Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 Á ferð um N-Þingeyjarsýslu Texti/ Hildur Helga Siguröardóttir Myndir/ Emilía Björg Björnsdóttir bys væri gott að vera. Ólafur er líka einn af þeim, sem er að byggja, en töluvert er um nýbyggingar á staðnum. „Verst hvað langt er í brennivínið* „Misgott," sögðu strákarnir við höfnina, sem allir voru heima- menn, aðspurðir um það hvernig væri að búa á Raufarhöfn. „Það versta er hvað vont er að ná í brennivín," sagði einn og hinir ýmist tóku undir eða mölduðu í móinn. Þeir voru annars í óða önn að salta þorskinn, búnir að vinna grálúðu niðrí húsi og sögðu að nóg væri af vinnu, a.m.k. fyir heima- „HÉR vantar ekkert nema síld- ina,“ sagði einn viðmælenda blm. Mhl. á Raufarhofn og horfði löngunaraugum yfir gömlu síldarplönin út um gluggann á Ilótel Norðurljós- um. Og vissulega ber Raufar- höfn þess merki að hafa verið mikill sildarbær. Síldarplönin voru 9 talsins og þar stóðu, þegar mest var, um 1800 manns, aðkomufólk, auk heima- manna og soltuðu síldina, sem síðan hvarf jafn skyndilega og hún hafði komið. Gömlu verbúð- irnar. sem hétu nöfnum eins og Dýflissan. Rauða- og Svarta- Kusa, standa líka flestar enn við höfnina. En jjó að flestir, sem á annað borð mundu þá daga, væru sam- mála um að fjörugt og fengsælt -hefði verið í plássinu á síldarár- unum, var langt frá því að neinn uppgjafartón væri að heyra í heimamönnum, sem blm. spjall- aði við á förnum vegi eina dag- stund á Raufarhöfn. Flestir voru sammála um að á Raufarhöfn væri gott að búa, misgott sögðu sumir að vísu, og kváðust alls ekki hugsa sér til hreyfings. Það ætti heldur ekki að væsa um þá sem staðinn gista um skemmri tíma, því á Raufarhöfn er rekið stórt gistihús, Hótel Norðurljós. Er það í eigu staðar- ins síðan í vor og kvaðst hótel- stjórinn, Örn Egilsson, vera bjartsýnn á reksturinn. Er að byggja „Blessaðar verið þið ekki að Hótelstjórinn á Hótel Norðurljós- um, örn Egilsson, kvaðst vera bjartsýnn á reksturinn. taka myndir af okkur hérna í sjoppunni, þá halda allir að við gerum ekki annað en að drolla," sögðu þeir Jón S. Ólafsson og Ólafur Helgason og kímdu er blm. tók þá tali á þeim sígilda sam- komustað. Svo til að fyrirbyggja allar ranghugmyndir var sæst á að þeir stilltu sér upp fyrir utan sjoppuna í staðinn. Þeir félagar sögðust vera að vinna í loðnubræðslunni og að næga vinnu væri að hafa fyfir alla sem vildu. Þeir eru báðir bornir og barnfæddir á Raufar- höfn og kváðust ekki hugsa sér til „Ég kom hingað fermingarvorið mitt,“ sagði roskinn maður í hópnum, Páll Helgason, „... og er búinn að vinna í frystihúsinu síðan það var stofnað. Víst var oft fjörugt hérna á síldarárunum, en það er nú samt ólíku saman að jafna hvað fólkið hefur það mikið betra nú. Mér líst vel á unga fólkið í dag og það líf, sem því er hoðið upp á. í gamla daga ríkti vinnuþrælkun og fátækt, en nú er hér allt annað líf og það til hins betra," sagði Páll og var enga fortíðardýrkun hjá honum að hafa. Og með það voru þeir allir roknir í að salta, en blm. og ljósm. héldu á fund þriggja aðila, sem allir gegna mikilvægu hlutverki á staðnum, þótt með ólíkum hætti sé, þ.e. presturinn, hreppstjórinn og minkabaninn. Þeir Jón og Ólafur eru bornir og barnfa ddir á Raufarhöfn og hugsa sér ekki til hreyfings í bráð. „Það er misgott að búa í þessu plássi," sögðu strákarnir við höfnina, en Páll Helgason (fjórði f.v.) var nú á því að það væri ólikt betra nú en i „den tid“. „Raufarhafnar- búar eru nú held- ur löghlýðnir44 Rabbað við Rauf ar- hafnarbúa skipagjöldum, en embættið er aðskilið frá hreppsnefnd- inni, sem sér um verklegar framkvæmdir á staðnum. Það er helst að erilsamt sé þegar verið er að borga út örorku- og ellistyrki, þá koma auðvitað margir. Og svo auð- vitað í kringum þetta kosn- ingabrölt, sem hefur verið síðan ég tók við.“ Maður Hrefnu er einn af mörgum sem er með litla trillu, 8 tonna, áhöfnin þrír menn og voru þeir á sjó, er okkur bar að garði. „Það versta við að búa hér er annars veðráttan," sagði Hrefna. „Hún er óttalega leiðinleg og hér getur verið mjög snjóþungt. I fyrra t.d. voru húsin hérna á kafi í snjó.“ Á meðan blm. og ljósm. rifjuðu upp ljúfar endur- minningar úr kálgörðum bernskunnar yfir salatblöð- um með sykri og rjóma í eldhúsi hreppstjórans, kom fram, að Hrefna er ekki eina konan á Raufarhöfn sem sér um að lífið á staðnum haldist í föstum skorðum. Tengda- dóttir hennar gegnir störfum lögregluþjóns og dóttir Hrefnu rekur félagsheimili Raufarhafnar. Hrefna sjálf er, auk hreppstjórastöðunn- ar, formaður Slysavarnafé- lagsins á Raufarhöfn, þannig að hún ætti að hafa í nógu að snúast þótt kosningabrölti hafi nú linnt um sinn. „Raufarhafnarbúar eru nú heldur löghlýðnir og svo er starfandi lögregluþjónn á staðnum. þannig að það lendir ekki alltaf á mér, þótt Urefna Friðriksdóttir, hreppstjóri á Raufarhöfn. eitthvað beri út af,“ sagði Hrefna Friðriksdóttir, hreppstjóri á Raufarhöfn sl. 3 ár, og lét ágætlega af starfinu, er blm. Mbl. tók hana tali. „Ég er fulltrúi sýslumanns, sem situr á Húsavík og sé því um innheimtur á sköttum og ýmiss konar gjöldum, s.s. vantar ekkert nema síldina44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.