Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 Lone Pine skákmótið; Guðmundur vann en Helgi og Margeir töpuðu sánum skákum Guðbjörg og Bessi í hlutverkum sínum í leikritinu Heims um ból. Síöasta sýning á Heims um ból í kvöld í KVÖLD er allra síðasta sýning í Þjóðleikhúsinu á leikritinu Heims um ból eftir Harald Mueller, sem sýnt hefur verið á Litla sviðinu frá því um jól. Leikritið lýsir samskiptum gamallar konu á elliheimili við son sinn og eru hlutverkin leikin af Guðbjörgu Þorbjarnardóttur og Bessa Bjarnasyni, sem bæði hafa hlotið mikið lof fyrir leik sinn. Leikstjóri sýningarinnar er Benedikt Arnason. Rafmagnsteljurum breytt svo þeir mældu ekki notkun „Guðmundur vann sína skák örugglega, en þetta var dapur dagur hjá okkur Helga,“ sagði Innritun 6 ára barna lýkur í dag í DAG lýkur innritun sex ára barna í skóla Reykjavíkur. Er veriö að innrita forskólabörnin, þau sem fædd eru á árinu 1973. Þar sem sex ára börn eru ekki skólaskyld. er annað ekki gert ráð fyrir börnum, sem ekki eru innrit- uð, í skólana f haust. Innritun fer fram í öllum grunn- skólunum kl. 15—17 í dag. Er mikilvægt að innritun fari fram, jafnvel þótt búseta eða annað slíkt sé ekki aiveg ljóst fyrir næsta vetur. Þar sem n,ú verður farið að undirbúa skólastarfið á næsta skólaári og ætla sex ára börnunum rými, skiptir miklu máli fyrir bæði foreldra og skóla að þau verði innrituð nú. Flutningur milli skóla Þá verða skráð í skólunum á sama tíma þau börn og unglingar, sem eru skólaskyld og flytjast milli skóla á næsta hausti. En það er nauðsynlegt vegna skipulags og röðunar í skólana, ráðningar kenn- ara o.fl. Margeir Pétursson, er Mbl. ræddi við hann f gær um sjöundu um- ferð Lone Pine skákmótsins. Guðmundur er nú með 4,5 vinn- inga, Hclgi 3,5 og Margeir 3. Júgóslavinn Sahovic er enn efst- ur mcð 5,5 vinninga, en hann gerði jafntefli við Georghiu í sjöundu umferð. Með 5 vinninga eru: Larsen, sem vann Lein, Hort, sem vann De Firmian, Georghiu og Liberzon og Sheravan, sem tefldu saman í sjöundu umferð og gerðu jafntefli. Af öðrum úrslitum sjöundu um- ferðar nefndi Margeir að Reshevsky hefði unnið Miles í 25 leikjum, en viðureign Korchnois og Grefe frá Bandaríkjunum fór aft- ur í bið. Guðmundur Sigurjónsson tefldi við Bandaríkjamanninn Bradford í sjöundu umferð. Margeir sagði að Bradford hefði snemma leikið af sér peði og Guðmundur síðan skipt upp og unnið örugglega. Helgi var með hvítt á móti Shamkovic. Margeir sagði, að eftir byrjunina hefði staðan í skák þeirra verið mjög hvöss; Shamkovic hrókaði langt og Helgi stutt og sóttu báðir að kóngi hins. Shamkovic fórnaði svo manni, en Helgi fann snjallan millileik og var kominn með unnið tafl, þegar hann lék af sér og tapaði. Um sína eigin skák við Saltzman, sagði Margeir, að hann hefði fengið ágæta stöðu út úr byrjuninni, en teflt síðan of djarft og tapaö. FJÓRIR menn á Fáskrúðsfirði hafa orðið uppvísir að því að breyta rafmagnsmælum í húsum sínum, þannig að mælarnir hafa um nokkurn tima talið rafmagns- notkun viðkomandi í algjöru lág- marki eða jafnvel enga. Rafmagnsmæiar eins og þeir sem þarna um ræðir, munu vera í flestum húsum hér á landi, en hinsvegar munu þessir mælar í Fáskrúðsfirði ekki hafa verið innsiglaðir eins og er annars staðar. Eftit því sem Morgunblaðið kemst næst mun einn maður vera sakaður um að hafa breytt mælun- um fjórum, en rannsókn málsins er ekki lokið. Breytinguna mun maðurinn hafa gert með því að breyta stillingu einnar skrúfu þannig að teljarinn virkaði lítið eða ekkert. Gæzluvarðhald vegna fíkniefna- meðhöndlunar KARLMAÐUR á þrítugsaldri var um helgina úrskurðaður í allt að 20 daga gæzluvarðhald vegna gruns um fíkniefnamisferli. Fíkni- efnadeild lögreglunnar varðist allra frétta af málinu þegar Mbl. hafði tal af deildinni. Landsfundur SFV 28. apríl „Um það vil ég ekkert segja,“ sagði Magnús Torfi ólafsson, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. er Mbl. spurði hann í gær um hans álit á framtið Samtakanna, en landsfundir þcirra verður haldinn 28. apríl n.k. og verður þar fjallað um framtíð flokksins. I leiðara í Nýjum þjóðmálum, sem ber heitið: Landsfundurinn fjallar um framtíð Samtakanna, segir Magnús Torfi m.a.: „Viðfangsefni landsfundarins verður fyrst og fremst að meta, hver leið er vænlegust til að fólkið sem að Samtölunum stendur geti við ríkjandi aðstæður orðið að liði þeim stefnumálum sem flokkurinn hefur sett sér. Forsenda lands- fundarins er að Samtökin nutu ekki við síðustu kosningar þess kjörfylgis sem nægði þeim til að eiga þess kost að hafa bein áhrif á löggjafarstarf og landsstjórn." Landsfundurinn var upphaflega boðaður 7. apríl en vegna óvissu í samgöngumálum hefur honum verið frestað til 28. apríl n.k. Bílasýning Á sýningunni verða allir fallsgustu og kraftmestu kvartmilubilar lands- ins, sprækustu rallí- bilarnir og virfluleg- ustu gömlu bílamir. Ruddalegustu sandspymu jepparnir munu verða sýndir, tilbúnir i sandspyrnuna. öll meiriháttar mótorhjól landsins verða á sýningunni. Kvartmíluklúbburinn heldur enn á ný bílasýningu og að þessu sinni er sýningarstaðurinn Sýningahöllin við Bíldshöfða. Þetta er fjórða sýningin, sem klúbburinn heldur. Ekki eru allir bilarnir á sýningunni islenzkir, þvi afl frá Sviþjófl kemur sérhannaður kvartmílubill. Það er Lee Rider „Funny grindarfoill" Anders Hasselströms, en hann er einn litrikasti kvartmílingur þeirra Svia. Sýningin verdur opin sem hérsegir: Yiðviíudaguf 11. april frá kl. 19.00 tl 22.00. fimmtudagur 12. april fré kL 14.00 til 18.00. (skirdagur) Föstudagur 13. april frá kL 16.00 til 22.00. (föstudagurinn langO Laugardagur 14. april fré kl. 14.00 til 22.00. Sumudagur 15. april fré kL 16.00 til 22.00 (péskadagur). Ménudagur 16. april fré kl. 14.00 tl 22.00. Sett verflur upp bilabraut þar sem unga kynslóðin getur reynt aksturs- hæfileika sina. Og bamagœzla verflur fyrir þau alyngstu. jGrinistarnir landsfrægu, Halli og Laddi munu koma á sýninguna og skemmta þar. Þeir flytja glænýtt kvartmfluprógramm samifl sárstaklega fyrir sýninguna. jNýjasta tizkan verflur sýnd. Það eru Modelsamtökin, sem sjá um tizku- sýninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.