Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 Sildarsaltendur: V andr æðaástand getur skapast ef verulega kólnar VEGNA hinnar miklu síldarsöltuuar á Austfjörðum í haust hefur verið við ýmsa erfiðleika að etja. Svo mikið hefur borizt á land að ekki hefur alitaf verið hæ»?t að salta síldina samdægurs og eins hafa verið vandamál við Keymslu síldarinnar i upphituðum húsum, en slík húsakynni hafa ekki alls staðar verið fyrir hendi undanfarið. Jón Þ. Ólafsson, skrifstofustjóri Þórði Ásgeirssyni, að auk eftirlits- hjá Framleiðslueftirliti sjávaraf- urða, sagði í gær, að ef kólnaði verulega í veðri á næstunni, gæti skapazt vandræðaástand hjá salt- endum fyrir austan. „Til að síld verkist vel þarf hún að vera í geymslu við ákveðið hitastig um tíma meðan hún er að verkast. Það sem getur gerzt og er að gerast, er, að margir saltendur fyrir austan eru búnir að fá meira af síld en þeir hafa gott húspláss fyrir, og verða því að setja síldina út fyrir. manna ráðuneytisins, hefði það nú nýlega ráðið sérstakan mann til að fylgjast með þessum málum fram til áramóta. Þórður sagði að eftir- litið væri í höndum Framleiðslu- eftirlitsins, en þetta væri gert til að menn í ráðuneytinu gætu vitað frá fyrstu hendi hvernig málin stæðu. Síldarútvegsnefnd hefur með sölu á saltaðri síld að gera og Morgunblaðið spurði Gunnar Fló- venz, framkvæmdastjóra, að því í Geri kuldakast verður verkun síld- gær, hvort hann óttaðist að verið Æfingar hjá Gæzlunni Þessa dagana er verið að þjálfa starfsmenn Land- helgisga-zlunnar á hinni nýju þyrlu, TF-Rán. Með- al þess sem verið er að æfa er meðferð vinduhúnaðar- ins og er meðfylgjandi mynd tekin á einni slíkri æfingu fyrirskömmu. (Ljósm. Tómas Helgason.) arinnar miklu hægari og hún verkast þá ekki á eðlilegan hátt. Menn eru sérstaklega hræddir hvað varðar þann tíma, sem fram- undan er, en ekki eins um það, sem búið er að salta," sagði Jón Þ. Ólafsson. í sjávarútvegsráðuneytinu fékk Morgunblaðið þær upplýsingar hjá 0- INNLENT væri að framleiða lélega og jafnvel gallaða vöru hjá síldarsaltendum á Austfjörðum. „Ef ég hefði ferðazt þarna um og séð með eigin augum hvernig þetta gengur fyrir sig, gæti ég svarað. Eftir sögusögnum get ég hins vegar ekki dæmt, einn segir þetta, annar segir hitt, en bara það að mönnum ber ekki saman gerir mann órólegan. Auðvitað vona ég, að menn geri ekki sjálfum sér og öðrum þá bölvun að skemma vör- una, en þarna er um gífurleg verðmæti að ræða. Hins vegar er ekki hætta á að gölluð vara fari úr landi þar sem við flytjum ekki út neina síld, nema hún hafi vottorð frá Framleiðslueftirlitinu og kaup- anda. Engar styttur keyptar — í tíð núverandi borgarstjórnarmeirihluta Gimli: _ r Ted Arnason endur- kosinn bæjarstjóri TED Arnason var endurkjörinn bæjarstjóri i Gimli til þriggja ára í kosningum. sem fram fóru á þriðjudaginn. Hlaut Ted 78% atkvæða. Ted Árnason er mikill íslands- vinur og hefur átt stóran þátt í samskiptum tslendinga og Vestur-íslendinga. Hann var m.a. formaður Islendingadagsins 1975, þegar Vestur-íslendingar héldu upp á 100 ára afmæli byggðar sinnar í Vesturheimi. ENGIN listaverk til uppsetn- ingar utanhúss, svo sem mynda- styttur eða skúlptúrar, hafa ver- ið keypt frá því að vinstri meiri- hluti Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks tók við stjórn Reykjavíkurborg- ar, að því er Egill Skúli Ingi- bergsson borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið i ga>r. Eina verkið utandyra, sem unnið hefur verið að á þessum tima, sagði hann vera skreytingu á stúku Laugardalsvallarins. Það vcrk er eftir Gest Þorgrímsson og Sigrúnu Guðjónsdóttur. og verður lokið við það í vor. í Morgunblaðinu í gær kom fram, að nú er 61 stytta á stalli í höfuðborginni, en auk þess bíði þrjú listaverk uppsetningar. Egill borgarstjóri var spurður, hvaða verk það væru. „Hið fyrsta er minnismerki um Sigvalda Kalda- lóns eftir Helga Gíslason", sagði borgarstjóri, „en einkum hefur verið til athugunar að setja það upp við Tjörnina eða í Grjóta- þorpi. Ekki hefur orðið af endan- legri ákvörðun um það, meðal annars vegna fyrirhugaðs rasks og framkvæmda á báðum stöðunum. Annað verkið er Fallandi gengi eftir Inga Hrafn, en því hefur verið komið fyrir á endanlegum stað í trjálundi í Árbæjarhverfi, en endanlegur stallur er enn ekki tilbúinn. Þriðja verkið er svo Ferningar eftir Hallstein Sig- urðsson, og hafa nokkrir staðir verið skoðaðir í samráði við lista- manninn, en ákvörðun hefur ekki verið tekin enn.“ Jafntefli varð hjá Friðrik og Hort Buenos Aircs, 25. októer. AP. 2 biðskákir, 5. Kavalek 3,1 „Unglingar eiga að fá frádrátt eins og aðrir“ — Rætt við unglinga um barnaskattinn svokallaða „ÉG lagði fé fyrir þar sem ég átti von á þessu,“ sagði Skarphéðinn Haraldsson. námsmaður, þegar Mbl. ræddi við hann. Skarphéð- inn hafði liðlega 2.6 milljónir i tekjur og fékk 307.765 krónur f skatta. „Hins vegar verð ég að segja, að mér finnst að unglingar innan 16 ára aldurs eigi að fá frádrátt eins og aðrir, persónuafslátt og náms- frádrátt. Ég stunda nám við Iðnskóla Hafnarfjarðar og hyggst síðar fara í menntaskóla," sagði Skarphéðinn Haraldsson með skattseðilinn. Mynd Mbl. KrÍHtján. Skarphéðinn ennfremur. Hann vann við Síldar- og fiskimjöls- verksmiðju Bolungarvíkur. Verð að fá lán fyrir skottunum „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég greiði þetta — verð að fá lán fyrir sköttunum, geri ég ráð fyrir," sagði Halldór Sverrisson, 14 ára Bolvíkingur, en hann stundar nám við Grunnskóla Bol- ungarvíkur. „Ég fékk rétt um 40 þúsund krónur og það er í lagi meðan upphæðin er ekki meiri,“ sagði Haíldór ennfremur. Vinn nu svo ég get greitt skattana „Ég fékk rétt um 135 þúsund krónur í skatta og þar sem ég vinn í frystihúsinu hér í Bolungarvík get ég greitt skattana. Ég hóf nám í Flensborgarskóla í haust, en kom heim fyrir 10 dögum, hafði heimþrá. Hefði ég verið áfram, hefði ég sjálfsagt átt í erfiðleikum, þar sem ég var ekki búin að safna fyrir sköttunum," sagði Daðey Daðadóttir úr Bol- ungarvík, en hún er 15 ára gömul. FRIÐRIK Ólafsson og Tékkinn Vlastimil Ilort gerðu jafntefli í sjöundu umferð alþjóðaskákmóts- ins i Buenos Aires. Hort og Friðrik sömdu um jafntefli eftir 22 leiki. Friðrik stýrði svörtu mönnunum. Friðrik hefur nú þokað sér úr neðsta sæti mótsins — hefur hlotið 2 vinninga — en annars cr staðan mjög óljós vegna f jölda biðskáka. önnur úrslit í 7. umferð urðu þau, að Ulf Anderson, Svíþjóð, og Walter Browne, Bandaríkjunum, sömdu um jafntefli eftir 22 leiki, Ljubomir Ljubojevic, Júgóslavíu, vann Yuri Balashow, Sovétríkjunum, Oscar Panno, Argentínu, vann Lubomir Kavalek, Bandaríkjunum. Skákir Bent Larsens, Danmörku og Sergio Giardelli, Argentínu, Miguel Quint- eros, Argentínu, og Miguel Najdorfs, Argentínu, og Ánatoly Karpovs, Sovétríkjunum og Jan Timmans, Hollandi, fóru í bið. Timman hefur peð yfir og heldur betri stöðu gegn Karpov. Larsen hins vegar hefur tvö peð yfir og virðist næsta öruggur með sigur. Staðan í mótinu er nú: 1. Ander- son 4 vinningar, 2. Ljubojevic 3,5 og biðskák, 3. Hort 3,5, 4. Karpov 3,5 og .5 og biðskák, 6. Larsen 2,5 og 4 biðskákir, 7. Panno, 2,5 og 3 biðskákir, 7. Najdorf 2,5 og 2 biðskákir, 9 Timman 2 og 4 biðskákir, 10. Quinteros 2 og 2 biðskákir, 11. Friðrik 2 og 1 biðskák, 12. Balashow 1,5 og 3 biðskákir, 13. Giardelli 1,5 og 3 biðskákir, 14. Browne 1,5 og 2 biðskákir. Góð loðnu- veiði í gær GÓÐ VEIÐI var hjá loðnuskipunum úti af Vestfjörðum í gærmorgun og tilkynntu 15 skip samtals 9.650 tonn til Loðnunefndar. Allgott veð- ur var í fyrrinótt, en í gærmorgun var aftur komin bræla á miðunum. Flest skipanna héldu til Faxaflóa- hafna með aflann. Eftirtalin skip tilkynntu afla: Seley 420, ísleifur 450, Pétur Jónsson 700, Sæberg 620, Sæbjörg 500, Örn 580, Hilmir II 560, Ljósfari 450, Þórshamar 470, Óli Óskars 1150, Sigurður 1100, Grindvíkingur 1050, Helga II 530, Harpa 570, Albert 500. Kristni ÓF bjarg- að - lítið tjón varð EKkifirfti, 25. október. i NÓTT tókst að lyfta vélbátnum Kristni ÓF það mikið við bryggj- una að hægt var að dæla úr skipinu. Þegar það hafði tekizt var bátnum siglt i löndunarpláss og var byrjað að landa úr bátnum núna fyrir hádegi. Leiðrétting í FRÉTT í Mbl. í gær, urðu þau mistök að Byggung var nefnt Byggingarfélag ungra sjálfstæð- ismanna. Þetta er alrangt, Bygg- ung er byggingasamvinnufélag ungs fólks í Reykjavík, óháð stjórnmálafélögum. Sjór komst ekki í vélarrúm bátsins og því er ekki um tjón á vélum eða tækjum að ræða, en mikill sjór komst hins vegar í framskipið og þar urðu skemmdir af sjó. Auk skipverja á Kristni komu margir aðilar við sögu í þessum björgunaraðgerðum og má nefna skipverja á Ásþóri RE og slökkviliðsmenn á Eskifirði. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær komst sjór í Kristin á síldarmiðunum yzt í Fáskrúðsfirði og var skipið orðið mjög sigið að framan þegar það kom inn til Eskifjarðar í gærkvöldi í fylgd tveggja smábáta og björgunar- skipsins Goðans, sem fylgdist með Kristni. _ Ævar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.