Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 atvinna - - atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Innri Njarðvík Umboösmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðiö í Innri Njarövík. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 6047 og afgreiöslunni Reykjavík sími 10100. Forstöðumaður óskast til starfa aö Dýraspítala Watsons. Dýralæknismenntun áskilin. Umsóknar- frestur til 15. apríl n.k. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ásgeirsdóttir, hdl. formaður stjórnar Dýraspítala Watsons. Sími 28878, Fjölnisvegi 16, Reykjavík. Starfskraftur óskast nú þegar í sal og í uppvask. Upplýsingar á staönum. Múlakaffi v. Hallarmúla Stöður tveggja lögregluþjóna í Grindavík í afleysingar vegna sumarleyfa eru lausar til umsóknar. Umsóknir sendist undirrituöum fyrir 1. maí m.k. á eyðublöðum, sem fást á skrifstofu minni aö Vatnsnesvegi 33 í Keflavík. Bæjarfógetinn í Grindavík, Jón Eysteinsson. Stöður tveggja lögregluþjóna í Keflavík í afleysingar vegna sumarleyfa éru lausar til umsóknar. Umsóknir sendist undirrituöum fyrir 1. maí n.k. á eyðublöðum, sem fást á skrifstofu minni aö Vatnsnesvegi 33 í Keflavík. Bæjarfógetinn í Keflavík. Stúlka óskast í farmiðasölu og símaafgreiöslu. Nokkur málakunnátta áskilin. Lágmarksaldur um tvítugt. Upplýsingar á skrifstofunni næstu daga kl. 14—16 ekki í síma. B.S.Í. Umferðarmiöstöðinni UNIVERSITETET I BERGEN — NORGE Sendikennarastaða f íslensku við Háskólann í Björgvin Staöa sendikennara (lektors) í íslensku viö Háskólann í Björgvin er laus frá 1. ágúst 1979. Lektorinn verður ráöinn til þriggja ára. Möguleiki er á endurráðningu í önnur þrjú ár. Umsækjendur skulu hafa íslenskt cand.- mag.-próf eöa sambærilega menntun. Kennslugreinar eru íslenskt mál og bók- menntir, en lektorinn þarf ennfremur aö geta tekiö aö sér kennslu og leiöbeiningar viö ritgerðarsmíö á kandídatsstigi innan sinna sérsviða. Þá er og æskilegt, að hann geti unniö aö kynningu á íslenskri menningu yfirleitt. Umsækjendur veröa aö geta tekiö aö sér kennslu á öllum stigum greinarinnar, eftir því sem þörf er á, einnig í sambandi viö eftirmenntun kennara og sérnámskeið. Kennsluskylda er allt aö 10 stundum á viku. Greinargerö meö nánari lýsingu á stööunni má fá á skrifstofu Det historisk-filosofiske fakultet, Universitetet í Bergen. Laun eru skv. 20/24 launaflokki launaskrár norska ríkisins, nú aö fjárhæö n.kr. 91.398- / 114.351.- árlega. Hækkun í stööu fyrsta lektors (förstestilling), launaflokk 25 (n.kr. 119.977.-), getur oröiö að undangengnum sérstökum hæfnisdómi. Þeir umsækjendur sem sækja vilja um stööu fyrsta lektors skulu senda vísindaleg rit sín og skrá yfir þau í þremur eintökum. Umsækjendur geta gert þann fyrirvara á umsókninni aö þeir taki ekki viö stööunni, ef um stööu fyrsta lektors veröi ekki aö ræöa. Lektornum ber skylda til aö hlíta þeim reglum sem um stööuna gilda. Umsóknir, ásamt afritum af prófskírteinum og öörum gögnum, og vísindalegum ritum ef fyrir hendi eru, skulu sendar Universitetet í Bergen, Personalavdelingen, Postboks 25, 5014 Bergen — Universitetet, Norge, fyrir 7. maí 1979. GOLFHF KÁRSNESBRAUT 32, KÓPAVOGI. SÍMAR: 40460 OG 76220. . Hefur skapast vandræðaástand á vinnustað út af gólfum? ! Gólf hf. hefur sérhæft sig í lögn DEKA- gólfa á ný og gömul gólf. DEKA er fúgulaust epoxy- 1 bundið gólfefni með frábæru slit- og efnaþoli. Sérlega hentugt í fiskvinnslu og öðrum iðnaði. Veitum allar frekari upplýsingar. - Gerum föst tilboð. „reynsla, þekking, þjálfun," - ÖRUGGT ATHAFNASVÆÐI A GÓLFLÖGN FRÁ GÓLFHF KARSNESBRAUT 32. KOPAVOGI SlMAR 40460 OG 76220 Telexritari óskast til starfa strax. Aöeins kemur til greina aö ráöa vanan telexritara. Umsækjendur mæti til viötals Verzlunarráð íslands Laufásvegi 36. Sími 11555. Afgreiðslumaður Varahlutaverzlun óskar aö ráöa röskan afgreiöslumann sem fyrst. Áhugasamir umsækjendur leggi nöfn sín, meö upplýs- ingum um aldur, menntun og fyrri störf, inn á afgreiöslu Morgunblaösins fyrir 10. þ.m. merkt: „Bílavarahlutir — 5689“. Óskum að ráða starfskraft í verzlun okkar, karl eða konu ekki yngri en 25 ára, frá 1—6. Uppl. fyrir hádegi á morgun. Laugavegi 51, 2. hæð. Auglýsingateiknarar Viljum ráöa auglýsingateiknara til starfa á teiknistofu okkar. Æskilegt er aö umsækj- andi hafi lokiö námi í auglýsingateiknun viö Myndlista- og handíöaskólann eöa sam- bærilegan skóla og hafi nokkra reynslu í starfi. Umsókn, sem tilgreini menntun og fyrri störf, sendist fyrir 11. apríl n.k. Farið veröur meö umsóknir sem trúnaðar- mál. AUGLÝSINGASTOFA SAMBANDSINS Sölvhólsgötu 4, Pósthólf 180, 121 Reykjavík. Starfsfólk í gestamóttöku Viljum ráöa starfsfólk í gestamóttöku hótelsins. Viðkomandi þarf aö hefja störf fljótlega. Unniö er á 12 klst. vöktun. Tungumálakunnátta t.d. enska og eitt Noröurlandamálanna, ásamt einhverri vél- ritunarkunnáttu nauösynleg. Upplýsingar veitir móttökustjóri kl. 9—16, ekki í síma. Afgreiðslustarf Starfskraftur óskast til afgreiöslustarfa í versluninni hálfan daginn Æskilegt er aö viökomandi hafi reynslu í meöferö vefnaöarvara og geti hafiö störf fljótlega Uppl. á skrifstofunni næstu daga milli kl. 2 — 6, ekki í síma. Áklæði og gluggatjöld Skipholti 17á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.