Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 „Trianon* „Trianon" var dulnefni sov- ézka diplómatsins Antaoi Fila- tow. Árið 1976 starfaði Filatow í sendiráði Sovétríkjanna í Alsír. Bandaríska leyniþjónustan lagði gildru fyrir Filatow, sem hann gekk í þegar teknar voru af honum myndir í vafasömum félagsskap kvenna, sem hann vildi ekki fyrir nokkurn mun, að kæmust í hendur Sovétmanna. „Ég gat ekki annað en samþykkt að starfa fyrir CIA,“ sagði Fila- tuw í réttarhöldunum, sem fram fóru yfir honum tveimur árum síðar. Fljótlega eftir að CIA hafði iagt fyrir hann gildruna var Filatow sendur til að starfa í stjórnarmiðstöð KGB, sovézku leyniþjónustunnar, í Moskvu. Í'IA sá Filatow fyrir öllum þeim tækjum og tólum, sem nauðsyn- leg geta talizt fyrir njósnara, s.s. mini-myndavél, sérstökum sendi og sérstökum póstkassa undir brú einni í Moskvu, þar sem hann gæti komið því efni, sem Eru KGB-menn í innsta hring CIA? Unnið er um þessar mundir að mjög umfangsmikilli rannsókn á því hvort innan leyniþjónustu Bandaríkjanna séu sovézkir njósnarar. Rannsóknin er unnin að frumkvæði þingmannanna Daniel Moynihan og Malcolm Wallop, sem telja þessa rannsókn nauðsynlega í ljósi þess sem kom fram i njósnamálinu fræga fyrir fjórum árum, sem nefnt hefur verið „Trianonmálið“. hann vildi koma til Bandaríkj- anna. Árið 1978 komst upp um Filatow og eftir stutt réttarhöld var hann dæmdur til dauða. Maður fyrst inn 1962 Bandaríski leynilögreglusér- fræðingurinn Edward Jay Ep- stein hefur ritað nokkuð ítarlega bók um alþjóðlega njósnastarf- semi og fjallar þar m.a. nokkuð um Trianonmálið. Hann segir, að bandaríska leyniþjónustan hafi fyrst komið manni að innan veggja KGB árið 1962, þegar sovézki ofurstinn Oleg Penk- owsky hóf að njósna fyrir Bandaríkjamenn. Á svipuðum tíma voru þrír sovézkir diplómatar, með dul- nöfnum „Top hat“, „Fedora", og „Igor“, þjálfaðir sérstaklega til að njósna fyrir Bandaríkjamenn í höfuðstöðvum CIA og FBI í New York og Washington. Síðar kom reyndar í ljós að þeir voru í raun tvöfaldir í roðinu, höfðu verið sendir út af örkinni frá KGB í Moskvu. Sovézkur „mölur“ innan CIA Sú spurning hefur því vaknað hvernig Filatow á sínum tíma var uppgötvaður. Voru það að- eins hans mannlegu mistök, sem urðu honum að faili, eða var það einhver innan CIA, sem hrein- lega benti á hann? Eða er sovézkur „mölur" inni á innsta gafli hjá CIA í Bandaríkjunum? Njósnarar allsstaðar Það er reyndar fullyrt, að innan veggja allra ráðuneyta í Bandaríkjunum og innan flestra meiriháttar stofnana, séu sov- ézkir njósnarar, og því skyldi ekki vera einn slíkur inni á gafli hjá CIA? — Þetta er spurning, sem þingmennirnir Moynihan og Wallop, vilja nú fá svarað. — „Njósnari verður ekki uppgötv- aður, nema annar njósnari hafi bent á hann,“ er haft eftir Tennant Bagley, sem um árabil var yfirmaður njósnadeildar CIA, sem hafði sérstaklega með Sovétríkin að gera. í þessu sambandi er bent á, að njósnar- arnir Peter Popv og Oleg Pen- koswky, sem störfuðu fyrir bandarísku leyniþjónustuna, voru báðir uppgötvaðir eftir að njósnarar innan CIA höfðu bent á þá. „Heckenschiitze“ Eitt frægasta njósnamál síð- ari tíma er nefnt „Hecken- schútze" og um það hefur Ep- stein ritað ítariega lýsingu í bók sinni. Henry J. Taylor, sendi- herra Bandaríkjanna í Sviss, fékk 1. apríl 1958 sent bréf, sem honum var sagt að afhenda yfirmánni CIA-deildar sendi- ráðsins þegar í stað. Tennant Bagley, sem var einn æðsti maður CIA á þessum tíma, segir, að bréfið hafi verið skrifað á mjög góðri þýzku. Sá sem það sendi hafi fullyrt, að hann væri í tengslum við eina af leyniþjón- ustum kommúnistaríkjanna fyrir austan Járntjald. Hann gat ekki um nafn sitt né þjóðerni. Undirskrift bréfsins var „Heck- enschútze". Sá sem sendi bréfið, sagðist gjarnan vilja hjálpa hin- um vestrænu ríkjum við að moka út flórinn hjá sér, því honum væri kunnugt um, að innan leyniþjónusta þeirra væri mikill fjöldi sovézkra njósnara. Benti á sjö njósnara í fyrstu umferð benti „Heck- enschútze" á sjö njósnara, sem starfandi voru innan erlendra Ieyniþjónusta, þ.á m: — Harry Houghton, einn af yfirmönnum bandaríska sjó- hersins í Portland, sem gaf KGB nákvæmar upplýsingar um bandaríska kjarnorkukafbáta og skip; — Israel Beer, ofursta, sem var í nánu sambandi við Ben-Gurion, forsætisráðherra Israels; — Stig Wannerström, ofursta í sænska lofthernum, sem sendur var til Bandaríkjanna til að fylgjast með málum þar í landi og var í raun KGB-njósnari. 26 Pólverjar Þá afhenti „Heckenschútze" skjöl, þar sem meðal annars var að finna lista yfir 26 Pólverja, sem brezkir njósnarar töldu lík- lega til samstarfs í Varsjá, og vakti listinn að vonum enga kæti Breta. Það var greinilegt að listinn kom frá KGB. Bagley og samstarfsmenn hans rannsök- uðu listann mjög gaumgæfilega og eftir samanburð kom í ljos, að hann var hárréttur. Það lék því ekki vafi á því, að innan brezku leyniþjónustunnar var sovézkur njósnari, raunar mjög háttsett- ur. Eftir nokkra rannsókn fóru böndin að berast að hollenskt fæddum Breta, George Blake, Hann hafði starfað innan leyni- þjónustunnar um áraraðir, en það sem gerði hann tortryggi- legan var á hvern hátt hann komst í samband við hana. Hann var þjálfaður af helzta sérfræð- ingi þjónustúnnar í málefnum Austur-Þýzkalands, sem hafði komizt upp um, þegar hann sendi upplýsingar austur fyrir. George Blake Blake viðurkenndi við yfir- heyrslur, að hann hefði starfað fyrir KGB allt frá árinu 1952 og sent þeim öll mikilvæg skjöl leyniþjónustunnar, sem á annað borð voru innan seilingar fyrir hann. Skömmu eftir að flett var ofan af Blake, var annar frægur njósnari gripinn, Anthony Blunt. Þriðji njósnarinn, Kim Philby, komst undan til Moskvu. Blake var dæmdur til fangelsis- vistar og sat inni í nokkur ár, en var sleppt lausum eftir samn- ingaviðræður og sendur austur fyrir. Afhjúpanir í V-Þýzklandi Þá bárust upplýsingar frá „Heckenschútze" um njósnara KGB, sem voru starfandi innan vestur-þýzku leyniþjónustunnar. Þeir voru afhjúpaðir hver af öðrum. Upplýsinga- streymið hættir Eftir um þrjá mánuði hættu upplýsingar skyndilega að ber- ast vestur yfir frá „Hecken- schútze". Þar lágu eðlilegar ástæður að baki. KGB hafði fengið vitneskju að vestan um þetta upplýsingastreymi. Það var sem sagt kominn fram leki hinum megin frá, sovézkur njósnari í höfuðstöðvum CIA. — „Heckenschútze" náðist hins végar ekki. Kom fram í Berlín Það var svo um jólaleytið 1960, að „Heckenschútze" kom fram í bandaríska hlutanum í Berlín með konu sinni. Það var þá fyrst, sem ljóst var hver maðurinn var: Michael Goleniewski, yfirmaður í pólsku leyniþjónustunni. Hann sagði Bandaríkjamönnunum, að hann hefði á flótta sínum skilið eftir kassa, sem í væru skjöl með mjög mikilsverðum upplýsing- um. Kassann væri að finna í húsi einu í Varsjá. Það var farið að ráðum „Heck: enschútze" og kassinn fannst. í honum var að finna mörg þús- und blaðsíðna pappírshaug, sem allur fjallaði um starfsemi sov- ézku og pólsku leyniþjónustunn- ar. Þar var að finna hernaðar- legar upplýsingar, sem einungis var hægt að fá staðfestar í æðstu stöðum innan NATO og varnar- málaráðuneytisins bandaríska. Flutti til Bandaríkjanna „Heckenschútze" flutti til Bandaríkjanna, þar sem hann fékk þegar skrifstofuaðstöðu hjá CIA. Á næstu mánuðum þar á eftir starfaði hann mjög náið með starfsmönnum CIA við rannsókn á starfsemi KGB í hinum ýmsu Iöndum NATO. Alexej Nikolaje- witsch Romanow stórfursti Síðar upplýsti „Hecken- schútze", að Goleniewski hefði aðeins verið dulnefni hans í pólsku leyniþjónustunni. Hans raunverulega nafn væri Alexej Nikolajewitsch Romanow, stór- fursti, og faðir hans væri' Niko- laus keisari, sem varð að hrökkl- ast frá í októberbyltingunni og flúði þá til Póllands. Það var haft eftir yfirmanni CIA á þessum tíma, að „Heck- enschútze, væri án efa sá „starfsmaður" CIA, sem beztum árangri hefði náð við að koma upp um njósnara KGB innan leyniþjónustu hinna ýmsu vest- rænu ríkja. Hann hafði komið upp um 15 starfsama njósnara í sex löndum. Árið 1964 var sam- band „Heckenschútze" við CIA á enda og hann hvarf í mannfjöld- ann. Edward Jay Epstein veltir því fyrir sér í bók sinni hvort „Heckeschútze" hafi í raun vilj- að aðstoða hin vestrænu ríki, eða hvort hann hafi verið útsendari KGB, sem ætlað var að ná í innsta hring CIA með nægilega miklum fórnum. Svör við þeirri spurningu fást víst seint, en eins og sagði í upphafi er í gangi mjög umfangsmikil rannsókn á þessum hlutum innan CIA, og verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum hennar. (heimild: Welt am Sonntag) — sb. Patreksfjörður: Afengisvandinn ræddur í skólanum Paíreksíirói. 24. okt. FYRRIPART vikunnar var staddur hér maður frá Afengis- varnaráði, Jón Jóelsson, og vann með efri bekkjum skólans við umræðu um áfengisvarna- mál. Myndaðir voru starfshópar með unglingunum og náði Jón mjög góðu sambandi við þá. Hann fékk marga menn í lið með sér, sem gátu talað um áfengisvandann af eigin raun. Á miðvikudágskvöldið hélt Jón fund með formönnum allra fé- laga á staðnum, læknum og lögreglu og varð niðurstaða fundarins sú, að gengist verður fyrir almennum borgarafundi á staðnum og fræðslufundum um áfengisvandamálið. Jón Jóelsson hyggst ferðast um öll þorpin hér á sunnanverðum Vestfjörðum og heimsækja alla skóla. Hefur þessi heimsókn verið mjög gagn- leg, til þess að reifa þetta vandamál, sem glímt er við alls staðar á landinu. - Páll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.