Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 11 Sýningum að Ijúka á þremur leikritum hjáL.R. Senn líður að því að sýning- um ljúki á þremur leikritum, sem notið hafa mikilla vin- sælda leikhúsgesta. Eru það gamanleikurinn Rúmrusk, sem leikinn hefur verið í allan vetur í Austurbæjar- bíói, sakamálaleikritið Lífs- háski og Skáld-Rósa, sem nálgast nú 90. sýninga-mark- ið. Lífsháski og Skáld-Rósa verða sýnd fram yfir páska, en síðasta sýning Rúmrusks verð- ur væntanlega miðvikudaginn fyrir páska. Nýjasta verkið á leikrita- skrá Leikfélags Reykjavíkur, Steldu bara milljarði, hefur nú verið sýnt 7 sinnum fyrir fullu húsi og er þegar uppselt á nokkrar næstu sýningar leiks- ins. Æfingar eru nú hafnar á síðasta verkefni leikársins, sem frumsýnt verður um miðj- an maí. „Er þetta ekki mitt líf, eða hvað?7 heitir leikritið, sem er alveg nýtt af nálinni, og var kjörið besta leikrit ársins í London 1978. Leikritið fer eins og eldur um sinu um alla Evrópu og nýtur hvarvetna gífurlegra vinsælda, eins og segir í frétt frá LR. Ilelga b. Stephensen og Jón Hjartarson í hlutverkum sínum í Rúmruski. Stuð á Leynimelnum í Ólafsvík Ólafsvt'k. 2. aprfl. LEIKFÉLAG ólafsvíkur sýnir þessa dagana gamanleikinn Leynimel 13. leikstjóri er Kristján Jónsson. Frumsýnt var 24. marz. og einnig var barnasýn- ing þann dag. Hefur leiknum verið afar vel tekið. Þriðja sýning var s.l. laugar- dagskvöld og þá bauð Lions- klúbburinn Olafsvíkingum sem eru 60 ára og eldri á sýninguna. Þágu yfir 60 manns boðið. I gær var húsfyllir á sýningu leiksins. Fyrirhugað er að sýna í Ólafsvík á miðvikudagskvöldið og er það síðasta sýning fyrir páska. í athugun er síðan leikför eftir páska. Með helstu hlutverk fara Bárður Jensson og ívar Stein- grímsson. Þess má geta, að miklir erfiðleikar hafa verið með æfingar vegna mikillar atvinnu í þorpinu og raunar stórvirki að koma leik- ritinu á fjalirnar með þeim ágæt- um sem raun ber vitni. Formaður Leikfélags Ólafsvíkur er Kristján Helgason. — Helgi. Einar Sveinbjörnsson leikur einleik með Sinfóníuhljómsyeitinni FIMMTUDAGINN 5. aprfl n.k. heldur Sinfóníuhljómsveit ís- lands sína 14. áskriftartónleika á þessu starfsári. Tónleikarnir eru eins og að venju í Háskólabíói og hefjast kl. 20.30. Verkefni á þessum tónleikum verða sem hér segir: ROSSINI: Semiramide PROKOFIEFF: Fiðlukonsert í D-dúr BEETHOVEN: Sinfónía nr. 8 Af sérstökum ástæðum er ekki hægt að flytja sinfóníu nr. 1 eftir Mahler eins og gert var ráð fyrir, en í hennar stað verður flutt sinfónía nr. 8 eftir Beethoven, eins og að ofan greinir. Þessi Beet- hovensinfónía verður því ekki á efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar ís- lands á tónleikum 7. júní n.k. heldur aðeins 9. sinfónían. Einleikarinn EINAR SVEIN- BJÖRNSSON hefur verið fyrsti konsertmeistari í Sinfóníuhljóm- sveitinni í Malmö síðan 1964 og sömuleiðis starfað sem kennari við Tónlistarháskólann í Malmö. Hann hefur einnig komið víða fram sem einleikari og starfað mikið við kammermúsik, síðustu árin m.a. með Malmö Kammar- kvintett, sem er væntanlegur til íslands í júnímánuði og mun halda tónleika í Reykjavík og á nokkrum stöðum úti á landi. Einar kom til landsins 2. apríl, beint frá konserthaldi þar sem hann lék einleikshlutverk í fiðlu- konsert sænska tónskáldsins Lars Erik Larsson og fyrir helgina hefur Malmö Kammarkvintett verið á ferð m.a. með Silunga- kvintett Schuberts og tríó Jónasar Tómassonar. Einar starfar sem sagt mikið fyrir utan hljómsveit- ina og háskólann, m.a. sem kenn- ari við „Nordiska ungdoms- orkestern" í Lundi, en það nám- skeið hefst 12. júní. Þar á eftir fylgir tveggja vikna tónleikaferð til Kanada með sænskri hljóm- sveit, þar sem Einar kemur fram sem einleikari ásamt celloleikara Malmö Kammarkvintett, Guido Vecchi, í svokölluðum „double-konsert" Brahms á 8 tón- leikum. Stjórnandi á þessum tónleikum er franski hljómsveitarstjórinn JEAN-PIERRE JACQUILLAT, en óþarft er að kynna hann fyrir islenskum tónleikagestum þar sem hann hefur mikið starfað með Sinfóníuhljómsveit íslands fram til þessa, t.a.m. allan marsmánuð sl., og fengið einróma lof gagnrýn- enda. 6,8 milljarða króna halli á ríkissjóði SAMKVÆMT bráðabirgða- uppgjöri á greiðsluafkomu ríkissjóðs urðu gjöld um- fram tekjur 5.037 milljónir króna, nettóútstreymi á lánahreyfingum 693 milljónir króna að Seðla- banka meðtöldum og nettó- útstreymi á viðskiptareikn- ingnum 1.042 milljónir króna. Greiðsluhalli sam- kvæmt framansögðu reyndist því 6.776 milljónir króna, segir í skýrslu f jár- málaráðherra um afkomu ríkissjóðs 1978 samkvæmt bráðabirgðatölum ríkisbókhalds. Árið 1977 varð greiðslu- afgangur ríkissjóðs 353 milljónir króna. í endur- skoðaðri útgjaldaáætlun fyrir ríkissjóð var talið að greiðsluhalli yrði 3.654 milljónir króna. Afkoman varð því 3.118 milljónum króna verri en áætlað var og 7.125 milljónum króna verri en gert var ráð fyrir á fjárlögum. m ■ ■■■ ■ Augnablik! Vid gerum þér tilboö. Útborgun í Philips litsjónvarpstæki frá 150 þús. r-TT ^ ■ TT ■ TT ■ PHIUPS ySös ...mestselda sjónvarpstækiö =■==..1--= í Evrópu. Þaö er sitt hvaö aö sjá hlutina í lit eöa svart/hvítu. Nú hefur þú tækifæri til aö láta langþráöan draum um litsjónvarpstæki rætast. Philips svíkur ekki lit. heímilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 — SÆTÚN 8 - 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.