og Andrésar Guðmundssonar, frá Sveinseyri við Dýrafjörð. Þar held ég að hann hafi verið heppinn. Slík ágættekona er ekki á hverju strái. Það leikur því ekki á tveim tungum að hjónaband þeirra hafi veið farsælt, og gat það ekki fram hjá mér fárið, það oft var ég gestur þeirra. Þau áttu ekki börn saman, en Hörður átti dóttur áður en hann kvæntist, Hörn Harðar, stúdentsmenntuð, nú húsfreyja í Re.vkjavík, gift Eysteini Þorvalds- s.vni. Sigríður átti einnig dóttur áður, Halldóru Björgu Pálsdóttur. Hún er gift Snorra Jóhannssyni. Eru þau búsett á Bessastöðum. Ég sendi þessum aðstandendum vinar míns innilegar samúðar- kveðjur og megi minning ágæts drengs milda þeim sorgina. Kristján Jónsson. loftskm. Ljósm. Pétur. Snyrtistofa opn- ar á Húsavík SNYItTISTOFA hefur ver- ið opnuð á Húsavík. Inga Kjartansdóttir snyrtisér- fra'ðingur rekur stofuna. sem er til húsa í Félags- heimilinu. Heitir stofan „Snyrtistofa InKu“ og er hún opin klukkan 1 —fi dajflega. A stofunni er hægt að fá alla almenna snyrtiþjón- ustu og þar verða einnig til sölu snyrtivörur, Ellen Beatrix, Orlane og Phyris. Inga Kjartansdóttir vann áður í snyrtivöruverzlun- inni Klöru í Bankastærti í Reykjavík og einnig kenndi hún snyrtingu í tízkuskóla Módelsamtakanna. Myndin sýnir Ingu að störfum í snyrtistofu sinni. Árni Helgason: Betra er Það sem ég meina. sérðu, sko, vera ekki að neinu rugli. bara að reyna að drepa tvo steina með einum fugli. Þannig kvað K.N. og þessar ljóðlínur duttu mér í hug þegar ég sá þær tillögur um áfengismál sem liggja nú fyrir Alþingi og borgar- stjórn. Þar er örugglega verið að reyna að drepa tvo steina með einum fugli. Undir yfirskini frelsis á að reyra snörur Bakkusar æ þéttar. Ég fæ ekki með nokkru móti séð að það sé betra að hleypa öllum út af veitingahúsum kl. 4 en bara kl. 1. Sama örtröð hlýtur að verða á hvorum tímanum sem er ef mark skal taka á þessu. Og ég skil ekki í að leigubílstjórum gangi neitt verr að aka heim slompuðum gestum kl. 1 en þegar þeir eru væntanlega í ennþá verra ástandi kl. 4. Og þá skil ég ekki heldur að það minnki heimahúsarallið þótt þessu sé breytt. Mundi þá ekki skapast það viðhorf að menn kæmu kófdrukknir frá heimilun- um, kl. 2 t.d., til að láta aka sér heim kl. 4. Mér sýnist þetta allt geta átt sér stað. Og þá er það hugmyndin um að færa lögaldur þeirra er þessi hús sækja niður í 18 ár. Það hafa margir tjáð mér að milji 16 og 18 ára unglinga séu sterk bönd. Myndi þetta því verða til þess að aimenn drykkja færðist neðar og vandinn ykist en minnkaði ekki. Þetta skyldu menn „frjálslyndis- ins“ athuga vel. Og svo er líka athugandi hvort örva á flótta fólksins frá heimilunum þar sem oft eru skilin eftir börn og þau ekki ætíð tilbúin að taka því sem fyrir gæti komið. En það sem kom mér aðallega til að skrifa þessa grein er viðtal í Mbl. við framkvæmdastjóra S.Á.Á. samtakanna. Þar er nú ekki verið að slaka á: Hundruð milljóna og stór skrifstofa og mikið starfs- lið. Það á svo sem ekki að tapa á ógæfu annarra. Og kaupið hlýtur að vera ríflegt þar sem lögfræð- ingur fórnar sinni skrifstofu fyrir stöðuna. Það er eins og allt sé miðað við fjármuni. Allt sem tilheyrir rannsókn og vísindum kemur ekki þarna nærri og svo klikkir starfsmaðurinn út með því að segja: „Ég er ekki bindindis- maður, ekki templari“, sem sagt hvorki fyrirmynd né fordæmi. Ér þá ekki komið að því sem þar stendur að blindur leiði blindan? En ekki vantar auglýsingaskrum- ið! „Hinn fórnandi máttur er hljóður", sagði Davíð Stefánsson. Hann er ekki að auglýsa það sem hann gerir. En auðvitað á þetta allt að vera til þess að ríkissjóður, sameign landsmanna, mjólki bet- ur. Einu sinni heyrði ég það máltæki að betra væri heilt en vel gróið. Og lengi hefi ég haft þá skoðun að það væri farsælla að ala upp bindindissama þjóð og reglu- sama en hæla sér af því að maður sé ekki til fyrirmyndar. ÖskudaKUr á Akureyri. LK»sm. Friðrik Vestmann. heilt en vel gróið smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar 30—45 ára starfskraftur til klínikstarfa óskast tii vinnu seinni hluta dags. Ræsting á klínik tylgir starfinu. Vélritunar- kunnátta æskileg Sími 27516 á skrifstofutíma. r—ir-yvv--—<^rr~\ Itilkynningar] t___vtA___ Hilmar Foss lögg. skjalaþýö. dómt. Hafnar- stræti 11, sími 14824. Freyjugötu 37. Sími 12105. Brotamálmur er fluttur að Ármúla, sími 37033. Kaupi allan brotamálm lang- hæsta veröi. Staögreiösla. Vefnaðarnámskeið er aö byrja kvöldnámskeiö í vefnaöi. Uppl. í síma 34077 frá kl. 13—18. Guörún Jónasdóttir. verð frá kr. 7.850 - kassettu- tæki meö og án útvarps á góöu veröi, úrval af töskum og hylkjum fyrir kassettur og átta rása spólur TDK, Ampex og Mifa kassettur, Redoton segulbandsspólur 5" og 7“, bílaútvörp, vérö frá kr. 17.670.- loftnetsstangir og bílahátalarar, hljómplötur, músikkassettur og átta rása spólur, gott úrval. Mikiö á gömlu veröi. Póstsendum F. Björnsson, Radíóverzlun, Bergþórugötu 2, sími 23889. Ný nælon teppi á stofur, stiga og íbúöir, einnig nokkuö af nýjum mottum. Teppasalan, Hverfiagötu 49, eími 19692. I.O.O.F. Rb. 4=128368'/* — 9.0. I.O.O.F. 8 = 160378’/*SF|. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.00 Biblíulestur og bæn.. hjá Betzy Jónsdóttur, Freyjugötu 9. Fíladelfía Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ðiblíuorö Einar J. Gíslason RÓSARKROSSREGLAN A M $ H C T 7 T8f 7 V ATLANTIS PRONAOS 633331830 KFUK AD Fundur í kvöld kl. 8.30 aö Amtmannsstíg 2B. Lilja og Fillipia Kristjánsdætur sjá um fundinn. Allar konur hjartanlega velkomnar. uF|4\ferðafélag vl'^Í>ÍÍSLANDS ÓLDUGÖTU 3 SIMAR 11798 og 19533. Myndakvöld 7. marz kl. 20.30. á Hótel Borg. Wilhelm Andersen og Einar Halldórsson sýna litskyggnur frá Gæsavatnaleiö, Kverkfjöllum, Snæfelli, Lónsöræfum og víöar. Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. Aögangur ókeypis, en kaffi selt í hléi. Ferdafélag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.