Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 5 Sjonvarp í kvöld kl. 20.30: Uppleysanlegt gler og nýjung í meðferð sykursjúkra „Nýjasta tækni og vísindi" er á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 20.30. Að sögn Sigurðar H. Richter, sem er umsjónar- maður þáttarins, verða sjö brezkar myndir á dagskrá í kvöld. Fyrsta myndin fjallar um kranalyftara, tæki sem er nokkurs konar sambland af lyftara og kranabifreið og þykir sérstaklega hentugt við byggingavinnu. Þá kem- ur mynd er fjallar um upp- leysanlegt gler. Sumar gler- tegundir eru jafnvel.uppleys- anlegar í vatni og er nú farið að gera tilraunir með að blanda lyfjum í þannig gler. „Hátíðnisheyrnarleysi" er nafn þriðju myndarinnar og er í henni sagt frá þeirri tegund heyrnarleysis og nýj- um tækjabúnaði fólki, er það hrjáir, til hjálpar. Einnig er mynd sem fjallar um nýja tegund sundhanzka og önnur er kynnir nýtt og ódýrt tæki, svokallað segulfæriband, og er það mjög hentugt til nota í verksmiðjum. „Nýjung í meðferð sykur- sjúkra" er heiti á mynd er fjallar um nýja aðferð til Útvarp í dag kl. 11.00: „Höfundur kristindóms” í dag kl. 11.00 les séra Gunnar Björnsson í Bol- ungarvík bókarkafla eftir Charles Harold Dobb. Heiti bókarinnar er „Höfundur kristindómsins“. Að sögn Gunnars er höfundurinn einhver fremsti Nýjatesta- mentisfræðingur, sem nú er uppi og kom þessi bók hans út áriö 1970. I fyrsta lestri er sagt frá, hvernig hin gyðinglegu yf- irvöld í Jerúsalem þoldu ekki kenningar Jesú og ákváðu þess vegna að taka hann höndum og fá hann dæmdan til dauða. En til þess að það mætti takast urðu þau að beita miklu hugviti þar sem það var rómverskur dómstóll sem réð lögum í landinu. Þess vegna urðu þau að tryggja andúð fólksins en koma einnig með ákæru sem gæti gilt frammi fyrir róm- verska dómstólnum. Þeim heppnaðist þetta með hjálp eins af nánustu vinum Jesú. Annar lestur verður eftir viku. Þá verður fjallað um réttarhöldin og aftökuna. Séra Gunnar Björnsson Bolungarvík. Þriðji og síðasti lestur verður eftir páska og verð- ur þá upprisan og atburðir samtengdir henni teknir til meðferðar. Gunnar sagði, að heim- ildir höfundar væru guð- spjöllin og samtímahöfund- ar aðrir. Verkið væri mjög vísindalegt en að sama skapi aðgengilegt. Sigurður H. Richter líffræðingur. hjálpar fólki er þjáist af sykursýki á háu stigi. Sagt er frá tilraunum með tæki, sem hleypir insúlíni í stöðugum straumi inn í líkamann, þannig að sveiflurnar í insúl- íngjöfinni verða miklu minni og líkari því sem er hjá heilbrigðu fólki." Skólalúðrasveit heldur tónleika í MH í kvöld SKÓLALÚÐRASVEIT Árbæjar og Breiðholts heldur tónleika í sal Menntaskólans v/Hamrahlíð í kvöld 4. apríl kl. 21.00. Lúðrasveitin er skipuð 50 ungmennum úr Árbæjar- og Breiðholts- hverfum og eru þau á aldrinum 10—15 ára. Stjórnandi er Ólafur L. Kristjánsson. Lúðrasveitin fer í tónleikaferð 4. júní n.k. og kemur þá víða fram t.d. á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og Liseberg (Tivolí) í Gautaborg. Tónleikarnir eru liður í fjáröflun fyrir þessa ferð og einnig ætlar foreldrafélag lúðrasveitarinnar að vera með kökubasar á Útimark- aðnum á Lækjartorgi föstudaginn 6. apríl. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Efni: rifflað flauel og tweed, margir litir. Slaufa, rífflað flauel, margir litir. Skyrtur, margir litir, allar stærðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.