Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 35 Herferðin til að koma í veg f yrir fósturskemmdir Eins og allir þeir vita, sem komnir eru til vits og ára, getur það verið ákaflega ör- lagarikt ef barnshafandi kon- ur fá sjúkdóminn rauða hunda. Við það getur orðið óbætanlegur skaði á hinum ófædda einstaklingi, svo sem skert sjón og heyrn, ásamt öðrum líkamsgöllum. Þessi sjúkdómur stingur sér niður öðru hvoru, misharður að vísu, og eru mörg dæmi um þá, sem orðið hafa fyrir höggi þessa vágests í móðurkviði. Það hefur því áreiðanlega orðið öllum hugsandi mönnum gleði og þakkarefni, þegar heilbrigðisyfirvöld hér á landi skáru upp herör og hófu her- ferð gegn fósturskemmdum með því að hefja mótefnamæl- ingar gegn rauðum hundum hjá öllum konum á aldrinum 16—40 ára. Það hefur líka verið gleði- efni að heyra fréttir af því, hvað þetta hefur tekist vel víða um land, konur hafa notfært sér þetta lofsverða framtak, mætt til mótefna- mælinga, og síðan til bólusetn- ingar, ef mótefni var ekki fyrir hendi. Sú bólusetning er lík öllum þeim öðrum, sem við höfum þurft að ganga í gegn um, sársaukalaus — eða lítil, ein smástunga, sem þó getur komið í veg fyrir óbætanlegan skaða og óhamingju, eins og áður segir. Það er aðeins eitt, sem aðgæta þarf. Séu konur barns- hafandi mega þær ekki fá bólusetningu og mega ekki verða barnshafandi næstu þrjá mánuði á eftir bólusetning- unni. Bóluefni er veiklaður vírus, sem þó getur valdið sama skaða og sjúkdómurinn sjálf- ur. Svo undarlega bregður við, að þegar kemur að konum í Reykjavik, og úr næstu byggð- arlögum, að mæta til mótefna- mælinga, versna heimtur að mun. Það er ekki gott að vita hver ástæðan er, trúlegast fer þetta framtak frekar fram hjá fólki hér í margmenninu, held- ur en á minni stöðum úti á landi. Sem dæmi um fálætið má nefna, að í septembermánuði síðastl., voru send bréf til 250 kvenna á Seltjarnarnesi, þar sem þeim var boðið að koma til mótefnamælingar á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Að- eins um fjórðungur þessara kvenna hafa mætt þegar þetta er ritað. Getur það verið, að til séu þær konur sem ekki gefa sér tíma til að sinna svo mikil- vægu máli? Hver sem ástæðan er, er illt til þess að vita, að tækifæri sem þetta er ekki nýtt. Enginn veit hvenær næsti faraldur rauðra hunda skellur yfir, og þá er ef til vill of seint að fara að aðgæta hvort mótefni fyrir sjúkdóminum er fyrir hendi. Mæður allra ungra stúlkna eru hér með hvattar til að fylgjast með hvort dæturnar hafa fengið mótefnamælingu vegna rauðra hunda! Það er ekki mikið á sig lagt, að eyða nokkrum tíma í að fara til sýnitöku og síðan í bólusetn- ingu, ef þörf krefur (hvort tveggja sér að kostnaðar- lausu), og öðlast með því þá ró, sem því fylgir, að vita að ónæmi fyrir þeim válega sjúk- dómi, rauðum hundum, er fyrir hendi. Herferðinni á að ljúka í lok þessa mánaðar, svo enn er dálítill tími til stefnu. Sýnitaka fer fram í mæðra- deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur á mánudögum og þriðjudögum kl. 8.30—11.00. Upplýsingar eru veittar í síma 2-2400 daglega, kl. 8.30— 10.00. Það er yfirleitt hagkvæmt að baka kex, venjulega er ekki mikið borið í uppskriftirnar og þær drjúgar. Mörgum finnst smurt heimabakað kex eitt það besta. sem fæst með kaffi eða tei. HAFRAKEX 250 gr. haframjöl, Vi 1. mjólk, 100 gr. smjörliki, 50 gr. sykur, 185 gr. hveiti, 2 tsk. hjartarsalt. Haframjölið látið liggja í bleyti í mjólkinni í ca. 2 klst, Smjörlíkið brætt og kælt, hveitið sigtað ásamt sykri og hjartar- salti. Deigið hnoðað vel saman og flatt út þunnt. Skorið með kleinujárni, gjarnan með hjálp reglustiku svo línurnar verði beinar. Kökurnar stungnar þétt með gaffli, settar á vel smurða plötu og bakað í ca. 10 mín, við 225°C. Miðað við að úr verði 80—85 kökur. KÚMENKEX 165 gr. rúgmjöi, 1V4 tsk. sykur. ’/i — 1 matsk. kúmen. 100 gr. smjörliki, V/2 di. mjólk. Rúgmjölinu blandað saman við sykur og kúmen, smjörlíkinu hnoðað saman við og vætt í með mjólkinni. Deigið látið bíða í ca. 1 klst. en síðan flatt þunnt út og skorið í ferhyrninga. Bakað á smurðri plötu í ca. 6 mín. við 225°C. Verða um 70 kökur. GAMALDAGS HVEITIKEX 300 gr. hveiti. 50— 75 gr. sykur, 'h tsk. kardemommur, Vk tsk. ger, 100 gr. smjörliki. 4 matsk. rjómi. Hveiti, sykur, ger og karde- mommur sigtað saman, smjör- líki hnoðað í ásamt rjóma, hnoð- að vel saman og flatt þunnt út. Skornar út kringlóttar kökur, bakaðar á smurðri plötu í ca. 5 mín. við 250°C. Verða 50-55 stykki. Frumleg tafl- mennska á brezka meistaramótinu Brezka meistaramótið var háð i Brighton fyrir skömmu. Meðal þátttakenda voru margir af sterk- ustu skákmönnum Englendinga auk þess sem nokkrir þátttakend- ur voru frá samveldislöndunum, en skákmönnum frá öliu brezka samveldinu er heimiit að vera með i mótinu, þar á meðal trum. Ástralíubúum og Ný-Sjálending- um. Þegar upp var staðið voru þeir jafnir að vinningum, hinn ungi og efniiegi stórmeistari John Nunn og skákbókahöfundurinn góð- kunni, William R. Hartston. Þeir hlutu báðir átta vinninga af ellefu mögulegum og munu innan skamms tefla einvigi um titilinn. Þeir tefldu af miklu öryggi og töpuðu hvorugur skák. Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON Fast á hæla þeirra komu þeir Jonathan Speelman og David Rumens. Speelman var fyrir fram ætlaður stór hlutur, enda af mörg- um talinn vera einn af þremur sterkustu skákmönnum Englend- inga ásamt þeim Miles og Stean. Óvænt tap fyrir hinum frumlega skákmanni Michael Basman með hvítu í níundu umferð setti hins vegar stórt strik í reikninginn, en til gamans má geta þess að byrjun- in í þeirri skák var 1. e4 — g5, 2. d4 - h6. Röð næstu manna varð þessi: 5.-7. Basman, Bellin, Chandler og Taulbut 7 v., 9.—12. Franklin, Fuller, Lee og McNab 6.V4 v. Þátttakendur í úrslitunum voru alls 40. Staðan fyrir síðustu umferð var þannig að auk þeirra Hartstons og Nunns höfðu þeir Basman og Chandler einnig sjö vininga. Úr- slitin urðu síðan þau að Nunn vann Basman örugglega með hvítu, Hartston vann Lee, en Chandler tapaði óvænt fyrir Rumens, sem kom mjög á óvart í mótinu, í kynngimagnaðri skák, sem hér fer á eftir. Rumens hefur jafnan verið frægur fyrir það í Englandi að tefla í anda gömlu snitlinganna, sem uppi vorji áður en þeir Steinitz og Lasker endurbættu varnar- tæknina og gerðu að sumra áliti skáklistina leiðinlega. Hann fær óneitanlega oft slæma skelli en á hinn bóginn tekst honum stundum frábærlega upp, svo sem í skákinni við Chandler: Ilvítt: David Rumens. Svart: Murray, Chandler. Sikileyjarvörn. 1. e4 - g6, 2. f4 - Bg7, 3. Rf3 - c5, 4. Be2 - Rc6, 5. (M) - d5, (Öruggara var 5. — d6 eða 5. — Rf6) 6. exd5 - Dxd5, 7. Rc3 - Dd7. (Chandler hefur yfirsést næsti leikur hvíts. Betra var 7. — Dd8) 8. Re5! - Rxe5. (Eftir 8. - Bxe5, 9. fxe5 — Rxe5, 10. Bb5 — Rc6, 11. Df3 - Rf6, 12. d3 er svartur allt annað en öfundsverð- ur, þó hann sé peði yfir). 9. fxe5 — a6, 10. d4!? (Rumens er ákveðinn í að fórna peði). — cxd4 (Hvítur hefur talsvert spil eftir 10. ^ — Dxd4+, 11. Dxd4 — cxd4,12. Rd5 — Bxe5,13. Bf4.) 11. Bc4! (Hugmynd- in. Ef svartur hafnar nú manns- fórninni með 11. — 8e6, er staða hans mjög óþægileg eftir 12. Re4 — Bxe5, 13. Rg5.) dxc3, 12. Bxf7+ — Kd8. 13. De2 - cxb2. (13. - Db5, strax hefði áreiðanlega verið svarað með 14. Bc4 og ef 14. — Dce5 þá 15. Hf8+ með sókn. 14. — cxb2 var heldur ekki álitlegt vegna 15. Hdl+ - Kc7, 16. Bf4 og sannkölluð Rumens-staða er kom- in upp.) 14. Bxb2 — Db5,15. Dd2+ — Kc7, 16. c4. (Svartur er að öllum likindum með tapað tafl, því hann kemur ekki liði sínu út. Næsti leikur hans er þó vatn á myllu hvíts.) — Dd7? 17. Df2 — Dc6, 18. Bd5 - Db6, 19. Bd l - Da5, 20. Habl - Kb8 21. Hxb7+! - Bxb7, 22. Hbl - Dc7, 23. Hxb7+ - Dxb7. 24. Bxb7 - Kxb7, 25. Df3+ - Kb8. 26. Df7 - Bh6, 27. De8+ - Kb7, 28. Dd7+ - Kb8, 29. Bb6 og svartur gafst upp. Það er ekki á hverjum degi sem Chandler fær þvílíka meðferð, því þrátt fyrir ungan aldur, — hann er aðeins tvítugur, — hefur hann þegar náð áfanga að stórmeistar- atitli. Við skulum nú líta á smellin lok í einni af skákum hans frá brezka meistaramótinu: Svart: Denman Hvítt: Chandler 32. f6! - Rxf6,33. Bd4 - Kf7.34. Rxd5 — Hel. (Örvænting grípur nú um sig í herbúðum svarts, en staðan eftir 34. — He6, 35. Haf3, hefði verið fádæma falleg. Allir menn hvíts, fimm að tölu, hóta vesalings riddaranum á f6. Dæmi um fimmfaldar hótanir held ég að séu afar sjaldgæf í opnum stöðum.) 35. Hxel - Dxd5. 36. He7+! - Kxe7, 37. Dxg7+ - Ke8. 38. Dxf6 og svartur gafst upp. f¥A 4 II i i ii i i m m í s W/l 1§§ w ií m6 / v ' H / •. y, Öllum vinum og œttingjum sem minntust mín með heimsóknum, skeytum og gjöfum á áttræðisafmæli mínu 16. sept. sl. sendi ég mínar innilegustu þakkir og kveðjur. Guð blessi ykkur öll Anna Sumarliðadóttir. Digranesveg fíO. Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.