Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 23 Laufey Jónsdótt- ir—Minningarorð í reisulegu tvílyftu húsi við Hlégerði í Kópavogi kynntist. ég Leufeyju Jónsdóttur fyrst. Hún bjó þar með frænda mínum Andrési Bjarnasyni einstöku myndarbúi. Þar kynntist ég einni mestu mannkostamanneskju, sem ég hefi til þessa kynnst. Yfir heimilinu hvíldi alltaf dásamleg rósemi, svo frið og vellíðan setti að hverjum manni. Þó geislaði húsmóðirin af lífskrafti og líkams- orku, svo hún mátti aldrei verklaus vera. Laufey Jónsdóttir var fædd 18. mars 1914 að Naustum í Eyrar- sveit á Snæfellsnesi, dóttir hjónanna Jóns Kristjánssonar og Guðrúnar Jónsdótur. Hún fluttist fljótlega með foreldrum sínum að Vindási í sömu sveit, þar sem hún ólst upp. Árið 1941 giftist hún fyrri manni sínum Haraldi Stefánssyni, en með honum átti hún tvö börn, Jónínu gifta Emil Ingólfssyni og Hjálmar kvongaðan Hönnu Hallfreðsdóttur. Haraldur dó 24. desember 1950. Laufey bjó ein með börnum sínum ungum um nokkurt skeið, en 31. desember 1955 giftist hún Andrési Bjarnasyni móðurbróður mínum. Þau bjuggu fyrstu árin í blokk við Kleppsveginn, en þar sem bæði voru bráðdugleg og vinnusöm, þá réðust þau í að kaupa sér stórt íbúðarhús að Hlégerði 27 í Kópavogi, þar sem þau bjuggu lengst af. Þar var það, sem ég kynntist Laufeyju fyrst, eins og fyrr segir. Eg þurfti um nokkurra ára skeið að gangast undir smávægilegar en þreytandi aðgerðir á hverju hausti og bjó ég þá alltaf hjá Laufeyju og Andrési. Ég man hvað það var dásamlegt, að koma aumur og úttaugaður úr aðgerðunum, í þennan kastala friðhelgi, fegurðar og hreinlætis. Húsfreyjan virtist alltaf vita hvað þurfti til að mér liði fullkomlega, án þess nokkurn tímann að þröngva upp á mig óþurftum. En ég var svo sannar- lega ekki sá eini sem naut þessarar einstæðu umönnunar. Uppi bjó amma mín og tengdamóðir Laufeyjar Jónína Guðmunds- dóttir, síðustu æviárin, blind og rúmliggjandi. Einhvern tímann þegar ég kom í heimsókn til ömmu minnar og spur.ði hvernig hún hefði það, sagðist hún ekki þurfa að kvarta meðan hún hefði hana Laufeyju sína, það væri nú meiri dásemdar manneskjan. Ég spurði Laufeyju einhvern tímánn að því hvort það væri ekki erfitt, að vera með svona alveg hjálparlaust gamalmenni á heimilinu. „Erfitt," hnussaði í Laufeyju, „heldur þú, að ég ætli að fara að senda hana Jónínu mína á einhvert sjúkrahús, þar sem enginn hugsar um hana.“ Svipaða sögu hafa sennilega flestir aðrir sem þekktu Laufeyju að segja og þó að hún segði mönnum jafnan umbúðalaust skoðun sína, þá var það sett þannig fram að menn tóku frekar sem góða ábendingu um það sem betur mátti fara en illyrði. En ef til vill, er það furðulegast, að þrátt fyrir frábært heimilis- hald, þar sem allt var í röð og reglu og matur á borðum fyrir allt heimilisfólkið hversu ólíka matar- tima, sem það hafði, var Laufey sjaldan hejma. Hún vann lengst af meira og minna utan heimilisins auk þess, sem hún hlynnti að sjúkum og lasburða hingað og þangað út í bæ. Minningin um Laufeyju Jóns- dóttur hlýtur að vera okkur öllum hvatning um að minnast þeirra gömlu spakmæla, að sælla er að gefa en þiggja. Nú er hún horfin yfir móðuna miklu. Eftir stendur vandfyllt skarð, sem við ættum að reyna að fylla, því að þá hamingju, sem hún gaf okkur, ber okkur að gefa öðrum í hennar minningu. Nú þegar ég og fjölskylda mín, sendum henni innilegustu kveðjur, fylgja hjartkærar kveðjur frá móður minni Guðmundínu Bjarna- dóttur, en í stormahretum lífsins, var Laufey henni sú friðarhöfn, sem aldrei brást. Þá minnast systur mínar og fjölskyldur þeirra Laufeyjar með sárum söknuði. Andrési og öðrum ástvinum hennar sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Orð fá í litlu linað sorgina og sáran trega. En þeir sem í fegursta garðinum búa, þykir auðnin köldust, en megi minningin um sælureitinn ylja okkur öllum um ókomna daga. Úlfar Ágústsson. I dag er til moldar borin frá Fossvogskapellu Laufey Jónsdótt- ir. Þessarar góðu konu langar mig að minnast, þó af veikum mætti sé. Hún lést á Borgarspítalanum 27. mars síðastliðinn eftir nokkurra mánaða erfiða sjúkdómslegu. Laufey var fædd að Naustum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi 18. mars 1914 og var hún því nýlega orðin 65 ára. Hún ólst upp í stórum hópi systkina og mun snemma hafa byrjað að taka til hendi, enda alla tíð með afbrigðum dugleg. Að því er ég best veit lá leið hennar til Reykjavíkur, er hún var fulltíða. Hún giftist 1942 Haraldi Stefánssyni, og eignuðust þau 2 börn, Hjálmar bifvélavirkja búsettan í Mosfellssveit og Jónínu húsmóður í Reykjavík. Eftir að- eins átta ára sambúð lést Harald- ur árið 1950. Þá stóð Laufey ein uppi með börnin sín tvö á unga aldri. Þá reyndi fyrst á kjark og dugnað hennar, en áreiðanlega hefur henni aldrei til hugar komið að gefast upp, þvert á móti barðist hún ótrauð áfram. I lok ársins 1955 giftist Laufey aftur Andrési J. Bjarnasyni versl- unarmanni í Reykjavík, og sér hann nú á bak eiginkonu sinni eftir rúmlega 23ja ára farsælt hjónaband. Við andlát góðra vina stöldrum við gjarnan við, hugsum til liðinna ára og samskipti okkar við hina látnu. Minningarnar sækja á hug- ann, skin og skúrir, gleði og sorg skiptast þar óhjákvæmilega á. Sú kona sem hér er minnst var þeirrar gerðar að allir þeir er henni kynntust, veittu því óhjá- kvæmilega athygli, að þar fór kona, sem að mörgu leyti skar sig úr fjöldanum. Ekki þó vegna ytra glæsibrags heldur vegna innri verðleika, sem fram kom í sam- skiptum hennar við samferðar- fólkið, sem á vegi hennar varð á lífsleiðinni. Hve mörg erum við ekki, sem eigum henni þakkir að gjalda, er við leituðum til hennar. Hún var alltaf boðin og búin til hjálpar, og lagði oft mikið á sig til hjálpar öðrum. Samúð hennar til allra þeirra er bágt áttu var ákaflega rík, og áttu þeir hauk í horni þar sem Laufey var. Kynni mín af Laufeyju hófust fyrir 23 árum, er þau gengu í hjónaband hún og Andrés bróðir minn. Það er því margs að minnast og fyrir margt að þakka þegar horft er til baka. Otal ánægju- stundir höfum við hjónin átt á heimili þeirra hjóna, og í ferða- lögum með þeim. En ofar þessu er þó í minum huga á kveðjustundu þakklæti til Laufeyjar vegna móður minnar, en á heimili þeirra hjóna átti hún athvarf sín síðustu æviár. Mikið af þeim tíma var hún rúmliggjandi sjúklingur og þurfti mikillar um- önnunar við. Það kom í hlut Laufeyjar öðrum fremur, og má úærri geta hve mikið álag það var fyrir hana. Svona ósérplægni, þar sem unnið er í kyrrþey, lýsir vel hve ríkrar samúðar og vináttu þeir sem bágt áttu nutu hjá Laufeyju. Dugnaður og ósérplægni voru þeir eðliskostrr sem einkenndu Lauf- eyju fyrst og fremst, og virtist manni oft, að hún gengi skör framar en heilsa og kraftar leyfðu. Laufey var ákaflega gestrisin, og ég hygg, að hún hafi haft ánægju af að taka á móti gestum á heimiti sínu og láta þá njóta samvistanna, og söm var hún við sig til hinstu stundar, þegar hún fársjúk tók á móti vinum og venslafólki á 65 ára afmælisdegi sinum fyrir stuttu síðan. Þessum fátæklegu kveðjuorðum lýk ég með innilegum samúðar- kveðjum okkar hjónanna til eigin- manns hinnar látnu, Andrésar, og barna hennar, tengdabarna, barnabarria og annars skyldfólks. Síðustu kveðjuorð mín til hinnar látnu sómakonu skulu vera þessi. Hafi hún þökk fyrir hana móður mína. Guðmundur Bjarnason. í dag er til moldar borin frá Fossvogskapellu Laufey Jóns- dóttir, sem lést í Borgarspítalan- um 27. marz síðastliðinn. í haust er hún var lögð inn á sjúkrahús til rannsóknar, bjugg- umst við ekki við að hún ætti eftir að heyja þar svona stranga og erfiða baráttu gegn sjúkdómi þeim sem hún síðan lést af. Fáum dögum áður en hafði hún komið til okkar hress og kát til að rétta okkur hjálparhönd, sem hún var búin að vinna okkur svo ómetanlega síðustu árin fyrir. Það sýnir best hvað við mennirnir erum lítils megnugir gegn því sem koma skal. Laufey var fædd að Naustum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi 18. marz 1964. Foreldrar hennar voru Jón Kristjánsson og Guðrún Jónsdóttir. Þeim varð tólf barna auðið. Eftir eru nú fjögur á lífi og eru þau Guðrún sem býr i Hafnar- firði, Nói sem er bóndi á Vindási í Grundarfirði, Sigríður og Halldóra búsettar í Reykjavík. Foreldrar hennar fluttust er Laufey var 4 ára að Vindási í Grundarfirði. Þar ólst hún upp innan um þennan stóra systkina- hóp. Snemma byrjaði hún að létta undir á heimili sínu við hin ýmsu störf sem til féllu á svo fjölmennu heimili. Eljusemi og dugnaður voru henni í blóð borin og fylgdi henni alla tíð. Henni varð mjög tíðrætt um sínar æskustöðvar og átti hún þaðan hugljúfar minning- ar. Margar ferðir fór hún til Grundarfjarðar, sem sýndi tryggð hennar við heimahagana. Árið 1941 fluttist Laufey til Reykjavíkur og ári síðar giftist hún Haraldi Stefánssyni. Eignuð- ust þau tvö börn, Jónínu og Hjálmar. Jónina er fædd 1942, gift Emil Ingólfssyni prentara og eiga þau þrjú börn, Guðrúnu, Laufeyju og Harald. Hjálmar er bifvéla- virki, fæddur 1943, kvæntur Hönnu Hallfreðsdóttur og eiga þau einn son, Helga Þór. Haraldur andaðist mjög skyndilega 24. desember 1950 og voru það þungbær jól fyrir Laufeyju. En hún lét ekki bugast og vann hörðum höndum við ýmis störf. Árið 1955 lágu leiðir okkar Laufeyjar fyrst saman þegar hún réðst til starfa hjá okkur. Upp frá því myndaðist mikil og náin vin- átta fyrir það sem hún gerði fyrir okkur og börnin. Bundust þessi vináttubönd enn sterkar er hún giftist Andrési Bjarnasyni árið 1955, sem hefur verið okkur stoð og stytta allt frá árinu 1948. Þetta varð mikil gæfa að leiðir þeirra skyldu liggja saman, þar sem þau stóðu samhent í því að skapa sér og börnunum hlýlegt og fallegt heimili. Hennar regla og iðjusemi kom þar glöggt fram, bæði utan sem innan dyra. Heimili þeirra stóð alltaf opið fyrir öllum sem hjálpar þurftu og sýnir það best er hún tók inn á heimilið tengda- móður sína í hárri elli og annaðist hana sem besta dóttir allt til dauðadags. Laufey og Andrés voru mjög samrýnd. Þau höfðu mjög gaman af að skoða náttúruna, ferðuðust bæði innanlands og utan og nutu þess í ríkum mæli. Styrkur og uppörvun þeirra beggja kom gleggst fram þegar Laufey barðist í veikindum sínum, er Andrés stóð við hlið hennar sem bjarg með sinni yfirveguðu rósemi og kjarki. Barnabörnin voru henni mikið yndi og nutu einstakrar ástúðar og umhyggju hennar. Dvöldust þau oft og tíðum hjá ömmu og afa, ferðuðust mikið með þeim bæði innanlands og utan. Á síðastliðnu ári varð Laufey langamma, þegar Guðrún dótturdóttir hennar eign- aðist son, sem skírður var Andrés Jakob. Sýnir þetta vel hvað amma og afi voru þeim mikils virði. Laufey var mikil dugnaðarkona, féll aldrei verk úr hendi og fljótust til að leggja öðrum iið, sem bágt áttu. Við vorum hennar hjálpsemi aðnjótandi, allt frá okkar fyrstu kynnum, ekki síst nú síðustu árin, þegar hún fann að starfsorka okkar hafði dvínað til muna. Nú þegar hún er komin til æðri heima, sem leiðir okkar allra liggja til, er stórt skarð höggvið í vinahóp okkar, sem seint verður fyllt. En stærst og þyngst er sorgin hjá eftirlifandi manni hennar, Andrési og börnum henn- ar. Við vottum Andrési börnum og barnabörnum, okkar dýpstu sam- úð og biðjum Guð að gefa þeim styrk í sorginni. En við vitum að minningin um elskulega eiginkonu, mömmu og ömmu mun lifa í hjörtum þeirra allra um ókomin ár. Far þú í friði Friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Margrét og Magnús Ármann Einnar kaloríu kóladrykkur Nú er kominn nær kaloríulaus kóladrykkur - sykursnautt Spur - drykkur sem gleður alla sem eru í kapphlaupi við kllóin. Sykursnautt Spur inniheldur innan við eina kaloríu í hverri flösku - það er 80 sinnum minna en í venjulegum kóladrykk. HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.