Morgunblaðið - 06.03.1979, Side 44

Morgunblaðið - 06.03.1979, Side 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 Tim Dwyer átti að vanda tfóöan leik meö liði sínu á sunnudaginn. Hér rennir hann sér í gegnum vörn ÍR-inga og skurar. (Ljósm. GI) Snæfell gerói góóa ferö suóur Sigurför Snæfellinga Þrátt fyrir manncklu og slæma aðstöðu heima fyrir gerðu Snæfellingar sér lítið fyrir og unnu alla þrjá leiki sína í fyrstu deiidinni hér syðra um helgina. Tveir leikirnir voru gegn KFÍ og fór sá fyrri fram á föstudags- kvöidið. Vann Snæfell hann með 69—62, eftir mjög jafnan leik. Einar Sigfússon og Lárentsínus Ágústsson voru atkvæðamestir í liði Snæfells, en sprækastir ís- firðinga voru þeir Ómar Torfa- son, Óli Ingimarsson og Guðmundur Jóhannsson. Síðari leikur liðanna fór fram á laugardeginum í Hagaskólanum og aftur unnu Snæfellingar, nú með 69 stigum gegn 60, en staðan í hálfleik var 35—34. Jafnræði var með liðunum lengst af eða fram undir miðjan seinni hálfleik, en þá breyttu Snæfellingar stöðunni úr 47—48, í 55—48, sér í hag. Voru úrslitin þar með ráðin þar eð Isfirðingar náðu aldrei að vinna upp þennan mun. Eins og í fyrri leiknum voru það þeir Lárentsínus og Einar Sigfús- son, sem mest bar á í liði Snæfellinga og voru þeir stiga- hæstir, skoruðu báðir 18 stig. Guðmundur Jóhannsson var bestur ísfirðinga að þessu sinni og skoraði 18 stig, en Óli Ingimarsson kom næstur honum með 15 stig. Á sunnudeginum héldu Snæfellingar til Njarðvíkur og léku við ÍBK og enn vannst sigur. Greinilegt var að liðið var í sigur- vímu því þeir léku þennan leik mjög vel og áttu Keflvíkingarnir ekkert svar við góðum leik þeirra. Urslit leiksins voru 65—54 fyrir Snæfell. Stigahæstir þeirra voru Davíð Sveinsson og Lárentsínus Ágústsson með 16 stig hvor, en hjá IBK var Ágúst Líndal stigahæstur með 24 stig, en Einar Steinsson skoraði 14. KFÍ-Grindavík: 104-68 (56-28) Öfugt við Snæfellinga töpuðu Isfirðingar öllum þremur leikjum sínum um þessa helgi, þeim þriðja á sunnudeginum og mótherjinn var Grindavík. Eins og lokatölurn- ar gefa til kynna var leikurinn aldrei spennandi, til þess voru yfirburðir Grindvíkinga of miklir. Þeir náðu fljótlega yfirburðastöðu í fyrri hálfleik, 30—6 var staðan um miðjan fyrri hálfleikinn. Mark Holmes var bestur Grindvíkinga eins og svo oft áður, en beitti sér engu að síður lítið. Magnús Hauks- son og Ólafur Jóhannsson áttu báðir ágætan leik, en lið Grind- víkinga er skipað að mestu ungum leikmönnum, sem ættu með mark- vissri þjálfun að geta náð langt. Guðmundur Jóhannsson var bestur ísfirðinga í þessum leik, og er þar mikið efni á ferðinni. Skoraði Guðmundur 22 stig í leiknum en næstur honum var Óli Ingimarsson með 19 stig. Mark Holmes skoraði mest Grind- víkinga eða 43 stig, Magnús Hauksson kom næstur með 19 stig. - GI KOrluknatllelkur l ..... ........ .... -< íslandsmðtlð 1. delld ÞEIR LÉTU vel í sér heyra, stuðningsmenn Njarðvíkurliðsins í körfuknattleik í íþróttahúsinu þar syðra á laugardaginn. Var það ekki að ástæðulausu, því að þeirra menn höfðu þá lagt erki- fjendurna, KR-inga að velli. Njarðvíkingar eiga því enn mögu- leika á sigri í úrvalsdeildinni. Leiknum á laugardag lyktaði með 92—83 sigri Njarðvíkinga, en í hálfleik var staðan 43—39, KR-ingum f vil. Rétt er að geta þess að í upphitun fyrir leikinn meiddist Jón Sigurðsson í baki og það svo illa, að hann kom ekkert inná allan leikinn. Þarf ekki að orð- lengja hvílíkur missir þetta var KR-ingum. Njarðvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og innan stundar var staðan orðin 6—0, þeim í hag. Var engu líkara en að þeir ætluðu sér að kafsigla KR-inga. Sú varð þó hreint ekki raunin því að sannast sagna voru KR-ingar betri aðilinn í fyrri hálfleiknum. Var varnarleikur þeirra mjög góður og í sókninni gáfu þeir sér góðan tíma og flönuðu ekki að neinu. Njarð- vikingar voru hins vegar full bráðir; var sóknarleikur þeirra oft á tíðum hálfvandræðalegur og í vörninni var barátta með minnsta móti. Síðari hálfleikurinn var jafn framan af, en um miðjan hálf- leikinn vöknuðu Njarðvíkingar fyrst verulega til lífsins, einkum þó Jónas Jóhannesson, sem var algerlega óstöðvandi á þessum kafla. Sigurinn var tryggður, sigur sem stuðningsmenn Njarðvíkinga þar syðra kunnu greinilega vel að meta. Hinn hávaxni miðherji Njarð- víkinga, Jónas Jóhannesson, átti á laugardag án nokkurs vafa sinn besta leik í vetur. Var hann í síðari hálfleik nær einráður undir báðum körfunum og voru sumar körfurnar hans sérlega glæsilegar. Guðsteinn Ingimarsson á nú hvern ÍR-sit elleftu'. ÞAÐ má með sanni segja, að sigur ÍR-inga á Valsmönnum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, hafi komið á elleftu stundu. Að leiktíma loknum sýndi stigatafl- an, að Valsarar höfðu sigrað, 81 — 80. Þegar dómarar síðan yfirfóru skýrslu leiksins, kom í íjós að ritara hafði iáðst að færa inn tvö stig, sem ÍR-ingarnir skoruðu og stóðu þeir síðar- nefndu þar með uppi sem sigur- vegarar! Þess má geta, að Vals- menn höfðu haldið knettinum siðustu 45 sekúndur leiksins án þess að reyna körfuskot, vita- skuld í þeirri góðu trú að stiga- taflan væri rétt. Valsmenn voru að vonum sáróánægðir í leikslok og hafa raunar í hyggju að kæra leikinn og lái þeim það hver sem vill. Um gang þessa leiks þarf ekki að fjölyrða frekar en aðra leiki hinnar æsispennandi úrvalsdeild- ar. Hann var allan tímann mjög jafn, en ekki að sama skapi ýkja skemmtilegur á að horfa. Barátta var mikil, kannski fullmikil oft á tíðum. Var mikið um óþarfa hrind- ingar og pústra á báða bóga. IR-ingar voru öllu sprækari í fyrri hálfleiknum, mest vegna góðs leiks þeirra Kristins Jörundssonar og Paul Stewarts. Höfðu ÍR-ingar í hálfleik 8 stiga forystu 48—40. Valsmenn jöfnuðu leikinn strax í upphafi síðari hálfleiksins og voru það sjaldnast meira en 4 stig sem skildu liðin að það sem eftir lifði leiksins. Þegar um 3 mínútur voru til leiksloka var staðan 79—74 Valsmönnum í hag, en næstu 4 stig voru ÍR-inga. Stuttu síðar náði Hafsteinn Hafsteinsson boltanum af Kristni Jörundssyni Ifonir Þórsan STÚDENTAR héldu til Akureyr- ar nú um helgina og léku þar við Þórsara, sem þurftu nauðsynlega að sigra sunnanmenn til að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni næsta ár. Eftir jafna byrjun tóku stúd- entar forystuna og héldu henni til loka, en þegar flautað var til ieiksloka var munurinn orðinn 14 stig ÍS mönnum í hag, en Þórsar- ar verða sennilega að þola fall í 1. deild. Lokatölur urðu 99:85 eftir að staðan var 47—40 í hálfleik. Leikurinn fyrir norðan var vel leikinn allan tímann af beggja hálfu. Stúdentar komust í 8—5, en með góðum kafla komust Þórsarar í 12—10. Þá lifnaði yfir ÍS-mönn- um og þeir tóku forystuna á ný og héldu henni örugglega út allan leikinn. Munurinn varð þó aldrei meiri en 10 stig, en minnstur var hann 2 stig 32—30 þegar fyrri hálfleikur var rétt hálfnaður. Stúdentar náðu síðan 7 stiga forskoti þegar flautað var til hálfleiks, 47—40. í seinni hálfleik hélst sami munur fram undir miðjan hálf- leikinn, en þá taka stúdentar sprett, sem innsiglaði sigurinn. Jafnvel þótt Trent Smock færi fljótlega útaf með 5 villur í hálf- leiknum áttu Þórsarar aldrei svar við ákveðnum stúdentum. Bestir í liði ÍS voru Bjarni Gunnar Sveinsson og Trent Smock, en einnig voru þeir frískir Steinn Sveinsson, Jón Héðinsson og Gísli Gíslason. Þórsarar léku þennan leik nokk- uð vel, en þrátt fyrir það eru enn talsverðar veilur í leik liðsins bæði í vörn og sókn. Bestir Þórsara voru þeir Mark Christiansen og Eiríkur Sigurðsson. Mark var reyndar yfirburðamaður á vellinum og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.