Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 19 Ágúst Andrésson Blönduósi áttræður ÁGÚST ANDRÉSSON fæddist 4. apríl 1899, svo hann fyllir áttunda áratuginn í dag, 4. apríi. Það hefur unnizt svo að því, að hann hefur sloppið ágætlega við það um dagana að verða bitbein bókfræði. Hann hefur áreiðanlega aldrei gert neitt það sér til dægra- dvalar, sem hann hefur viljað halda á loft sér til vegsauka, nemá helzt að taka lagið í vinahópi. Þó er hann einn þeirra manna, sem mér hafa orðið samferða, er traustustum fótum hafa staðið í sínum sporum, síðastur til að hopa af hólmi, manna ólíklegastur til flótta þótt á móti blési, hljóðlátur fullhugi er til þrautar skyldi þreytt. Og hann var flestum traustari þegn, þegar harðnaði í spori. Og hann var flestum gildari væri hann kosinn til fylgdar, hraustmenni til afls og áræðis. En hann sótti aldrei eítir vegtyllum, enda munu þær ekki hafa boðizt honum og hann enn síður hafa beðizt þeirra. Foreldrar Ágústs voru Inga Benediktsdóttir bónda á Borgarlæk á Skaga og Andrés Gíslason, bónda Ólafssonar, bónda á Eyvindarstöðum. Kona Gísla var Elísabet Pálmadóttir bónda í Sól- heimum. Þau Eyvindarstaðahjón voru fræg m.a. fyrir það að þeim fæddust 23 börn og munu fá dæmi þess hérlendis að ein kona hafi fætt fleiri börn. Náðu 12 þeirra þroskaaldri. Vöktu þau athygli á marga lund en þó mest fyrir frækni. Var Andrés talinn þeirra fræknastur hlaupari, en fleiri vöktu þau athygli fyrir vaskleik. En hlutskipti foreldra Ágústs varð það að þótt þau ættu ekki samleið um annað en hann, varð hlutskipti beggja örbirgð og þó trúlega enn sárari á hennar hlið. Ágúst var því ekki borinn til arfs. Mestan hluta æsku sinnar dvaldi Ágúst á Steiná og naut þar góðs uppeldis fyrst og fremst fyrir atbeina eldri barna Sigurðar Jak- obssonar og þó að ógleymdri Ingi- björgu Sigurðardóttur síðari konu hans. En svo var þá títt að bók- fræði var lítt í hávegum höfð og naut Ágúst þar handleiðslu Jóns Sigurðssonar, sem á margan hátt var athyglisverður fyrir greind og víðskyggni. En það mun nær hin eina skólaganga, ef frá er tekinn þriggja mánaða hluti úr námskeiði unglinga á Sauðárkróki, sem hann sótti og rækti af kappi. Honum var snemma sýnt um smíðar og dvaldi hluta úr sama vetri við járnsmíðanám á Sauðár- króki. Varð það til þess, að hann stundaði smíðar um alllangt skeið á Blönduósi eftir að hann fluttist þangað. Síðar vann hann um all- langt árabil við húsagerð í hérað- inu, við handleiðslu Einars Even- sens húsagerðarmeistara á Karlakórinn Heimir syngur á Suðurlandi Bæ, Höfðaströnd, 3. marz. KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði ætlar í söngferð til Suðurlands næstkomandi föstudag 6. apríl og mun kórinn syngja í sal fjölbrautaskólans á Akranési kl. 9 á föstudagskvöld. Kórinn heldur síðan austur í Árnessýslu og syngur í Félags- lundi í Gnúpverjahreppi kl. 3 á laugardag og á Flúðum kl. 9 sama kvöld. Á sunnudag heldur kórinn tvær söngskemmtanir í Hlégarði í Mosfellssveit, þá fyrri kl. 5 og þá síðari kl. 9. Söngstjóri Heimis er Ingimar Pálsson, einsöngvari er frú Þórunn Ólafsdóttir og undirleik- ari Einar Schwaiger. í kórnum eru 38 söngfélagar, flestir bændur í Skagafirði. Kórinn hefur starfað í full fimmtíu ár og þó hefur hann ekki farið nema eina söngferð til Suður- lands áður, en bændur eiga oftast vart heimangengt sem kunnugt er og er oft meira átak fyrir þá að fara í þriggja til fjögurra daga ferð heldur en marga aðra að fara í þriggja vikna sólarlandaferð. Kórinn hefur undanfarið haldið söngskemmtanir í sinni heimabyggð við mjög góðar undirtektir. — B. Qlafsvík: Einn ródradagur féH úr í marz Ólafsvík, 2. april. HEILDARAFLI Ólafsvíkurbáta frá áramótum var 7580 lestir í 1033 sjóferðum. Er það 3700 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Gæftir voru með eindæmum góðar í marz og féll aðeins sá 8. úr með róður. Þó var þá einn bátur á sjó héðan. Allur afli þessa árs hefur því náðst úr sjó og gegnum vinnslu í hæsta gæðaflokki. Þarf að leita langt aftur til að finna hliðstæðu í þeim efnum. Mjög mikil vinna hefur verið í úrvinnslu eins og áður hefur komið fram í fréttum. Saltleysi hrjáir verkendur mjög og þarf að bregða skjótt við ef ekki á illa að fara. Fyrsta sunnudagsfrí sjómanna var í gær og að vonum vel þegið. Aflahæstu bátar eru Gunnar Bjarnason með 558 lestir í 59 sjóferðum, Fróði með 558 lestir í 58 sjóferðum og Garðar II. með 540 lestir í 57 sjóferðum. I dag eru allir bátar á sjó í sæmilegu veðri. Helgi. Blönduósi og naut þar handlagni sinnar og glöggskyggni með ágæt- um. Ágúst vann og í tugi ára í sláturhúsi S.A.H. á Blönduósi og fló þar bæði fé og gripi og reyndist þar sem annars staðar hinn vask- asti. Enn má nefna veiðimennsku hans. Hann vár fyrst og fremst íþróttamaður, jafnt til veiða sem verka og hefur notið þeirrar leikni sinnar allt til þessa dags, t.d. með veiðistöng eða við selveiði. Enn minnast þeir sláttumannsins, sem á spildunni lentu með honum, en sársaukalaust var ekki að sitja eftir. Ágúst er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sóley Þorvaldsdóttir, eyfirskrar ættar, sem ólst upp á Brandsstöðum, vel gerð kona og fjölhæf, þótt hún nyti sinna gáfna lítt. Hún missti ung heilsuna. Þau eignuðust einn son, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Síðari kona hans var Þorfhildur Einarsdóttir saumakona á Blönduósi, merkis- og sæmdarkona. Þeim varð ekki barna auðið. Ágúst er nú mjög hættur erfið- isvinriu. Þó mun hann enn svo heill í háttum að hann rennir fyrir lax, þegar hann tekur að venja komur sínar inn í Blöndu, til að svala hinni eilífu þrá lífs og gróðrar, að glæða veiðivötn vor hinu vakandi lífi, þótt þeirri þrá séu sín tak- mörk sett. Ég sendi Ágústi vinar- kveðju og þökk fyrir æskuárin, að ógleymdri þökk fyrir starfsárin, jafnt fyrir gleði þeirra og það sem á móti hefur blásið. Trúlega mun þó gleðin báðum hugljúfari, þegar svo er tekið að halla undan, sem raun gefur nú vitni um og báðir þakklátari fyrir blik hennar. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum. m grei ttur baKgrunnur er mikilvægur? Þarftuekkiað endumýja bakgrunn heimilisins ? ^ S/ippfé/agid íReykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Sími33433

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.