Morgunblaðið - 06.03.1979, Page 27

Morgunblaðið - 06.03.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 35 Krafa Bandalags háskólamanna: „Samning- anaígildi” Oþolandi mismunur í launum hefur myndast milli borgarstarfs- manna og ríkisstarfsmanna BRÁÐABIRGÐALÖG ríkisstjórnarinnar frá því í septembor hafa valdið „óþolandi mismun milli manna. sem við gildistöku laganna höfðu sömu eða svipuð laun.“ segir í fréttatilkynningu frá Bandalagi háskólamanna. sem Morgunblaðinu barst í gær. Mismunur á launum manna eftir því hvort þeir vinna á vegum Reykjavíkurborgar eða ríkis er nú orðinn allt að 65.840 krónur á mánuði eða 14.35% borgarstarfs- mönnum í vil. Því er krafa launamálaráðs BIIM: „Samningana í gildi.“ Fréttatilkynning Bandalags há- skólamanna er svohljóðandi: „Með bráðabirgðalögum um kjaramál í september s.l. var sem kunnugt er sett þak á verðbætur. Samkvæmt Iögunum var hámark verðbóta miðað við ákveðin há- markslaun fyrir dagvinnu, á hærri laun skyldu verðbætur síðan vera sama krónutala. Engin tilraun hefur verið gerð til að skilgreina dagvinnulaun, heldur aðeins verið miðað við grunnlaun skv. kaup- töxtum. Þeir sem hafa allskonar álög ofan á þessa kauptaxta, eins og mjög tíðkast hjá iðnaðarmönn- um, fá því fullar verðbætur þótt raunveruleg dagvinnulaun þeirra séu verulega hærri en þau há- markslaun, sem fá eiga fullar verðbætur skv. lögunum. Sama gildir um ákvæðisvinnutaxta en þeir eru reiknaðar út frá grunn- töxtum sem fá fullar verðbætur. Lögunum er því í raun aðeins framfylgt gagnvart þeim sem sam- kvæmt launataxta hafa laun yfir ákveðnu hámarki og veldur þetta óþolandi mismunun milli manna sem við gildistöku laganna höfðu sömu eða svipuð laun. Talið er að nær engir félags- menn ASÍ hafi orðið fyrir skerð- ingu vegna þaksins, en hins vegar hafa um 83% ríkisstarfsmanna innan BHM skert laun vegna ákvæða um þak. Hinn 1. janúar s.l. var vísi- töluþakinu aflétt hjá starfsmönn- um Reykjavíkurborgar og eru laun háskólamenntaðra manna sem starfa hjá borginni því verulega hærri en þeirra sem starfa hjá ríkinu og jókst þessi munur enn 1. mars, en það er í þriðja sinn sem verðbætur eru skertar vegna ákvæða um þak. Þegar bornar eru saman launatöflur háskólamanna hjá ríki og borg kemur í Ijós að laun borgarstarfsmanna í í lf. 110 eru 4,47% (kr. 15.735) hærri en ríkisstarfsmanna og í lfl. 122 er munurinn orðinn 14,35% eða kr. 65.840. I þessu sambandi má benda á að Reykjavíkurborg er stærsti vinnuveitandi háskóla- menntaðra manna að ríkinu frá- töldu. I báðum tilfellum er um að ræða opinbera starfsmenn, störfin eru yfirleitt algerlega hliðstæð og laun og önnur kjör hafa verið sambærileg. Þessi launamunur er því bæði óeðlilegur og óréttlátur og ekki hægt að ætlast til að ríkisstarfsmenn sætti sig við hann. Sem dæmi um þennan mun má nefna að starfsmenn á Borgar- spítala fá fullar verðbætur en starfsmenn Landspítalans skertar verðbætur, og er athyglisvert í þessu sambandi að ríkið greiðir um 80% af launakostnaði Borgar- spítalans. I desember s.l. krafðist launa- málaráð BHM endurskoðunar á launalið aðalkjarasamnings BHM og fjármálaráðherra. Kröfugerð launamálaráðs BHM er mjög einföld. Segja má að hún felist í orðunum samningana í gildi, en það er sem kunnugt er sama krafa og launþegasamtökin höfðu uppi í sameiginlegum að- gerðum sínum 1. og 2. mars fyrir réttu ári. Samkomulag tókst ekki og var málinu vísað til Kjaradóms og skal hann kveða upp dóm fyrir 4. mars n.k. Sajnariburöur á l.iunum. rlkis- og borgarstai'fsmanna 1 mars 1979. Lfl. Ríkisstarfs- Borgarstarfs- 5- hrep menn Diunn M i sm. i % 101 257.207 257.214 7 0 102 266.209 266.217 8 0 103 275.526 275.535 9 0 1 n/j 285.169 235.177 n 0 105 295.152 . 295.161 9 0 106 303.984 305.490 1 .506 0,50 107 311.538 316.183 4.645 1,49 108 319.354 327.250 7.896 2,47 109 3?7.444 338.702 11 .258 ■ 3,44 110 3.36.536 .351.574 15i038 4r47 m 345.972 364.933 18.561 S.4B 112 355.768 3/8.800 23.032 f Í47 113 365.936 393.195 27.529 7,46 114 376.490 408.137 31.647 8,41 115 387.446 423.647 36.201 9,34 116 396.723 436.780 40.057 10,10 117 406.288 450.321 44.033 10,84 118 416.148 464.280 48.138 11 , r>7 119 426.315 478.674 52.359 12,88 i2b 436.797 493.512 56.715 12,68 121 447.60,3 508.811 61.208 13,(7 122 458.746 524.586 65.840 14,35'' A RÖKSTOLUM HANNES HOLMSTEINN GISSURARSON: Eugen von Böhm-Bawerk sem starfsmenn eru margir og vélar fáar eða ekki. ^enningin í 1. bindinu var í mótsögn við veru- leikann. „Lausn“ Marx í 3. bind- inu var sú, að samkeppni fyrir- tækjanna jafnaði „gildisaukann" út, þannig að gróðinn yrði svipað- ur í öllum framleiðslugreinum og fyrirtækjum, því að fyrirtækin yrðu vegna samkeppninnar að selja vörur sínar fyrir ofan eða neðan það verð, sem væri rétt skv. vinnuverðgildiskenningunni. Böhm-Bawerk benti á það í hinu fyrrnefnda riti sínu, Óleystri mótsögn í kenningakerfi Marx. að þessi „lausn“ Marx felldi allt kenningakerfi hans, því að kerfið væri reist á vinnuverðgildiskenn- ingu 1. bindisins, sem hann neyddist vegna veruleikans til þess að hafna í 3. bindinu! Hann gagnrýndi arðránskenningu Marx, sem stóð og féll með vinnuverðgildiskenningunni, í hinu síðar nefnda riti sínu, Arðránskenningu samhyggjumanna. Það rit er einn hluti aðalrits hans, Fjármagns og gróða (Kapital und Kapitalzins I-III, 1884—1912, Capital and Interest, 1959), en í því skýrði hann gróða annarri og nákvæmari skýringu en Marx, og hann er sennilega kunnastur fyrir hana með nútímahag- fræðingum (sbr. Econonics eftir Paul A. Samuelson). Hagfræðingar höfnuðu vinnu- verðgildiskenningunni fyrir síðustu aldamót. Þessa úreltu kenningu er þó enn að finna í stefnuskrá Alþýðubandalagsins í kennslubók róttæklingsins Gísla Pálssonar fyrir framhaldsskóla, Samfélagsfræði. Marx fékk þessa kenningu frá „borgaralegu" hag- fræðingunum Adam Smith og Fáir eru þeir íslendingar sennilega, sem vita, hver Eugen von Böhm-Bawerk var — austur- ríski hagfræðingurinn, sem fæddist 12. febrúar 1851 og lézt 27. ágúst 1914, var fjármálaráð- herra Austurríkis 1895, 1897 og 1900—1904 og prófessor við há- skólana í Innsbruck og Vínar- borg. Hans er þó getið í fjórum bókum á íslenzku, svo að ég viti til. Róttæklingurinn Ásgeir Blöndal Magnússon reit í Marxismanum 1937, að „verka- lýðurinn" hefði hrakið „borgara- lega hagfræðinga út á andlega flatneskju pólitískra blekkinga- skrifa" eins og sjá mætti á „okurkarla-lífsspeki Böhm Bawerks". Róttæklingurinn Maurice Dobb reit í Karli Marx og hagfræðikenningum hans, sem Haraldur Jóhannsson hag- fræðingur gaf út 1962, að Göhm-Bawerk væri „veigamesti gagnrýnandi Marx“. Ólafur Björnsson prófessor reit stuttan kafla um hann í Hagfræði, alfræðirit Menningarsjóðs 1975, og gat hans sem frjálshyggju- manns. Og Frjálshyggju og al- ræðishyggju 1978. Það er ómaks- ins vert að lesa rit eins virts fræðimanns og Böhm-Bawerks, óg ég aflaði mér því nýlega tvegsna þeirra á ensku. Annað var Oleyst mótsögn í kenninga- kerfi Marx (Unresolved Contradiction in the Marxian Economic System í bókinni Shorter Classics of Eugen von Böhm-Bawerk 1962), og hitt er Arðránskenning Samhyggju- manna (The Exploitation Theory of Socialism — Communism 1975). Bandaríska bókafélagið Libertarian Press, South Holland í Illinois gaf út báðar bækurnar. Það hefur gefið út mörg rit „austurrísku hagfræðinganna" svonefndu, Carls Mengers, Ludwigs von Misesar og von Böhm-Bawerks, en þeir eru sennilega með löndum sínum Friedrich Hayek og Karli Popper skeinuhættustu fjandmenn sam- hyggjunnar (sósíalismans) í fræðilegum efnum. Böhm-Bawerk samdi ritið óleysta mótsögn í kenninga- kerfi Marx (sem nefndist á frum- málinu „Zum Abschluss des Marxschen Systems") 18%, eftir að Friedrich Engels hafði gefið út 3. bindi aðalrits Marx, Fjármagnsins (Das Kapital), að Marx látnum og telja mátti kenn- ingakerfið fullsmíðað. í 3. bind- inu var „lausn" Marx á einni mótsögn 1. bindisins að finna. Hver var þessi mótsögn? Marx kenndi, að verðgildi vöru væri í réttu hlutfalli við vinnuaflið, sm notað væri til þess að framleiða hana (sem má einnig orða svo, að vinnuaflið eitt skapi verðgildi), Gróði borgarann^ væif fejgirfh með því að greiða ðreu'íunrfhi Wtt verð fyrir vöru þeirra (vinnuaflið eða vinuna, keypta í einhvern tíma), en neyða þá þó til þess að vinna lengur, með öðrum orðum umfram greiddan tíma. Gróðinn væri í rauninni fenginn með því að raena tíma af öreigunum, „arðræna" þá. Öreigarnir sköp- uðu skv. kenningunni „gildis- auka“ borgaranna á þessum um- framtíma, þegar þeir framleiddu vöru, sem hefði verðgildi. Mótsögnin blasir við að þessu sögðu: Þau fyrirtæki eiga skv. kenningu Marx að græða mest, sem hafa flesta starfsmenn og fæstar vélar, því að sköpun „gildisaukans" er að sjálfsögðu mest í þeim. En svo er alls ekki. Gróði er svipaður í öllum fram- leiðslugreinum og fyrirtækjum, þegar til lengdar lætur, hvort Davíð Ricardo, þannig að hún var alls ekki „sósíalísk" að ætt. Böhm-Bawerk færið rök gegn henni vegna hinna mörgu galla, sem á henni voru frá fræðilegu sjónarmiði (en ég benti á nokkra þeirra í morgunblaðsgrein 2. apríl 1978). Hann og aðrir úr hópi austurrísku hagfræðinganna kenndu, að verðgildi vöru færi ekki eftir því vinnuafli, sem notað væri til þess að framleiða hana, heldur eftir því notagildi, sem varan hefði f hugum kaup- enda hennar, eftir því, hverju þeir væru tilbúnir til þess að fórna fyrir hana. „Rétt“ verð vöru væri ekki til annað en það verð, sem menn væru tilbúnir til þess að greiða fyrir vöruna á frjálsum markaði. Austurrísku hagfræðingarnir bentu á það, að vara er ekki framleidd til þess eins að framleiða hana, heldur til þess að fullnægja þeirri þörf, sem einhyerjir finnaitil fyrir vörpna. *\ ‘Nótagildiskenningin e *fnáteágd frjálshyggjunrii, því að forsenda hennar er sú, að maður- inn meti sjálfur, hvaða vöru hann taki fram yfir aðrar, með öðrum orðum að hann velji sjálfur og hafni í þessu lífi. Forngríski heimspekingurinn Prótagóras sagði, að maðurinn væri mæli- kvarði allra hluta. Böhm-Bawerk var sömu skoðunar og Prótagóras. Gildið liggur í mönnunum, ef svo má segja, en ekki í hlutunum, það er huglægt, en ekki hlutlægt. Verð eða gildi vöru ræðst af mati notenda hennar, en ekki af kostnaði framleiðenda hennar. Til þess eru lífsgæðin, sem mönnunum eru gefin á þessari jörð, að þörfum þeirra sé fullnægt með framleiðslu og viðskiptum án afskipta einhverra valdsmanna. Sá er kjarni frjálshyggjunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.