Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1979 Félagsmálaráðherra um flugmannaverkfallið: yrði að bregðast við, og væri málið nú til umfjöllunar hjá henni. Frekari sáttaumleit- anir tilgangslausar Halldór Blöndal (S) hafði áður en samgönguráðherra tók til máls, óskað þess sérstaklega að hann gerði grein fyrir afstöðu sinni til tillagna félagsmálaráðherra. HBl vitnaði og til framkominna kjara- krafna FFSÍ, áfangahækkana BSRB, BHM, bankamanna og blaðamanna og óskaði eftir því, að ríkisstjórnin gerði grein fyrir því, hver stefna hennar væri í raun í — Ríkisstjórnin hikandi i aðgerðum MATTHÍAS Bjarnason (S) kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár í Sameinuðu þingi í gær spurðist fyrir um hugsanleg viðbrögð ríkisstjórnar varð- andi verkfallsaðgerðir Fél. ísl. atvinnuflugmanna. Ég legg ekki efnislegt mat á þá deilu, sem upp er komin, sagði hann, — en ljótt er, að verkfallsað- gerðir hitna ekki einungis á flugsamgöngum okkar út á við, heldur koma þær samgöng- ur við heila landshluta, sem einkum treysta á flugsamgöng- ur á þessum árstima, auk þess sem ís lokar sjóleið til ýmissa staða. Minnti hann á það, að ríkisstjórnin hefði haft nægan tíma til að grunda þetta mál, og vitnaði til fyrri ummæla félagsmálaráðherra á Alþingi þetta mál varðandi fyrir 2 mánuðum síðan. Beindi hann þeim tilmælum bæði til félags- mála- og samgöngumálaráð- herra, að þeir létu Alþingi í té upplýsingar um hugsanleg við- brögð rfkisstjórnarinnar í þessu efni. Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra sgaði sérstaka sáttanefnd hafa haldið 46 form- lega fundi án þess að lyktir fengj- ust. Hér væri og um óvenjulega deilu að ræða, bæði varðandi deiluaðila og deiluefni. Deilan hefði ekki valdið teljandi truflun til þessa en nú væri sýnt, að í til hins verra stefndi. Deiluaðilar hefðu báðir fellt tvær sáttatillögur og annar aðilinn hina þriðju. Það væri sitt álit að frekari sáttatillög- ur væru tilgangslausar. Ennfrem- ur að rétt væri að lögfesta sáttatil- lögu nr. 2, sem gerði ráð fyrir launajöfnuði í áföngum og samein- ingu á starfsmannalistum flug- félaganna. Hann hefði lagt til í ríkisstjórninni að fresta með laga- setningu verkfallsaðgerðum fram yfir áramót. Þessi tillaga hefði ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu í ríkisstjórninni. Ragnar Arnalds samgöngu- Fiskvernd eða kjördœmahagsmunir: Þingmenn Alþýðu- bandalags veitast að sjávarútœgsráðherra Sverrir Hermannsson (S) mælti í gær fyrir tiliögu nokk- urra sjálfstæðisþingmanna þess efnis, að framkvæmd vcrði tafarlaus könnun á atvinnu- og efnahagslegum áhrifum tak- markana á íiskveiðum íslend- inga. Vitnaði hann í framsögu til umræðna, sem orðið hefðu á Alþingi um takmörkun á þorskveiðum. Gagnrýnt hefði verið að senda u.þ.b. 30 stór og burðarmikil loðnuskip í hrygn- ingarstofninn hér syðra, til veiða með þorskanetum. Spurð- ist hann fyrir um. hvort rétt væri að fjölmörg netaveiðiskip legðu ólöglegum fjölda neta í sjó. Þá spurðist hann fyrir um, hvort byrjað væri að vinna þorsk í' fiskmjölsverksmiðjum hér syðra; hvort saltskortur á Snæfellsnesi hefði leitt til þess, að byrjað væri að verka þorsk með úrsalti. Hvort farið væri að verka þorsk í skreið, þó að markaður væri ekki glæsileg- ur, því öðruvísi hefðist ekki undan að vinna aflann? Sótt virtist af offorsi með netatross- um i hrygningarþorsk og eng- ar hömlur settar. Spurði hann ráðherra, hvort virkilega væru engin áform um að grípa f taumana og t.d. minnka neta- trossur, fyrirskipa fækkun á þeim. Ennfremur, hvort ekki yrði framkvæmd könnun á rétt- mæti þeirrar gagnrýni sem fram hefði komið á framkvæmd netaveiði þorsks. • Kjartan Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra taldi tillögu sjálfstæðismanna um könnun á hugsanlegum afleiðingum af veiðitakmörkunum góðra gjalda verða og tók vel í hana. Varð- andi vetrar- og vorvertíð syðra væri það að segja, að fylgst væri með framvindu mála og til greina gæti komið, að grípa inn í með takmörkunum í vor. Jafn- framt lét ráðherra í það skína, að lagaheimildir kynni að skorta til slíkra aðgerða. • Stefán Jónsson (Abl) sagði svör ráðherra hvergi nærri full- nægjandi. Það stangaðist og á, að gefa annars vegar undir fótinn með veiðitakmarkanir í vor en hengja hins vegar hatt sinn á það, að til þess skorti lagaheimildir. Gagnrýndi hann þá fiskveiðistefnu, sem fram kæmi í því að heimila innflutn- ing á skipum til þorskveiða, en neita um innflutning á skipum til úthafsrækjuveiða og kol- munnaveiða. Taldi hann rangt að sækja svo í hrygningarstofn hér syðra, að ekki væri hægt að hafa undán að vinna aflann í verðmætasta útflutning. Nú fengjust fréttir af siglingum með óunninn afla, saltfiskverk- un á ótryggan markað og að fiskur væri „hengdur niður" yfir hraungjótur. • Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) sagði illt, að flytja þyrfti tillögur um könnun, sem sjávar- útvegsráðherra hefði átt að framkvæma, áður en form veiði- takmarkana var ákveðið. Gjörð- ir ráðherra lyktuðu af pólitík, að „kjördæmishagsmunir" hans sætu í fyrirrúmi. Hann vildi fá á hreint, hvort sjávarútvegsráð- herra hygðist halda áfram þeim vinnubrögðum að leggja ekki mál af þessu tagi fyrir ríkis- stjórn og Alþingi, heldur taka sér einhvers konar alræðisvald. Spurðist hann fyrir um, hvort rétt væri, að kaup á úthafs- rækjutogara og kolmunnaskipi hefðu fallið á atkvæði sjávarút- vegsráðherra í ríkisstjórn. Ef svo væri, skyldi hann ekki fram- kvæmd þeirrar stefnu, að beina veiðum í vannýtta fiskstofna. ókleift væri að standa með ráðherra í þessu máli eða verja gerðir hans. • Fleiri þingmenn tóku til máls, m.a. Gunnlaugur Stefáns- son (A), sem sagði gagnrýni á sjávarútvegsráðherra byggjast á gömlum fordómum gagnvart Suðurnesjum. ráðherra sagði óskynsamlegt, að setja lög til að fresta ákvæðum varðandi kaup flugmanna, eða lögfesta ákveðna sáttatillögu, eins og staða samningamála væri í landinu í dag. Hins vegar væri hér vandi á höndum, sem ríkisstjórnin launamálum út þetta ár. Matthías Bjarnason (S) lýsti óánægju sinni með, hve ríkis- stjórnin væri svifasein og raunar sjálfri sér sundurþykk í þessu máli, sem snerti svo marga. Krafð- ist hann þess að ríkisstjórnin hefðist eitthvað að í málinu áður en þingmenn færu í páskaleyfi. Lög um þjóðaratkvæði: „Hoggið á hnút þrýstihópanna’9 Vilmundur Gylfason og Sighvatur Björgvinsson, þing- menn Alþýðuflokks, hafa lagt fram á Alþingi tillögu, sem felur ríkisstjórn, ef samþykkt verður, að undirbúa löggjöf um þjóðar- atkvæðagreiðslur. í löggjöfinni verði ákveðið að einfaldur meiri- hluti Alþingis geti ákveðið þjóðaratkvæðagreiðslu um þá spurningu cða þær spurningar, sem Alþingi ákveður. Sett verði timamörk þannig, að þjóðar- atkvæðagreiðsla verði að fara fram eigi síðar en tveimur mánuðum frá því að Alþingi tekur slíka ákvörðun. Alþingi geti ákveðið, hvort þjóðar- atkvæðagreiðsla verði bindandi eða leiðbeinandi. I niðurlagi greinargerðar með tillögunni segir orðrétt: „Oskýr valdmörk hins kjörna ríkisvalds annars vegar og forustu þrýstihópa hins vegar hafa skapað mikla óvissu í efnahagsmálum á undanförnum árum og áratugum. Ákveðin löggjöf um þjóðar- atkvæðagreiðslur, þar sem einfaldur meirihluti Alþingis get- ur ákveðið með tiltölulega skömm- um fyrirvara að viðhafa þjóðar- atkvæðagreiðslu, sem yrði þá í reynd eins konar skoðanakönnun, sem Alþingi aftur skuldbindi sig til þess að fara eftir, gæti höggvið á margan hnútinn, sem upp hefur komið í samfélaginu á undanförn- um árum. Þróun margra fjöldasamtaka hefur verið í þá veru, að upphaf- lega eru þau samtök hins venju- lega manns, tiltölulega einföld í sniðum og með ljós og mörkuð verkefni. Þegar stundir líða fram, breytist hins vegar svipur og yfirbragð. Þá geta þessi sömu fjöldasamtök fjarlægst upphaflegt markmið sitt með miklum hraða. Þá verða þau að valdakerfi með flóknu þrepalýðræði, miklu skrif- stofuhaldi og margslungnu kosn- ingakerfi. Slíkar flækjur hafa iðulega leitt til firringar; það verður félagslegur óravegur frá hinum venjulega félagsmanni til forustu- og valdahóps. Fráleitt er auðvitað að alhæfa um slíka þró- un, en fullyrða má hins vegar, að slíkrar þróunar sér víða stað. Hlutverk ríkisvaldsins, til dæm- is að því er tekur til stjórnar almennra efnahagsmála, hefur orðið býsna óljóst, meðal annars vegna þessarar þróunar. Það er skoðun flutningsmanna að skýr og einföld löggjöf um þjóðaratkvæði höggvi að hluta á þennan hnút. Vitneskja þrýstihópa um það, að sú leið er til að skjóta umdeildum málum til þjóðarinnar, beint og milliliðalaust, ætti að gera öllum skylt að huga að fjöldavilja í ríkari mæli en gert hefur verið. Eins yrði það til bóta, að viðkvæm deilumál yrðu leyst með þessum hætti — til skemmri eða lengri tíma eftir atvikum.“ Alþingi í gær: Efnahagsfrumvarpið komið til neðri deildar EFRI deild Alþingis samþykkti í gær efnahagsfrumvarp forsætis- ráðherra (13 atkvæði gegn 6) í því formi sem það var, eftir aðra umræðu í deildinni (þá voru samþykktar 11 breytingartillög- ur frá meirihl. fjárhags- og við- skiptanefndar), með einni breyt- ingartillögu til viðbótar. Hin nýja breytingartillaga felur það í sér að „við ákvæði til bráðabirgða á eftir 51. gr, aftan við næstsíðasta málslið I, ákvæðis (sem hefst á orðunum „Verðbætur samkvæmt" og lýkur á orðunum „verðbætur á laun“) bætist: Að því er varðar félagsmenn í BSRB og BHM fer þó eftir samkomulagi því, sem gert hefur verið við fj ármálaráðuneytið." Harðar umræður urðu í deild- inni, sem lauslega verða raktar á þingsíðu Mbl. síðar, en fram kom í máli forsætisráðherra, að breytingartillagan væri fram kom- in til að taka af tvímæli, að staðið yrði við samkomulag við þessi tvö félög. Þetta tekur aðeins til þess- ara tveggja aðila, sagði forsætis- ráðherra, en ekki annarra. Hins vegar gildir áfram sú aðalregla, að þessi lög, ef samþykkt verða, há ekki samningsfrelsi á vinnu- markaðinum, svo önnur félög geta gert „nýja samninga við sína vinnuveitendur“.Forsætisráðherra svaraði hinsvegar ekki fyrirspurn um, hvort opinberir starfsmenn héldu umsaminni áfangahækkun, ef þeir felldu gerða samninga við fjármálaráðuneytið við atkvæða- greiðslu. Fram kom hörð gagnrýni á, að kaupa þyrfti mannréttindi, þ.e. félagslegar umbætur, sem þjóð- félagið teldi sig hafa efni á, með „eftirgjöf umsaminna kauphækk- ana“ og verzlun með „samnings- rétt“ í skiptum fyrir „umsamdar áfangahækkanir". Tillaga í ríkisstjórn: 3v2 milljarður lánsfjár til aukinna út- flutningsbóta STEINGRÍMUR Hermannsson landbúnaðarráðherra upplýsti í umræðum um Framleiðsluráð landbúnaðarins í neðri deild Al- þingis í gær, að hann hefði lagt fram í ríkisstjórn tillögu þess efnis, að hún beitti sér fyrir lánsheimild með ríkisábyrgð til ráðsins, að fjárhæð 3Vh milljarður króna, til að bæta bændum tekju- skerðingu vegna ónógra útflutn- ingsbóta á fjárlögum. Tekjuskerð- ing bændastéttarinnar væri áætl- uð 5,2 milljarðar króna og nægði lánið til að greiða % þeirrar tekjuskerðingar. Lánið á að end- urgreiða á 5 árum: í fyrsta lagi með útflutningsbótum, sem ekki verður þörf fyrir að nota, en lög heimila, enda verði njarkvisst stefnt að samdrætti í umfram- framleiðslu búvöru. í öðru lagi með jarðræktarframlögum, sem ekki reynast nauðsynleg af sömu ástæðu, og í þriðja lagi með fjárveitingum á fjárlögum fyrir því, sem á vantar. Pálmi Jónsson (S) vildi fá á hreint, hvort þessi yfirlýsing væri gefin í nafni ríkisstjórnarinnar í heild, því að ella hefði hún tak- markað gildi. I viðtali við ráðherra kom fram að þingflokkar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks hefðu lýst stuðningi við þessa leið, sem í tillögu hans fælist. Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra og Vilmundur Gylfa- son (A) andæfðu hins vegar — í umræðu — þessum lántökuhug- myndum, meðan heildarstefna í landbúnaði væri enn ekki mörkuð. FIMM nýir þingmenn tóku sæti á þingi í dag í fjarvistum aðal- þingmanna: 1) Jón Ásbergsson, Sauðárkróki, í fjarveru Eyjólfs Konráðs Jónssonar, 2) Þorbjörg Arnórsdóttir, í fjarveru Lúðvíks Jósepssonar, 3) Jón Kristjáns- son, Egilsstöðum, í fjarveru Tómasar Árnasonar fjármála- ráðherra, 4) Bjarni Guðnason prófessor í fjarveru Finns Torfa Stefánssonar og 5) Gunnar Már Kristófersson, í fjarveru Eiðs Guðnasonar. Þingmenn, sem fjarverandi eru, fóru utan í opinberum erindagjörðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.