Morgunblaðið - 06.03.1979, Page 37

Morgunblaðið - 06.03.1979, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 45 eða gera lítið úr, þeirri þjóðlegu arfleifð og menningu sem við íslendingar höfum alið með okkur frá upphafi. Hr. Nafnlaus, eftir að hafa barið augum þessa einu vísu eftir mig, dæmir hiklaust allan minn skáld- skap, saminn og ósaminn, sem argasta leirhnoð og á þvílíkum öndvegis dómara hiýtur hver maður að taka mark á. Einnig finnst honum dómnefnd keppninar, sem vísuna taldi verð- launahæfa, algjörlega blinda og steingelda á allt það sem að skáldskap lýtur og varar alvarlega væntanlegar dómnefndir í ókomn- um samkeppnum, að þeir láti sig ekki henda svo alvarleg helgispjöll í annað sinn. Ég vísa að sjálfsögðu þessum ummælum til viðkomandi dómnefndar og tel ég engan vafa leika á því, að þeir er hana skipuðu, séu fullfærir að svara þér, ef þeir á annað borð telja það þess virði að eltast við þessi skrif þín. Eins og ég hef áður drepið á í þessu bréfi, er gagnrýni sú sem fram kemur á vísuna réttmæt, en ekki er sama af hvaða hvötum sú gagnrýni er sett fram og ættir þú „nafnlaus minn“ að hafa í huga málsháttinn „Hvort sem þú leggur á lof eða last, þá hafðu það í hófi“. En ekki get ég að því gert, að sá grunur læðíst að mér, að þú hafir verið þátttakandi í þessari sömu samkeppni, en ekki unað þeim úrslitum er fram fengust. En að sjálfsögðu vil ég ekkert um það fullyrða, þar sem nafn þitt er ekki undir grein þinni, en málið upp- lýsist þegar það er fengið. Það þarf enginn að skammast sín fyrir íslenskt og þjóðlegt nafn. En aftur á móti finnst mér óhæfa að þú skulir ekki hafa meira í höndunum, utan þessa einu vísu og af meðfæddri illgirni minni, vil ég gera eina atlögu enn að okkar ástkæra og ylríka móðurmáli og senda þér tvær vísur svo þú verðir ekki alveg iðjulaus næstu daga og flettu nú vandlega upp í brag- fræðinni. Með bestu kveðju og þakka þér fyrir skemmtilega grein. Svíður brenndum sárt í kaun sérstaklega þó það eitt. Að „leirhnoðinu“ veittust laun, en ljóðlistinni ekki neitt. Nú er fokið flest í skjól. Að ferskeytlunni vegið. „Leirskálda" nú björt skín sól. Að bragfræðinni hlegið. Með vinsemd og virðingu. Eiríkur Einarsson“. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á svæðamótinu í Amsterdam í desember kom þessi staða upp í viðureign hollenska stórmeistar- ans Sosonko, sem hafði hvítt og átti leik, og skotans Morrison. 33. Rh5+! — gxh5, 34. Df6+ — Kf8, 35. Dd8+ - Kg7, 36. f6+ og svartur gafst upp, því að eftir 36. .. .Kg6, 37. Dxh8 er stutt í mátið. í síðustu heimsmeistarakeppni komst Sosonko áfram í milli- svæðamót, en í ár verður hann að sitja heima. Bragarbót þín, kæri E.E., er því miður á sömu bókina lærð og verðlaunavísan: að „leirhnoðinu" veittust laun, er auðvitað rangstuðlað og í síðari vísunni er „ljómandi" uppgjöf, þar sem þú yfirgefur stuðla og höfuðstafi endanlega. Nú er spurningin: hver borgar þessi síðustu afrek, þeir í Smjörlíkinu eða þjóðin sjálf? Islendingar verða a.m.k. ekki sama þjóðin og þeir voru ef þeir glötuðu ferskeytlunni sinni. Hvað sem líður þeim nafnlausa þá er nauð- synlegt að vera vel á verði gegn „menningar-verðlaunum". Hitt er svo annað mál að listamenn eiga ekki að líta við neinum „verðlaunU um“ öðrum en stórum fjárfúlgum. Svo dýr mundi Hafliði allur. • Opnunartími útsýnis- pallsins Óskar Loftsson hefur gert athugasemd við það að bréfi hans til Velvakanda sem birt var s.l. föstudag hafi verið breytt. Af því tilefni skal tekið fram að orðalag í bréfum er breytt ef það er nauð- synlegt málfarsins vegna en án þess að merking breytist. Svo var í þessu tilfelli. Bréf Óskars Lofts- sonar birtist hér orðrétt eins og það barst blaðinu og kemur þá í ljós hvers vegna orðalagi var hnikað til. „í Morgunblaðinu á bls. 6 hefur að undanförnu mátt lesa það að turn Hallgrímskirkju sé opinn alla daga kl. 2—4 síðdegis, nema sunnudaga kl. 3—5 síðdegis. Á þessari auglýsingu er galli, sumsé sá að hún er ekki að öllu leiti rétt. Ég hef oft gengið framhjá um- ræddum stað án þess að nokkuð benti til þess að hann væri opinn, þrátt fyrir að svo væri gefið í skyn í Morgunblaðinu samdægurs. Tvisvar reyndi ég árangurslaust að opna dyrnar — í allsæmilegu veðri. Ég veit ekki hverjum þetta er aðallega að kenna en eitt veit ég: Ef enginn annar vill leiðrétta þetta þá ætla ég að gera það. Það er nefnilega þannig að útsýnispallurinn er ekki alltaf opinn þegar hann væri opinn ef veður væri gott. Á þessu tvennu er munur. Með þökk fyrir birtinguna óskar Loftsson.“ HÖGNI HREKKVÍSI lc*rTA/tf riL Hö&A'A...þ£rrA zg r£k fW'AIIUMfi/lyA/ASAMTÖKUl/Vff ! " \ JUDO Ný byrjendanámskeiö hefjast 12. marz. Innritun á byrjunarnámskeið virka daga kl. 13 til 22 í síma 83295. Japanski þjálfarinn Yoshyiiko Iura kennir. Judodeild Armanns VttrV Bokamarkaóunnn SÝNING AHÖLLINNI, ÁRTÚNSHÖFÐA argus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.