Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 Bjarni bjargaði ÍR ÞAÐ voru aðeins 3 sekúndur til leiksloka, þegar Bjarni Hákonar- son ÍR-ingur skaut úr vonlitlu færi, staðan var þá 26—25 fyrir Hauka, en jafntefli nægði ÍR-ing- um til að skjótast upp fyrir HK í stigatöflunni. Og það var ekki sökum að spyrja, skot Bjarna rataði f net Haukanna rétt eins og öll önnur skot ÍR-inga í leikn- um sem á annað borð hittu innan markrammans. Markvarsla Ilauka var í undirdjúpunum og það gerði gæfumuninn, ÍR náði jafntefli ekki síst vegna þess að Jens varði skot annað slagið, einkum þó á mikilvægum augna- blikum. Leiknum lauk 26—26, en Skotar sigruðu ÍSLENDINGAR töpuðu með einu stigi í landsleik í körfuknattleik í gærkvöldi fyrir Skotum. Leikur- inn endaði 75—74 eftir mikla hörkuviðureign. Stigahæstur ís- lendinganna var Pétur Guðmundsson mcð 25 stig, en þeir Kristinn Jörundsson og Kristján Ágústsson skoruðu báðir 12 stig. - þr. staðan í hálfleik var 16—14 fyrir ÍR. Það var lítið, eða réttara sagt ekkert um varnir hjá báðum liðum með fáum undantekningum allan leikinn. Flest skot Hauka höfnuðu í netinu og öll skot ÍR-inga. Þó var mikið um óðagot og læti hjá báðum liðum, sóknir stóðu afar stutt. IR-ingar virtust þó lengst af taka leikinn af meiri alvöru en mótherjarnir og uppskáru þeir eftir því. Ef frá eru taldar fyrstu mínútur leiksins, höfðu IR-ingar yfir allan leikinn fram undir leikslok. Haukar minnkuðu mun- inn í fáein skipti niður í eitt mark, en IR-ingar héldu þeim ávallt frá sér, þar til í lokin, en þá komust Haukar yfir með marki Andrésar Kristjánssonar úr hraðaupp- hlaupi. Kom markið í kjölfarið á mörgum mistökum hjá báðum liðum, leiktöf á Hauka, ruðningur á ÍR, ótímabær skot o.fl. o.fl. Þegar Andrés skoraði, voru aðeins 20 sekúndur til leiksloka og von IR-inga virtist vera brostin, en þá kom hið óvænta skot Bjarna Hákonarsonar. ÍR hlaut því 10 stig í mótinu, HK 9 og þarf Kópavogs- liðið því að leika tvo aukaleiki við Þór frá Vestmannaeyjum um áframhaldandi setu í 1. deild. Hjá ÍR voru bestir þeir Bjarni Bessason, Ársæll og Sigurður Svavarsson, Guðjón átti góða spretti framan af og Jens var drjúgur þó að oft hafi hann leikið mun betur. Andrés Kristjánsson og Jón Hauksson voru sterkastir Hauka, en athygli vakti einnig bærileg frammistaða þjálfarans Þorgeirs Haraldssonar. Þeir Björn Kristjánsson og Hannes Þ. Sigurðsson dæmdu og voru þeir lélegir, einkum þegar á leikinn leið og meiri þörf var fyrir góða dómgæslu. f STUTTU MÁLI: Islandsmótiö 1. deild Haukar - ÍR 26 -26 (14-16). Mörk liauka: Jón Hauksson 7 (2 vfti). Andrés 5, Ingimar og Hörður 4 hvor, Þorgeir 3. Þórir 2 og Júlíus 1 mark. Mörk ÍR: Bjarni Bessason 8, Guðjón og Sigurður Svavars 5 hvor, Brynjólfur 3, Ársæll 3, Bjarni Hákonarsson 2 mörk. Víti ( vaskinn: Jens varði frá Júlfusi Pálssyni. Brottrekstrar: iR-ingarnir Sigurður Gfsla- son. Guðjón og Bjarni Bessason f 2 mfn., Haukarnir Þorgeir og Árni Sverris f 2 mfnútur hvor. — Rg. FH-Fylkir í KVÖLD kl. 20.30 leika í Hafnar- firði FH og Fylkir í átta liða úrslitum í bikarkeppni HSÍ. Strax að leik loknum verður dregið í f jögurra liða úrslitin. Góður árangur hjá Óskari í kringlunni FRJÁLSÍÞRÓTTAMAÐURINN Óskar Jakobsson sem stundar nám við University of Texas í Austin náði góðum árangri í kringlukasti á frjálsíþróttamóti í Dallas í Texas um helgina. Kastaði óskar þar kringlunni 60,56 metra sem er þremur metrum lengra en hann hafði náð bezt í skólakeppnum það sem af er keppnistímabili. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur óskar nú náð sér af meiðslum sem hann hlaut í baki og háð höfðu honum við æfingar í nokkrar vikur. Er Óskar bjartsýnn á að bæta árangur sinn frá því um helgina mjög verulega. Hefur hann að undanförnu lagt mikla áherzlu á að bæta tækni sina í kringlukastinu. Þjálfarar Óskars, James Blackwood og Dana LeDuc, segja að það sé fyrst og fremst tæknin sem Óskar þurfi að bæta þar sem hann hafi krafta á við beztu kastara. „Þegar Óskar fær tilfinningu fyrir áhaldinu og íer að þeyta því í stað þess að grýta, þá verður eftir honum tekið,“ sagði LeDuc í viðtali við Mbl. Óskar Jakobsson lætur mjög vel af vistinni vestra. Hefur hann staðið sig vel í skólakeppnum og er einn fárra nemenda skólans sem er ósigraður í skólakeppnum. Hann hefur náð tilskildum lágmarks- árangri fyrir þátttöku í meistaramóti bandariskra háskóla er fram fer í borginni Chanpaign í Illinois-fylki í byrjun júní. _ Valsmenn sigruðu Þróttara 2—1 VALSMENN sigruðu Þrótt í þriðja leik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu á Melavellinum í gærkvöldi 2—1, í nokkuð vel leiknum leik miðað við þungan völl og að keppnistímabilið er rétt að hefjast. Fyrsta mark leiksins skoraði Guðmundur Þorbjörnsson og var það fallegt mark, skorað með þrumuskoti. Var staðan í leikhlé 1—0. Strax í byrjun síðari hálfleiksins bætti Hálfdán Örlygsson öðru marki Vals við .Þróttarar urðu að leika 10 mest allan síðari hálfleikinn þar sem Ágústi Haukssyni var vísað af leikvelli fyrir grófan leik. Um miðjan síðari hálfleik var svo dæmd vítaspyrna á Val og skoraði Daði Harðarson örugglega úr vítaspyrnunni. Bæði liðin léku af krafti og virðast leikmenn vera í allgóðri líkamlegri æfingu. í fyrrakvöld sigruðu KR-ingar Ármann 2—1. —þr- Valur rétt marði sigur yfir KR íslandsmeistarar KR í körfuknattleik: Fremri röð f.v.: Erla Pétursdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Emilía Sigurðardóttir, María Guðnadóttir, Linda Jónsdóttir. A* Aftari röð f.v.: John Hudson þjáffari. Sólveig Þórhallsson. Björg Kristjánsdóttir, Arndís Sigurgeirsdóttir, Salína Helgadóttir. Kristjana Hrafnkelsdóttir. KR-stúlkurnar sigruðu einnig KR-ingar gera það ekki enda- sleppt þessa dagana. Á mánu- dagskvöldið varð m.fl. kvenna íslandsmeistari f körfuknattleik og er það þriðji titillinn sem körfuknattleiksmenn KR færa félaginu á rúmri viku. Auk þess sigraði m.fl. karla í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik í þessari sömu viku. Svo við víkjum aftur að stúlk- unum þá fór fram á mánudaginn leikur KR og ÍS í m.fl. kvenna og var það siðasti leikur mótsins og með sigri f leiknum tryggði KR sér íslandsmeistaratitilinn. KR-stúIkurnar mættu mjög ákveðnar til leiks og greinilegt var að ekkert annað en sigur kom til greina. Leikurinn var þó mjög jafn framan af og á 14. mínútu fyrri háifleiks var staðan 14:13, ÍS í vil, en það sem eftir var af hálfleiknum voru KR-stúlkurnar mun ákveðnari og höfðu 7 stiga . forystu í leikhléi, 25:18. I upphafi síðari hálfleiks hélst svipaður munur, en síðan tók KR mikinn kipp og náði 14 stiga forystu, 45:31 og var þá greinilegt hvert stefndi. í lokin tókst IS-stúlkunum aðeins að rétta hlut sinn án þess þó að ógna sigri KR. Lokatölurnar voru 55:48. KR-liðið lék mjög vel að þessu sinni, einn besti leikur þess í vetur. Baráttan í vörninni var góð og einnig í fráköstunum. Emilía Sig- urðardóttir !ék að nýju með KR eftir langa fjarveru vegna meiðsla og var hún mikill styrkur. KR-stúlkurnar léku allar vel, Linda, Sólveig, María Salína og Kristjana sýndu allar sínar bestu hliðar. ÍS-Iiðið hefur í vetur ekki náð að sýna neitt af því, sem gerði það að margföldum meisturum í fyrra. í þessum leik átti IS ekkert svar við sterkum varnarleik KR og ekki bætti það úr skák að Guðný Eiríksdóttir var komin með 4 villur eftir 14 míiíútur. Liðið var jafnt að þessu sinni og engin ástæða til að nefna eina fremur en aðra. Stigin fyrir KR: Linda 18, María 12, Sólveig 10, Kristjana 8, Salína 4, Björg 2 og Emilía 1. Stigin fyrir IS: Guðný 13, Anna Björg og Sigurlaug 8 hvor, Þórunii 7, Hanna og Þórdís 6 hvor. ÁG. VALUR sigraði KR í 1. deild kvenna 15—14 í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 12—8, Val í vil. Leikur liðanna var nokkuð hraður og ágætlega leikinn á köflum. Valsstúlkurnar höfðu ávalt frumkvæðið í leiknum, og höfðu mest allan fyrri hálfleikinn fjögurra marka forskot. I síðari hálflciknum var sóknarleikur þeirra hins vegar í molum og breyttist staðan úr 13—8, í 13—13. Anna Lind hjá KR skoraði þrjú mörk í röð á skömmum tíma með laglegum skotum. og allt benti til þess að KR-stúlkurnar myndu sigra. En Valsstúlkurnar voru ekki á að gefa stigin eftir og Erna sem var best í Valsliðinu tryggði sigurinn með tveimur fallcgum mörkum í lokinn. Mörk Vals: Erna 6, Björg 3, Elín 3, Ágústa 2, Oddný 1. Mörk KR: Hansina 6, Anna 4, Karolina 2, Hjördís 1, Arna 1. Fimm með 10 rétta í 32. leikviku komu fram 5 raðir með 10 réttum og var vinningur á hverja röð kr. 169.000.- en með 9 rétta voru 66 raðir og vinningur á hverja kr. 5.400,- Vegna erfiðleikanna, sem snjó- þyngslin hafa bakað ensku knatt- spyrnunni. varð að notast við 9 leiki í 2. deild á síðasta seðli, en aðeins 3 leikir í 1. deild lágu fyrir, er seðillinn var prentaður. Þar sem bikarkeppnin er nú komin á síðasta snúning truflar hún ekki mcira á laugardögum það sem eftir er vetrar og verða því framvegis 11 leikir úr 1. deild á seðlinum. Felld verður niður umferðin í páskavikunni hjá getraununum vegna samgöngu- tafa og lokunartíma í verzlunum og afgreiðslustöðum. Everton steinlá Úrslitin í ensku knattspyrn- unni i gærkvöldi: I: DEILD. Arsenal—Coventry 1 — 1 Birmhingham —Ipswich 1 — 1 Bolton —Everton 3—1 Bristol—QPR 2—0 Wolverhampton—Tottcnham 3—9 2. deild. Oldham—Crystal Palacc 0—0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.