Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 25 fclk f fréttum + ÞÁ er „mestur allra“ sjálfur Muhammad Ali kominn aftur f fréttirnar. Hann hafði í vetur látið þau orð falla, (og eftir honum höfð í þessum dálkum) að hann myndi trúlega hætta á toppinum, — sem sé draga sig í hlé án þess að verja titilinn á nýjan leik. — En heimsmeistarinn var fyrir nokkrum dögum suður á ítalfu. — Þar sagði hann f blaðasamtali eitthvað á þessa leið. — Peningalyktin af 12 milljónum dala (um 3,7 milljarðar ísl. króna) getur valdið þvf að ég skipti um skoðun. Það hefur mér verið boðið vilji ég berjast við Bandarfkjamanninn Mike Rossman.“ Hnefaleikasambandið hefur veitt Ali frest til 15. sept. n.k. að taka ákvörðun sína, hvort heldur: að hætta cða fara inn í boxhringinn aftur. En ákvörðunin er ekki einföld fyrir Ali, sem reyndar er kunnari fyrir að láta ekki hlutina vefjast fyrir sér. — Hann elur þá von með sér að hætta á hátindi frægðarinnar — verða fyrstur blökkumanna til þess. — Og hann mun gera sér fulla grein fyrir því að svo geti nú farið, að þessi von hans og ósk sjái ekki dagsins ljós. — „Ég geri mér fulla grein fyrir þessu,“ sagði Ali í samtalinu. „Ég veit líka að það eru margir sem bíða þess að geta grafið mig. — Því vissulega gróf ég þá, þegar ég gróf (Leon) Spinks.“ + KONUNGSPENNI. - Brezka leikritaskáldið Richard Revelly heldur hér milli fingra sinna á gömlum Wather- man-sjálfblekungi, sem Edward konungur VIII. notaði er hann undirritaði plaggið þar sem hann afsalaði sér konungdómi yfir Bretlandi og heimsveldinu, 1936. Pennann keypti skáldið á uppboði í London fyrir skömmu. Var honum sleginn hann á 2000 sterlingspund. Nýr penni kostar þar í borg í dag um eitt pund. Þeir sem að uppboðinu stóðu höfðu gert ráð fyrir að penninn færi á vart meira en um 200 sterlingspund. Skartgripa- skrín Gott úrval. Póstsendi Magnús E. Baldvinsson, Laugavegi 8» sími 22804. P0LAR M0HR a Útvegum þessar heimsþekktu pappirs- skurðarvélar beint frá verksmiðju. Sturlaugur Jónsson, & Co s.f. Vesturgötu 16, Reykjavík, simi 14680. + SONUR var það. Fyrir nokkru fæddist Nixon fyrr- um Bandaríkjaforseta barnabarn. Var það dreng- ur. Eru foreldrarnir hér með strákinn sinn, í þann veginn að fara heim af fæðingar- heimilinu. Foreldrarnir eru þau Tricia Nixon og maður hennar Edward Cox. Litli drengurinn hlaut nafnið Christopher. + RITSTJÓRI annars tveggja stórblaðanna í Moskvu, Viktor G. Afanasjev, ritstjóri Pravda, var fyrir skömmu í Kaupmnnahöfn. Þá ræddi hann við danska blaðamenn um blaðið sitt. Pravda kemur út í 11 milljón eintökum á dag og er 6 síður. Hann hafði, svo sem vænta mátti, ýmislegt að athuga við blaðamennsku Vesturlanda. — Rætt var á fundinum um þá gagnrýni sem félagi Bresjnev forseti hafði sett fram gagnvart rússnesku pressunni. — Við teljum það síður en svo gagnrýni, sagði Afanasjev, sem á sæti í miðstjórn flokksins, — heldur aðeins góð ráð. í blaði okkar prentum við ekki allt og greinar sem geta skaðað flokkinn tökum við ekki til birtingar, sagði ritstjórinn. FORD ITRAKTORARI Hálf milljón! ★ Stórkostlegur afsláttur á FORD 3600 og 4100. ★ FORD traktorar meö grind og þaki, sem auðveldlega má breyta í hálflokaö hús. ★ Afslátturinn er takmarkaöur viö ákveðinn fjölda véla og um takmarkaðan tíma. ★ Tryggiö ykkur vél á þessu hagstæöa verði. Traktorar í Buvelar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.